Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þórdís Katarín-usdóttir fæddist
að Fremri-húsum í
Arnardal 14. mars
1915. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akraness
7. ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Katarín-
us Jónsson og Sól-
veig Hjaltlína Ein-
arsdóttir. Þórdís var
yngst átta systkina
sem öll eru látin;
Jóna, Óli, Jón, Hall-
dóra, Katrín, Guð-
munda Guðjóna og
fóstursystirin Jóna.
Þórdís eignaðist sjö dætur. Dótt-
ir hennar og Kristjáns Her-
mannssonar, 1) Anna Ólöf, f. 1.5.
1934, d. 12.6. 2000, giftist Eðvarð
L. Árnasyni, börn þeirra: Þórdís
Ásgerður, Árni Eyþór (látinn),
Þorgerður og Sigmar slitu sam-
vistir. Síðari maki Þorgerðar er
Gunnar B. Guðlaugsson. Þórdís
giftist Ásgeiri Hannessyni árið
1947. Börn þeirra eru: 4) Guðrún,
f. 22. júní 1947, gift Einari Har-
aldssyni, börn þeirra eru Gunnar
Ásgeir, Sveinbjörn Freyr og Krist-
ín Adda. 5) Sólveig, f. 9. júlí 1951,
gift Robert Hausler. 6) Hannesína,
f. 17. júlí 1954, giftist Birgi Guð-
mundssyni, börn þeirra Ásþór Sæ-
dal og Sigríður Berglind. Þau slitu
samvistir. Síðari maður hennar er
Björgvin Þorleifsson. Dóttir
þeirra er Ásdís Björg. 7) Fjóla
Katrín, f. 28. maí 1957, gift Gylfa
R. Guðmundssyni, börn þeirra eru
Ásgeir Helgi, Þórdís Kolbrún og
Gylfi Veigar. Afkomendur Þórdís-
ar eru 75. Þórdís ólst upp í Fremri-
húsum, en hélt ung til ýmissa
starfa bæði á Vestfjörðum og í
Borgarfirði, en fluttist síðar á
Akranes þar sem hún bjó lengstan
hluta ævi sinnar. Þórdís stundaði
ýmis störf um ævina en vann síðast
fyrir Póst og síma. Útför Þórdísar
verður gerð frá Akraneskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Kristján Arndal (lát-
inn), Eyþór, Guðni,
Anna Lára og Örn
Arndal (látinn). Anna
Ólöf og Eðvarð slitu
samvistir. Síðari maki
Önnu Ólafar er Jón B.
Ólafsson. Með Sigurði
Magnússyni, 2) Gunn-
fríður Guðmunda, f.
15. nóvember 1938,
giftist Kristjáni S.
Vernharðssyni, börn
þeirra: Gunnar Magn-
ús, Nanna Ragna, Þór
Reykfjörð og Vern-
harður. Gunnfríður
og Kristján slitu samvistir. Síðari
maki Gunnfríðar er Bragi Valdi-
marsson. 3) Þorgerður Arndal, f.
19. janúar 1942, giftist Sigmari B.
Ákasyni, börn þeirra: Ásgeir Þór,
Eyþór Áki, Áslaug Anna, Rögn-
valdur Erlingur og Gunnar Ólafur.
Það er komið að því að kveðja ynd-
islega móður. Hún er lögð upp í ferð
sem hún var farin að þrá, södd lífdaga
og búin að koma upp stórum barna-
hópi. Mamma var Vestfirðingur í húð
og hár og mjög stolt af því. Hún var
fædd í Arnardal við Skutulsfjörð og
var yngst af sínum systkinum. Það
kom í hennar hlut að hjálpa foreldr-
um sínum með búskapinn. Sagði hún
gjarnan börnunum sögur frá því þeg-
ar hún var smali og sat yfir kindum
inni við Hamarinn.
Hún var stolt af að fá að róa sem
háseti upp á hlut hjá Jóni bróður sín-
um aðeins sextán ára gömul. Í Arn-
ardal kynnist hún unnusta sínum
Kristjáni Hermannssyni og áttu þau
dótturina Önnu Ólöfu sem er látin.
Kristján veiktist af berklum og lést á
Vífilstaðahæli. Suður á land réð hún
sig sem kaupakonu að Svarfhóli í
Borgarfirði, þar sem hún dvaldi í tvö
ár. Þar kynnist hún Sigurði Magnús-
syni, seinna unnusta sínum og eignast
þau saman dæturnar Fríðu og Gerðu.
Mamma giftist pabba árið 1947 og
búa þau fyrstu árin á Ísafirði, síðan
flytjast þau í Hnífsdal og stunda þar
búskap í fimm ár. Ekki vildu þau búa
á leigujörð, en eigandinn vildi ekki
selja Heimabæ. Þau flytja því á Akra-
nes árið 1953 og byggja sér heimili á
Vesturgötu 111. Faðir minn lést að-
eins sextugur að aldri og býr því
mamma ein í 25 ár. Mamma var mjög
ákveðin og dugleg kona. Þegar hún
var orðin öldruð og ýjað var að dval-
arheimilisvist lét hún alla vita af því
að þangað færi hún aldrei. ,,Sá staður
er aðeins fyrir gamalt fólk, ég get séð
um sig sjálf!“
Mamma var mjög smekkleg kona
og bar heimili hennar vott um það.
Allt snyrtilegt, utan húss sem innan
þó engin íburður væri. Fátt var
skemmtilegra þegar maður fékk sér
ný föt en að sýna mömmu þau, henni
til mikillar ánægju og ekki stóð á af-
dráttarlausu áliti hennar, hvort sem
það var gott eða slæmt. Mamma var
af gamla skólanum og vildi vera
heima og hugsa um börnin og heim-
ilið. Hún var mjög barngóð og löð-
uðust þau að henni hvort sem um
skyldleika væri að ræða eða ekki.
Börnin mín hafa verið svo heppin að
hafa alltaf búið í mikilli nálægð við
ömmu sína. Fengu að njóta umönn-
unar hennar sem smábörn og hún var
alltaf til staðar þegar á þurfti að
halda. Erum við öll þakklát fyrir það.
Móðir mín mat veraldlegan auð
ekki mikils. Þó var hún moldrík, eins
og hún sagði sjálf, það voru afkom-
endur hennar. Dætur hennar eru sjö,
barnabörnin 25, langömmubörn 41 og
langalangaömmubörnin tvö.
Nú fær hún loks að hvíla blessunin
og er umvafinn ást þeirra sem á und-
an henni hafa farið. Fjölskylda henn-
ar vill þakka starfsfólki E-deildar
Sjúkrahúss Akraness fyrir góða um-
hyggju og umönnun síðustu mánuði.
Sigríður, heimilishjálp móður minn-
ar, á þakkir skyldar fyrir óeigingjarnt
starf.
Elsku mamma mín, ég vil þakka
alla þá ást og umhyggju sem þú hefur
gefið mér og fjölskyldu minni. Ég
kveð þig með söknuði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Fjóla Katrín.
Þegar ég fékk tilkynningu um að
tengdamóðir mín hefði kvatt þennan
heim laugardaginn 7. ágúst að morgni
til, kom mér það í hug sem hún sagði
sjálf, að þegar kallið kæmi yrði það
vonandi í svefni. Henni varð að ósk
sinni.
Ég tel það vera ákveðin forréttindi
að fá að kynnast fólki eins og Dísu.
Fólki sem hefur fast mótaðar skoð-
anir á lífinu og tilverunni. Þegar
kynni okkar hófust fyrir nærri 30 ár-
um kom í ljós að ég þekkti mikið af
hennar samferðafólki úr Ísafjarðar-
djúpi, því þar vorum við bæði fædd og
uppalin í Eyrahreppi.
Enda var hún fljót að koma með
ættfræðina um þennan dreng sem
Fjóla Katrín kom með inn í fjölskyld-
una. Enda voru sögur af fólki og ætt-
fræði mikið áhugamál hjá Dísu.
Margar stundirnar gátum við setið
yfir kaffi og rætt liðna tíma. Það kom
mér á óvart hvað hún var fljót að setja
liðna atburði í samhengi við það sem
var að gerast á líðandi stundu, og
þrátt fyrir fjörutíu ára aldursmun
náðum við mjög vel saman, og gátum
þannig leyst þau vandamál er steðj-
uðu að landi og lýð yfir kaffibolla.
Enda voru vandamál ekki til hjá
Dísu. Það voru verkefni sem þurftu
lausnar við, best þótti henni að leysa
þau sjálf og það strax.
Þessi merka kona var ótrúlega
sjálfstæð. Hún lét mann oft vita af því
að hún hefði verið á sextánda ári þeg-
ar hún var ráðin uppá hlut til sjós með
Jóni bróður sínum. Hún hvatti alla í
kringum sig til að vera sjálfstæða og
engum háða. Hún sagði ávallt að það
sem þú ekki getur sjálfur, það skaltu
ekki ætlast til að aðrir geri fyrir þig.
Börnum öllum var hún einstaklega
góð og áttu þau alltaf skjól þar sem
amma Dísa var. Tók hún alltaf mál-
stað barnanna alveg sama hvað hafði
gerst. Það var ekki barnsins sök að
vera barn. Ég vil þakka þessari góðu
konu fyrir allan þann tíma sem við
áttum saman og allt það sem hún hef-
ur gert fyrir mig og mína fjölskyldu.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guð þig geymi.
Gylfi R. Guðmundsson.
Það er dýrmætt að eiga góðar
minningar. Þær á ég um Þórdísi
tengdamóður mína. Dísa var heil-
steypt og ákveðin kona sem gott var
að leita til. Því kynntist ég vel þar sem
við bjuggum í næsta húsi við hana í
tæp 40 ár. Það var sama hvað maður
bað Dísu um að hjálpa sér með, allt
var sjálfsagt.
Á skilnaðarstundu reikar hugurinn
til baka. Ég man glöggt mína fyrstu
ferð upp á Akranes, árið 1965. Þá
hafði ég nýlega kynnst Guðrúnu,
dóttur hennar. Dísa tók mér af mikilli
hlýju og vinsemd sem ég gleymi aldr-
ei. Það bar aldrei skugga á samskipti
okkar. Milli okkar ríkti vinsemd og
virðing. Börn okkar urðu þeirrar
gæfu aðnjótandi að geta umgengist
ömmu daglega. Þau munu búa að því
allt lífið.
Ég kveð þig, tengdamóðir góð, með
söknuði. Hvíl í friði.
Einar.
Sá gefur mest sem gefur af sjálfum
sér. Það er sama hvað við söfnum að
okkur af veraldlegum gæðum í tilver-
unni, varanlegur auður okkar eða fá-
tækt verður aldrei meiri en breytni
okkar í lífinu segir til um. Móður-
amma mín, Þórdís Katarínusdóttir,
sem í dag skal kvödd, hafði alla tíð
góðan skilning á þessu.
Hugur hennar stóð aldrei til ver-
aldlegra gæða, heldur var hennar
auður fjölskyldan og þeir fjölmörgu
afkomendur sem hún eignaðist.
Hún var stolt af uppruna sínum;
hún var Vestfirðingur og lágu rætur
hennar djúpt, enda komin af Vestfirð-
ingum í marga ættliði. Þótt hún flytt-
ist ung frá Vestfjörðum þá var hugur
hennar oft bundinn við æskuslóðirn-
ar, fjöllin, firðina og dalina, þá sér-
staklega Arnardalinn, en þar var hún
fædd og uppalin, yngst átta barna
þeirra Katarínusar Jónssonar og Sól-
veigar Hjaltlínu Einarsdóttur sem
bæði voru fædd í Arnardal.
Dísa amma var aðeins nítján ára er
hún eignaðist móður mína, Önnu
Ólöfu með Kristjáni Hermannssyni,
sjómanni frá Tröð í Álftafirði, en hann
lést fjórum árum síðar úr berklum,
aðeins 24 ára gamall.
Síðar eignaðist hún Gunnfríði og
Þorgerði með Sigurði Magnússyni,
en árið 1947 giftist hún svo Ásgeiri
Hannessyni frá Ármúla í Nauteyrar-
hreppi. Þau fluttust búferlum til
Akraness þar sem þau bjuggu lengst
af á Vesturgötu 111. Ásgeir lést árið
1979 og var mikill söknuður kveðinn
að ömmu við fráfall hans. Saman
höfðu þau eignast dæturnar Guð-
rúnu, Sólveigu, Hannesínu og Fjólu.
Dæturnar því orðnar sjö og eru af-
komendur hennar í dag orðnir alls
sjötíu og fimm.
Hjá Dísu ömmu á Vesturgötu 111
var eins og tíminn stæði í stað, enda
var hún búin að búa þarna í rúma
hálfa öld. Það átti ekki við hana að
fara inn á neina stofnun eða í séríbúð
af neinu tagi. Hún amma var nefni-
lega mjög sjálfstæð. Það var meira að
segja ekki við það komandi að fá hús-
hjálp þó svo hún ætti rétt á slíku, –
nema ef hún fengi að greiða sjálf fyrir
slíkt. Þannig var amma, vildi ekki
þiggja af öðrum, frekar gefa sjálf.
Það er heldur ekki algengt að kon-
ur sjái um sig sjálfar svo langt fram
eftir aldri sem hún gerði, en aðeins
eru nokkrir mánuðir síðan hún flutt-
ist á öldrunardeild Sjúkrahúss Akra-
ness, tæplega níræð. Hún sagði alltaf
að hún ætlaði sér að verða níræð og
helst vildi hún fá að sofna og vakna
ekki aftur. Hún amma talaði nefni-
lega tæpitungulaust um alla hluti.
Hún var fordómalaus og færði jafnan
góð og gild og oft skemmtileg rök fyr-
ir máli sínu. Það var ekki henni að
skapi að fara í grafgötur um neina
hluti. Amma var glaðvær, hún bjó yfir
þessari einlægu gleði þess sem
ánægður og stoltur getur litið yfir
lífshlaup sitt, hún var vel gerð per-
sóna, hlý og traustvekjandi í allri um-
gengni.
Þess er ekki kostur að skrá hér
baráttukaflana úr lífssögu hennar,
enda er sú saga samofin hinni vakn-
andi þrá þeirra sem sem báru hita og
þunga dagsins, þessari óstöðvandi
sókn til betri lífskjara, enda lifði
amma mestu framfaratíma þjóðar
okkar og víst að hún lá ekki á liði sínu.
Amma átti fastmótaða lífsstefnu og
stóð fast á því sem hún taldi rétt. Í
trúmálum átti hún örugga og bjarg-
fasta stefnu sem aldrei haggaðist, en
átti samt mikið víðsýni og umburð-
arlyndi til að ætla hverjum að ráða
sínu veganesti.
Með ömmu er fallinn í valinn einn
af þeim traustu meiðum sem áttu
mikilvægan þátt í að treysta og
byggja upp þann þjóðlífsgrunn sem
núverandi kynslóð stendur á og ber
vonandi gæfu til að varðveita. Hún
var fulltrúi þess tímabils í sögu þjóð-
arinnar sem felur í sér mestu umbrot
og byltingu í þjóðlífinu frá því þetta
land byggðist.
Ég er afar þakklátur fyrir ömmu.
Það hefur verið ómetanlegt að hafa
getað heimsótt hana í íbúðina hennar,
getað notið gestrisni hennar og glað-
værðar til hinstu stundar. Börnin mín
höfðu alltaf gaman af heimsóknum til
hennar, enda var kynslóðabilið ætíð
víðs fjarri þegar amma var annars
vegar. Hún átti ómetanleg tilsvör og
gerði grín, ekki síst að sjálfri sér. En
mér sem öðrum er alveg ljóst að þessi
ánægja hefði aldrei verið möguleg
nema fyrir það ástríki sem ömmu var
búið af þeim ástvinum hennar sem
bjuggu í nágrenni við hana og hafa
annast hana um alllangt skeið; ég er
fullur þakklætis fyrir þá ómetanlegu
stoð sem þið hafið verið henni, að hafa
gert henni kleift að standa fyrir sjálf-
stæði sínu og geta haldið þeirri miklu
reisn sem hún bjó yfir til hinstu
stundar.
Guð blessi minningu Þórdísar
Katarínusdóttur.
Eyþór Eðvarðsson.
Ég mun alltaf minnast ömmu
minnar með bros á vör og hlýju í
hjarta. Ég var mikið hjá ömmu mín
yngri ár og á henni margt að þakka.
Ég man ófá skiptin sem ég gekk með
henni í Traðarbakka eða Einarsbúð
til að kaupa mjólk, eða til Gústu í bak-
aríið þar sem maður fékk snúð.
Amma var ákaflega góð kona sem
hélt ávallt tryggð við sínar lífsreglur.
Amma kom eins fram við alla, „brúk-
aði“ ávallt kurteisi og vildi aldrei
skulda neinum neitt, nægjusöm og
sjálfstæð. Guðhrædd var amma Dísa
með eindæmum. Ekki mátti fara að
sofa fyrr en búið var að kyssa alla
góða nótt og fara með allar þær bænir
sem maður kunni. Ein ný var kennd í
hvert skipti sem maður gisti svo að
þær urðu ófáar. Amma gaf hrafninum
alltaf matarafganga og smáfuglum
fóður, allir skyldu fá jafnt. Þetta var
um hádegisbil og var krummi yfirleitt
mættur á undan. Engu skipti hvort
það vorum við barnabörn hennar,
gestir utan af landi eða vinnuskóla-
krakkarnir sem slógu garðinn, öllum
var boðið inn í mjólk og köku.
Amma hafði að geyma sinn Bjart í
Sumarhúsum. Engu máli skipti þótt
gigtin væri slæm, eða hún á hækjum.
Reikningarnir höfðu varla fallið alla
leið frá lúgu að gólfi er hún greip þá
og strunsaði út í banka til þess að
borga. Enginn átti að eiga neitt inni
hjá henni. Að sama skapi var ömmu
mikið í mun að sjá um sig sjálf. „Held-
urðu að hann pabbi þinn eigi nokkuð
neðan í dollu?“ var algeng spurning
en þá ætlaði hún, löngu hætt að sjá
svo einhverju næmi og gekk um með
staf, að rífa upp pensil og hefjast
handa. „Á hann Einar ekki eitthvað
sement?“ Þá stóð til að laga kjallar-
ann. Ekkert móðgaði meira en að
minnast á elliheimili eða hjálp af ein-
hverju tagi.
Eftir allar framkvæmdir, vöffluát
og Matlock-gláp var spilað. Þegar ég
hafði klárað mitt spil, þá komu Dúna
og Einsi eða einhver annar og spilið
hélt áfram. Slagirnir eru fleiri hennar
megin í dag, en spilinu ekki lokið. Ég
kveð þig með þökkum, elsku amma
mín. Takk fyrir allar þær stundir sem
ÞÓRDÍS
KATARÍNUSDÓTTIR
Eiginmaður minn,
FRIÐJÓN ÁRNASON,
Melgerði,
Lundarreykjadal,
andaðist á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Kolbrún Anderson.
Elskuleg móðir mín,
HANNA S. MÖLLER,
er látin.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Margrét Loftsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SNÆBJÖRN ÁRNASON,
Vesturgötu 76,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn
14. ágúst.
Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 20. ágúst kl. 15.00.
Guðbjörg Árnadóttir,
Snædís Snæbjörnsdóttir, Kristján Guðlaugsson,
Anna Snæbjörnsdóttir,
Melkorka Kristjánsdóttir,
Sólrún Kristjánsdóttir.