Morgunblaðið - 09.08.2004, Síða 13

Morgunblaðið - 09.08.2004, Síða 13
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 13 Samsung SGH-E710Með VGA myndavél og videoupptöku, 2000 númera minni, númerabirting með ljósmynd. „Ólympíusíminn“ Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001 Opnunartími: Mán-föst 11-18.30 Laugard 10-18 Sunnud 13-17 HÚS & HEIMILI Íris Tanja Ívarsdóttir æfirballett í Listdansskóla Ís-lands og hefur gert í tólf ár.Móðir hennar segir stúlkuna hafa fæðst með þráðbeina fætur og meira að segja rétti hún ræki- lega úr smávöxnum ristunum í fæðingunni. Það má því með sanni segja að hún hafi fæðst sem ball- ettdansari enda byrjaði hún að æfa ballett aðeins þriggja ára gömul. Íris æfir fimm sinnum í viku, þrjá tíma í senn í Listdansskól- anum yfir vetrartímann og hún segist því óneitanlega ryðga svolít- ið yfir sumarið, en hún gerir ým- islegt til að halda sér í formi milli vetra. „Þegar ég hef ekki verið í ballett í langan tíma fer mig að klæja í tærnar og ég finn mjög sterka þörf til að dansa. Þá set ég tónlist á fóninn og dansa út um allt heima hjá mér. Svo teygi ég og geri upphitunaræfingar þegar ég er í skapi til þess. Ég fer líka niður að tjörn og horfi á svanina af því þeir hafa svo mjúkar og fal- legar hreyfingar og af þeim má læra mikið. Þegar ég horfi á svan- ina hef ég ferðaspilarann minn með mér og læt hljóma í eyrunum tónlistina sem Tjaikovsky samdi við Svanavatnið. Ég held mikið upp á þessa tónlist og þennan ball- ett af því að ég dansaði með San Fransisco-ballettinum þegar hann kom hingað til lands fyrir nokkr- um árum og sýndi Svanavatnið.“ Dansar þegar þörfin segir til sín Íris lætur það ekki stoppa sig hvar hún er þegar dansþörfin grípur hana og henni er minn- isstætt þegar hún var eitt sinn stödd við Gullfoss á þeim tíma sem hún var að æfa fyrir jólaball- ettsýningu. „Ég réð ekkert við mig og fór bara að dansa og fólk starði á mig undrunaraugum, en mér var alveg sama, ég varð að dansa.“ Íris segir að vissulega verði hún stundum þreytt á öllum þessum æfingum, fimmtán klukkutímum í hverri viku yfir veturinn. „Sálin getur líka stundum orðið þreytt á þessu og þá verð ég að hvíla mig. Þegar ég sleit vöðva í læri fyrir jólin í fyrra, þá var það talin ágætis hvíld fyrir mig og ég fór í nokkrar vikur til pabba míns sem býr á Spáni. En ég saknaði samt ballettsins mest af öllu þegar ég var úti.“ Íris segir það hafa verið hræðilega sárt þegar vöðvinn slitnaði. „Við vorum að æfa fyrir jólasýningu og vorum að máta búningana í fyrsta skipti sem er alltaf rosalega gaman og ég gleymdi mér alveg, stökk upp og kom niður í splitt, óupphituð. Ég heyrði hljóðið þegar vöðvinn gaf sig og ég fékk krampa í fótinn og fann nístandi sársauka. Ég var send beint upp á spítala og gat ekki gengið í nokkra daga,“ segir Íris sem finnur enn fyrir stirðleika í fætinum þó að hún sé að mestu búin að jafna sig. Stefnir á konunglega skóla Íris stefnir hátt í dansinum og er ákveðin í að mennta sig enn frekar á því sviði. „Ballettinn er númer eitt hjá mér og ég sleppi ekki æfingu þó að mér standi til boða að fara í bíó eða gera eitt- hvað skemmtilegt. Vinir mínir skilja þetta ekki alveg, en ég sé aldrei eftir því að láta eitthvað á móti mér til að komast á æfingu. Mér líður alltaf vel þegar ég hef klárað tímann minn og er í svita- baði, þó að ég sé stundum löt að hafa mig af stað. Þegar ég hef lokið tíunda bekk næsta vor fer mamma mín kannski í framhalds- nám til útlanda og þá ætla ég með henni og fara í ballettskóla. Ég hef kynnt mér nokkra skóla í Eng- landi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru virtir skólar þar sem miklar kröfur eru gerðar til dansara. En þó það sé líkamlega erfitt og krefjandi að vera í ballett, þá er það líka mjög gefandi og það er frábært að finna árangur alls erf- iðisins.“ Íris heillast mest af klassískum ballett „af því að sá dans er á ein- hvern hátt mýkri og það er svo gaman að dansa í táskóm,“ segir ballerínan Íris Tanja sem er á leið til Spánar í seinni sumarheimsókn til pabba síns. Hún kemur aftur heim tveimur dögum áður en vetr- arstarfið hefst að nýju í Listdans- skólanum. Hún segist hafa hitt ballettkennarann sinn í banka um daginn og fengið fiðring í tærnar af tilhlökkun. Dansandi svanur í stúlkuham  BALLETT Morgunblaðið/Árni Torfason Íris Tanja blakar vængjum eins og svanirnir með Tsjaíkovskí í eyrunum. Ljósmynd/Einar Sebastian Litli svanurinn: Íris Tanja eins og hálfs árs að athuga fótafimina. Í félagsskap fugla og með Svanavatnið í eyrunum tekur Íris Tanja mjúka ballettsveiflu. Hún skoppar dans- andi um tún og bala, stræti og torg. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti ballerínuna Írisi Tönju Ívarsdóttur sem lærir af hreyf- ingum fuglanna. khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.