Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 4

Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 4
VATNSBORÐ í Jökulsá á Dal, Jöklu, hefur lækkað stöðugt síðustu daga og hið sama er að segja um rennslið. Um miðjan dag í gær sýndu mælar Orkustofnunar við Brú í Jökuldal rennsli upp á 390 rúm- metra á sekúndu. Þegar mest lét í flóðunum á dögunum fór rennslið yf- ir 900 rúmmetra á sekúndu. Viðgerð á brúnni á virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka er lokið og hefur almennri umferð verið hleypt á hana að nýju. Eru nú allnokkrir metrar frá brúargólfi niður í ána. Vatnsborð Jöklu er enn svo hátt að það nær yfir inntak hjáveitugang- anna. Ekki er búist við að göngin verði komin „á þurrt“ fyrr en um og eftir næstu mánaðamót, að sögn Þorbjörns Haraldssonar, starfs- manns Impregilo. Fyrst þá verði hægt að fara inn í þau, en talið hefur verið að efri göngin hafi einhverra hluta vegna stíflast og ekki tekið við því vatnsrennsli sem þau áttu að gera. Jökla lækkar og brúin opnuð á ný Morgunblaðið/ÞÖK Starfsmenn Impregilo við Kárahnjúkavirkjun hafa óhindrað getað unnið síðustu daga við fremsta hluta aðalstíflunnar eftir flóðin í Jöklu á dögunum. NEMENDUR framhaldsskóla setj- ast flestir á skólabekk að nýju í byrj- un næstu viku og margir þeirra eru farnir að huga að bókakaupum. Not- aðar bækur, sem seldar eru á skipti- bókamörkuðum, eru ódýrari kostur en að kaupa nýjar bækur. Bókabúðir taka síður við bókum sem eru útkrot- aðar eða mjög illa farnar en að sögn Nínu Kristbjargar Hjaltadóttur, verslunarstjóra í Griffli, finnst sum- um betra að kaupa bækurnar með glósum. Nína, sem kveðst vera á sinni „ann- arri vertíð“ í skiptibókunum, segir markaðinn hafa farið óvenju snemma af stað. Tekið hafi verið við notuðum skólabókum framhaldsskólanema frá því í júní enda hafi sumir skólar birt sína bókalista snemma sumars. Hún á engu að síður von á að mest verði að gera á markaðnum í næstu viku, þeg- ar flestir framhaldsskólar á höfuð- borgarsvæðinu verða settir. „Góða veðrið bara hægði á öllu þannig að bóksalar bíða eftir rigning- unni. Það fór allt snemma af stað í júlí og byrjun ágúst. Eftir versl- unarmannahelgina voru krakkarnir mikið farnir að koma en svo þegar góða veðrið kom þá var enginn að hugsa um skólann. Það virðist fara mikið eftir veðri hvenær skipti- bókamarkaðirnir fara í gang.“ Margir vita ekki af bókalistum á Netinu Nína segir það jákvætt fyrir fram- haldsskólanema og foreldra þeirra að bókalistar séu birtir á Netinu og því sé hægt að kaupa bækurnar tím- anlega. Þó beri á því að fólk viti hrein- lega ekki af því að þeir séu birtir með þeim hætti. Nína segir engan vafa leika á því að notaðar bækur séu vinsælli en nýjar á þessum árstíma. „Það kaupa allir not- aðar bækur ef þeir geta. Ef það er til notuð bók í búðinni þá er hún keypt.“ Skiptibókamarkaðir eru að sögn Nínu langt frá því að vera uppspretta gróða fyrir bókabúðir. „Peningarnir liggja ekki þarna. Þetta kostar mikla vinnu í búðunum, t.d. við að taka við bókum og verðmerkja upp á nýtt. En skiptibókamarkaðir eru hluti af þjón- ustunni og þeir eru komnir til að vera.“ FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Venjuleg a›alfundarstörf samkvæmt 14. grein samflykkta félagsins. 2. Önnur málefni, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu fless a› Skaftahlí› 24, Reykjavík, hluthöfum til s‡nis, viku fyrir a›alfund. Stjórn Línu.Nets hf. A›alfundur hlutafélagsins Línu.Nets hf., kt. 490799-3039, fyrir starfsári› 2003 ver›ur haldinn mánudaginn 30. ágúst 2004 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 og hefst hann kl. 16:00. Lína.Net hf. · Skaftahlí› 24 · 105 Reykjavík · Sími 559 6000 · Fax 559 6099 · www.lina.net – netlausnir fyrir flitt fyrirtæki ANDREA Björk Hannesdóttir er að hefja nám við Menntaskólann við Sund í haust. Hún ákvað að vera snemma í því og var búin að tryggja sér næstum allar skólabækurnar fyrir veturinn í Griffli í gær. Eina og eina bók vantaði þó í safnið og kvaðst Andrea mundu fara í fleiri verslanir til að geta keypt sem flestar bækur not- aðar í staðinn fyrir nýjar. Þrátt fyrir að nýta sér skiptibókamarkaði, sem selja bækurnar á rétt rúmlega helm- ing af verði nýrrar bókar, sagðist Andrea Björk gera ráð fyrir að þurfa að verja allt að 40 þúsund krónum í kaup á skólabókum. Andrea Björk Hannesdóttir ætlar að kaupa sem flestar bækur notaðar. Fer með hátt í 40 þúsund í bækur YFIR tvö hundruð manns munu stunda fjarnám við Háskólann á Ak- ureyri hjá Námsflokkum Hafnar- fjarðar á komandi vetri. Byrjað var að bjóða upp á fjarnám í Firðinum veturinn 2002-3. Þá voru nemendur rétt rúmlega tuttugu og hefur fjöldi þeirra því ríflega tífaldast nú þegar þriðja námsárið fer í hönd. Fjarnám- ið er samstarfsverkefni Námsflokka Hafnarfjarðar – Miðstöðvar Sí- menntunar og Háskólans á Akur- eyri. Að sögn Theódórs Hallssonar, skólastjóra Námsflokka Hafnar- fjarðar, sækja flestir nám í rekstrar- og viðskiptafræði eða liðlega helm- ingur nemenda í fjarnáminu. Þá seg- ir hann kennaradeild Háskólans á Akureyri vera vinsæla, jafnt grunn- skóla- sem leikskólabraut, sem og auðlindadeild og iðjuþjálfun. Síðast- nefnda greinin er raunar kennd í Hafnarfirðinun, þ.e. nemendur geta sótt staðbundið nám í iðjuþjálfun en ekki fjarnám. Theódór segir að færri komist að en vilji í fjarnámið. „Við erum að taka inn um 80 nýnema í haust. Þetta er alveg nýr valmöguleiki og hentar sérstaklega vel fyrir þá sem af ein- hverjum ástæðum þurfa að vinna með námi.“ Hann segir nemendur ánægða með þennan valkost. Með samstarfs- verkefninu er ætlunin að gera Há- skólann á Akureyri aðgengilegan fyrir fólk sem búsett er á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrstu nemendur fjar- námsins voru útskrifaðir sl. vor en þá lauk hópur nemenda við leik- skólakennarabraut námi sínu. Kennslan fer að mestu leyti fram í gegnum fjarfundabúnað. Með slíkan búnað í kennslustofunni geta nem- endur í Hafnarfirði tekið virkan þátt í kennslustundum á Akureyri. Kennsluhúsnæðið er gamli Lækjar- skólinn við Skólabraut í Hafnarfirði. Theódór segir að þótt kennslan og námið fari að mestu leyti fram í gegnum netið og með aðstoð búnað- arins þá komi það einnig fyrir að kennslustundir séu haldnar í Hafn- arfirðinun, einkum ef kennarar eiga leið um höfuðborgarsvæðið. Skipulag námsins er í höndum Há- skólans á Akureyri og skólinn ber á því faglega ábyrgð, leggur til náms- efni og annast kennslu. Námsflokkar Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntun- ar kostar og leggur til náms- og starfsaðstöðu fyrir nemendur í Hafnarfirði, sjá um að miðla upplýs- ingum og gögnum auk þess sem próf fara fram í Hafnarfirði. Fjarnám í Firð- inum vel sótt Samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Námsflokka Hafnarfjarðar um fjarnám gengur vel og komast færri að en vilja Morgunblaðið/Árni Torfason Nína Kristbjörg Hjaltadóttir verslunarstjóri telur að góða veðrið hafi hægt á skiptibókamörkuðum. Góða veðrið hægði á skiptibókamörkuðum Njálu lesa nær allir framhalds- skólanemar. Ný kostar skólaútgáfa bókarinnar um 1.700 krónur en notuð um 1.100. Hagsýnir fram- haldsskólanemar geta því sparað sex hundruð krónur á því að kaupa hana notaða, en geta þurft að sætta sig við að lesa hana með glósum og undirstrikunum síðasta eiganda. LÖGREGLAN á Ísafirði hand- tók konu og tvo karlmenn á Ísa- firði um kvöldmatarleytið á laugardag vegna gruns um fíkniefnamisferli. Í kjölfarið fór fram leit í húsnæði annars mannsins og bíl að fengnum úr- skurði Héraðsdóms Vestfjarða og fundust 15 grömm af ætluð- um kannabisefnum, 3 grömm af ætluðu amfetamíni og 83 töflur sem talið er að innihaldi efedrín og steralyf. Þá var lagt hald á tæplega 70 þúsund krónur sem taldar eru vera ágóði vegna fíkniefnasölu. Játning liggur fyrir um að fíkniefnaneysla hafi farið fram í íbúðinni sem leitað var í. Annar mannanna játaði að hafa selt fíkniefni á Ísafirði. Fíkniefnahundurinn Dofri tók þátt í aðgerðum. Þrennt hand- tekið vegna fíkniefnasölu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.