Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 45 SKÓLADAGAR Sjáðu betur í vetur Gleraugnasalan Laugavegi 65 s. 551 8780 www.gleraugnasalan.com KVIKMYNDIN Super Size Me var frumsýnd í Háskólabíói á mið- vikudagskvöld og var höfundurinn, Morgan Spurlock, viðstaddur. Í myndinni rannsakar Morgan skyndibitamenningu í Bandaríkj- unum og veltir fyrir sér orsökum of- fitu. Eins og þekkt er borðaði hann einungis mat frá McDonalds í 30 daga með alvarlegum afleiðingum fyrir heilsufar hans. Í Morg- unblaðinu í gær birtist ítarlegt við- tal við Morgan. Engin áhrif á sölu Jón Garðar Ögmundsson, fram- kvæmdastjóri McDonald’s á Íslandi, segir að myndin eigi ekki eftir að hafa nein áhrif á sölu hjá McDo- nald’s hérlendis. „Íslendingar eru bara upplýstari en það en þeir sjái ekki í gegn- um þetta. Mynd- in fjallar alls ekki um McDonald’s, hún fjallar um einhæft mat- aræði, ofát og að hreyfa sig lítið, sem er heilsu- spillandi eins og allir þekkja. Hann er að borða 5.000 kkaloríur á dag sem er meira en tvöföld dagleg þörf hans,“ segir Jón Garðar en Morgan hefur tekið fram að þó hann dragi úr hreyfingu í myndinni hafi hann samt hreyft sig helmingi meira en meðal Bandaríkjamaður. „Þú borðar ekki þrjár heitar mál- tíðir, súperstærðir, á McDonalds á dag. Þú borðar ekki svona einhæft,“ segir Jón Garðar en Morgan hafði í myndinni þá reglu að taka aðeins súperstærðir væru honum boðnar þær og borða hvern hlut á matseðl- inum a.m.k. einu sinni. Salatinu vel tekið McDonald’s á Íslandi kynnti mat- seðilinn Salat plús í júlí, sem er létt- ari matseðill. Jón Garðar segir að með salatmatseðlinum sé fyrirtækið ekki að bregðast við myndinni. „Fólk gæti haldið það en svo er ekki. McDonald’s er með 30.000 veitingastaði um allan heim og það er ekki leyst á einum eða tveimur mánuðum að undirbúa þannig mat- seðil,“ segir Jón Garðar og segir að í undirbúningnum felist líka að fá ný tæki og það hafi þurft að laga eldhúsin að breytingunum. „Þetta er eingöngu hollustulína. Íslend- ingar eru þegar búnir að taka þessu mjög vel. Sölutölurnar í salatinu hjá okkur sýna að Íslendingar hafa tek- ið þessu einna best í Norður- Evrópu. Þar kemur tvennt til, við erum miklu opnari fyrir þessu heilsufæði en gengur og gerist í mörgum löndum og við höfum stað- ið vel að þessu, bæði kynningu og undirbúningi,“ segir hann. Íslendingar vilja minni stærðir Jón Garðar segir aðspurður að meðalviðskiptavinur McDonald’s á Íslandi komi á staðinn um einu sinni til tvisvar í mánuði, sem er sjaldnar en í Bandaríkjunum. McDonald’s hefur ákveðið að hætta með Super Size-máltíðirnar en hér hafa svo stórar stærðir ekki verið í boði. Jón Garðar segir að venjuleg gosstærð hér sé 0,4 lítrar en einnig fáist 0,3 l eða 0,5 l. Stærsta stærðin af gosi sem boðið er uppá í Bandaríkjunum er um einn og hálfur lítri, samkvæmt því sem kom fram í myndinni. „Það hentar okkur Íslendingum að hafa minni skammta. Við bjóðum kúnn- anum það sem hann vill,“ segir hann. Hefðir þú trúað því fyrirfram að heilsu einhvers gæti hrakað svo mjög á því að borða McDonald’s í öll mál í mánuð eins og gerðist með Morgan í myndinni? „Já, já, þetta er bara ofát og hann brennir engu. Það er alveg sama hvað þú borðar. Þetta á sér ekki stað í raunveruleikanum. Fólk lærir ekkert á þessari mynd,“ segir Jón Garðar. Liggja upplýsingar um næring- argildi fæðu á McDonald’s á Íslandi fyrir á veitingastöðunum? „Þær hafa gert það í þrjú ár. Reyndar kláruðum við bæklinginn okkar fyrir nokkrum vikum en það er verið að endurprenta hann núna með nýjum matseðli,“ segir Jón Garðar og bætir við að nýi bækling- urinn komi í hús í dag. „Það er eng- inn annar veitingastaður á Íslandi sem hefur látið næringargildi í ein- stökum réttum og samsettum mál- tíðum liggja frammi hjá sér,“ segir hann. Finnst þér bandarískir skyndi- bitastaðir geta verið hluti af ís- lenskri menningu? „Við erum það náttúrulega. Þetta eru erlend vörumerki en íslensk fyrirtæki og íslenskt fólk að vinna við þetta og íslenskt hráefni er not- að, þó svo við notum erlendar upp- skriftar, þá er það gert víðar en á skyndibitastöðunum.“ Kvikmyndir | Framkvæmdastjóri McDonald’s á Íslandi ræðir myndina Super Size Me Á sér ekki stað í raunveruleikanum Morgunblaðið/Árni Torfason Morgan Spurlock bregður á leik á veitingastað McDonald’s á Íslandi. ingarun@mbl.is Jón Garðar Ögmundsson. OFÁT, hreyfingarleysi, óhollur mat- ur og einhæfur, þessir þættir eru að farga Bandaríkjamönnum í hrönn- um og reyndar er vandamálið alvar- legt í flestum löndum á norðurhveli. Morgan Spurlock fékk þá snjöllu hugmynd að sanna frammi fyrir heiminum hvað það hefur í för með sér að lifa í mánuð á ofurvinsælum skyndibitamat og varð stærsti fram- leiðandinn, McDonalds, fyrir valinu. McFylleríið byrjar, líkt og önnur, á miklum léttleika og áhyggjuleysi en það líður ekki á löngu áður en aukaverkanirnar fara að segja til sín. Þegar á fyrstu dögunum fer Spurlock að æla biggmökkunum, risakókinu, ofurkartöfluskömmt- unum, mjólkurhristingnum, kjúk- linganöggunum, eftirréttunum, öllu heila gúmmilaðinu á matseðli fræg- asta skyndibitahrings veraldar. Í stuttu máli fylgjumst við með því hvernig fílhraustur og hress strákur koðnar niður í andlegan og lík- amlegan vesaldóm á þremur vikum með því að leggja sér ekkert annað til munns en mest étnu rétti samtím- ans. Spurlock bætir á sig 11 auka- kílóum, þar af nokkrum af hreinni fitu; kólesterólmagnið tekur á rás upp að dauðamörkunum, blóðsyk- urinn og blóðþrýstingurinn sömu- leiðis, nánast öll önnur lífsmörk nálgast hættustigið. Lifrin liggur undir stóráföllum, hann verður þunglyndur, síþreyttur og syfjaður, rís ekki hold. Allur pakkinn. Supersize Me er í eðli sínu graf- alvarleg viðvörun en hún er einnig kostuleg bleksvört gamanmynd og það gerir gæfumuninn. Myndin er frábærlega vel gerð í alla staði, fróð- leg sem átakanleg en svo skemmti- lega sögð og líflega fram sett að skilaboðin koma skýrt fram, athygli áhorfandans er rígbundin frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Til þess eru vítin að varast þau og það er engin spurning að heimild- armyndin hans Spurlocks á eftir að virka eins og bensín á eldinn í sívak- andi umræðunni í samfélaginu um óhollar matarvenjur, líkamsrækt og heilbrigt líferni. Einhverjir taka sig á, aðrir ekki því ástæðan fyrir því að menn leiðast út í ofát er alvarleg fíkn, síst betri en sú sem kennd er við tóbak og brennivín. Fyrir skömmu las ég Fast Food Nation eftir blaðamanninn Eric Schlosser (Penguin Press 2001), stórfróðlega bók um skyndibitamat með undirtitlinum „Hvað er hin al- ameríska máltíð að gera heiminum?“ Bókin er ósvikin hrollvekja þar sem höfundur færir lesendum heim sanninn um innihald og fram- leiðsluaðferðir ruslfæðuframleið- enda. Það er ókræsileg lesning. Schlosser sýnir m.a. fram á að skyndibitahringirnir setja vanabind- andi efni í bragð og lykt réttanna og Spurlock kemur einnig inn á það al- varlega atriði, reyndar virðist hann hafa lesið sömu bók spjaldanna á milli og það oftar en einu sinni. Ekki hefur Fast Food Nation orð- ið til þess að ég stelist ekki til Tomma þegar lítið ber á og breytir myndin sjálfsagt engu þar um held- ur en hún vekur til umhugsunar á já- kvæðan og hreinskilinn hátt, hvað maður er að setja ofan í sig og það er lífsnauðsynleg vakning. Við erum það sem við ... KVIKMYNDIR Háskólabíó – Bandarískir indí bíódagar Ég vil stækka (Supersize Me)  Bandarísk heimildarmynd. Leikstjóri: Morgan Spurlock. 95 mínútur. Bandarík- in. 2004. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.