Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ HVERAVELLIR eru jafnan fjöl- sóttir yfir sumarið og raunar allt ár- ið ef svo ber undir. Hveravalla- félagið ehf. tók haustið 2002 við rekstri ferðaþjónustu þar af Ferða- félagi Íslands en félagið er í eigu Svínavatnshrepps, Bjarka Krist- jánssonar á Svínavatni og Björns Þórs Kristjánssonar á Húnsstöðum. Hreppurinn hafði forgöngu um að kaupa reksturinn af FÍ og var félag- ið síðan stofnað í framhaldinu. For- ráðamenn félagsins íhuga að ráða mann til vetursetu á Hveravöllum en Veðurstofa Íslands hætti sem kunnugt er í sumar að manna veð- urathugunarstöð sína þar. Fjórir landverðir starfa í sumar á Hveravöllum á vegum Hveravalla- félagsins. Þau eru Auður Inga Ingi- marsdóttir, Bernt Kerschner, Carolin Löher og Erla Gunn- arsdóttir sem jafnframt er framkvæmdastjóri rekstrarins. Um 500 manns á dag Erla segir mikla umferð hafa ver- ið um Hveravelli í sumar. Margir hafi þar aðeins viðkomu en aðrir gisti í skálunum og tjöldum sínum og skoði sig um. Erlendir ferða- menn gista einkum í skálunum eða tjöldum en Íslendingar mest í tjald- vögnum og fellihýsum. Segir Erla um 500 manns á dag hafa komið í heimsókn þegar mest er, oft 5–6 rútur auk einkabíla. Nokkuð dregur jafnan úr umferð þegar líða tekur á ágúst. Um 70 gistipláss eru í skál- unum tveimur og segir Erla þau hafa verið vel nýtt í sumar. Eldri skálinn er frá árinu 1938 og er á tveimur hæðum. Tvö svefnherbergi, eldhús og forstofa eru á neðri hæð en á þeirri efri svefnloft. Þar er rými fyrir 35. Yngra húsið var reist 1980 og þar er svefnsalur með 20 tvíbreiðum kojum og aðstaða fyrir skálaverði. Húsin eru hituð upp með hveravatni og gaseldavélar eru í báðum hús- unum. Þá má ekki gleyma lauginni við eldra sæluhúsið þar sem ferða- menn geta látið líða úr sér eftir úti- vist og gönguferðir. Þjóna hestamönnum líka Auk snyrti- og gistiaðstöðu býður Hveravallafélagið hestamönnum þjónustu. Tvö hesthús eru á staðn- um, hnakkageymsla og hægt er að kaupa hey. Nauðsynlegt er að panta hey um leið og bókað er húspláss fyrir hrossin. Eins og kunnugt er hefur Veð- urstofa Íslands nú hætt að manna veðurathugunarstöð sína á Hvera- völlum og berast veðurupplýsingar nú sjálfkrafa til Veðurstofunnar. Erla segir að mikið öryggi hafi verið fólgið í því að hafa fólk á staðnum yfir veturinn líka enda sé mikil vetr- arumferð á Hveravöllum. Er það ekki síst þegar snjóalög eru góð sem auðveldar jeppa- og snjósleðaferðir. Hún segir þetta þrýsta á Hvera- vallafélagið að manna staðinn yfir veturinn. Félagið hefur séð um eldsneyt- issölu sem ekki síst er þörf á yfir veturinn. Tankarnir eru við veð- urathugunarhúsin en Hveravalla- félagið fékk í sumar inni í húsunum fyrir starfsmenn sína. Erla segir að auglýsa eigi á næstunni eftir starfs- manni fyrir veturinn sem hún segir ljóst að kosti sitt en fjármögnun er ekki að fullu tryggð ennþá. Segir hún reynsluna síðan verða að skera úr um hvort félagið ræður eitt við það verkefni eða hvort fleiri verði kallaðir til. Mætti hefla oftar Einn þeirra bílstjóra sem mikið fara um Kjalveg er Jens Þor- steinsson, bílstjóri hjá SBA Norð- urleið. Hann var á Hveravöllum með hóp Breta á 13 daga ferð um landið. „Kjalvegur hefur farið batnandi en hann á að mínu viti ekki að vera rennisléttur og fær öllum bílum, þá fer sjarminn af þessu,“ segir Jens og telur að óbyggðavegir eigi að fá að vera að mestu eins og þeir eru. „Það þarf kannski að hefla Kjöl oft- ar en tvisvar þrisvar yfir sumarið en hann er til dæmis þokkalega góður núna.“ Jens segir SBA Norðurleið halda uppi daglegum áætlunar- ferðum yfir Kjöl bæði frá Akureyri og Reykjavík en auk þess sinnir fyr- irtækið hópferðum um land allt eins og í þessu tilviki. Hveravallafélagið ehf. hefur í tvö sumur annast rekstur ferðaþjónustu á Hveravöllum Brýnt að manna staðinn að vetrinum Allt að 500 manns koma við á Hveravöll- um á góðum degi á sumrin. Jóhannes Tómasson staldraði þar við á dögunum og fylgdist með ferða- mönnum. Morgunblaðið/jt Heit laugin er vinsæl hjá innlendum sem erlendum ferðamönnum. Tveir skálavarðanna á Hveravöll- um. Bernt Kerschner frá Aust- urríki og Auður Inga Ingimars- dóttir. joto@mbl.is Jens Þorsteinsson, bílstjóri hjá SBA Norðurleið, aðstoðar líka farþega með farangur og að tjalda ef svo ber undir. SILUNGSVEIÐIN hefur verið döp- ur á silungasvæði Vatnsdalsár síð- ustu vikurnar og er það vandamál enn eitt sumarið, á meðan bleikju- veiði er góð í nálægum ám. Eftir ágæt skot í júní og júlí hefur varla nokkuð veiðst á fornfrægum veiði- stöðum í Húnavatni, eins og Branda- nesjum og Akurshólma. Holl sem lauk veiði um helgina færði til bókar um 30 silunga, mestmegnis smáa bleikju og urriða, en þokkalegir fiskar voru innan um. Þá er mikið af smáum silungi á silungasvæðinu inni í dal og höfðu menn ágæta skemmtun af að veiða hann á þurrflugur í hitanum, en mest var það fiskur í kringum hálft pund sem fékk að synda aftur út í strauminn. Laxar í bunkum … Það sem hefur lyft veiðinni síð- ustu vikurnar er hins vegar afar góð laxveiði á svæðinu. Á meðan laxa- svæði árinnar hefur liðið fyrir hita, lítið vatn og gríðarlegan gróður í ánni, hafa laxar verið að stökkva í rennum í gróðrinum frá brúnni á þjóðveginum og langt niður eftir á, og hafa veiðimenn skemmt sér vel við að finna leiðir til að komast að laxinum inni í gróðrinum. Og þegar það hefur tekist hafa sumir lent í veislu. Holl sem lauk veiði síðastliðinn miðvikudag færði til bókar 22 laxa á stangirnar níu, en þeir tóku allir maðkinn á svæðinu austan Víði- hólma. Hollið sem tók við var vopn- að flugum og þar tókst mönnum að komast að álum þar sem bunkar voru af laxi sem var viljugur að taka smáflugur sem voru strippaðar hratt eftir yfirborðinu. Hópurinn setti í hátt í 30 laxa og landaði 13, en margir töpuðust í gróðrinum. Þetta var mestmegnis lúsugur smálax, en innan um myndarlegir tveggja ára laxar, en þeim var sleppt aftur í ána. Erfitt í Dölunum Veiðimenn sem standa vaktina þessa dagana á laxasvæði Hauka- dalsár, segja afar erfitt að hreyfa laxinn. Áin er vatnslítil og laxinn liggur í bunkum í nokkrum hyljum, mjög styggur. Tókst þeim að reisa nokkra fiska og fengu grannar tök- ur, en lönduðu engum. Þegar rigndi dagpart í síðustu viku tók veiðin kipp, en þá lönduðu svissneskir veiðimenn á öðrum tug laxa á stutt- um tíma. Það er líka barningur í Laxá í Dölum, en þó komnir nærri 400 lax- ar á land. Áin er hins vegar vatns- lítil og erfið viðureignar. Allt síð- asta sumar veiddust í ánni 1.394 laxar, ekki hvað síst fyrir tilstilli gríðarlegs endaspretts, en síðustu hollin í ágúst og öll septemberhollin voru í rosalegu moki eftir álíka erf- itt hásumar vegna þurrka og vatns- leysis. Það er því ekki öll nótt úti enn og menn fyrir vestan samdóma um að bæði sé mikill lax í ánum auk þess sem mikið af fiski bíði einnig úti í þaranum eftir því að haustrign- ingar taki til við að bæta ástandið. Rífandi laxveiði á silungasvæðinu Morgunblaðið/Einar Falur Pétur Blöndal glímir við lax við Víðines í Vatnsdalsá. Sölvi Ólafsson er hon- um til aðstoðar, en á myndinni sjást glöggt hinar erfiðu aðstæður. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HELGA Hübner og Hans-Wolfgang Knoch frá Þýskalandi hjóluðu í hlað á Hveravöllum og hófu að koma upp tjaldi sínu. „Við vorum hér líka í fyrra og hjóluðum þá dálítið um Snæfellsnes og Vesturlandið en stefnum núna norður og á Austfirðina,“ segir Helga og lét þokkalega vel af ferðinni bæði hvað varðar umferð og veður. Þau ráðgera að vera á ferðinni í þrjár vikur, hjóluðu á nokkrum dögum frá Keflavík um Selfoss, Geysi og Gullfoss til Hveravalla þar sem ætlunin var að gista í eina eða tvær nætur. Þau sögðust viss um að á Hveravöllum væri margt að sjá og þau sögðu gott að ferðast og kynnast landinu á hjóli. Bílstjórar væru yfirleitt tillitssamir og veðrið hefði verið gott en nokkur strekkingur var þó á Hveravöllum. Heima í Düsseldorf segjast þau einnig hjóla mikið, bæði sér til skemmtunar og til vinnu, það sé bæði betra fyrir skrokkinn og umhverfið. Og stefna þau á Íslandsferð aftur? „Við komum áreiðanlega aftur, sennilega myndum við ferðast eitt- hvað um á bíl þá og fara síðan í gönguferðir.“ Betra fyrir skrokkinn og umhverfið Helga Hübner og Hans-Wolfgang Knoch eru á Íslandi í annað sinn. SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn heldur opið atskákmót í samvinnu við Við- skiptanetið og Flugfélag Íslands á Lækjartorgi dagana 20. til 21. ágúst. Í fréttatilkynningu frá Hróknum segir að fjölmargir hafi þegar skráð sig til leiks. Þar á meðal Helgi Áss Grét- arsson stórmeistari, Jón Viktor Gunnarsson, fyrsti VN meistarinn og Róbert Harðarson, fyrirliði Hróksins. Yngri skákmenn hafi einnig boðað þátttöku sína, m.a. Júlía Rós, Hörður Aron, Svanberg Már Pálsson og Ingvar Ásbjörnsson. Í verðlaunapottinum eru 500 þús- und Viðskiptanetskrónur, sem skiptast á milli átta efstu manna. Tefldar verða níu umferðir með fimm mínútur til umhugsunar. Á föstudag verður teflt í einum opnum flokki og komast 32 áfram. Á laug- ardag verður teflt með útsláttarfyr- irkomulagi þar til einn keppandi stendur eftir sem Plúskortsmeistari Hróksins og Viðskiptanetsins. Einnig verða veitt sérstök verðlaun fyrir krakka. Mótið hefst kl. 14 á föstudag og geta allir tekið þátt. Opið atskákmót á Lækjartorgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.