Morgunblaðið - 17.08.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 17.08.2004, Síða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 23 Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Krít 48.330 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.120 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Netverð 20. og 27. september MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í SEPTEMBER árið 2000 sagði Elena Bruskova, framkvæmdastjóri Rússlandsdeildar SOS-barnaþorp- anna, kollegum sínum frá því þegar hún heimsótti eina þeirra opinberu stofnana sem ætlaðar eru mun- aðarlausum börnum í Moskvu. Hún gaf sig á tal við tólf ára dreng og spurði hann m.a. hvort hann ætti systkini. Jú, hann gat ekki munað betur en að hann ætti systur á ein- hverju munaðarleysingjahælinu, en hvað hét hún aftur, hann var svo lítill þegar þau voru aðskilin og nú hafði hann ekki hugmynd um hvar í kerfinu hún var niður komin. Orð Elenu voru hvatinn að því að í dag verður opnað fjórða SOS-barnaþorp- ið fyrir munaðarlaus börn í Rúss- landi. Það var svört skýrsla sem norræn sendinefnd á vegum SOS-barnaþorp- anna og utanaðkomandi sérfræðinga skilaði af sér eftir heimsókn til Múrmansk í Rússlandi veturinn 2000–2001. Í henni kom í ljós að það hefur í för með sér varanlegan skaða fyrir barn að alast upp á einni af þeim stofnunum sem ætlaðar eru mun- aðarlausum og 90% barnanna munu aldrei lifa eðlilegu lífi sem fullorðnir einstaklingar. Vændi, eitur- lyfjamisnotkun, alkóhólismi og sjálfs- morð bíður flestra barnanna. Auk þess munu börn þeirra, í 65% tilvika, einnig alast upp á stofnun. Þannig er ástandið í öllu Rússlandi og brotið er á börnum daglega. Félagsmála- yfirvöld í Múrmansk taka svo stórt til orða að segja að jafna verður bygg- ingarnar við jörðu, breyta þarf kerf- inu öllu, aðferðum og uppbyggingu. Bara í Múrmansk-fylki eru um 4– 5000 börn sem alast upp við aðstæður sem minna óneitanlega á lýsingu Aleksanders Solsjenitsyns af GULAG innan rússnesku leyniþjón- ustunnar, sem valdi fólk í fangabúð- um Sovétveldisins til nauðung- arvinnu. Við slíkar aðstæður alast börn upp í dag aðeins einni breidd- argráðu norðar en Ísland. Í kjölfar skýrslunnar sem nefnd er að ofan var tekin sú ákvörðun hjá SOS-barnaþorpunum á Norðurlönd- unum að sameinast um byggingu barnaþorps í Múrmansk. Ljóst var að vandinn var svo stór að ekki var hægt að bíða eftir byggingu barnaþorpsins hvað varðaði úrræði fyrir sum börnin. Því var farið af stað með fósturfor- eldraverkefni í Múrmansk þegar í stað, þó svo að það teldist ekki hefð- bundið fyrir SOS-barnaþorpin að finna fósturfjölskyldur fyrir börn. Noregsdeild SOS-barnaþorpanna hefur haft umsjón með verkefninu en árið 2005 munu yfirvöld í Rússlandi taka formlega við því. Hjá SOS-barnaþorpunum á Íslandi var strax tekin sú ákvörðun að svara neyðarkallinu frá Rússlandi og taka þátt í kostnaði við byggingu barna- þorpsins. Í kjölfarið var leitað til fjöl- margra fyrirtækja eftir stuðningi en því miður létu íslensk fyrirtæki nokk- uð á sér standa við að hjálpa börn- unum í Múrmansk en einstaklingar sýndu hins vegar mikinn áhuga og þegar upp var staðið fjármögnuðu Ís- lendingar allar hvítar vörur í barna- þorpið sem telur 12 fjölskylduhús. Í dag 15. ágúst opnar síðan SOS- barnaþorpið sjálft í bænum Kandal- aksa við Hvíta hafið og þar eignast 100 börn langvarandi heimilisöryggi og umfram allt móður sem tekur þau á sína ábyrgð um ókomin ár, alveg eins og venjulegir foreldrar gera. Þar eru systkini sameinuð og andleg sár fjölmargra barna fá að gróa, þó svo að það taki sinn tíma. Märtha Louise, prinsessa Norðmanna, opnar þorpið formlega en auk þess verða fjölmarg- ir gestir viðstaddir með von í brjósti og stolt í hjarta yfir framlagi sínu til þess að veita 100 börnum í viðbót mannsæmandi líf. BRYNDÍS ELFA VALDEMARSDÓTTIR, kynningarstjóri, SOS-barnaþorpin. Börnin í Múrmansk – nágrannar í austri Frá Bryndísi Elfu Valdemarsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.