Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
SLYSUM á börnum á aldrinum 0–4 ára
hefur fækkað verulega í heimahúsum og í
frítíma fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í
nýlegri rannsókn Eriks Brynjars Schweitz
Erikssonar læknanema. Um sjötíu og
fimm prósent slysa sem 0–4 ára börn
verða fyrir verða í heimahúsum eða í frí-
tíma fjölskyldunnar, en fall er helsta orsök
slysa á þessum aldri.
Frá 1996 hefur slysum á börnum í
yngsta aldurshópnum fækkað úr 128 á
hverja þúsund íbúa í 78 á hverja þúsund.
Þá hefur eitrunartilfellum fækkað marg-
falt. Í rannsókn sem gerð var 1986 voru
eitranir 10,6% allra orsaka slysa. Nú eru
eitranir komnar niður í 0,6%. Þá hefur
klemmu- og brunaslysum fækkað mjög.
Færri slys en hjá Dönum
Tíðni frítíma- og heimaslysa er nú lægri
en hjá Dönum, en hingað til hefur Ísland
verið með hæstu slysatíðni á Norð-
urlöndum. Svíar eru með langlægstu tíðni
barnaslysa.
Herdís L. Storgaard, forstöðumaður Ár-
vekni, samstarfshóps um forvarnir gegn
slysum, segir foreldra ungra barna geta
gert margt til að koma í veg fyrir slys.
Herdís segir börn oft skorta þroska sem
fullorðnir hafa til að meta aðstæður.
Færri slys á
börnum í
heimahúsum
Slysum/4
SYSTURNAR Karólína Íris Jónsdóttir og Tara
Lind Jónsdóttir voru að tína ýsu af hjöllum úti á
Seltjarnarnesi fyrir pabba sinn, Jón Þorvald
Waltersson, sem rekur fyrirtækið Fiskheima.
Hann segir dætur sínar vera mjög duglegar
við tínsluna, það sé búið að setja upp í hjall-
ana nokkur tonn. Fiskinn nýtir hann svo í
gæludýrafóður en saltið í fiskinum minnkar
mjög mikið við það að hanga á hjöllunum.
Jón segir fiskhjallana hafa vakið mikla eft-
irtekt hjá erlendum ferðamönnum sem hafa
myndað þá í gríð og erg.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fiskhjallar vekja forvitni ferðamanna
HELGI Ólafsson stórmeistari tel-
ur ástæðu fyrir starfsmenn sendi-
ráðs Íslands í Tókýó í Japan til að
kanna hvort þeir geti fengið að
ræða við Bobby Fischer, fyrrver-
andi heimsmeistara í skák, en hann
situr núna í fangelsi í Japan. Líkur
eru á að hann verði framseldur til
Bandaríkjanna þar sem hann er
eftirlýstur fyrir að brjóta við-
skiptabann á Júgóslavíu.
Þriggja manna nefnd á vegum
Skáksambands Íslands freistaði
þess árið 2000 að hafa áhrif á gang
mála Fischers. Í nefndinni voru
Guðmundur G. Þórarinsson, sem
var forseti Skáksambands Íslands
þegar heimsmeistaraeinvígi Fisch-
ers og Spasskís var háð í Reykjavík
1972, Helgi Ólafsson stórmeistari
og Áskell Örn Kárason, þáverandi
forseti SÍ.
Helgi sagði að mál Fischers væri
sorglegt og hörmulegt hvernig fyr-
ir honum væri komið. Svo virtist
sem málið tengdist liðhlaupi manns
frá Norður-Kóreu til Japans.
Stjórnvöld í Japan vildu með hand-
töku Fischers blíðka bandarísk
stjórnvöld sem væru óánægð með
hvernig japönsk stjórnvöld hefðu
meðhöndlað mál liðhlaupans. Eins
virtist sem ummæli Fischers um
Bandaríkin hefðu ekki hjálpað hon-
um.
Helgi sagðist vita til þess að
fréttamaður AP hefði reynt að óska
eftir viðtali við Fischer, en japönsk
stjórnvöld hefðu hafnað því. Helgi
sagðist telja að sendiráð Íslands í
Japan ætti að kanna hvort hægt
væri að fá að tala við Fischer og
kanna líðan hans. Það gæti ekki
verið skemmtilegt fyrir mann á
hans aldri að bíða í óvissu í jap-
önsku fangelsi.
Sendiráð Íslands í Tókýó reyni
að fá að tala við Bobby Fischer
Reyni að fá/6
SKIPATÆKNIFRÆÐINGARNIR hjá Verk-
fræðistofunni Skipasýn sf. telja að með tveim-
ur tiltölulega einföldum aðferðum megi spara
allt að 50% í olíunotkun íslenzkra fiskiskipa
sem stunda togveiðar. Það eru gífurlegar fjár-
hæðir því fiskiskipaflotinn notar um 300 millj-
ónir lítra á ári af olíu og ver til þess um ellefu
milljörðum króna miðað við almennt verð á
flotaolíu um þessar mundir.
Sparnaðurinn gæti því numið milljörðum
króna, þegar nauðsynlegar breytingar væru
um garð gengnar, en vissulega kemur tölu-
verður kostnaður á móti til að byrja með.
„Með því að nota stærri skrúfur á skipin
sem stunda togveiðar má ná fram miklum ol-
því þurfi þau að draga stærra veiðarfæri til að
ná honum, með tilheyrandi kostnaði.
„Það er stórmál fyrir íslenzka útgerð, ef
það reynist, eins og svo sannarlega virðist, að
hægt sé að auka aflann með hljóðlátari skip-
um um kannski 10 til 15%. Það þýðir í raun að
hægt er að draga úr orkunotkun um 10 til
15% við að ná sama afla. Okkur finnst nauð-
synlegt að Árni Friðriksson sé nýttur í að
skoða þetta.
Hann hefur aflið til þess að draga stór veið-
arfæri og er eitt hljóðlátasta skip í heimi,“
segja Sævar og Kristinn.
íusparnaði. Stærstu skrúfurnar á íslenzkum
skipum eru fjórir metrar í þvermál, en flest
stóru og aflmiklu skipin hafa 3 til 3,5 m skrúf-
ur. Það mætti spara gífurlegar fjárhæðir með
því að stækka þær.
Það má taka dæmi af kolmunnaveiðunum,
þar sem skipin þurfa mikla orku til að draga
veiðarfærin á tiltölulega miklum hraða. Það
væri auðvelt að spara 30% þeirrar orku sem
nú er notuð og sennilega hægt að ná allt að
40% sparnaði,“ segja Sævar Birgisson og
Kristinn Halldórsson hjá Skipasýn.
Þeir nefna einnig annan mikilvægan þátt,
sem er hávaðinn sem stafar af skipunum.
Ljóst sé að hann fæli fiskinn frá skipunum og
Hægt að spara allt að 50%
í olíunotkun við togveiðar
Stærri/E2
VERÐ á kjúklingum hefur lækkað
um 10% það sem af er árinu, en á
sama tíma hefur svínakjöt hækkað
um rúmlega 50%. Verð á svínakjöti
var í sögulegu lágmarki um síðustu
áramót og hafði t.d. lækkað um 50%
frá miðju ári 2002. Verð á svínakjöti
nú er því svipað og það var fyrir
tveimur árum. Verð á kjúklingum er
hins vegar um 35% lægra nú en það
var fyrir tveimur árum.
Ástæða verðlækkunar á kjúkling-
um er fyrst og fremst að framleiðsl-
an er heldur meiri en eftirspurnin.
Kjúklingar/8
Kjúklingar
lækka um 10%
STJÓRN Samtaka banka og verðbréfafyr-
irtækja, SBV, átelur Íbúðalánasjóð harð-
lega fyrir slæleg vinnubrögð við þá kerf-
isbreytingu sem fram fór
á tæknilegum þáttum
húsnæðislánakerfisins
um síðustu mánaðamót, í
bréfi sem dagsett er 14.
júlí sl. Í bréfinu segir að
öll vinnubrögð í
tengslum við skiptin hafi
verið með afar ófagleg-
um og illa undirbúnum
hætti. Slíkt hafi ekki að-
eins haft í för með sér
aukið flækjustig, heldur hafi kostað bæði
tíma og peninga fyrir jafnt markaðsaðila
sem fjárfesta, að því er segir í bréfinu.
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri
SBV, staðfestir að bréfið hafi verið sent, en
hann telji ekki rétt á þessu stigi málsins að
tjá sig um einstök atriði þess. Segir Guðjón
sjóðinn enn ekki hafa svarað bréfinu.
Átalinn fyrir að
viðhafa ófagleg
vinnubrögð
Guðjón Rúnarsson
SBV átelja/D1
♦♦♦
Íbúðalánasjóður