Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 21
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 21 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 56 70 08 /2 00 4 E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. Nýtt og freistandi í Debenhams Þegar þú klæðist vönduðum og vel sniðnum kvenfatnaði frá Dominique er vaxtarlag ekkert vandamál. Þessar frábæru vörur, í stærðum 40-56, fást nú hjá Debenhams og auka enn á ótrúlega fjölbreytt vöruúrval í kvenfatadeild. Njóttu þess að vera þú sjálf Hrunamannahreppur | Húsakynni við Gull- fosskaffi hafa nýlega verið stækkuð veru- lega. Tekinn hefur ver- ið í notkun 300 fer- metra veitingasalur. Öll aðstaða til veit- ingareksturs við Gull- foss er því orðin mjög góð. Árið 2000 byggðu hjónin Elva Björk Magnúsdóttir og Svav- ar Njarðarson 150 fer- metra veitingaskála skammt frá Sigríð- arstofu og hófu þar veitingarekstur. Strax í upphafi gekk reksturinn vel og þeim var ljóst að þörf var fyrir slíka þjónustu við Gullfoss. Árið eftir byggðu þau 50 fermetra viðbyggingu og nú hafa þau byggt 310 fermetra við húsið, rúmgóðan veitingasal og snyrtingar. „Við vorum fyrstu veturna í Reykjavík og lokuðum yfir vetr- artímann en ákváðum síðan að byggja hús í Brattholti og flytja hingað austur og hafa opið allt ár- ið,“ segir Svavar en hann er fæddur og alinn upp í Brattholti en jörðin á land að Gullfossi. „Við erum með rúmgott eldhús hér sem er búið nýj- um tækjum, þar er allt sem til þarf fyrir svona rekstur. Við bjóðum uppá fjölbreyttan matseðil, hér er hægt að fá m.a. súpur samlokur, kaffi og kökur, öl og sælgæti. Veit- ingar sem hægt er að afgreiða fljótt og íburðarmeiri máltíðir.“ Svavar segir að gamla góða kjöt- súpan sé gríðarlega vinsæl. Það sé enda lagt mikið í hana. Grænmetið er keypt hér í uppsveitunum og lambakjötið í næsta sláturhúsi. Í Gullfosskaffi er minja- gripaverslun þar sem úrval er mik- ið, íslensku handverki er haldið sér til aðgreiningar en ágætt úrval er einnig af því. Að sjálfsögðu er mik- ið úrval póstkorta og plakata þar sem myndir af þessum einstaka fossi eru í fyrirrúmi. Þá segir Svav- ar að í vetur sé ætlunin að fegra og snyrta við veitingaskálann. Þar verði að vanda vel til. Að Gullfossi komi gífurlegur fjöldi fólks á hverju ári sem teljist í hundruðum þúsunda. „Þessi einstaka nátt- úruperla er öllum ógleymanleg sem hana líta,“ segir Svavar, veit- ingamaður við Gullfoss. Nýr veitingasalur í Gullfosskaffi Góður staður: Gullfosskaffi tekur nafn af náttúruperlunni kunnu. Gamla góða kjötsúpan vinsæl Morgunblaðið/Sigurður Sigmundson Vertarnir: Elva Björk og Svavar í versluninni. LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.