Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 42

Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 40 þúsund gestir Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. Mjáumst í bíó! Mjáumst í bíó! T o p p myndin á íslandi T o p p myndin á íslandi Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Sýnd kl. 6. ísl tal.  SV MBL  ÓÖH DV  SV MBL  ÓÖH DV Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra-spennumynd! Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra-spennumynd! kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 6 og 8. ísl tal. Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Kr. 500 POPPDROTTNINGIN Madonna hóf tónleikaferðalag sitt um Evr- ópu í Manchester síðasta laug- ardag. Söngkonan flutti lög frá upphafsárum feril síns, svo sem „Holiday“ og „Material Girl“ auk nýrri laga. Þá flutti hún lagið „Imagine“ eftir John Lennon. Að venju leggur Madonna mikla áherslu á búninga á sviðinu sem og leikmuni og voru áhorfendur ekki sviknir. Undir lok tónleikanna kom hún fram í skotapilsi og bol. Madonna hefur ekki komið fram á tón- leikum í Manchester í tuttugu ár og var mikil eftirspurn eftir mið- um á tónleika hennar í borginni. Hún hyggst koma fram á fleiri stöðum í Evrópu, svo sem á Ír- landi, Hollandi og Portúgal. Tónleikaferðin, sem nefnist Re- Invention, tekur 56 daga, en hún hófst í Los Angeles í maí. Hún hefur haldið tónleika vítt og breitt í Bandaríkjunum og Kanada síð- ustu mánuði. Talið er að 750 þús- und manns sjái Re-Invention tón- leikaferðalag hennar, að sögn BBC. Reuters Madonna leggur mikla áherslu á búninga á sviði en myndin er frá tónleikunum í Manchester á laugardaginn. Mikið sjónarspil Tónlist | Tónleikaferðalag Madonnu um Evrópu hafið LEIKSTJÓRINN og kvikmynda- gerðarmaðurinn Spike Jonze er væntanlegur hingað til lands á næstunni en hann mun leikstýra nýjasta myndbandi Bjarkar Guð- mundsdóttur af væntanlegri plötu hennar, Medúlla. Einar Sveinn Þórðarson hjá Pegasus staðfesti þessar fregnir í samtali við Morgunblaðið. „Ég get staðfest það að Spike Jonze ætlar að koma hingað til lands til að taka upp myndband við lag af nýjustu plötu Bjarkar,“ sagði Einar Sveinn en gat ekki tjáð sig um hvaða lag væri um að ræða né um handrit myndbandsins að svo stöddu. Hann gat þó sagt að kvikmyndatökumaðurinn Lance Acord verði með í för og komi til með að taka upp myndbandið. Acord annaðist myndatöku í kvik- myndum Jonze Að vera John Malkovich (Being John Malkovich) og Aðlögun (Adaptation). Mjög hljóðlátt Einar Sveinn gat ekki heldur að svo stöddu tjáð sig um hvenær upptökurnar munu fara fram. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björk og Jonze vinna saman en hann leikstýrði jafnframt mynd- bandinu við lag Bjarkar „It’s Oh So Quiet“. Í viðtali við breska dagblaðið In- dependent sem birtist í síðustu viku segist Björk vilja taka upp einfalt og ódýrt myndband í sam- vinnu við Spike Jonze við lagið „Triumph of a Heart“ af plötunni Medúlla. „Síðast þegar við Spike fengum okkur í glas saman fundum við upp dans sem við kölluðum „Detta-niður dansinn“,“ sagði Björk í umræddu viðtali og segir að til standi að endurtaka þá stund í myndbandinu umrædda á hennar uppáhaldsbar á Íslandi. Spike Jonze er af mörgum tal- inn einn frumlegasti leikstjóri samtímans og ýta frumraunir hans á leikstjórasviðinu, Að vera John Malkovich og Aðlögun, undir þá nafngift. Hann hefur auk áðurnefndra mynda leikstýrt fjölda tónlistar- myndbanda. Má þar nefna „Buddy Holly“ með hljómsveitinni Weezer, „Sabotage“ með Beasty Boys og „Crush With Eyeliner“ með R.E.M. Auk þess hefur Jonze framleitt og skrifað handrit að sjónvarps- þáttum og kvikmynd Kjánaprik- anna (Jackass). Gerir nýjasta myndband Bjarkar Spike Jonze leikstýrði myndbandinu við lag Bjarkar „It’s Oh So Quiet“. Spike Jonze, „einn sá frumlegasti“. Tónlist | Leikstjórinn Spike Jonze á leið hingað til lands                                                                                       ! " #   $   %    & '  (  )  *'   +  %  '   '  + )      , - "   ' " ") ."     .&  MEKKA lifandi tónlistar í Reykjavík hefur um langa hríð verið Grand rokk á Klapparstíg. Þessar skemmti- legu myndir voru teknar á föstudag- inn er hljómsveitin Drep lék en það kvöld lék einnig breska sveitin Labrat, bandaríska sveitin Out Cold og innlendu sveitirnar Tenderfoot og Lights of the Highway. Í þessari viku verða svo þrjú kvöld lögð undir lifandi tónlist. Á fimmtu- daginn spila Forgarður helvítis, Sól- stafir og Drep, á föstudaginn spila Dáðadrengir, Hölt hóra og Búdrýg- indi og á laugardaginn treður reggí- sveitin Hjálmar upp. Semsagt, alltaf rokk á Grand rokk! Alltaf rokk á Grand rokk Morgunblaðið/Þorkell Flosi Þorgeirsson, fyrrv. Ham-ari, þenur raddböndin af mikilli list. Gísli Sigmundsson, fyrrverandi leiðtogi dauðarokkssveitarinnar Sororicide, spilar á bassa í Drep.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.