Morgunblaðið - 22.07.2004, Page 36

Morgunblaðið - 22.07.2004, Page 36
MENNING 36 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 22. júlí kl. 12.00: Nicole Cariglia selló og Eyþór Ingi Jónsson orgel 24. júlí kl. 12.00: Gary Verkade orgel 25. júlí kl. 20.00: Gary Verkade frá Svíþjóð leikur verk eftir Bach, Sweelinck og Tournemire. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi 23.-25. júlí 2004 Opnunartónleikar föstudaginn 23. júlí kl. 20.00 Flutt verður tónlist eftir W.A. Mozart. Miðdegistónleikar laugardaginn 24. júlí kl. 15.00 Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja norræn lög og þekktar óperuaríur. Kvöldtónleikar laugardaginn 24. júlí kl. 20.00 Trio Polskie flytur verk eftir Haydn, Beethoven og Schubert. Lokatónleikar sunnudaginn 25. júlí kl. 16.00 Flutt verða m.a. verk eftir Grieg, Beethoven og Schumann. Fyrirlestur: Bjarki Sveinbjörnsson heldur erindi í Snorrastofu laugardaginn 24. júlí kl. 17.30 sem nefnist „Har Island historie I musik?“ Flytjendur: Arkadiusz Dobrowolski, Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Sebastian Gugala, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Tomasz Bartoszek og Þórunn Ósk Marinósdóttir. Tónleikarnir verða haldnir í Reykholtskirkju. Miðapantanir í símum 891 7677 og 552 3208. Miðasala við innganginn. Tölvupóstur: samhljomur@simnet.is Heimasíða: www.vortex.is/festival og www.reykholt.is MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 12.000 miðar farnir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Fim. 22. júli kl. 19.30 uppselt Fös 23 júli kl. 19.30 uppselt Fös. 6. ágúst kl. 19.30 Lau. 7. ágúst kl. 19.30 Fim. 12. ágúst kl. 19.30 Fös. 13. ágúst kl. 19.30 Lau. 14. ágúst kl. 18.00 Fim. 19. ágúst kl. 19.30 Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30 F im . 22 .07 20 .00 UPPSELT Fös . 23 .07 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 24.07 20 .00 AUKASÝNING Sun . 25.07 20 .00 AUKASÝNING Fös . 06 .08 20 .00 ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI ER EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA SELMA Baldursson er leikkona af íslenskum ættum sem starfar í Þýskalandi. Hún á íslenskan föður, Gunnlaug Stefán Baldursson arki- tekt, og þýska móður. Selma er stödd þessa dagana á Íslandi og líkar vistin vel. Selma er 28 ára gömul og hefur starfað við leiklist frá unga aldri. „Já ég byrjaði að leika þegar ég var fimm ára gömul og lék þá í nokkrum sjónvarpsþáttum,“ segir Selma. „Þegar ég var tíu ára fór ég svo að leika í Lindenstrasse-þáttunum.“ Selma fór með hlutverk í um- ræddum sjónvarpsþáttum í sjö ár en þeir eru þekktir í heimalandi hennar sem og annars staðar í Evr- ópu. Þættirnir hafa gengið í hart- nær tvo áratugi og eru sýndir viku- lega enn þann dag í dag. Selma hélt svo til leiklistarnáms í Vínarborg, þar sem hún bjó í fjögur ár. Eftir skólagönguna lá leiðin til austurhluta Þýskalands þar sem hún lék meðal annars í leikhús- uppfærslum á Shakespeare. Þá bjó hún í Bremen í tvö ár. „Nú bý ég í Bonn og er sjálfstætt starfandi leikari,“ segir Selma. „Ég hef hingað til sinnt leikhús- inu mest en var að fá mér nýjan umboðsmann og það getur verið að ég fari að reyna fyrir mér í sjón- varpi aftur.“ Sem fyrr segir er Selma stödd hér á landi um þessar mundir. „Þannig er mál með vexti að Sig- rún Pálmadóttir söngkona, sem bú- sett er í Bonn, bað vin minn, píanó- leikarann Florian Pestell, að leika undir hjá sér á tón- leikum í Bolungarvík og ég slóst með í för. Ég er því bara í fríi,“ segir Selma. Hún segir ferðinni svo heitið að Laxamýri, en þaðan er íslenska fjölskyldan henn- ar ættuð. „Ég reyni að koma til Ís- lands eins oft og ég get því mér finnst svo gott að vera hérna,“ segir Selma. „Mér finnst Ísland eitt fal- legasta land í heiminum. Náttúran er svo stórbrotin, annað en í Þýskalandi þar sem náttúran er næstum engin.“ Selma segir þó ekki sama hvenær ársins hún heimsæki landið. „Ég hef einu sinni verið hér á landi yfir vetrartímann en það var hræðilegt. Það var dimmt allan sól- arhringinn!“ rifjar hún upp. Selma segist ekki líta á Ísland sem eiginlegt heimaland sitt, til þess tali hún tungumálið ekki nógu vel. „En mér líður mun betur hér en í Þýskalandi – svolítið eins og ég sé komin heim í hvert sinn sem ég kem,“ segir Selma. Hún segist vel geta hugsað sér að búa á Íslandi einhvern tíma í framtíðinni. „En þá helst yfir sumarmán- uðina,“ segir hún og hlær. Fólk | Selma Baldursson leikkona Líður best á Íslandi Selma Baldursson SUMARSÝNINGAR eru sjaldnast stórtækustu verk- efnin sem listasöfn leggjast í. Er oftast samantekt á verkum úr safneigninni sett fram í nýju samhengi eða flokkuð eft- ir þema. Þemað sem Listasafn Íslands hefur valið þetta sum- arið er umhverfi og náttúra í íslenskri myndlist á 20. öldinni. Er þetta ráðandi umfjöllunarefni í myndlistarsögu okkar. Spannar alla frumherjana, landslagsmálarana sem réðu lögum og lofum í íslenskum myndlistarheimi fyrstu 50 ár mód- ernismans. Íslenskir abstraktmálar sóttu líka flestir innblástur til nátt- úrunnar, íslenskir konseptlistamenn hafa skírskotað til íslenskrar náttúru og umhverfis og megnið af lista- mönnum póstmódernismans má skipa í þetta þema, enda beinast hefðbundin (sem/og óhefðbundin) gildi íslenskrar myndlistar að nátt- úru og umhverfi. Sem sagt, tilvalið þema til að nota í yfirgripsmikla sumarsýningu á íslenskri myndlist. Aðstandendur listasafnsins, með Ólaf Kvaran í forsvari, leitast við að gefa annars konar sýn á þessa sögu okkar með því að spila saman lista- verkum óháðum tímabili. Þ.e. að verkin eru ekki sýnd í tímaröð. Mað- ur gengur ekki inn í fyrsta salinn með verkum frumherjanna og svo upp þróunarstigann, heldur blandast tímabilin saman. Ljósmyndaverk eftir Ólaf Elíasson hangir til móts við málverk eftir Ásgrím Jónsson, mál- verk Jóns Stefánssonar af Eiríks- jökli hangir til hliðar við nýlegan skúlptúr eftir Olgu Bergmann og þannig má áfram telja. Með þessum hætti kann sýningargestur að skoða listaverkin í öðru ljósi en hann er vanur. Þess háttar upphengi hefur reyndar verið að sjást víða í söfnum erlendis þar sem maður var vanur að ganga fyrst í gegnum kúbismann, síðan expressjónismann og svo koll af kolli. Safneign Tate Modern í Lundúnum er t.d. sýnd með þessum hætti. Verk eftir Marcel Duchamp, Man Ray, Jeff Koons og Damien Hirst eru þar sýnd saman í herbergi. Spanna samt nær 100 ár í listasög- unni. Það er því ekki tímabilin sem skipta meginmáli, heldur nálgunin. Finnst mér ástæða til, í þessu sambandi, að velta upp spurningu um stýringu á túlkun eða upplifun sýningargesta. Er mér minn- isstæður fyrirlestur breska heim- spekingsins Jonathans Dronsfield í Listaháskóla Íslands í fyrra, þar sem hann tók dæmi um sýningu þar sem hver sýningagestur fær ólíka tækja- leiðsögnum (audio guide) um sýn- inguna, jafnvel lögð áhersla á eitt verk í einni leiðsögn en sama verk svo ekki nefnt á nafn í þeirri næstu. Þannig er safnið eða sýningarstjór- inn að stýra hverjum sýningargesti í átt að vissri túlkun á verkunum og sýningarheildinni. Slíkt gerist í raun líka með upphengi, þótt það sé ekki í jafnýktum mæli og Dronsfield talaði um. Listaverk sem hafa einhverja sýnilega tengingu og eru sýnd sam- an beina áhorfenda að vissri nálgun og að vissri túlkun. Það kann reynd- ar að hafa fræðslugildi en er engu að síður stýring. Samspil listaverkanna í Listasafni Íslands ræðst mikið til af útliti lista- verkanna og/eða viðfangsefni sem snerta áþekk náttúruleg fyrirbæri, en ekki nálgun listamannanna. Skiptist upphengið jafnan í tvennur eins og í myndasögubókum fyrir börn þar sem hlutir á sitt hvorri síð- unni líkjast. Fígúrur í Kjarvals- málverki líkjast börnum í ljós- myndaverki Hlyns Hallssonar sem hanga hlið við hlið, bunga í málverki Jóns Stefánssonar kallast á við bungu í skúlptúr Olgu Bergmann o.s.frv. Á samspilið það til að verða svolítið yfirborðslegt, enda höfum við sennilega ekki nógu víðtæka myndlistarsögu til þess að svona upphengi gangi almennilega upp. Þó held ég að möguleikarnir væru meiri ef eitt þema, náttúra og umhverfi, væri ekki ráðandi í öllum sölum safnsins. En við lærum oft ekki nema á því að framkvæma og svo endurskoða með gagnrýnum hætti. Tilraunin er því virðingarverð. Ekki síst fyrir þær sakir að vekja upp spurningar eins og um stýringu og takmarkaða myndlistarsögu okkar. Segir okkur líka að það er verið að leita leiða í safninu til að endurskoða listasögu okkar sem/og fræðsluhlutverk safns- ins. MYNDLIST Listasafn Íslands Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Sýningu lýkur 29. ágúst. SUMARSÝNING VERK Í EIGU SAFNSINS Morgunblaðið/Eggert Frá sýningu Listasafns Íslands. Verk eftir Hlyn Hallsson og Jóhannes Kjarval Jón B.K. Ransu Komin er út bókin Skaftafell National Park eftir Daníel Berg- mann hjá JPV útgáfunni. Bókin kemur út í tveimur útgáfum; önn- ur á ensku og hin á þýsku. Í bókinni eru 95 lit- myndir eftir Daníel Berg- mann sem jafnframt skrifar textann. Fjallað er um landslagið, gróðurfar og dýralíf í Skaftafelli og nágrenni. Þá er í bókinni kort af svæðinu og leið- beiningar um gönguleiðir og margvíslegar hagnýtar upplýs- ingar fyrir ferðamenn. Skaftafell er 80 bls. í stóru broti, prentuð í Slóveníu. Leið- beinandi útsöluverð er 1.490 kr. Hjá Máli og menningu eru komin út tvö sérkort: Skaftafell og Fjallabak. Skaftafell er nýtt og vandað sérkort í mælikvarða 1:100 000 af svæði sem nær frá Lakagíg- um í vestri, yfir Síðu, Núpsstað- arskóga, Skaftafell og austur fyrir Öræfajökul. Inn á kortið eru merktar allar helstu gönguleiðir og jeppaslóðar. Fjallabak er end- urskoðað sérkort í mælikvarða 1:100 000 af svæði sem nær yfir Landmannaleið, Fjallabak nyrðra og syðra og leiðina í Laka- gíga. Kortið sýnir auk þess vin- sælustu gönguleiðir svæðisins. Allur texti kortanna er á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Verð er 990 kr. Út er komin hjá Háskólaútgáf- unni geisladiskurinn Planning in Iceland – From the Settlement to Present Times eftir Trausta Valsson. Um er að ræða Acrobat PDF form enskrar útgáfu bók- arinnar Skipulag byggðar á Ís- landi – Frá landnámi til líðandi stundar, sem kom út fyrir tveim- ur árum. Geisladiskurinn, eða bókin, er fyrsta rit sinnar teg- undar um manngert umhverfi á Íslandi. Þróunin er rakin allt frá landnámi til líðandi stundar. Fjallað er um náttúruna sem hið mótandi afl í þróun byggð- arinnar, byggðarmótun, skipu- lagsþróun bæja og svæða, þró- un kerfa á landsvísu og loks um þróanir seinni tíma. Verð er 2.900 kr. Ný kveðskaparbók, Bræð- ingur og brotasilfur, eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd er komin út. Er þetta fimmta kveð- skaparbók Rúnars en jafnframt sjötta bókin frá hans hendi, því að í vor sendi hann frá sér smá- sagnasafnið Þar sem ræturnar liggja, útgefið af vestfirska for- laginu, undirtitill „lífssögur af landsbyggðinni“. Bræðingur og Brotasilfur inni- heldur ljóð og vísur, frumort efni frá síðustu árum. Bókin er til- einkuð minningu Kristjáns Ar- inbjörns Hjartarsonar, föður höf- undar, en hann lést á síðastliðnu ári. Bókin er 120 blaðsíður og prentuð í Prentsmiðju Hafn- arfjarðar. Bókaforlagið Hljóðbók.is hef- ur gefið út hljóðbækurnar Valin Grimms-ævintýri, Línu Lang- sokk og Grafarþögn. Grafarþögn er lesin af Sigurði Skúlasyni leikara. Um lítillega stytta útgáfu er að ræða en hún er um sjö og hálf klst. á sex geisladiskum. Verð er kr. 4.280. Lína Langsokkur er lesin af Völu Þórsdóttur leikkonu. Bókin er um 210 mínútur á lengd og er á 3 geisladiskum. Verð er kr. 2.190. Valin Grimms-Ævintýri eru lesin af Þorsteini Thorarensen þýðanda. Bókin er um 120 mín- útur að lengd og er á tveimur geisladiskum. Verð er kr. 1.990. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.