Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 16

Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 16
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ferlega er heitt | Þessi setning er að lík- indum ein sú vinsælasta á Akureyri um þessar mundir. Í allt sumar raunar, því ekki verður annað sagt en að einmuna blíða hafi leikið við íbúa á svæðinu í allt sumar. Þarf að draga fram heiðvirða eldri borgara, þá sem muna sumarið 1939 til að fá menn muni eitthvað í líkingu við það veðurfar sem í boði hefur verið sumarið 2004. Einn þeirra er til að mynda Marínó Þorsteinsson sem var 19 ára gamall síldarstrákur ’39. „Mér fannst það gott,“ sagði hann en þorði ekki að fullyrða hvort sólskinsumarið nú sé að slá því út.    Sveitungar Marinós, félagar í Veð- urklúbbnum á Dalbæ, reyndust sannspáir sem oft áður. Þeir sáu bara blíðu og aftur blíðu í sínum kortum. Eða hvað það nú er sem þeir helst rýna í. Í síðustu spá segja þeir blíðviðrið endast út hundadaga, en þeim lýkur næsta mánudag, 23. ágúst. Þá verða skólarnir byrjaðir eða rétt í þann mund að fara í gang og fólk að setja sig í haustgírinn upp úr því.    Einn af þeim sem þá fer á stjá er Steini Pjé, „skóla-umferðar- og leynilögga“. Hann minnir ökumenn á að draga úr hraðanum nú þegar litlu börnin fara að skunda með töskurnar á bakinu í og úr skóla. Tökum undir hans góðu ráð og hvetjum ökumenn til að fara varlega.    „Takið eftir fréttum af Menningarnótt í Reykjavík, bæði fyrir helgina og ekki síst fréttum eftir á, af því sem gerðist,“ segir menntaskólakennarinn Sverrir Páll á vef- síðu sinni. „Þar verður eins og venjulega sagt frá fjölda gesta, fjölda atburða, góðum undirtektum, frábærri flugeldasýningu og listrænu þessu og hinu. Þar verður hins vegar lítið eða ekki sagt frá fylliríi, slags- málum, rusli og slæmri umgengni, líkams- árásum og meintum nauðgunum eða ölvun við akstur né heldur hversu marga lög- reglan tók fasta, ýmist fyrir grun um fíkni- efnanotkun eða setti í steininn. Enginn skyldi þó halda að á Menningarnótt í Reykjavík standi tugir þúsunda manna brosandi allan sólarhringinn með aðra hendina í vasanum, noti hina til að dreypa á blávatni og hafi svo flöskuna með sér heim. Dálítið merkilegt að fjölmiðlarnir skuli nota annað málband þegar þeir mæla þessa sam- komu en sambærilegar menningarnætur um verslunarmannahelgi – til dæmis á Ak- ureyri.“ Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR MARGRÉTI ÞÓRU ÞÓRSDÓTTUR Fyrirhugaðri vígsluá minningarreitum þá sem fórust í snjóflóðinu á Súðavík 16. janúar 1995 var frestað til næsta vors vegna óviðráð- anlegra ástæðna, en til stóð að vígslan færi fram næstkomandi laugardag, 21. ágúst. Að sögn sveit- arstjóra urðu tafir á af- hendingu á stórum krossi sem tilheyra mun reitn- um, og var því í samráði við ættingja ákveðið að fresta vígslunni. Reiturinn verður í Túngötunni þar sem flóðið féll, og mun samanstanda af hlöðnum vegg sem myndar skjól um reitinn, krossi í miðju hans, og sex minningar- steinum, einum fyrir hverja fjölskyldu sem missti ástvin. Vígslu frestað Íbúar á norðanverðu Snæfellsnesi hafa ekki fariðvarhluta af blíðviðrinu sem hefur gengið yfir land-ið að undanförnu. Margir hafa lagt leið sína í Drit- vík sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna sem vilja spóka sig í hvítum sandinum, busla í sjónum og liggja í sólbaði, enda gerast strendur ekki fallegri. Þessir ungu drengir nutu veðurblíðunnar í Dritvík og busluðu í sjónum og stungu sér til sunds úr klettunum. Á síðustu dögum hafa á annað hundrað manns verið í Dritvík og hefur þar myndast sannkölluð baðstrandarstemning. Morgunblaðið /Alfons Dritvíkin er vinsæl Hjálmar Frey-steinsson veltirfyrir sér ástand- inu við Kárahnjúka: Jökla færir flest í kaf flóðin því ég kenni að verkfræðingar vissu ekki af vatninu í henni. Hallmundur Kristinsson finnur skýringuna á þess- um ósköpum: Það má vel treysta þessari stétt. Þannig er málum varið: Verkfræðingarnir reiknuðu rétt, en rangt var hjá Jöklu svarið. Sigrún Haraldsdóttir var á gangi við Rauðavatn og segist hafa farið að meta það mikils eftir að hún flutti þangað: Allar held ég raunir réni og batni ef rölti ég útí kvöldið stillt og blátt þar njólinn heilsar nýstraujuðu vatni og nokkrar endur eru að hugsa smátt. Flóðið í Jöklu pebl@mbl.is Hveragerði | Mikil gleði var í sundlauginni á Hótel Örk á um helgina þar sem gestum og gang- andi var boðið í sund, en það var hluti af dagskrá Blómstrandi daga, sem haldnir voru í Hvera- gerði um helgina. Það var mikil dagskrá í bænum frá því hátíðin hófst á fimmtudag með tónleikum og uppistandi þar til henni lauk á sunnudag með grillveislu og harmonikkuballi á Hótel Örk. Markaðsdagur var haldinn á laugardeginum í frábæru veðri, og gengu gestir og gangandi á milli sölubása og þáðu grillveit- ingar frá grillmeisturunum í bæj- arstjórninni, segir Guðmundur Þór Guðjónsson, einn umsjón- armanna hátíðarinnar. Þetta var í tíunda skipti sem Blómstrandi dagar eru haldnir í Hveragerði, og segir Guðmundur að þessi hátíð hafi verið sú stærsta til þessa, þótt erfitt sé að halda tölur yfir aðsóknina að svo mörgum viðburðum. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Ánægja með Blómstrandi daga Hátíð FRAMKVÆMDIR við svokölluð laxakervið höfnina í Neskaupstað eru nú langt komnar. Um er að ræða tvö ker sem búið er að steypa upp og mun hvort þeirra rúma á milli átta og níu hundruð þúsund lítra af sjó og í hvort þeirra fer þá á milli 80 og 90 tonn af lifandi laxi sem svarar til um viku vinnslu í dag. Laxinn kemur úr eldiskvíum Sæsilfurs í Mjóafirði, og verður hann geymdur í kerjunum og dælt inn til slátr- unar eftir þörfum. Reiknað er með að taka kerin í notkun í haust en með tilkomu þeirra minnkar mjög álagið á brunnbátinn Snæfugl sem getur þá farið að sinna öðrum verkefnum eins og seiðaflutningi betur. Laxakerin langt komin Morgunblaðið/Ágúst Blöndal ÓVIÐUNANDI er að ekki sé staðsettur lögregluþjónn á Reykhólum heldur þurfi að leita til Patreksfjarðar eftir aðstoð lög- reglu, segir Einar Örn Thorlacius, sveit- arstjóri Reykhólahrepps, og íhugar hann að ganga á fund dómsmálaráðherra til að ræða lögreglumál á svæðinu. Löggæslumál voru rædd á fundi hrepps- nefndar nýverið, og var tilefnið skotárásin sem framin var á Reykhólum 31. júlí sl. og viðbragðstími lögreglu við árásinni. „Sem betur fer reyndist þetta ekki al- varlegt þegar til kom, en þetta hefði getað farið illa, öryggisleysið er mikið,“ segir Einar. „Ég held að þetta ýti við okkur, og held að þetta hafi leitt það í ljós að það er þörf á úrbótum í löggæslunni hér, það er varla hægt að sætta sig við það að lög- reglan sé svona fjarri.“ Um 200 km eru á milli Reykhóla og Pat- reksfjarðar, en 230 til Reykjavíkur, og úti- lokar Einar ekki að reynt verði að leita eft- ir samstarfi við Lögregluna í Reykjavík fremur en Patreksfirðinga, einfaldlega vegna þess að leiðin sé greiðfærari. „Íbúum sem vilja fá lögreglu á svæðið er nákvæmlega sama hver stjórnar, bara ef menn koma á staðinn fljótt og vel,“ segir Einar. Hann tekur þó fram að hann sé með þessu ekki að gagnrýna Lögregluna á Pat- reksfirði, heldur einfaldlega að meta að- stæður. Vilja lögreglu- mann á Reykhóla ♦♦♦ mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.