Morgunblaðið - 17.08.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.08.2004, Qupperneq 26
MINNINGAR 26 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ M amma, mig langar í leikskólann. Mamma, mig langar til vin- konu minnar. Mamma, gerðu’ða,“ sífrar yngri dóttir mín og reynir að troða öðrum fætinum í gegnum girð- inguna umhverfis leikskólann rétt fyrir aftan húsið. Sóldýrk- endurnir í næstu görðum reigja höfuðið og velta því fyrir sér hvað standi í veginum fyrir því að barninu verði að ósk sinni. Hálf inni í fataskáp tek ég við- bragð, hleyp út í garð og vonast til að geta talið dóttur minni trú um að skemmtilegra sé að taka þátt í sumarhreingerningunni með mömmu heldur en leika við vinina úti í sumarblíðunni. Við hjónin festum kaup á íbúð í húsinu fyrir réttum tveimur ár- um. Okkur þótti her- bergjaskipanin skemmtileg og ekki spillti fyr- ir að aðeins mjór göngu- stígur skilur að lóðina fyrir aftan húsið og girðinguna umhverfis leikskólann í hverfinu. Við getum fylgst með dóttur okkar í útiver- unni í leikskólanum og erum að- eins örfáar mínútur að fylgja henni í leikskólann á morgnana. Eftir þriggja vikna sumarfrí í útlöndum í sumarbyrjun bregður svo við að staðsetning leikskól- ans er ekki lengur kostur heldur galli eða hvernig er hægt að út- skýra fyrir 5 ára gömlu barni að það megi ekki fara í leikskólann þegar leikskólalóðin iðar af fjöri? Ég man vel eftir því þegar ég skrifaði fyrstu fréttirnar um að stefnt væri að því að flestir leik- skólar í Reykjavík yrðu opnir allt sumarið. Á þeim tíma átti ég ekki börn en fannst eins og við- mælendum mínum sjálfsagður liður í þjónustu Leikskóla Reykjavíkur að hafa leikskóla borgarinnar opna allt sumarið. Smám saman syrti í álinn og far- ið var að loka fleiri leikskólum, m.a. undir því yfirskini að sinna þyrfti viðhaldi yfir sumartímann. Foreldrar létu ekki bilbug á sér finna þótt vissulega þætti sum- um skrítið að loka þyrfti leik- skólum en ekki venjulegum fyr- irtækjum eða heimilum vegna viðgerða. Einstaka foreldri sem reynslu hafði af því að vera með barn/börn á leikskólum í sveit- arfélögum þar sem sumarlokanir tíðkuðust ekki minntist þess heldur ekki að þeim leikskólum/ lóðum væri verr við haldið held- ur en í borginni. Leikskólaráð tók formlega ákvörðun um fjögurra vikna lok- un allra leikskólanna í borginni á síðasta ári. Ýmis rök voru nefnd fyrir lokuninni, t.a.m. að hún sparaði 12 milljónir. Víða höfðu foreldrar orð á því að frekar hefði mátt spara með því að sleppa því að senda innihaldslitla litprentaða bæklinga til foreldra. Margir áttuðu sig heldur ekki á þeim svokölluðu faglegu rökum að loka þyrfti leikskólunum eins og öðrum skólum á sumrin. Fag- legt starf rammaðist hvort eð er af því að elsti hópurinn hyrfi á braut við upphaf skólaársins og hefðbundinn sumarleyfistími hæfist á vorin. Yfir sumartímann væri lögð áhersla á útiveru. Þrátt fyrir að 65% foreldra teldu eftir þessa reynslu að leik- skólar borgarinnar ættu að vera opnir árið um kring þótti leik- skólaráði ekki ástæða til að taka tillit til viðhorfs foreldra í ár. Leikskólaráð ákvað að leikskólar borgarinnar yrðu lokaðir tvær samliggjandi vikur í sumar. Framkvæmd yrði könnun á því meðal foreldra hvaða tvær vikur kæmu helst til greina. For- eldrum var gert að taka fjögurra vikna samfellt sumarfrí fyrir börnin sín og formaður leik- skólaráðs benti á að heppilegast væri að taka fríið í kringum lok- un leikskólanna. Engan þarf að undra að rétt eins og áður var yf- irgnæfandi fjöldi leikskóla lok- aður í júlí. Margir foreldrar þurftu því enn eitt árið að þvinga fram sumarfrí í júlí hjá vinnu- veitendum sínum eða ráðstafa börnum sínum með öðrum hætti þessar 2–4 vikur. Eftir að hafa verið þvinguð í sumarfrí í júlí í 5 ár þótti okkur hjónunum tímabært að við fengj- um sjálf að ráða því hvenær við færum í frí. Við héldum því í ut- anlandsferð með dætur okkar til tengdaforeldra minna í Suður- Evrópu á meðan hitinn var þar enn bærilegur fyrir lítil börn af norðlægum slóðum í sum- arbyrjun. Gallinn var sá að eftir að heim var komið mátti yngri dóttir okkar ekki fara í leikskól- ann fyrr en fjórar vikur voru liðnar frá því að hún fór í frí enda þótt vitað væri að hún myndi fara aftur í tveggja vikna frí þeg- ar leikskólanum yrði lokað í júlí. Er nema von að barnið hafi ekki áttað sig á því hvers vegna það mátti ekki fara til vina sinna? Ekki er allt upp talið því að á sama tíma og við hjónin þurftum að koma til móts við sex vikna leikskólafrí dótturinnar með ein- um eða öðrum hætti vorum við neydd til að borga fullt leikskóla- gjald tvær vikur af þessum sex vikum. Foreldrar fá nefnilega ekki afslátt af leikskólagjaldi barna sinna nema frí umfram til- skilið sumarfrí sé lengra en mán- uður! – Og svo að allra smæsta letr- inu því leikskólaráð segir í fund- argerð sinni að ef 6–12 börn (eft- ir aldri) geti ekki nýtt sér umtalaðar 2 vikur verði viðkom- andi leikskóla haldið opnum. Gallinn var bara sá að í fæstum tilfellum sáu leikskólastjórar ástæðu að auglýsa þennan lið sérstaklega. Í því sambandi er athyglisvert að í greinargerð með tillögu leikskólaráðs kemur fram að ljóst sé að meirihluti leikskólastjóra sé fylgjandi fjög- urra vikna lokun leikskólanna! Foreldrar leikskólabarna bera hag barnanna sinna fyrir brjósti og skilja vel að öllum börnum er hollt að fá a.m.k. fjögurra vikna leikskólafrí. Hins vegar er óskilj- anlegt að foreldrar skuli hafa jafn lítið og raun ber vitni að segja um sinn eigin sumarleyf- istíma. Satt best að segja er stórundarlegt að bæði foreldrar og atvinnulíf skuli ekki hafa harðlega mótmælt gerræð- islegum vinnubrögðum leik- skólaráðs. Þvinguð sumarfrí „Hvernig er hægt að útskýra fyrir 5 ára gömlu barni að það megi ekki fara í leikskólann þegar leikskólalóðin iðar af fjöri?“ VIÐHORF Eftir Önnu G. Ólafsdóttur ago@mbl.is ✝ Hulda JúlíanaVilhjálmsdóttir fæddist í Sandfells- haga í Öxarfirði, Norður-Þingeyjar- sýslu 7. júní 1927. Hún lést á Landspít- alanum – háskóla- sjúkrahúsi Fossvogi sunnudaginn 8. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Helga Júlíana Sig- urðardóttir, f. 24.9. 1888, d. 8.4. 1928, og Vilhjálmur Bene- diktsson, f. 10.5. 1879, d 27.3. 1938. Systkini Huldu eru: Þóra Sigurveig, f. 20.6. 1914, látin, Jóhanna, f. 24.10. 1915, lát- in, Aðalbjörg, f. 19.10. 1917, látin, Björn, f. 26.2. 1919, látinn, Þor- björg, f. 19.4. 1921, Margrét, f. 21.12. 1923, látin. Systkini sam- feðra: Sigurpáll, f. 15.6. 1933, lát- inn, Maren, f. 17.7. 1934. Hulda fór í fóstur nokkurra daga gömul að Akurseli í sömu sveit til hjónanna Guðrúnar Árna- dóttur og Stefáns Björnssonar og ólst þar upp til fullorðinsára. Fóst- ursystkini: Árni, látinn, Gunn- laugur, látinn Björn, látinn og Sig- þrúður, f. 27.12. 1911. Hulda giftist hinn 26.6. 1976 eftir- lifandi eiginmanni sínum Kristni Jónasi Jónassyni frá Þórs- höfn á Langanesi, f. 9.6. 1934. Foreldrar hans voru Sælaug Siggeirsdóttir, f. 13.1. 1894, d. 5.7. 1968 og Jónas Al- bertsson, f. 3.5. 1885, d. 24. 6. 1954 Hulda ól upp eina fóstur- dóttir, Margréti Geirrúnu Kristjáns- dóttir, f. 9.3. 1957, maki Karl Þor- steinsson, f. 31. 1. 1952. Börn þeirra eru 1) Þórhildur Ragna, f. 1977, sonur hennar Karl Leó Sig- urþórsson 1997 2) Kristján Magn- ús, f. 1980 3) Guðbjörg Hulda, f. 1990. Veturinn 1948 til 1949 fer Hulda til náms í Kvennaskólann að Hverabökkum. Eftir það vinn- ur hún í Reykjavík við ýmis störf. Lengst af vann hún hjá þvottahúsi Loftleiða og síðast hjá mötuneyti Búnaðarbankans við Hlemm. Útför Huldu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Það var ekki fyrr en við fórum í kistulagninguna sem við gerðum okk- ur raunverulega grein fyrir því að þú kæmir ekki aftur heim til okkar. Hús- ið er búið að vera hálftómlegt án þín síðan þú fórst á spítalann. Við munum sakna þín og geyma vel allar frábæru minningarnar sem þú hefur gefið okkur. Amma var glaðlynd og félagslynd manneskja sem þekkti marga og flestir sem hana þekktu fannst hún líklega vera ein af yndislegustu mann- eskjum sem hugsanlega er hægt að kynnast. Hún var góð við alla sem á vegi hennar voru og ekki vantaði dekrið við okkur börnin. Alltaf átti hún til eitthvað góðgæti handa okkur og ekki má gleyma sokkalagernum hennar. Þegar litlar kaldar táslur trítluðu nið- ur í heimsókn til ömmu var hún fljót að ná í sokka svo við yrðum ekki veik. Elsku amma og langamma, takk fyrir að vera til og alla þína hlýju Kalli litli vildi láta part úr bæn fylgja með því hann veit að þú munt vaka yfir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elskum þig, Þórhildur Ragna, Guðbjörg Hulda, Kristján Magnús og Karl Leó. Þegar nákominn ættingi fellur frá og komið er að kveðjustund streyma minningarnar fram. Í dag þegar ég kveð Huldu frænku mína leitar hug- urinn ákaft til liðinna samverustunda okkar. Já, Huldu frænku sagði ég, en hún var meira en frænka, hún var ein- stakur vinur sem lagði sig fram um að rækta og hlúa að sambandinu. Minn- ingar um okkar liðnu fundi sem ein- kenndust af væntumþykju ylja á tímamótum sem þessum. Það var gleði í vændum sumarið 1976. Já, von var á Huldu og Didda til Raufarhafnar. Hún var að koma alla leið úr Reykjavík til að heimsækja systur sína og fjölskyldu. Hulda vildi alla tíð halda fjölskyldutengslunum og ferðaðist oft um Öxarfjörðinn, sinn æsku- og uppvaxtarstað, því henni voru æskustöðvarnar mikils virði og vinafólkið sem þar bjó. Í minningunni finnst mér að Hulda hafi komið norð- ur hvert einasta sumar á uppvaxtar- árum mínum og alltaf var tilhlökkun- in og eftirvæntingin jafnmikil. En þegar ég varð eldri og flutti til Reykjavíkur var ekki amalegt að þekkja til Huldu og Didda. Á heimili þeirra á Bræðraborgarstíg var gott að koma og alltaf var mér vel tekið. Síðar þegar ég kom með konuefni mitt til þeirra var sama upp á ten- ingnum. Henni var vel tekið eins og mér og fyrir vikið vorum við tíðir gestir á heimili þeirra hjóna. Eitt sinn þegar Hulda og Diddi fóru til sólar- landa buðu þau okkur að dvelja í íbúð sinni á meðan. Það var ekki amalegt að fá að taka fyrstu sambúðarskrefin á heimili þeirra auk þess sem þau voru okkur góð fyrirmynd en sam- heldni þeirra í öllum málum var ein- stök. Á milli Huldu og Didda ríkti gagnkvæmur kærleikur og virðing sem var aðdáunarvert að horfa á og er til eftirbreytni fyrir marga. Handverk lék í höndunum á Huldu. Það var sama hvort það var tréút- skurður, keramik eða útsaumur. Eitt sinn er við komum til Huldu sat hún með fallegan grip í höndunum og pússaði af varfærni. Ekki leið langur tími þar til Huldu hafði tekist að vekja áhuga konu minnar og viti menn fyrr en varði var hún búin að innrita sig á námskeið í keramiki. Og til að fá sem bestar ráðleggingar dreif hún sig til Huldu sem kenndi henni að hand- fjatla þessa viðkvæmu hluti. Eins og Hulda sagði stundum þá þyrfti að strjúka þá með varkárni svo þeir myndu ekki brotna, en þannig var Hulda, hún umgekkst allt með mikilli varfærni og alúð. Hún hafði einnig sérstakan áhuga á að sauma út og oft rötuðu listaverkin í pakka því hún hafði einstaka ánægju af að gleðja aðra með gjöfum sínum. Ekki alls fyr- ir löngu sendi Hulda dóttur minni, Hugrúnu Birtu, útsaumað jóladagatal með 24 pökkum á. Slík var hugulsem- in að ekki fannst Huldu nægilegt að senda útsaumað jóladagatal sem mætti hengja góðgæti á heldur hafði hún hengt 24 litla pakka á dagatalið og hafði passað upp á að nammi væri í þeim pakka sem tilheyrði laugardegi. Hulda var alla tíð mjög barngóð og hafði sérstakt lag á að gleðja og hæna börn að sér, jafnt lítil sem stór. Börn- in mín fundu fljótt hversu róleg og þolinmóð hún var og þeim leið alltaf vel í návist hennar. Haustið 1988 æxluðust mál þannig að ég fluttist með fjölskyldu mína norður í land, en það breytti engu í sambandi okkar Huldu. Við héldum alltaf góðu sambandi, hvort sem var með heimsóknum eða tíðum símtöl- um. Þegar Hulda og Diddi komu norður til okkar var alltaf jafnaðdáun- arvert hversu róleg hún var og gaf sér tíma til að stoppa. Og eins var það alltaf viss hluti af Reykjavíkurferð okkar að koma til Huldu og segja henni af okkar högum. Nú í sumar vorum við enn einu sinni gestir hjá þeim, nánar tiltekið í sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri. Þar fórum við saman í gönguferðir um fallega staði og fórum m.a. út að borða. Já, Hulda naut þess að fara á veitingastaðinn með okkur þrátt fyrir að matarlystin væri ekki mikil. Einn- ig hafði hún ánægju af að skoða sig um í umhverfinu og ganga smáspöl þrátt fyrir að þrekið hefði látið undan síga, sökum veikinda. Þrátt fyrir að heilsunni hefði smám saman hrakað undanfarin ár þá var Hulda alla tíð lífsglöð og ánægð. Hulda var umfram allt einstök kona; kærleiksrík og hugulsöm. Ég minnist hennar með þakklæti fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Kristján Guðmundsson. Það er með söknuði sem ég kveð kæra vinkonu mína Huldu, sem við fylgjum til grafar í dag, eftir langan og erfiðan sjúkdóm. Hulda var ákaflega trygg og traust. Það var í Akurseli í Axarfirði að ég kom þangað 5 ára gömul í sumardvöl, þá var Hulda 14 ára. Mörg eru minningarbrotin sem renna í gegnum hugann núna. Guð geymi þig, elsku Hulda. Fjölskyldu hennar sendi ég samúð- arkveðjur. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægju auka er vináttan dýrmætust. (Epikuros.) Rannveig Leifsdóttir. Elsku Hulda mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sigþrúður R. Stefánsdóttir. HULDA JÚLÍANA VILHJÁLMSDÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.