Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 15

Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 15 LÆKKA á skatta á sterkt áfengi um 40% í Svíþjóð frá og með 1. janúar 2005, samkvæmt tillögu Kent Här- stedt, þingmanns Jafnaðarmanna- flokksins, sem unnið hefur álitsgerð um málið. Härstedt afhenti í gær Morgan Johansson, ráðherra lýðheilsumála í Svíþjóð, skýrslu sína sem nefnist „Hvar eru mörkin?“. Rökin fyrir lækkuninni eru eink- um þau að með þessu móti megi tryggja að Svíar kaupi meira af áfengi í Svíþjóð og þannig geti stjórnvöld fylgst betur með neyslu landsmanna. Hátt verð á sterku áfengi hafi í för með sér smygl auk þess sem Sví- ar kaupi af þess- um sökum mikið af áfengi erlendis. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur lýst sig fylgjandi því að áfengis- skattar verði lækkaðir í Svíþjóð en jafnframt vísað til þess að hann bíði eftir niðurstöð- um Härstedts. Talið er að verði skattur á sterkt áfengi lækkaður muni neysla á sterkum drykkjum aukast um 8% og heildarneysla áfengis um 2%. Härstedt leggur til að áfengisút- sala sænska ríkisins, Systembolaget, sjái áfram um sölu á áfengi. „Sala á áfengum drykkjum í verslunum er hafa tilskilin leyfi, eða í matvöru- verslunum myndi bæta aðgengi að áfengum drykkjum og hafa í för með sér aukna áfengisneyslu,“ segir í álitsgerðinni. Segist Härstedt telja að hin félagslega ábyrgð sem Systembolaget hafi á höndum, vegna þess að ekki sé um gróðastarfsemi að ræða, sé af hinu góða og eigi að nýta hana enn frekar í framtíðinni. Hann leggur til að áfram verði há- ar sektir við því að brjóta gegn áfengislöggjöfinni. „Refsing vegna grófra brota á áfengislögum verði hert og verði viðurlög við slíkum brotum 6 mánaða fangelsi hið minnsta, en 2 ár hið mesta,“ að því er Härstedt telur. Í því skyni að lágmarka þann skaða er neysla áfengis kann að valda vill Härstedt að mótuð verði sameiginleg stefna innan Evrópu- sambandsins, sem feli meðal annars í sér að viðvörunarmiðar verði límdir á allar flöskur sem innihalda áfengi. Vill lækka áfengisskatta um 40% Stokkhólmi. AFP. Kent Härstedt JULIA Child, „Franski kokkurinn“, sem kom Bandaríkjamönnum í skiln- ing um, að góð matargerð væri ekki bara í því fólgin að tæma sveppa- súpudós út í kjöt- kássu, er látin, 92 ára að aldri. Child var ekk- ert sérstaklega „sjónvarpsvæn“, kona, mjög stór vexti og komin yf- ir fimmtugt þegar hún byrjaði, árið 1963, á sínum fyrsta þætti, „Franska kokkinum“, fyrir ríkisrekna sjón- varpsstöð í Boston, en hún kunni að gera góðan mat og þá sérstaklega upp á franska vísu. Áður en lauk voru þættirnir orðnir 206 og er það met í bandarísku almenningssjónvarpi. Síðar var hún með aðra þætti og alltaf á ríkisreknu stöðvunum. Vann hún til ýmissa verðlauna, meðal annars einna Emmy-verðlauna, og þótt hún væri bandarísk, var hún gerð að fé- laga í frönsku heiðursfylkingunni. Þættirnir hennar Child voru ólíkir þeim, sem nú tíðkast, að því leyti, að henni urðu stundum á mistök „eins og alla hendir“, missti kannski niður matarskál eða eyðilagði ábætinn, en þá minnti hún áhorfendur á, að oftast væri fólk eitt við eldhússtörfin og það væri útkoman en ekki aðdragandinn, sem máli skipti. Julia Child látin Julia Child BOBBY Fischer, fyrrverandi heims- meistari í skák, ætlar að kvænast Miyoko Watai, formanni japanska skáksambandsins, en þau hafa búið saman frá árinu 2000. Kom þetta fram í tilkynningu frá Masako Suz- uki, lögfræðingi Fischers, sem sagði, að Fischer hefði skorað á bandaríska sendiráðið í Tókýó og á Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðurkenna formlega, að hann hefði afsalað sér bandarískum borg- ararétti. Masako sagði, að þau hjónaleysin hefðu nú þegar skrifað undir nauð- synlega pappíra og til stóð að fram- vísa þeim hjá réttum yfirvöldum strax í gær. Fremur fátt er vitað um Watai en hún segist hafa verið vinur Fischers í 30 ár og heldur úti vefsíðu honum til stuðnings. Í tilkynningu Suzuki sagði, að Watai myndi tjá sig nánar um málið síðar. Miklar annir í bandaríska sendiráðinu Fischer hefur verið í fangelsi í Japan frá 13. júlí en hann var hand- tekinn er hann ætlaði að fara þaðan til Filippseyja og sú ástæða nefnd, að Bandaríkjastjórn hefði ógilt vega- bréf hans. Suzuki sagði, að Fischer hefði óskað eftir því að ræða við full- trúa bandaríska sendiráðsins í Tók- ýó en fengið það svar, að þeir hefðu ekki tíma til þess sökum mikilla anna. Bandaríkjastjórn segist vilja koma lögum yfir Fischer vegna þess, að hann braut gegn alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Júgóslavíu er hann tefldi einvígi við Borís Spasskí í Svartfjallalandi 1992. Af þeim sökum gæti hann átt yfir höfði sér 10 ára fangelsi í Bandaríkjunum. Fischer ætlar að kvænast Konuefnið er Miyoko Watai, for- maður japanska skáksambandsins, en þau hafa búið saman í fjögur ár Tókýó. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.