Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 11

Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 11 www.toyota.is Prius. Bensínsparnaður sem um munar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 55 3 0 8/ 20 04 Nú getur þú brugðist rétt við háu bensínverði. Það sem fáir áttu von á að væri mögulegt hefur tekist. Prius fór hringveginn kringum landið án þess að taka bensín á leiðinni. Eldsneytis notkun var að meðaltali aðeins 4 lítrar á 100 km. Komdu og kynntu þér málið. Prius er góður fyrir umhverfið og fyrir budduna þína. Í Prius eru tvær vélar, bensínvél og rafmótor. Vélarnar vinna saman. Umframorku frá bensínvélinni er breytt í raforku sem knýr bílinn áfram ásamt bensínvélinni. Með þessu móti verður eldsneytisnotkun að meðaltali um 4,1 l á hverja 100 km. Það er um helmingur á við aðra bíla í sama stærðarflokki og engu er fórnað í aksturseiginleikum og krafti. START ENDIR FISKAFLI íslenskra skipa í nýliðn- um júlímánuði var liðlega 170.100 tonn sem er rúmlega 65.000 tonnum minni afli en í júlímánuði 2003 en þá veiddust 235.400 tonn. Munar þar mestu um minni uppsjávarafla. Milli júlímánaða 2003 og 2004 dróst verð- mæti fiskaflans, á föstu verði ársins 2002, saman um 7,6%, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Það sem af er árinu 2004 hefur verðmæti fiskaflans, á föstu verði ársins 2002, dregist saman um 0,9% miðað við árið 2003. Botnfiskafli í júlí var 37.300 tonn og jókst um 3.700 tonn á milli ára. Þorskafli var 11.400 tonn en 11.600 tonn bárust á land í júlí 2003. Af ýsu veiddust 3.800 tonn en í fyrra veidd- ust 2.900 tonn og nemur aukning ýsuaflans því 900 tonnum eða um 30%. Úthafskarfaafli var tæplega 13.000 tonn í ár en 5.600 tonn í fyrra og er það 7.400 tonna aukning milli júlímánaða eftir verulegan sam- drátt í júnímánuði. Flatfiskafli var 2.800 tonn og dróst saman um 800 tonn frá júlímánuði 2003. Grálúðu- aflinn nam 1.850 tonnum eða 1.000 tonnum minna en í sama mánuði í fyrra. Minni afli í uppsjávartegundum Afli uppsjávartegunda nam 124.000 tonnum, þar af kolmunna- afli tæpum 79.000 tonnum, síldarafli 17.000 tonnum og loðnuafli 28.000 tonnum. Í samanburði við afla sama mánaðar 2003 er samdráttur í öllum uppsjávartegundum, mestur í loðnu 43.000 tonn. Kolmunnaafli dróst saman um 21.000 tonn og síldarafli um 3.600 tonn. Skel- og krabba- dýraafli var 5.500 tonn samanborið við 6.600 tonna afla í júlí 2003. Afla- samdráttur í rækju nam tæpum 1.000 tonnum en afli annarra skel- og krabbadýra breyttist lítið. Heildarafli íslenskra skipa það sem af er árinu 2004 nemur 1.225.000 tonnum og er það 150.000 tonnum minni afli en á sama tíma- bili ársins 2003. Botnfiskafli var rúmlega 292.000 tonn sem er rúm- um 8.000 tonnum meiri afli en í fyrra. Flatfiskafli er 4.000 tonnum minni en í fyrra, uppsjávarafli er 147.000 tonnum minni en þar vegur 61.000 tonna aukning kolmunna á móti 164.000 tonna samdrætti loðnuafla og tæplega 44.000 tonna samdrætti síldarafla. Þá hefur skel- og krabbadýraafli dregist saman um 8.400 tonn en samdráttur er í öllum helstu tegundum skel- og krabbadýra.                 !" # $%    !" #  !!" #$$%!!#$$& Minni afli í júlímánuði ÚR VERINU BRATTINN er mikill í hlíðum Kárahnjúka, eins og má sjá á þessari mynd. Það er engu líkara en þessi starfsmaður ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo, sé rammskakkur þar sem hann gengur eftir hallandi hlíðinni. Nú er verið að bora fyrir styrktarbitum, sem munu tengja stíflugarð Kárahnjúkavirkjunar við hlíðina, hvor sínum megin í gilinu. Morgunblaðið/ÞÖK Í hlíðum Kárahnjúka TVÆR tilkynningar um hundsbit bárust Lögreglunni í Reykjavík um helgina. Á föstudag lét bréfberi lögreglu vita af því að hann hefði verið bit- inn af hundi í garði í Smáíbúða- hverfi. Hundurinn var bundinn með keðju og húsráðandi gerði einnig tilraunir til að halda honum föstum þegar bréfberinn gekk í garðinn. Þær tilraunir báru þó ekki árangur því hundurinn stökk á bréfberann og beit hann í afturendann. Hitt tilvikið gerðist um miðjan laugardag þegar börn voru að leika við hund í garði í Sundahverfi. Barn nágrannans gekk yfir í garð- inn þar sem hundurinn var og vildi vera með í leiknum. Ekki vildi bet- ur til en svo að hundurinn lenti ofan á barninu í leiknum og glefsaði í andlit þess. Í báðum tilvikum var um minniháttar meiðsl að ræða. Tvisvar tilkynnt um hundsbit SEX fíkniefnamál komu upp um helgina í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði þar sem lögreglumenn í eftirliti stöðvuðu akstur bifreiða og við leit í bifreiðum og á fólki fundust fíkniefnin. Átta voru hand- teknir í tengslum við þessi mál og teljast þau upplýst. Þetta kemur fram í yfirliti lög- reglunnar um helstu verkefni helg- arinnar. Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhús í Hafnarfirði en þar var litlum verðmætum stolið. Þá var brotist inn í bíl við Hafnarfjarð- arhöfn þar sem innbrotsþjófurinn hugðist ná sér í áfengi en hann var handtekinn á staðnum. Í Garðabæ var tilkynnt um rúðubrot í nýbygg- ingu við Hofsstaðaskóla. Sex fíkniefnamál í umdæmi Hafnar- fjarðarlögreglu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.