Morgunblaðið - 17.08.2004, Síða 27
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 27
✝ Jónína Pálsdóttirfæddist á Syðri-
Steinsmýri, V-
Skaftafellssýslu, 20.
júlí 1913. Hún lést á
Hrafnistu v/Klepps-
veg 6. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Páll
Jónsson bóndi, f. á
Hunkubökkum 7.
júní 1874, d. í
Reykjavík 12. júní
1963, og kona hans
Ragnhildur Ás-
mundsdóttir hús-
freyja, f. á Syðri-
Steinsmýri 1. júlí 1888, d. 23. jan-
úar 1954. Systkini Jónínu eru
Halldór, f. 1912, d. 2001, Ás-
mundur, f. 1915, d. 1996, Elín, f.
1916, d. 1956, Ingibjörg, f. 1919,
Magnús, f. 1921, Þorsteinn, f.
1926, Sigrún, f. 1930, Jóhanna, f.
1932, og Haraldur, f. 1934. Hálf-
systkini samfeðra, Jón Bjarn-
mundur, f. 1909, d. 2002, Hall-
dór, f. 1910, d. 1911.
Sonur Jónínu er Ragnar Magn-
ús Engilbertsson, f. 26. janúar
1942, kvæntur Gunndísi Gunn-
arsdóttur, f. 13. ágúst 1947. Börn
þeirra eru: Jóna Björk, f. 30. jan-
úar 1966, gift Håkan Hamberg, f.
19. maí 1965, þau eiga tvö börn,
Andreas, f. 9. febrúar 1993, og
Söndru, f. 10. desember 1994;
Laufey Dís, f. 2. júlí
1974, sambýlismað-
ur Jóhann Þorvarð-
arson, f. 15. mars
1975, þau eiga tvö
börn, Aniku Ýr, f.
18. júlí 2000, og
Alexöndru Sól, f. 15.
apríl 2003; og Ingi
Gauti, f. 2. ágúst
1978.
Sambýlismaður
Jónínu var Valgarð
Jónatansson, f. 31.
júlí 1918, d. 17.
mars 2003.
Jónína var hjá
foreldrum sínum á Syðri-Steins-
mýri til 1927, vinnukona á Efri-
Steinsmýri 1927–1934, vinnu-
kona í Sandaseli 1934–1936 í Vík
í Mýrdal 1936–1940. Hún var bú-
stýra á Syðri-Steinsmýri fram til
1959, er hún flutti til Reykjavík-
ur ásamt föður sínum og syni þar
sem hún stofnaði heimili að
Laugarnesvegi 48, þaðan var
flutt að Álfheimum 26 þar sem
þau bjuggu þar til hún fór á
Hrafnistu v/Kleppsveg árið 1999.
Jónína hóf störf hjá Júpiter og
Mars 1959. Frá 1973 vann hún
hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á
Kirkjusandi.
Útför Jónínu fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Mig langar að kveðja tengdamóð-
ur mína með nokkrum orðum, þau
voru henni erfið árin 6 sem hún var
veik, hún var svo kraftmikil kona
sem aldrei undi sér betur en að hafa
nóg að gera, hvort sem var við vinnu,
upp í kartöflugarði eða austur á
Steinsmýri en þar var hugur hennar
síðustu árin.
Varla er hægt að minnast á Jónínu
nema nefna Valgarð sambýlismann
hennar en hann lést á sl. ári. Þau
voru sérlega samhent, sameiginlegt
áhugamál þeirra var veiði og á
hverju sumri var farið austur á
Steinsmýri í veiði. Að lokinni veiði-
ferð var alltaf komið við í Fagrabæn-
um, sýnd og gefin veiðin, og margar
veiðisögur sagðar og mikið hlegið.
Jónína var mikil ræktunarkona,
blómum og róufræjum sáði hún fyrir
á vorin og þegar hún flutti í Álfheim-
ana voru svalirnar hennar fullar af
blómum og þar leið henni vel. Hún
bar mikla umhyggju fyrir okkur fjöl-
skyldunni, Barnabörnin voru henni
sérlega kær og þegar langömmu-
börnin fæddust, passaði amma Nína
alltaf upp á að eiga einhvern glaðn-
ing í veskinu handa þeim.
Hvíldu í friði, Nína mín, hafðu
þökk fyrir allt.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
(Steinn Steinarr.)
Gunndís Gunnarsdóttir
Elsku amma.
Loksins fékkstu hvíldina eftir 6
ára veikindi. Það eru margar minn-
ingar sem ég á um þig, amma, og það
er alltaf ein minning sem mér finnst
svo skemmtileg. Þannig var að eitt
sumarið voru mamma og pabbi er-
lendis þegar þú áttir afmæli og ég
hringdi til þín og óskaði þér til ham-
ingju með afmælið og til að athuga
hvort þið Valli yrðuð heima því okk-
ur Inga Gauta eða Gauta eins og þið
Valli kölluðu hann alltaf langaði að
kíkja í heimsókn til ykkar. Jú, þið
Valli voruð heima og sagði ég ykkur
að vera ekkert að hafa fyrir okkur.
Við mættum á staðinn og það beið
okkar náttúrulega hlaðborð af alls-
konar gúmelaði og það var alveg
skylda að smakka allt. Síðan var sest
inn í stofu að spjalla og ekki leið á
löngu áður en þið spurðuð okkur
hvort okkur lægi eitthvað á heim.
Nei, við vorum ekkert að flýta okkur
heim, þá vilduð þið endilega hafa
okkur í kvöldmat líka og Valli skaust
á KFC til að ná í nokkra kjúklinga-
bita handa okkur og ekki dugði
minna en tveir bitar á mann, fransk-
ar og salat og ís á eftir. Við Ingi
Gauti höfum oft hlegið að þessu síð-
an hvað við vorum hrikalega södd
eftir þessa heimsókn til þín og Valla í
tilefni af afmælinu þínu.
Fyrir utan þetta eru minningarn-
ar ótalmargar, heimsóknir ykkar
Valla í Fagrabæinn, margar veiði-
ferðir, ferðir í kartöflugarðinn á
Vatnsenda, ferðir í Hveragerði, ferð-
ir á sunnudögum að spila félagsvist
og ótal stundir í Álfheimunum að
spila og tefla. Ekki má heldur
gleyma þegar við vorum nágrannar í
smátíma í Álfheimunum og þá var
nú stutt að fara til að kíkja til ykkar
Valla og alltaf var maður jafn vel-
komin.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Laufey Dís.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hún amma Nína er búin að fá
hvíldina. Í Svíþjóð þar sem ég er bú-
sett segir maður: Þú getur ekki
stoppað sorgarfuglana að fljúga yfir
höfuð þitt en þú getur komið í veg
fyrir að þeir byggi bú í hárinu þínu.
Ég veit að hún amma vildi ekkert
annað en að fá hvíldina eftir 6 ára
veikindi og þess vegna ætla ég að
láta sorgina verða að minningum
sem ég á um hana ömmu.
Þegar amma var frísk var hún
dugleg að hafa samband við mig.
Reglulega fékk ég falleg kort með ís-
lenskum náttúrumyndum send frá
henni og þess á milli hringdi hún og
heyrði í mér hljóðið. Hún og Valli
sambýlismaðurinn hennar gerðu sér
lítið fyrir eitt árið og komu í heim-
sókn til mín. Þetta var í fyrsta skipti
sem þau fóru út fyrir landsteinana
og var margt nýtt sem þau upplifðu.
Ömmu fannst nú skógurinn vera
mikill og mörg rauð hús í Svíþjóð
með alltof stuttum gardínum. En við
áttum skemmtilegan tíma og töluð-
um síðan oft um ferðina.
Karamellutertan hennar ömmu er
besta tertan í heimi. Amma sá alltaf
til þess að ég að fengi karamellu-
tertu þegar ég kom heim á jólunum
og uppskriftina fékk ég líka svo ég
gæti bakað hana hérna í Svíþjóð.
Hjá okkur fjölskyldunni er karam-
ellutertan hennar ömmu jólatertan.
Hún amma skilur eftir sig margar
minningar.
Jóna Björk Ragnarsdóttir.
JÓNÍNA
PÁLSDÓTTIR
Vivica Bandler, einn
af höfðingjum nor-
rænnar leiklistar, er
látin.
Hún var ekkert minna en stórveldi
í leiklistarlífi Norðurlanda í tæpa
fimm áratugi á síðari hluta aldarinn-
ar sem leið, forustumaður í norrænu
leiklistarlífi og traustur tengiliður
þess við alþjóðlegt leiklistarsam-
starf. Allt í senn leiklistarfrömuður,
leikstjóri og leikhússtjóri. Hún var
brautryðjandi nýrra tíma í leikhús-
inu, nýrra höfunda og síendurnýj-
aðrar leikhúsgleði fyrir alla sem
vildu koma og sjá. Og það voru
margir.
„Hún flutti leikhúsheiminn að ut-
an hingað heim til okkar“ var skrifað
íHuvudstadsbladet í Helsinki nú á
dögunum, þegar fregnin barst um lát
hennar og þá var henni jafnframt
þakkað hve finnsk-sænska leikhúsið
átti miklu blómaskeiði að fagna strax
og hún fór að láta til sín taka. Hvar
sem Vivica Bandler kom að verki
snart hún umhverfið töfrasprota sín-
um.
Vivica var afar óvenjuleg á öllu
lífsskeiði sínu. Fjölskylda hennar
átti vænan búgarð í uppsveitum
Finnlands svo henni þótti um tvítugt
nærtækast að læra búfræði, og varð
með sínum miklu gáfum hámenntað-
ur búfræðingur. Hún sinnti fallegri
jörð ættarinnar og tilheyrandi
herragarði af elju og einlægni allt
fram á síðustu ár, þegar reglur Evr-
ópusambandsins meinuðu henni að
halda búgarðinum, af því að hún gat
ekki búið þar sjálf. Það þótti henni
vægast sagt óréttmætt. Ekki var bú-
VIVICA
BANDLER
✝ Vivica Bandlerfæddist í Hels-
inki 15. febrúar
1917 og lést þar
hinn 30. júlí síðast-
liðinn. Minningarat-
höfn um Vivicu
Bandler fer fram í
Gamla Kyrkan í
Helsinki í dag og
hefst athöfnin
klukkan 14.
fræðinámi fyrr lokið en
hún var, áður en nokk-
ur vissi, komin til Par-
ísar að stúdera leiklist
og kvikmyndagerð.
Þar, í þessari einstæðu
skapandi listrænu ólgu
eftirstríðsáranna, var
sem braut Vivicu
Bandler hafi verið ráð-
in. Hún kynntist avant-
garde leikhúsinu og
varð persónulegur vin-
ur Eugene Ionesco, en
verk hans flutti hún
auðvitað með sér sem
nýjung heim til Finn-
lands. Og allar götur síðan alla nýja
hugsuði sem hún náði til í leiklist-
arheiminum, Dario Fo, Joan Little-
wood, Edward Albee, Arnold
Wesker, Ariane Mnouchkine. Mörg
þeirra urðu ævivinir hennar. Hún
hafði þennan óvenjulega kjark að
takast hiklaust á við nútímann í list-
sköpun leikhússins.
Heima í Finnlandi stofnaði hún
Lilla Teatern í Helsinki sem varð
víða frægt á heimsbólinu fyrir glæsi-
lega nýjungar í höfundavali, efnis-
tökum og hreint og beint fyrir að
hleypa nýju alþjóðlegu lífi inn í leik-
húsið. Við svo búið varð hún auðvitað
eftirsótt á alþjóðavettvangi, og vann
þar drjúg störf. Hún var leikhús-
stjóri í nokkur ár í Det Nye Teater í
Ósló og síðan á annan áratug í Stads-
teatern í Stokkhólmi, þar sem hún
efldi leikhúsið svo um munaði og eft-
ir var tekið. Þar stofnaði hún einnig
Unga Klara Teatern, leikhús sem
sérstaklega var ætlað börnum. Hún
var alla tíð mikill talsmaður þess að
Norðurlöndin stæðu sem þéttast
saman og hafði þar meiri metnað fyr-
ir Ísland en við höfðum áður kynnst.
Samt minnumst við Vivicu, þegar
hún nú er farin, ekki aðeins fyrir það
hve hún var mikill og sterkur braut-
ryðjandi fyrir okkur hin, heldur fyrir
það hvernig hún var alltaf heil-
steyptur og gefandi vinur og ógleym-
anlega skemmtileg, með þennan
hæga, djúpa, heimspekilega finnska
húmor sem enginn getur leikið eftir
öðru vísi en að segja sögur af augna-
blikum og reyna að herma eftir.
Vivica Bandler var af stöndugu
fólki komin. Faðir hennar var for-
maður Alþjóða ólympíunefndarinnar
og móðir hennar fyrsti háskóla-
prófessorinn í leiklistarsögu í
Finnlandi, sem mátti telja mjög
óvenjulegt um konu á þeim tímum.
Stóra húsið í Villagötunni í Helsinki
er glæsilegt minnismerki um fólk
sem hefur haft mikið umleikis, stór-
ar stofur með dökkum viðarveggj-
um, útskorinn breiður eikarstigi upp
á efri hæð eins og á bresku herra-
setri.
Þessar vistarverur notaði Vivica
þegar leikhópar hennar höfðu í eng-
an stað að venda til að æfa það nýj-
asta af öllu nýju í leikhúsheiminum.
Eftir að hún var orðin heimskunn, og
þurfti minna að útvega allt sjálf, –
eins og allt hugsjónaleikhúsfólk
þekkir í auraleysi, – stóðu þessar
stofur hljóðar og tómar og sviptar
öllum glans nema minningunum. Því
sjálf bjó hún sér sitt Helsinki-heimili
í herbergjum á efri hæðinni og – í
eldhúsinu. Og það er einmitt úr eld-
húsinu sem við vinir hennar eigum
svo dýrðlegar minningar. Þangað
bauð hún okkur heim. Stundum ein-
um og einum til að skrafa, stundum
mörgum. Eldhúsið var í raun eins og
leikmynd, þar sem tvö tímaskeið
kölluðust á. Þar voru uppvið veggi
gömul eldavél, eins og AGA-eldavél-
arnar voru á íslenskum sveitabæjum
hér áður fyrr, og önnur kolaeldavél
gljáfægð frá enn fyrri tímum, hátt
borð meðfram langvegg eins og til að
henda á tuttugu löxum og gera að
þeim fyrir stórveislur. Veislan handa
okkur fór hins vegar fram við borðið
stóra, í miðju eldhúsinu, þar og út úr
nettum ísskáp sem varla sást í fyrir
stórkarlalegum eldhúsútbúnaði for-
tíðarinnar streymdi nútímafíneríið á
diskum og bökkum – og kampavín, –
sem var haft með öllu.
Vivica Bandler var vinur góður,
drengur góður og vinföst svo af bar.
Við söknum ljósgneistanna sem
leiftruðu milli skauta í umræðunum í
eldhúsinu á Villagatan í hjarta Hels-
inkiborgar.
Blessuð sé minning Vivicu
Bandler. Finnland er ekki nærri eins
stórt og áður eftir að hún er farin.
Vigdís Finnbogadóttir,
Sveinn Einarsson.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
KARL THEÓDÓR SÆMUNDSSON
byggingameistari/kennari,
Aflagranda 40,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi sunnu-
daginn 15. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Æ. Karlsson, Anna M. Snorradóttir,
Auður Edda Karlsdóttir,
Örn Jónsson, Steinunn H. Theodórsdóttir,
Helgi Jónsson, Helga M. Þorbjarnardóttir,
Andri Sigurgeirsson,
Marel Snær og Jón Steinar.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐLEIF JÓNSDÓTTIR,
Hjallaseli 41,
Reykjavík,
lést laugardaginn 14. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingibjörg Þórarinsdóttir, Þorvaldur Kjartansson,
Hrefna Þórarinsdóttir, Ingi Kristmannsson,
Viðar Þórarinsson, Alda Pálmadóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRA H. JÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Dragavegi 11,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hring-
braut laugardaginn 14. ágúst.
Sonja Berg, Sverrir Sigurðsson,
Sigurður Sverrisson, Helga Lilja Pálsdóttir,
Þóra H. Sverrisdóttir, Sævar Árnason,
Oddný Ósk Sverrisdóttir,
langömmubörn og langalangömmubarn.