Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 38

Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 38
DAGBÓK 38 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta getur orðið góður dagur í vinnunni. Þú færð góðar hugmyndir og átt auðvelt með að koma auga á leiðir til að hrinda þeim í framkvæmd. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér ætti að ganga vel við kennslu barna og unglinga í dag. Þú getur einnig gert ferðaáætlanir eða áætlanir varðandi uppáhalds tómstundaiðju þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta er góður dagur til fasteigna- viðskipta og annarra viðskipta sem tengjast fjölskyldunni. Dagurinn hentar einnig vel að ræða málin við aðra fjöl- skyldumeðlimi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert bæði bjartsýn/n og raunsæ/r. Þú gerir þér grein fyrir takmörkunum þín- um en lætur þær þó ekki draga úr þér kjarkinn. Þetta ætti því að verða góður dagur til hvers konar viðskipta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú getur komið miklu í verk í dag ef þú bara færð frið til þess. Reyndu því að vinna sem mest ein/n. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver þér eldri getur gefið þér góð ráð í dag. Vertu opin/n fyrir góðum ráðum hvaðan sem þau kunna að koma. Reynsla annarra getur komið þér til góða. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til að leita leiða til að gera drauma þína að veruleika. Þú átt auðvelt með að skilja á milli óraunhæfra draumóra og raunsærra framtíðaráætl- ana. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til að gera áætlanir varðandi ferðalög og framhaldsmenntun. Þú munt einnig njóta þess að fara á fundi eða ráðstefnur. Þú getur grætt á því að hlusta á það sem aðrir hafa að segja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður tími til að taka einhvers konar framfaraskref í vinnunni. Þú átt sérstaklega auðvelt með að afla þér stuðnings þessa dagana. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að sinna skyldum þín- um í dag. Þú lítur einfaldlega á þær sem tækifæri til að hjálpa öðrum og sjálfri/ sjálfum þér í leiðinni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt ekki í neinum vandræðum með að gera það upp við þig hvað þú vilt gera við peningana þína í dag. Þér finnst bara liggja í augum uppi hvað gengur upp og hvað ekki. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður dagur til að ræða málin við foreldra þína. Þú ert tilbúin/n til að hlusta á sjónarmið annarra án þess þó að láta aðra taka af þér ráðin. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Eru kraftmikil og hæfileikarík og vilja helst fara sínar eigin leiðir. Þau ættu að leggja hart að sér á þessu ári því þau munu uppskera árangur erfiðis síns á næstu tveimur árum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund idag@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is Í KVÖLD mun Viðeyingurinn og bókaútgefandinn Örlygur Hálfdanarson leiða hóp göngu- manna um heimaey sína. Í ferðinni verður skoðuð ljósmyndasýning sem er í skólanum og fjallar hún um þorpið en um 100 manna byggð var í eyjunni um hríð, lagðist af um og upp úr 1920. Einnig verður litið inn í félagsheimili Viðeyingafélagsins. Lagt verður af stað með Viðeyjarferjunni frá Sundahöfn kl. 19.30. Viðey er mikill sögustaður og náttúruperla og býr yfir merkilega mikilli friðsæld, miðað við hversu nálægt eyjan er skarkala borg- arinnar.  Hlutavelta | Þær Guðný Helga Lár- usdóttir og Stefanía Karen Eiríks- dóttir söfnuðu kr. 6.300 til styrktar Blindrafélaginu. Morgunblaðið/Árni Torfason 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 eymd, 8 poka, 9 vænan, 10 eldiviður, 11 skipulag, 13 fyrir innan, 15 hestur, 18 refsa, 21 fálka, 22 beiska, 23 erfð, 24 ósigurs. Lóðrétt | 2 org, 3 tjón, 4 tittur, 5 tóman, 6 saklaus, 7 skjótur, 12 ögn, 14 synj- un, 15 sorg, 16 snákur, 17 kvenvarg, 18 stafla, 19 snúa heyi, 20 ræktuð lönd. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 tafla, 4 skjól, 7 gyðja, 8 ískur, 9 nýr, 11 rann, 13 alda, 14 ókunn, 15 flot, 17 Njál, 20 fag, 22 gunga, 23 ætlar, 24 norpa, 25 arana. Lóðrétt | 1 tugur, 2 fæðin, 3 aðan, 4 skír, 5 jökul, 6 lurka, 10 ýsuna, 12 nót, 13 ann, 15 fegin, 16 ofnar, 18 julla, 19 larfa, 20 fata, 21 gæfa. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bað og vinnustofa kl. 9, hárgreiðsla, fótaaðgerð. Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, leikfimi kl. 9, ganga og spil kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Ásgarður, Glæsibæ | Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 10. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–13, bað kl. 8.30–14.30, handavinna kl. 9–16, fótaaðgerð kl. 9–17, boccia kl. 15. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla, kl. 14, pútt. Dalbraut 27 | Handavinnustofan, vefnaður kl. 8–16, myndband kl. 13.30. Gerðuberg | Spilasalur opinn. Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 10– 17, ganga kl. 14, boccia kl. 14.45. Brids kl. 19 þriðjudaga. Gullsmári | Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105 | Boccia kl. 10, versl- unarferð kl. 12.15, hárgreiðsla. Hraunsel | Flatahrauni 3. húsið opnað kl 9, kl. 10 ganga, kl 13 brids, kl 14–16 pútt á Ás- völlum. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 9. 30– 10.30, fótaaðgerð, hárgreiðsla. Hæðargarður 31 | Vinnustofa kl. 9–16.30, pútt, kl. 10 ganga, verslunarferð kl. 12.40, hárgreiðsla kl. 9–12. Langahlíð 3 | Hárgreiðsla kl. 10, leikfimi kl. 11, föndur og handavinna kl. 13. Norðurbrún 1 | Hárgreiðslustofan lokuð til 10 ágúst, ganga kl. 10–11, leikfimi kl. 14. Vesturgata 7 | Fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16, hannyrðir kl. 9–15.30, spil kl. 13–16. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, handmennt kl. 9.30–16, leikfimi kl. 10–11, fótaaðgerð kl. 10–16, fé- lagsvist kl. 14–16.30. Sléttuvegur 11 | Opið í ágúst frá kl. 10–14. Fréttir Mæðrastyrksnefnd | Fannborg 5. Lokað vegna sumarleyfa til kl. 16 þriðjudaginn 10. ágúst. Fundir Félag ábyrgra feðra | Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20. GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl.18.15 í Seltjarnarneskirkju. NA (Ónefndir fíklar) | Opinn fundur kl. 21 á í Héðinshúsinu. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Háteigskirkja | Eldri borgarar. Fé- lagsvist mánudaga kl. 13, brids miðviku- daga kl. 13. Brids aðstoð á föstudögum kl. 13. Miðvikudag: „Morgunstund og fyr- irbænir“ í kirkjunni kl. 11. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Vídalínskirkja | Opið hús kl. 13-16. Spilað og rabbað. Akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja | Foreldramorgnar kl. 10- 12. Borgarneskirkja | Helgistund kl. 18.30-19. Þorlákskirkja | Bænastund kl. 09. Krossinn | Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Kefas | Bænastund kl. 20.30. Upplýsingar á www.kefas.is Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Mannfagnaður Kaffi Reykjavík, Skáldaspírukvöld. kl. 21. Ung og efnileg skáldkona, Þórdís Björns- dóttir fagnar útkomu nýrrar ljóðabókar, Að- alsteinn Jörundsson les við tónlist, Einar Ólafsson, Jónína Óskarsdóttir og Róla Ólöf lesa ljóð. Tónlist Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Þriðju- dagstónleikar. Olivier Manoury bandoneon- leikari leikur eigin tónsmíðar og verk eftir Astor Piazzolla, Thelonious Monk, Anton- ino Carlos Jobim, Bill Evans, Francisco de Caro og Carlos Gardel. Reykholtskirkja. Þriðju og síðustu tón- leikar sumarsins til styrktar orgeli Reyk- holtskirkju í kvöld kl. 20.30 Hörður Áskels- son organisti Hallgrímskirkju og Inga Rós Ingólfsdóttir leika á orgel og selló m.a. verk eftir Jón Leifs, CésarFranck, Camille Saint- Saëns og Kjell Mørk Karlsen. Hótel Borg. Sænski trommumeistarinn Fredrik Norén heldur tónleika á vegum Jazzhátíðar Reykjavíkur á Hótel Borg kl. 20. 30 Útivist Viðey | Gönguferð með Örlygi Hálfdan- arsyni Viðeyingi kl. 19.30. Félag íslenskra háskólakvenna Áður aug- lýst dagsferð í Þjórsárdal verður farin þriðjudaginn 24. ágúst kl.9 frá Umferð- armiðstöðinni . Meðal annars verður farið í þjóðveldisbæinn, að Hjálparfossi, að Stöng og að Gjánni. Leiðsögumaður er Kristín Njarðvík. Þeir sem vilja, taki með sér nesti. Allir mega taka með sér gesti. Þátttaka til- kynnist formanni félagsins Geirlaugu Þor- valdsdóttur fyrir laugardaginn 21. ágúst í síma 899 3746 Hlutavelta | Þær Ragnhildur Eir og Kristín Líf héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 3.085. Morgunblaðið/Sverrir Ágiskun? Norður ♠DG96 ♥1093 ♦ÁK32 ♣D4 Vestur Austur ♠53 ♠7 ♥ÁKG874 ♥D6 ♦97 ♦DG106 ♣G62 ♣K98753 Suður ♠ÁK10842 ♥52 ♦843 ♣Á10 Vestur Norður Austur Suður 2 hjörtu Pass Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Samkvæmt heimspeki Galtarins grimma (The Hidious Hog) ber að velja þá leið sem fegurri er þegar tvær jafngóðar koma til álita. Allir geta svínað eða spilað upp á 3-3 legu, en aðeins þeir bestu vinna spil með þvingun og innkasti. Og það er mik- ilvægt – fyrir Göltinn a.m.k. – að við- halda virðingu mótherjanna. Að svo mæltu er ljóst að Gölturinn hefði aldrei tapað þessu spili. Gegn fjórum spöðum tekur vestur fyrst ÁK í hjarta og spilar svo gosanum. Suður trompar og tekur út stöðuna. Ef tígullinn fellur 3-3 er nóg að dúkka tígul og henda svo laufi niður í frítígul. En það er bindandi spila- mennska, sem nýtir ekki áhrif lauf- drottningarinnar. Kannski að kast- þröng á austur sé betri kostur. Opnun vesturs á tveimur hjörtum er veik og hann hefur þegar sýnt ÁKG í hjarta. Hann á því varla lauf- kónginn til hliðar. Það kemur strax í ljós að vestur á tvílit í trompi, sem dregur verulega úr líkunum á því að hann sé með þrjá tígla. Óséð spil í laufi eru níu en sex í tígli. Því er mun sennilegra að vestur sé með skipt- inguna 2623 en 2632. Í því ljósi einu (burtséð frá Geltinum) er best að taka öll trompin í botn. Í lokastöð- unni á blindur ÁKx í tígli og Dx í laufi, en heima er sagnhafi með þrjá hunda í tígli og Dx í laufi. Austur neyðist til að henda einum tígli í síð- asta trompið og á þá eftir DG10 og Kx í laufi. Þá er sviðið sett til að spila ÁK og þriðja tíglinum. Austur lendir inni og þarf að spila frá laufkóng. Rétt spilað, bæði frá sjónarhóli Galtarins og líkindafræðinnar. Ekki slæm blanda það. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Morgunblaðið/Golli Gönguferð um Viðey Kemp, ekki Kent Ranglega var farið með nafn eins viðmælanda í garðaumfjöllun í blaðinu í gær. Þar var eigandi að garðinum Barrholti 7 í Mosfellsbæ sagður heita Rósa Kent Þórlinds- dóttir, rétt nafn hennar er hins veg- ar Rósa Kemp Þórlindsdóttir og er beðist velvirðingar á þessum mistök- um. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.