Morgunblaðið - 17.08.2004, Page 39

Morgunblaðið - 17.08.2004, Page 39
MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 39 Heildverslun Til sölu mjög skemmtileg heildverslun með fallegar gjafavörur fyrir gjafavörubúðir og blómabúðir. Selur ódýrar, fallegar og góðar gjafvörur sem gaman er að selja og allir eru ánægðir með. Búið að panta vörur fyrir jólin. Tilvalin til að sameinast annarri heildverslun til að nýta fyrirliggjandi húsnæði og starfskrafta og stórauka veltuna. Mikið úrval af ýmsum fyrirtækjum. Sjá netið. Höfum góða kaupendur Vantar innfl. í byggingavörum. Ýmsar heildverslanir, litlar, stórar. Vantar leikfangainnfl. og verslun. Vantar stórt matvöruframleiðslufyrirtæki. Vantar iðnfyrirtæki úti á landi. Vantar stór og góð fyrirtæki, engin takmörk. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. www.fyrirtaeki.is Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. SAMSTARFSVERKEFNI Borg- arbókasafns Reykjavíkur og Sam- bands íslenskra myndlistarmanna er nefnist Artótek – Listahlaða í Borg- arbókasafni verður opnað af for- manni menningarmálanefndar, Stef- áni Jóni Hafstein, í Grófarhúsinu á morgun, á sjálfum afmælisdegi borgarinnar. Að sögn Áslaugar Thorlacius, formanni SÍM, er kveikj- an að Artótekinu komin frá Önnu Torfadóttur borgarbókaverði, „en hún kynnti sér starfandi artótek í Helsinki og hreifst svo af því að hún beitti sér fyrir stofnun þess hérlendis. Í framhaldinu leitaði hún til okkar í SÍM um samstarf og leist okkur strax afskaplega vel á hugmyndina.“ Spurð um rekstrarfyrirkomulag Artóteksins segir Áslaug að öll verkin sem í boði séu verði til sýnis í Gróf- arhúsinu þannig að lánþegum gefist kostur á að skoða verkin á staðnum, en að auki megi finna upplýsingar og myndir af öllum verkunum á vef SÍM á slóðinni: www.sim.is. Hvað leigu- tíma og -verð varðar segir Áslaug að greitt sé fyrir einn mánuð í senn og er lánstími frá einum upp í þrjátíu og sex mánuði. „Leigugjaldið er í hlut- falli við söluverðið og er lægsta leigu- gjald á mánuði þúsund krónur, en fer þó aldrei yfir tíu þúsund á mánuði. Kunni lánþegi það vel við verkið að hann langi að eignast það til fram- búðar getur hann fest kaup á því og dregst þá greidd leiga frá kaupverði verksins.“ Aðspurð segir Áslaug viðtökur listamanna við Artótekinu hafa verið afar góðar og nú í byrjun vikunnar höfðu tæplega 120 listamenn skráð þátttöku sína og skilað inn á þriðja hundrað listaverka. Aðspurð hvers eðlis listaverkin séu sem tekið hafi verið á móti segir Áslaug þau spanna allan skalann, allt frá málverkum og skúlptúrum til hljóðverka og mynd- bandsverka, en eðlilega sé þó mest af tvívíðum verkum í safninu. Að sögn Áslaugar leggja forsvars- menn SÍM mikla áherslu á að hafa góða breidd í úrvali listamannanna sem taka þátt í þessu. „Við leggjum áherslu á að hafa þarna allan skalann og það má segja að allir helstu lista- menn þjóðarinnar taki þátt í verkefn- inu, bæði ungir og gamlir, þekktir og óþekktir. Þannig að ég hugsa að allir eigi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Artótekinu,“ segir Áslaug og bendir á að einu skilyrðin fyrir þátt- töku sé að viðkomandi listamaður sé félagsmaður í SÍM. „En að auki ákváðum við að bjóða nýlega útskrif- uðu listafólki sem enn eru ekki orðnir félagar í SÍM að vera með. Reynslan frá Finnlandi hefur einmitt sýnt að artótek nýtast mjög vel ungu lista- fólki sem er að reyna að koma sér á framfæri.“ Vaxtalaus lán til myndlistarkaupa Aðspurður segir Stefán Jón Haf- stein hugmyndina að baki Artótekinu vera þá að nýta vinsældir Borg- arbókasafnsins og fagþekkingu til að koma samtímalist á framfæri við al- menning og jafnframt gera fólki kleift að njóta myndlistar í heima- húsum á sama hátt og t.d. ritlistar. „Þarna koma mörg hundruð þúsund gestir árlega, en myndlistin verður á besta stað í húsinu og getur fólk því skoðað verkin eins og það skoðar bókakápurnar og les á kili og síðan tekið mynd að láni gegn tiltölulega vægu gjaldi. Leigugjaldið getur svo runnið upp í kaupverð ef maður nær ástarsambandi við myndina.“ En af hverju er verið að hrinda þessu í framkvæmd núna? „Myndlist- armarkaðurinn hefur verið í mikilli lægð að undanförnu. Það má í raun segja að hann hafi verið eins og raf- magnslaus bíll, það vantaði straum á glæsikerruna svo hún gæti komist af stað. Það er mikil myndlistargerjun í borginni, en almenningur er hikandi eftir falsanamálið, og þá er sam- tímalistin misaðgengileg. Samhliða opnun Artóteksins þar sem verk bjóðast til útláns stendur borgin fyrir aðgerðum til að liðka til fyrir mynd- listarkaupum almennings á sam- tímalist með því að bjóða hagstæð kjör á henni,“ segir Stefán Jón og vís- ar hér til samvinnuverkefnis milli borgarinnar, listamanna, gallería borgarinnar og KB banka þar sem al- menningi gefst kostur á að kaupa listaverk með vaxtalausum lánum. Að sögn Stefán Jóns er mikilvægt að galleríin í borginni fái að dafna, viðskipti aukist og faglegt traust skapist í stefnumóti kaupenda, lista- manna og umboðsmanna þeirra. „Í því skyni leggur borgin nú fram millj- ón krónur á ári til að niðurgreiða vexti á lánum til listaverkakaupa, KB banki sömu upphæð og tekur að sér umsýslu alla, auk þess sem gallerí og listamenn gefa samsvarandi afslátt á móti af sínum launum. Þannig getur kaupandi listaverks fengið lán til allt að þrjátíu og sex mánaða vaxtalaust. Gallerí og listamaður fá greiðsluna strax og þurfa ekki að hafa áhyggjur af sínum skerfi.“ Aðspurður segir Stefán Jón fyrirmyndina að þessu samstarfi sótta til Hollands, þó hún sé vissulega mótuð að íslenskum að- stæðum. „Ég tel mikilvægt að þarna hefur náðst ánægjulegt samstarf borgar, einkaaðila, gallería og lista- manna. Kaupendur listar njóta þessa því nú verður álíka auðvelt og jafnvel ódýrara að kaupa listaverk en heimilistæki á raðgreiðslum,“ segir Stefán Jón og bendir á að þetta sé til- raunaverkefni til þriggja ára. „Við sjáum fram á að hægt verði að nið- urgreiða listaverkakaup almennings svo mikið að skapist myndlistarmark- aður upp á a.m.k. 150 milljónir króna á þessu tímabili. Lágmarksupphæð til kaupa er 35 þúsund krónur og há- markið 600 þúsund. Kaupandi stað- greiðir aðeins 10%, og ef verkið er dýrara en nemur hámarki verður hann að greiða það sem á vantar þeg- ar lánið er komið.“ Spurður um mikilvægi þess að samstarfið um listaverkakaup sé út- fært í nánum tengslum við við- urkennd gallerí borgarinnar leggur Stefán Jón áherslu á að galleríin þurfi að þróast og styrkjast. „Brautryðj- endur hér heima hafa sýnt hvað sterk gallerí geta gert fyrir góða listamenn, heima og erlendis. Þetta þríhliða samband listamanns, gallerís og kaupanda, er mjög mikilvægt. Gall- eríin fá nú mikinn hvata til að koma listamönnum á framfæri, þ.e. efla söl- una. Fagleg ábyrgð er á herðum gall- erísins, að velja listamenn til sölu inn- an þessa kerfis og engin opinber forsjá er í því efni. Vegna þess að sal- an skilar sér beint með greiðslum strax til gallerísins getur listamaður gert kröfur fyrir sína hönd um góða þjónustu og öryggi í viðskiptum. Ég vona svo að almenningur hafi áhuga á að nýta sér þessi kostakjör. Við mun- um meta reynsluna jafnharðan. Og lýsi fleiri sig reiðubúna til samstarfs af svona tagi er menningarmálanefnd svo sannarlega til viðræðu,“ segir Stefán Jón að lokum. Myndlist | Listahlaða Borgarbókasafnsins verður opnuð í Grófarhúsinu á morgun Mikil myndlistar- gerjun í borginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Katrín Guðmundsdóttir verkefnisstjóri með tvö verkanna í Artótekinu. silja@mbl.is Áslaug Thorlacius Stefán Jón Hafstein Um helgina var ég stödd áStröndum og notaði þá aðsjálfsögðu tækifærið til að kíkja á Galdrasýninguna þar, sem er á Hólmavík. Það var mikið fjör enda sýningin aðgengileg fyrir okkur Íslendinga, mikill og skipu- lega uppsettur texti um ýmislegt sem tengdist galdramálum hérlendis á 17. öld. Þar má lesa allt um hversu margir voru brenndir (20 karlmenn og ein kona), hvar það gerðist á landinu og svo eru sögur af einstökum málaferlum raktar. Þetta er allt afar fróðlegt.    Ekki síður spennandi fannstmér að nokkrum galdraað- ferðum er lýst á sýningunni, til dæmis hvernig maður getur orðið ósýnilegur, vakið upp hina dauðu og ræktað hjá sér tilbera (lítið skrímsli sem mér skilst að steli fyrir mann). Aðferðirnar voru auð- vitað flóknar að vissu leyti, til dæmis gat maður þurft að verða sér úti um rifbein úr gröf á hvíta- sunnudagsmorgun eða fyrsta tíða- blóð óspjallaðrar meyjar, en að sumu leyti alls ekki. Stundum þarf bara að rista ákveðið galdratákn í tré og setja í það nokkra dropa af blóði úr stóru tánni, og úr verður einhvers konar galdratæki. Þessar einföldu uppskriftir sýna að það var á færi venjulegs fólks að stunda galdra eins og margir gerðu áreiðanlega, þó að manni skildist að mikið af ákærunum væru hreinlega aðdróttanir eða fár, samanber galdrafár.    Hið mikla lesefni á sýningunnier þó kannski ekki á færi allra, til dæmis gæti ég trúað að börn nenntu ekki að lesa sig í gegnum þetta allt. Þá voru allir textar á íslensku, en þó má vera að til sé sams konar lesefni fyrir útlendinga. Fyrir þá sem ekki nenna eða geta lesið er kannski ekki margt að sjá á sýningunni sem er skiljanlegt – hvernig ætti fólk til dæmis að skilja karlmanns- húð í heilu lagi upp að mitti, sem þarna er að sjá í sýningarkassa? En þegar maður les útskýringuna um nábrókina segir þetta sig sjálft. Nábrókin var reyndar frekar viðbjóðsleg, líkt og gröfin sem beinagrindin (sem er samt með venjulegar hendur) skríður upp úr á miðju gólfi. Ég hef reyndar heyrt því fleygt að sú umræða hafi komið upp að taka hana niður af tillitssemi við viðkvæmar sálir og börn. En mér, sem flokkast til hinna fyrrnefndu, finnst það algjör óþarfi og bara gaman að þessu.    Það er mikill kostur hve sýn-ingin er í raun smá í sniðum. Hún er sett upp í litlu húsi niðri við sjó, á tveimur hæðum. Fyrir vikið verður hún aðgengileg og yf- irkomanleg og ég nennti alveg að lesa alla textana. Hefði hún hins vegar verið stærri hefðu mér strax fallist hendur við lesturinn. Á hinn bóginn væri lítið mál að skoða stærri sýningu sem gerði áhorfandann að meiri þátttakanda, „hands-on“-sýning eins og það er stundum kallað. Mér skilst raunar að til standi að stækka sýninguna á næstu árum, bæði á Hólmavík og færa út kvíarnar yfir í næstu byggðalög norðar á Ströndunum, og þá með það í huga að hún sé gerð mjög lifandi.    Fyrir utan húsið hafa svo veriðgróðursettar plöntur, sem tengjast göldrum og lækningum fyrr á tímum. Eiginleikum jurtanna, sem eru venjulegar ís- lenskar villijurtir að mestu, er lýst á spjöldum. Gaman að því. Ekki síður var gaman að á hurðinni inn í safnið sat lifandi hrafn, sem er „taminn“ og fær að éta. Krummi var þó ekki betur taminn en svo að hann stal einu jurtaspjaldanna, glysgjarn eins og hann er, og hoppaði burt. Var okkur þá sagt að hann vildi gjarnan fara í elt- ingaleik af þessu tagi. En fyrir þá sem ekki vita að hrafninn er í vinnu á safninu, virkaði það mjög áhrifaríkt að sjá þennan kynngi- magnaða fugl gera sig heimakom- inn innan um galdrajurtirnar og galdrastafina. Tilberar og nábrækur ’Ekki síður var gaman að á hurðinni inn í safnið sat lifandi hrafn, sem er „taminn“ og fær að éta.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is http://www.vestfirdir.is/ galdrasyning/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.