Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VÍSAÐ TIL HAAG
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra hyggst leggja til á rík-
isstjórnarfundi í dag að Svalbarða-
deilunni verði vísað til Alþjóða-
dómstólsins í Haag. Halldór segir að
það taki nokkurn tíma að undirbúa
málið áður en það fari fyrir dóm-
stóla. Kveðst hann þó vonast til þess
að hægt verði að leysa málið við
samningaborðið.
Geðrækt fær viðurkenningu
Verkefnið Geðrækt hefur verið út-
nefnt sérstaklega af Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni (WHO) og
Alþjóðageðheilbrigðissamtökunum
(WFMH) sem fyrirmyndarverkefni
á sviði geðræktar. Héðinn Unn-
steinsson, fyrrverandi verkefn-
isstjóri Geðræktar, fer til Nýja-
Sjálands í september til að taka á
móti viðurkenningunni. Aðstand-
endur verkefnisins vonast til þess að
viðurkenningin verði til þess að auka
áherslu á geðheilbrigðismál á Ís-
landi enn frekar.
Hermenn heim
Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær
að á næstu tíu árum yrðu um sjötíu
þúsund bandarískir hermenn í her-
stöðvum erlendis fluttir til Banda-
ríkjanna. Væru þessar breytingar í
samræmi við breytta heimsmynd, og
myndu gera herinn „snarari í snún-
ingum“.
Chavez sigraði
Hugo Chavez, forseti Venesúela,
fagnaði í gær sigri í þjóðaratkvæða-
greiðslu er efnt var til um það hvort
svipta ætti hann embætti. Sam-
kvæmt opinberum niðurstöðum voru
58% kjósenda andvíg embættissvipt-
ingu. Alþjóðlegir eftirlitsmenn stað-
festu úrslitin, en stjórnarandstaðan
segir brögð hafa verið í tafli.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 24
Úr verinu 12 Viðhorf 26
Viðskipti 12 Minningar 26/33
Erlent 14/15 Dagbók 36
Höfuðborgin 17 Víkverji 36
Akureyri 18 Velvakandi 37
Austurland 19 Staður og stund 38
Landið 19 Menning 39/45
Daglegt líf 20/21 Veður 46
Umræðan 22/23 Staksteinar 54
Bréf 23 Ljósvakamiðlar 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
SJÖ sóttu um embætti ráðuneytis-
stjóra í félagsmálaráðuneytinu, en
umsóknarfrestur rann út 10. ágúst
sl. Þeir sem sóttu um eru:
Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðs-
stjóri hjá Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga, Gylfi Kristinsson, skrif-
stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu,
Helga Jónsdóttir borgarritari, Her-
mann Sæmundsson, settur ráðu-
neytisstjóri félagsmálaráðuneytis-
ins, Kristín Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri miðborgar Reykja-
víkur, Ragnhildur Arnljótsdóttir,
fulltrúi félagsmálaráðuneytisins og
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins í sendiráði Íslands í Bruss-
el og Sigurður Snævarr borgarhag-
fræðingur.
Gert er ráð fyrir því að skipað
verði í embættið til fimm ára, frá og
með 1. september 2004.
Áhugi á félagsmálaráðuneytinu
Sjö sóttu um embætti
ráðuneytisstjóra
VERKEFNIÐ Geðrækt hefur verið
útnefnt sérstaklega af Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni (WHO) og
Alþjóðageðheilbrigðissamtökunum
(WFMH) sem fyrirmyndarverkefni
á sviði geðræktar. Verður viður-
kenning vegna þess veitt á alþjóð-
legri ráðstefnu á Nýja-Sjálandi í
næsta mánuði, sem haldin er í
tengslum við alþjóðlega útgáfu bók-
ar um slík verkefni. Landlæknir seg-
ir viðbúið að önnur lönd taki verk-
efnið til fyrirmyndar.
Mjög ánægjulegt
Á ráðstefnunni verða kynnt 35
geðræktarverkefni alls staðar að úr
heiminum. Þau voru valin úr 60 verk-
efnum sem bárust. Fimm voru tekin
sérstaklega út úr og hlaut Geðrækt
hæstu einkunn bæði hvað varðaði
framkvæmd og hugmyndafræði.
„Þetta er mjög ánægjulegt og líka
það að hugmyndafræðin sem slík
skyldi hafa verið verðlaunuð,“ sagði
Héðinn Unnsteinsson, fyrrverandi
verkefnisstjóri Geðræktar, en hann
mun fara til Nýja-Sjálands til að taka
á móti viðurkenningunni.
Hann sagði að hugmyndafræði
verkefnisins hefði falist í því að taka
þessa þrjá geira samfélagsins – rík-
isvaldið, borgaralegt samfélag og
markaðinn og fá þá til að spila sam-
an. Stuðst hefði verið við markmið
ríkisstjórnarinnar og heilbrigðis-
ráðuneytisins við stefnumótun í
verkefninu. Fjármagn hefði fengist á
markaðnum, frá fimm stórum fyrir-
tækjum, Landsbankanum, Actavis,
Eimskip, Skeljungi og Íslenskri
erfðagreiningu og síðan hefði slag-
kraftur borgaralegs samfélags verið
nýttur, Geðhjálpar, Landlæknis-
embættisins, geðsviðs Landspítalans
og Heilsugæslunnar í Reykjavík. Að
auki hefði verkefnið verið byggt upp
út frá notendasjónarmiði og hann
teldi að það væri fyrst og fremst það
hvernig þessir ólíku samfélagsþættir
ynnu saman í verkefninu sem hefði
gert það að verkum að það hefði hlot-
ið þessa alþjóðlegu viðurkenningu.
Sigurður Guðmundsson landlækn-
ir segir það ánægjulegt að verkefnið
skuli fá þessa viðurkenningu, ekki
síst að það skuli vekja athygli fyrir
aðferðafræðina og hugmyndafræð-
ina. Kvað hann mega búast við að
fleiri lönd tækju upp þessar hug-
myndir sem stefndu að fordómalaus-
ari og opnari umræðu um geðheilsu.
Fyrirmynd annarra þjóða
Í tilkynningu frá Landlæknisemb-
ættinu af þessu tilefni kemur fram að
aðstandendur verkefnisins og þeir
sem að því hafi komið geri sér vonir
um að þessi alþjóðlega viðurkenning
á Geðrækt verði til þess að auka
áherslu á geðheilbrigðismál á Íslandi
enn frekar.
Fyrirmynd annarra landa
Verkefnið Geðrækt fær viðurkenningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
MIKIL gleði ríkti í myndveri Latabæjar í Mið-
hrauni í Garðabæ í gær, þegar aðstandendur þátt-
anna um Latabæ fylgdust með frumsýningu
fyrstu tveggja þáttanna á bandarísku sjónvarps-
stöðinni Nick Jr. í gegnum gervihnött. Kvik-
myndagerðarfólk og leikarar klöppuðu og hlógu
þegar þeir fylgdust með frumsýningunni og var
aðalleikkonu þáttanna, Julianna R. Mauriello sem
leikur Stephanie (Sollu stirðu), klappað lof í lófa
fyrir söng og dansatriði sín í þáttunum.
Fyrirtækið Latibær hefur nú skilað af sér tíu af
þeim fjörutíu þáttum sem Nickelodeon-fyrirtækið
samdi um að kaupa. Nú er tökum að ljúka á tutt-
ugasta þættinum. Að sögn Raymond Le Gué, eins
af framleiðendum þáttanna, hefur hópurinn
þjappast mjög vel saman og vinnur nú mjög
skipulega og af mikilli skilvirkni. „Afköstin hafa
aukist mjög mikið, því við erum farin að vinna hér
eins og ein stór fjölskylda og góð tilfinning komin
fyrir vinnubrögðum og vandvirkni. Þetta er allt
komið í mjög góðan farveg,“ segir Raymond og
bætir við að það sé líka mjög gott að allt efni sé
framleitt innan fyrirtækisins.
Frumsýningu Latabæjar fagnað
Morgunblaðið/Árni Torfason
Aðstandendur Latabæjar fylgjast spenntir með fyrstu útsendingunni.
EKKI eru mörg ár síðan kaffihúsaeigendur fengu góðfúslegt leyfi opin-
berra yfirvalda til að bera nokkra stóla og borð út á gangstétt svo þreyttir
vegfarendur gætu drukkið þar kaffi. Nú telst það til undantekninga ef
kaffihús býður ekki gestum sæti utandyra í blíðviðri. Þá hafa yfirvöld einn-
ig heimilað afgreiðslu bjórs út á gangstétt. Það hefur lagst vel í jafnt
þyrsta ferðamenn sem heimafólk að tylla sér á stól og sötra mjöðinn. Und-
anfarna daga hefur bekkurinn verið þétt setinn á gangstéttum Reykjavík-
urborgar eins og myndin frá Hafnarstræti ber með sér.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þétt setinn bekkurinn