Morgunblaðið - 17.08.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 17.08.2004, Síða 6
ÍBÚAR Garðhúsa í Grafarvogi í Reykjavík eru ósáttir við fyrirhug- aðrar breytingar á Hallsvegi, en skipulags- og byggingarnefnd sam- þykkti í júní að vegurinn skyldi verða tvöfaldaður og tengjast Vest- urlandsvegi. Ólafur Bjarnason, for- stöðumaður Verkfræðistofu, segir að verið sé að undirbúa lengingu Halls- vegar með byggingu tveggja akreina götu frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi. Hann segir að samráðsfundur með íbúum við Garðhús sé fyrirhugað- ur í lok mánaðarins. „Það fer eftir niðurstöðu samráðs, og fleiri þátta svo sem stöðu á verktakamarkaði hvenær hafist verður handa við framkvæmdir,“ segir Ólafur og bæt- ir því við að framkvæmdir standi um það bil eitt ár. „Við erum ekki komnir svo langt að fara að byggja neinar fjórar ak- reinar þarna,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að sá möguleiki sé fyrir hendi að stækka í fjórar akreinar en ekkert hafi verið ákveðið í þeim efn- um í náinni framtíð. Rýmra um Breiðholtsbrautina Jón H. Sigurðsson, íbúi við Garð- hús í Grafarvogi þar sem Hallsvegur á að fara í gegn, segir málið snúast um tvo meginþætti. Í fyrsta lagi sé um að ræða samfélagslega þætti sem sé akbrautin í gegnum allt hverfið. hann bendir á Breiðholtsbrautina til samanburðar en hún skiptir hverfum Breiðholtsins í tvennt eins og Halls- vegur kæmi til með að gera. „Land- rýmið fyrir Breiðholtsbraut er til staðar, vegna þess að þar eru a.m.k. 300 metrar á milli byggðarkjarna sín hvorum megin, en hjá okkur er þessu máli ekki þannig farið. Við er- um með ákveðið skipulagsslys sem ætlað er að reyna að þröngva þarna í gegn,“ segir hann. Í öðru lagi segir Jón málið snúast um þátt íbúa við Garðhús. Hann seg- ir íbúana hafa byggt á þessu svæði miðað við ákveðnar forsendur sem hafi verið árið 1988. Þær væru að Hallsvegur væri tveggja akreina tengivegur sem leysa ætti umferð í Húsahverfi sem liggi við Garðhús. Forsendurnar hafi svo breyst árið 1990 og gatan hafi þá orðið að stofn- braut. „Þá eiginlega vöknum við, því við erum í raun og veru í flöskuháls- inum í leiðinni. Það eru um 55 metrar þar sem styst er á milli kirkjugarðs- ins og lóðarinnar að húsinu okkar.“ Hann segir allt benda í þá átt að þó að tveggja akreina gata verði lögð núna þá, miðað við fyrirhugaða byggð í nágrenninu s.s. Úlfarsfells- hverfunum, verði gatan tvöfölduð. Að auki bendir Jón á að hávaði og loftmengun muni aukast í kjölfarið og eigi það eftir að rýra verðmæti fasteignanna og lífsskilyrði íbúanna. Jón segir íbúana ekki vera á móti tveggja akreina tengivegi að Víkur- vegi, hinsvegar séu þeir á móti fjór- faldri hraðbraut í gegnum Rima- og Foldahverfin. Kvartað hafi verið undan umferðarþrenglsum á Strandvegi á sínum tíma sem hafi svo leitt til þess að tveimur akreinum til viðbótar hafi verið bætt við með tilheyrandi hljóðmönum á hæð við hús. Jón segist vilja forðast slíkar framkvæmdir. „Við vildum bara fá þetta metið í heild sinni vegna þess að þetta er vandamálið.“ Hann segir í máli fyrir Hæstarétti á síðasta ári hafi rétturinn staðfest úrskurð um- hverfisráðherra frá árinu 2002. „Við í raun og veru töpuðum málinu með ákveðnum formerkjum þó. En það var krafa um samráð við okkur og kirkjugarðsyfirvöld um hönnun og útfærslu hljóðvarna. Það hefur aldr- ei átt sér stað.“ Hann segir íbúana hafa eytt millj- ónum í þessa baráttu og að auki liggi ótal klukkutímar að baki þeim mála- rekstri sem íbúarnir hafi staðið í auk vinnutaps. Áherslan sé lögð á það að ræða hlutina á málefnalegum nótum og reyna að leysa málin á sameig- inlegum grundvelli. Hallsvegur tengdur Víkurvegi með tveimur akreinum frá Fjallkonuvegi Íbúar óttast skipulagsslys Vilja ekki að lögð verði akbraut með fjórum akreinum Morgunblaðið/Jim Smart                                                            Hér má sjá hvar Hallsvegur mun liggja á milli íbúðarhverfisins og kirkjugarðsins. Íbúar eru ósáttir við skipulagið. FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ AUK Jóns H. Sigurðssonar og annarra íbúa Garðhúsa, hafa Íbúasamtök Grafarvogs verið mótfallin fyrirhugaðri tvöföldun Hallsvegar. Hafa samtökin lagt traust á borgarfulltrúana og Grafarvogsbúana Guðlaug Þór Þórðarson, borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Jóhannes Bárð- arson og Þorlák Björnsson, báðir varaborg- arfulltrúar Framsóknarflokks, til þess að liðsinna þeim í baráttunni að því er fram kemur í síðasta tölublaði Grafarvogsblaðsins. Þar skrifa þeir grein undir fyrirsögninni „Enga „Miklu- braut“ í gegnum Grafarvoginn!“ Þar sem m.a. kemur fram að fjórföld akbraut sé umhverfisslys sem sé ekki farsæl lausn fyrir Grafarvogshverfi. Fram kemur í greininni að „auglýst skipulag gerir ráð fyrir allt öðrum umferðartengingum en það skipulag sem að Grafarvogshverfi byggir á og kynnt hefur verið íbúum hverfisins.“ Jóhannes Bárðarson segir í samtali við Morg- unblaðið að borgarfulltrúarnir vilji leggja sitt af mörkum sem íbúar Grafarvogs til þess að koma í veg fyrir að Hallsvegur verði fjögurra akgreina gata. Hann segir götuna eiga eftir að draga um- ferð frá öllum nýju hverfunum í kring og gæti umferðarþunginn verið u.þ.b. 60 þúsund bílar á sólarhring. „Þetta er áætlun okkar. Þetta er ein- falt reikingsdæmi miðað við íbúana í nýju hverf- unum, þá vitum við það hvað margir bílar eru á hverja fjölskyldu. Þannig að þetta eru tölur sem ég myndi segja að væru raunhæfar.“ Borgarfulltrúar styðja íbúa Garðhúsa SJÖUNDI aðalfundur Landsamtaka skógareigenda var haldinn á Húnavöllum í Austur-Húnavatnssýslu um helgina. Um eitt hundrað manns sótti fundinn og er þetta að sögn kunnugra fjölmennasti aðalfundur samtak- anna til þessa. Dagskrá fundarins var fjölbreytt því auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í kynnisferð í Blönduvirkjun þar sem gestir fengu höfðinglegar mót- tökur hjá Rán Jónsdóttur stöðvarstjóra og starfsliði hennar. Á sunnudeginum var farið í skoðunarferðir, ann- arsvegar í Gunnfríðarstaðaskóg og hinsvegar í Hrútey með leiðsögn Páls Ingþórs Kristinssonar, formanns skógræktarfélags A-Hún. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Páll Ingþór Kristinsson, formaður skógræktarfélags A-Hún., fór fyrir skógareigendum. 100 manns á aðalfundi skógareigenda Blönduósi. Morgunblaðið. NÝ NORRÆN áætlun um sjálfbæra þróun var meðal þess sem samþykkt var á fundi samstarfsráðherra Norð- urlandanna á Egilsstöðum í gær og í fyrradag, að sögn Sivjar Friðleifs- dóttur, umhverfisráðherra og sam- starfsráðherra, en hún stýrði fund- inum. Á fundinum var fjallað um ýmis önnur mál, s.s. nýja stefnu í grann- svæðasamstarfi Norðurlandanna, að sögn Sivjar. Hún segir m.a. í því sambandi að samstarfið við Eystra- saltsríkin sé að breytast vegna inn- göngu þeirra í Evrópusambandið. Fundinum lauk síðdegis í gær, en í dag, þriðjudag, fer hópurinn að Kárahnjúkum til að skoða virkjunar- svæðið. Samstarfsráð- herrar Norð- urlanda við Kárahnjúka KONUR innan Framsóknarflokksins vilja ekki að kynsystrum þeirra í ráð- herraliði flokksins fækki 15. septem- ber nk. Anna Kristinsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, segir að samkvæmt lögum flokksins megi kynjahlutfall ekki fara niður fyrir 40% í öllum trúnaðarstörfum. Tölur sýni að staða kvenna hafi versnað inn- an flokksins frá árinu 1995. Til lítils sé að samþykkja jafnréttislög með húrrahrópum á landsfundi ef ekki sé síðan farið eftir þeim. Lítið hafi verið hlustað á þessar ábendingar. Í dag birtist auglýsing í Fréttablaðinu með nöfnum 40 fram- sóknarkvenna sem vilja þetta leiðrétt. Anna segir þær skora á þingflokkinn, sem taki ákvörðun um ráðherrasætin, að tryggja hlutdeild kvenna í ríkis- stjórn í samræmi við lög flokksins. Illa farið með fjármuni Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist þekkja þessa skoðun en ekki séu allar konur á sama máli innan flokksins. Óþarft sé að kosta til auglýsingu í þessu máli og illa farið með takmarkaða fjármuni. Ekki sé búið að ákveða hvenær þing- flokkurinn komi saman og horft verði m.a. á kynjahlutföll eins og ávallt inn- an Framsóknar. Framsóknarkonur Jafnréttis- lögin brotin ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.