Morgunblaðið - 22.07.2004, Side 24

Morgunblaðið - 22.07.2004, Side 24
MINNINGAR 24 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ V opnaframleiðendur leynast víða. Einna söluhæstu framleið- endur vopna heims hanna drápstól handa börnum, sem spila tölvu- leiki. Nýlega settu þessir vopna- framleiðendur nýjan tölvuleik á markaðinn sem nú breiðist út um unglingaheiminn. Hann nefnist Vígvöllurinn í Víetnam eða Battlefield Vietnam og kemur í kjölfar afar vinsæls leiks sem nefnist Battlefield 1942. Á heima- síðu framleiðandans, EA GA- MES’, er leikurinn kynntur: „Þið óskuðuð eftir frekara stríði og með Vígvelli Víetnams færum við ykkur það.“ (www.eagames.com/ official/battlefield/vietnam/us/). Leikmenn eru hvattir til að fara í stríð þar sem boðið er upp á meiri nánd en áður hefur þekkst í stríðsleikjum, meiri skotgetu, fleiri vopn, tæki og erfiðari bar- daga við óvininn á skriðdrekum, þyrlum og orrustuvélum. „Grípið M-16 rifil, gerið Napalm- sprengju tilbúna, og búið ykkur undir grimman bardaga í Víet- nam-stríðinu,“ skrifa (vopna) framleiðendur í lofi sínu á nýj- ustu afurðina sína. Ungmenni eru m.ö.o. þjálfuð til að beita tölvuvopnum og til að berjast með því að setja sig í spor stríðsmanna í blóðugu stríði, sennilega án samþykkis uppal- enda. Aðgangur þeirra að vopn- unum er greiður, því sítenging heimilanna er víðtæk. Í nýrri skýrslu Eurydice um tölvueign og -notkun barna og unglinga í Evrópu kemur fram að strax árið 2000 höfðu 95% fimmtán ára íslenskra unglinga aðgang að Netinu heima hjá sér. (Morgunblaðið 20.06.04). En gera má ráð fyrir því að sá hópur spili oft tölvuleiki. Önnur rannsókn sýnir að foreldrar íslenskra barna þekkja mun minna til tölvuleikja sem börn þeirra spila á Netinu en foreldrar barna á öðrum Norðurlöndum. 77% ís- lenskra stráka spila tölvuleiki þegar þeir eru á Netinu en 61% stelpna notar Netið mest til að senda og taka á móti tölvupósti. 61% strákanna vill helst spila hasarleiki. Þetta var niðurstaða SAFT rannsóknar um örugga netnotkun barna, sem stutt er af Saft Internet Action Plan- áætl- un Evrópusambandsins (Morg- unblaðið 20.12.03). Þar kemur einnig fram að 67% íslenskra barna segi að foreldrar þeirra fylgist ekki með netnotkun þeirra. Vígvöllurinn í Víetnam er einn af þeim leikjum sem spilaðir eru á Netinu af íslenskum ungling- um, sennilega án vitneskju for- eldra. Í unglingaherbergjunum eru oftast öflugar tölvur og sí- tenging og fæstir foreldrar vita hvað þar fer fram, og þeir þekkja ekki hlutdeild rafrænna (vopna) framleiðenda á borð við Electronics Arts – sem gerir hörmungar almennings að gróða- lind sinni. Þjáning og dauði eru kjarni stríða, en þeim hluta er oftast haldið frá almenningi: Hann fær ekki að sjá eigin hermenn látna eða komast í návígi við þær þján- ingar og örvinglan sem þeir og óbreyttir borgarar þurfa að líða. Engin bók, engin kvikmynd eða frásögn getur veitt raunverulega innsýn í þjáninguna. 58 þúsund bandarískir hermenn létu lífið í Víetnam og týndust eða tvöfalt fleiri en létust í Kóreustríðinu. Talið er að tæplega 225 þúsund Suður-Víetnamar hafi beðið bana í stríðinu og ein milljón Norður- Víetnama. Tæplega 10 prósent þjóðarinnar (1973) eða fjórar milljónir særðust eða létust sök- um átakanna, flestir í Norður- Víetnam af völdum sprengju- regns Bandaríkjahers. Heil kyn- slóð ungra manna var þurrkuð út. Víetnam var ein af mar- tröðum kalda stríðsins, því það voru Sovétríkin og Kína sem sáu Norður-Víetnömum fyrir vopnum og Bandaríkjamenn Suður- Víetnömum (m.ö.o. karlar í jakkafötum öruggir handan skrif- borða). Suður-Víetnam féll að lokum í hendur Norður-Víetnam 30. apríl 1975; í Saigon sem jafn- skjótt fékk heitið Ho Chi Minh. Síðustu Bandaríkjamennirnir yf- irgáfu landið í þyrlum af þaki bandaríska sendiráðsins örfáum stundum fyrir uppgjöf. Einnig yfirgáfu 135 þúsund Víetnamar landið og á næstu fimm árum flúðu 545 þúsund landið. (Tímarit Morgunblaðsins, 04.07.04). Nú hefur friður ríkt í áratug í Víetnam, en þjóð og land hefur ekki jafnað sig. Líf er ekki aft- urkræft, fjölskyldur og kynslóðir hafa liðið þjáningar og sár sem geta gróið, þurfa til þess áratugi. Foreldrar sem hafa ábyrgð- artilfinningu og orku til að sporna gegn áróðri og innræt- ingu (vopna)sölumanna, ættu að setja mörkin við tölvuleiki eins og Vígvöll Víetnam. Leikurinn birtir stríð sem leik, spennu og baráttu milli góðs og ills. Hann elur á hefndartilfinningu, og að gjalda illt með illu. Hann spornar gegn friðsemd og ábyrgð- artilfinningu gagnvart náung- anum. Hann elur á kynþátta- fordómum og þeirri hugmynd að stríð séu lausn á vandamáli. Hann dregur úr virðingu fyrir mannslífum og skapar rang- hugmyndir um mannlífið. Ábyrgir uppalendur ættu að prófa leiki eins og Battlefield Vietnam og kanna hvort þeim líki við hann og hvort þeir telji hann skaðlausan fyrir blessuð börnin. Árið 2002 var öðrum tölvuleik lýst svo í The New York Times: „Grand Theft Auto: Vice City er leikur, þar sem öll landamæri siðmenntaðrar hegðunar hafa verið útmáð. Það má skjóta hvern sem maður vill, þar á með- al löggur. Menn fá að berja kon- ur til dauða með hafnaboltakylf- um. Það er hægt að hafa mök við vændiskonur og drepa þær svo (og fá peningana til baka).“ Battlefield Vietnam er af sama toga, hann fer út fyrir öll mörk velsæmis og siðferðis. Níðst er á minningu um þjáningu og dauða saklausra. Ég segi: Nei. Endimörk tölvuleikja (Vopna)framleiðendur teygja sig inn í unglingaherbergin með markaðssetn- ingu tölvuleikja á borð við Vígvöllur Víetnams eða Battlefield Vietnam. Börnin vaka en foreldrar sofa vært. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is Ég sit hér við kertaljós og dreypi á portvíni og hugsa til tengdamóður minnar til 33 ára en hún lést á Landspítalanum í nótt, hinn 7. júlí. Hugurinn hvarflar til baka, ótal svipmyndir renna fram á tjald endurminninganna. Við kölluðum hana ömmu Helgu, og eftir að hún varð langamma kölluðum við hana stundum í gríni „amma langa“ þar sem hún var ekki há í loftinu, heldur lágvaxin og einstaklega nett. Helga fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp, þar átti hún alla tíð sterkar rætur og hugurinn hvarflaði oft til bernskustöðvanna. Þegar Helga var unglingur bjó hún um tíma á Siglufirði, þar sem hún gekk í gagnfræðaskóla. Á Siglufirði kynntist hún manni sínum, Árna, þau stofnuðu heimili í Reykjavík en fluttust skömmu síðar til Siglu- fjarðar þar sem Árni var með síld- arplan. Þau eignuðust synina Vig- fús og Hjálmar. Þegar síldin hvarf tók fjölskyldan sig upp og flutti aftur á mölina. Eftir að Helga og Árni settust að í Reykjavík vann Helga aðal- lega við skrifstofustörf, og yfir 20 ár starfaði hún á Skrifstofu Rík- isspítalanna, fyrst sem launa- fulltrúi og frá 1979 sem aðalfé- hirðir, allt þar til hún hætti störfum vegna aldurs. Meðan Helga starfaði þar lagði hún einnig sitt af mörkum fyrir starfsmanna- ráð LSP. Áttu Ríkisspítalar alla tíð stórt pláss í lífi hennar. Skömmu áður en Helga lét af störfum var hún heiðruð fyrir vel unnin störf, léttleiki hennar, vandvirkni og vinnusemi var sérstaklega tiltekin. Fjöldi þeirra samstarfsmanna sem kom til að kveðja Helgu þegar hún lét af störfum, bar vott um hversu vel hún var liðin á vinnustað sín- um. Amma Helga naut þess að vera með börnum og þau elskuðu að vera hjá henni. Þegar við Fúsi fór- HELGA ÁGÚSTA HJÁLMARSDÓTTIR ✝ Helga ÁgústaHjálmarsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 2. júlí 1927. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 7. júlí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 19. júlí. um í frí fannst henni ekki annað koma til greina en að taka við börnum okkar og heimili. Hún flutti inn til okkar, sama hvort það var í Heiðargerð- inu eða í Hrísey, alltaf var hún reiðubúin að eyða sínum fríum til að vera hjá barna- börnunum, og þau nutu þess að dvelja undir verndarvæng ömmu sinnar, sem hafði tíma til að spjalla og spila. Ekki sakaði það heldur að Helga var mikill sælkeri og hafði alltaf nammi í töskunni sinni, sem unga fólkið naut góðs af. Systkinabörnin mín, sem búa erlendis, kölluðu hana alltaf ömmu Helgu og tók hún þeim eins og sínum barna- börnum. Glaðlega brosið hennar verður börnunum minnisstætt og það gleður okkur sem eftir erum að nokkrir afkomendur hennar hafa erft þetta fallega bros. Þegar ég heimsótti Helgu á Landspít- alann, þar sem hún dvaldi síðustu vikurnar, var ávallt það fyrsta sem hún sagði; ,,segðu mér eitthvað frá krökkunum“, því hún vildi fylgjast með því hvað þau höfðu fyrir stafni, hvert og eitt. Því verður seint á móti mælt að fátt ef nokkuð skipti hana meira máli en velferð þeirra. En Helga fylgdist með fleiru en barnabörnunum, ég sagði oft í gríni við hana að hún væri frétta- sjúk, hún las öll blöð og fylgdist með öllum fréttum og hún gat æst sig þessi ósköp yfir pólitík ef sá gállinn var á henni, oft fannst mér ótrúlegt að sjá hversu mikið skap rúmaðist í þessum fínlega líkama. Helga hafði líka gaman af búða- rápi, þær voru ófáar verslunarferð- irnar sem við fórum í, bæði hér heima og erlendis, hún þreyttist aldrei á því að þræða verslanir, að- allega til að kaupa á barnabörnin og fjölskylduna. Stundum keypti hún föt á sig, einkum þó ef hún fann eitthvað í bláum litum, en blátt var uppáhaldsliturinn hennar. Þegar Helga var ung langaði hana til að læra hjúkrun, það gladdi hana því sérstaklega þegar ég lauk hjúkrunar- og ljósmæðra- námi. Ég dreg ekki í efa að Helga hefði getað orðið fyrirmyndar hjúkrunarfræðingur, en hún sýndi það líka að hún var lagin í hönd- unum og fór létt með að sauma eða prjóna föt á barnabörnin sín. Og henni var fleira til lista lagt, eitt minnnisstæðasta veisluborð sem ég hef sest að var dekkað af tengdamömmu, það var í ferð fjöl- skyldunnar um Sprengisand fyrir nokkrum árum. En þar töfraði hún fram veisluborð á stórum steini, kræsingar eins og rækjusalat, kjúklingur og soðbrauðið hennar góða, með laxi, rann ljúflega niður í þessum dýrðlega veislusal. Í mörg ár voru Helga og Árni- með sælureit rétt fyrir utan borg- ina, þar dvöldu þau langtímum saman við gróðursetningar. Þau ræktuðu trjágróður og grænmeti í gróðurhúsinu sem við fengum ald- eilis að njóta afrakstursins af, gómsætar gulrætur, radísur og salat. Helga átti stóra fjölskyldu í kringum sig, systurnar Lillu, Ásu, Önnu Fríðu og Hlibbu mágkonu, en Eiríkur, bróðir Helgu, lést árið 1971. Þetta er mjög samheldin fjöl- skylda og ört stækkandi. Þau voru dugleg við að koma saman, halda þorrablót og ferðast saman út á land en í þessum hópi lék Helga á als oddi. Helga hafði mikla ánægju af að ferðast og hefði mátt gera meira af því. Eitt árið skellti hún sér m.a. ein til Þorbjargar, son- ardóttur sinnar, þegar hún bjó í Seattle í Bandaríkjunum og naut Kalli Óli þess að fá „ömmu löngu“ til sín. Hún fór einnig í utanlands- ferðir með vinkonum sínum. Helgu fannst líka yndislegt að ferðast innanlands, m.a hafði hún ánægju af því að vera í Hrísey, bæði með okkur fjölskyldunni og einnig án hennar. Síðasta ferðalagið sem Helga fór í var síðastliðið sumar, en þá fór hún með kvenfélaginu Heimaey á bernskuslóðirnar i Vestmannaeyjum. Fyrir um 20 árum greindist Helga með krabbamein og sýndi þá hve dugleg hún var, hún kvart- aði lítið, þó oft væru að koma upp ýmis vandamál. Hún hafði góðan lækni, Kjartan Magnússon, sem hún gat alltaf leitað til og það veitti henni ómetanlegt öryggi hversu vel hún gat treyst honum. Síðustu dagar Helgu hér voru okk- ur öllum erfiðir en þó á ég mitt síðasta fallega minningarbrot um hana frá þeim tíma, þegar Atli, barnabarn mitt og yngsti afkom- andi hennar, lagðist uppi í sjúkra- rúm langömmu sinnar og burstaði hár hennar af ástúð og nærfærni meðan hún lygndi aftur augunum með sælusvip. Nú þegar elskulega Helga hefur kvatt þennan heim vil ég þakka henni einstaka vináttu og tryggð, allt frá því er ég kom í fjöl- skyldu hennar ung stelpa. Ólöf Guðríður Björnsdóttir. Er það ekki undarleg tilviljun að í janúar sl. hringir Margrét frænka mín í mig og tilkynnir mér að faðir sinn hafi orðið bráðkvaddur úti í Svíþjóð þá fyrr um daginn. Um kvöldið fer ég ósjálfrátt að rifja upp kynni mín af Ísak. Strax morg- unin eftir berst mér póstur og í honum er geisladiskur með kveðju frá honum. Þegar vinir og frænd- systkin fóru að ræða saman kom í ljós að hann hafði sent mörgum þannig kveðju til styrktar Barna- spítala Hringsins. Þannig var hann frændi minn, hugsaði um aðra, hvernig get ég orðið að liði, hvern- ÍSAK ELÍAS JÓNSSON ✝ Ísak Elías Jóns-son fæddist á Ísa- firði 6. október 1931. Hann lést á heimili sínu í Svíþjóð 15. jan- úar síðastliðinn. Kveðjuathöfn var um Ísak Elías í Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 4. febrúar. Ísak Elías verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. ig get ég hjálpað? Ég fór snemma að vinna hjá honum í verslun sem hann rak hér á Ísafirði í kring- um 1960, þá unglings- stelpa, og seinna hugsaði ég um hve mikil ábyrgð mér var falin, þarna voru seld heimilistæki, bygg- ingavörur og síðar ljósmyndavörur, hann var stundum ansi strangur en allt bless- aðist þetta, þetta varð til þess að ég hef mestan hluta ævi minnar unnið í verslun. Á þessum árum eignuðust þau hjón Pálína og hann sín fyrstu börn, Atla og Margréti, en eftir að þau fluttust í Hveragerði eignast þau Guðnýju. Leiðir hans og Pálínu skiljast og hann flytur til Svíþjóð- ar, þar kennir hann á hljóðfæri í nokkur ár, en aldrei var myndavél- in langt undan og í gegnum tíðina hefur hann tekið ótal myndir sér til gamans. Þau hafa verið mörg ólaunuð störfin sem hann hefur unnið fyrir marga Íslendinga sem búsettir hafa verið í Svíþjóð, og einnig aðstoðaði hann marga vini sína í fossunum. Þeim ber sérstak- lega að þakka góða vináttu og traust. Fyrir nokkrum árum bauð hann nemendum í mastersnámi í selló- leik við Tónlistarskóla Ísafjarðar undir stjórn Erlings Blöndals Bengtsonar til kvöldverðar hér í Tjöruhúsinu á Ísafirði til minning- ar um móður sína, en hún og móðir Erlings voru vinkonur héðan frá Ísafirði og þeir jafnaldrar, hann hafði frétt af þessum mikla við- burði hér og vildi láta gott af sér leiða og kjörið tækifæri þarna. Því alltaf skipaði tónlistin mikinn sess hjá honum. Ég kom nokkrum sinnum til hans til Borås og fannst mér alltaf eftir hverja heimsókn hann vera mjög einmana, en allt vildi hann gera fyrir vini og fjölskyldu. Hann hringdi að kvöldi 19. nóv. sl. til 95 ára móðursystur sinnar með árn- aðaróskir og sagðist hitta hana hressa í sumar. Þannig verður það, hann er kominn heim og hin aldna frænka og fjölskylda hans fylgja honum síðasta spölinn, að hlið móð- ur hans en þar mun hann hvíla. Hafðu þökk fyrir allt, kæri frændi. Far þú í friði. Kristjana Sigurðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.