Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 20
MINNSTAÐUR 20 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skólatölvurnar eru komnar í Odda Tölvukaupalán Íslandsbanka Verð 5.595 kr. á mánuði með tölvukaupaláni Íslandsbanka. M.v. 35 mánaða lán, meðalgreiðsla. Fartölvutaska fylgir að auki með tölvukaupalánum Íslandsbanka. HP Compaq nx9105 15” Verð: 159.900 MP3 geisla- spilari fylgir Verslun Odda • Höfðabakka 3 • Sími: 515 5105 • www.oddi.is Grindavík | Beitarhólf fyrir fé Grindvíkinga verður girt af í nágrenni Krýsuvíkur og jafn- framt verður sett bann við lausagöngu búfjár í landi Grindavíkur. Með því verður lausaganga búfjár bönnuð á öllum Reykjanesskaganum og í meginhluta Landnáms Ingólfs. Vegagerðin greiðir kostnað Í gær var skrifað undir samning Grindavík- urbæjar, Hafnarfjarðarbæjar og Vegagerðar- innar um uppsetningu beitarhólfs. Hólfið er ætlað fyrir fé Grindvíkinga en kemur að hluta til inn á land Hafnfirðinga í Krýsuvík. Vega- gerðin kostar uppsetningu hólfsins og Land- græðslan hefur umsjón með því. Andrés Arn- alds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, segir að Vegagerðin sjái sér hag í því að taka þátt í samningum af þessu tagi því mun ódýrara sé að koma upp beitarhólfum en girða meðfram vegunum. Með þessu eina hólfi hafi Vegagerð- in getað losnað alveg við fé af Reykjanesbraut- inni, Grindavíkurvegi, Kleifarvatnsvegi og fyr- irhuguðum Suðurstrandarvegi. Andrés kveðst ánægður með þessa niður- stöðu. Unnið hafi verið að því í tuttugu ár að banna lausagöngu búfjár á Reykjanesskagan- um. Grindavík hafi verið eftir, eitt sveitarfélag- anna, og ánægjulegt að hægt sé að friða svona mikið land. Með tilkomu þessa beitarhólfs verði einnig hægt að taka upp tugi kílómetra af eldri girðingum sem séu til lýta í landinu. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grinda- vík, telur að fjáreigendur séu orðnir sáttir við að hafa fé sitt í beitarhólfi. Bændur á lögbýlum og tómstundabændur í þorpinu eiga samtals um 500 vetrarfóðraðar kindur. Ólafur segir að áfram verði farið í göngur og fénu smalað til réttar í Grindavík og vonast til að réttas- temmningin haldist. Auðveldar landgræðslustarf Í sumar hefur verið unnið við uppgræðslu í fyrirhuguðu beitarhólfi til að undirbúa jarð- veginn fyrir næsta ár og er fyrirhugað að halda því starfi áfram á næstu árum. Andrés Arnalds segir að hluti landsins sem fer undir beitarhólf- ið sé illa farinn en með landgræðslustarfi á vegum sveitarfélaganna í sumar og næstu ár megi bæta ástandið mikið. Hann segir að víða á Reykjanesskaganum sé gróðureyðing og hafi lengi verið og kærkomið að fá þetta stóra svæði alveg friðað fyrir beit búfjár. Unnið er að undirbúningi þess að koma fé úr Selvogi og Ölfusi í beitarhólf. Eftir það verður bann við lausagöngu búfjár í meginhluta Land- náms Ingólfs eins og lengi hefur verið stefnt að. Andrés segir að þessar aðgerðir muni auð- velda Landgræðslunni, sveitarfélögunum, skógræktarfélögum og öðru áhugafólki upp- græðslu og plöntun trjáa á Reykjanesi. Bann við lausagöngu búfjár á öllum Reykjanesskaganum og meginhluta Landnáms Ingólfs Girt beitarhólf fyrir fé Grindvíkinga Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Réttir: Þótt féð verði afgirt verður áfram farið í göngur og fé smalað til Þórkötlustaðaréttar. SUÐURNES AUSTURLAND Kverkfjöll | Ferðafélög Fljótsdalshéraðs og Húsavíkur hafa látið bora neysluvatnsholu í Kverkfjöllum. Boraðar voru tvær holur. Sú fyrri gaf ekki árangur, en úr síðari holunni, sem er um 1 km vestan við Sigurðarskála koma 35 sekúndulítrar vatns á 38 m dýpi. Jarðboranir sáu um verkið. Þórhallur Þorsteinsson hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, sagði í samtali við Morgun- blaðið að borunin stæði undir væntingum. Næst væri að grafa niður vatnslögn að skál- anum, koma fyrir vatnstanki og kaupa rafstöð, en dæla þarf vatninu upp úr holunni. Búast má við að heildarkostnaður nemi á bilinu þremur til þremur og hálfri milljón króna. Áður notast við yfirborðsvatn Unnið verður í framkvæmdinni í haust og næsta vor og stefnt að því að vatnsveitan verði tilbúin fyrir ferðamannatímabilið næsta sum- ar. Sigurðarskáli í Kverkfjöllum hefur fram að þessu notast við yfirborðsvatn í 3,5 km fjar- lægð, en slíkt uppfyllir ekki lengur skilyrði heilbrigðisyfirvalda, segir Þórhallur. „Það hefur verið frekar ótryggt þótt alltaf hafi sloppið til að væri nægt vatn. En nú eru heilbrigðiskröfur orðnar miklu strangari en verðar upplýsingar fyrir jarðvísindamenn, vegna sýnatöku úr borholunum. Bæði Orku- stofnun og Háskólinn á Akureyri hafa sýnt því áhuga, að sögn Þórhalls. Þess má og geta að í vor var við Sigurðarskála komið fyrir full- komnu hreinlætishúsi með salernum og sturt- um, sem leysir af hólmi eldri og mun minni að- stöðu. áður var. Við erum til dæmis á núna að ganga frá vatnsveitum við alla skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.“ Gefur vísindamönnum nýjar upplýsingar Þórhallur segir þetta í fyrsta skipti sem bor- að er í Kverkfjöllum og því fáist nú umtals- Vatn í Sig- urðarskála Ljósmynd/Þórhallur Þorsteinsson Borað í Kverkfjöllin: Ferðafélögin létu bora eftir neysluvatni við Sigurðarskála og fengu vatn. Reyðarfjörður | Búið er að hleypa umferð á nýtt hringtorg innan við þéttbýlið á Reyðar- firði, skammt innan við Kollaleiru og mun þetta vera fyrsta hringtorgið sem byggt er á Austurlandi. Einar Þorvarðarson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að hringtorgið væri meðalstórt. „Það verða fjórir armar út frá torginu“ segir Einar. „Þegar ekinn er Norðfjarðarvegur frá Egilsstöðum geta menn valið þrjár leiðir. Fyrst til suðurs, kallað Hjallanes sem er nýtt iðnaðarhverfi sem kemur á nesinu. Sú leið verður í fram- tíðinni tenging til Fáskrúðsfjarðar. Við reiknum með að þar komi ný tvíbreið brú á Sléttuána sem verði byggð alveg úti undir sjó. Næsta tenging liggur niður á hafnar- svæðið á Reyðarfirði, á svokallaða hjáleið sem við höfum verið að gera neðan við byggðina og ætlast er til að stórir flutn- ingabílar fari þar um. Þriðji armurinn er svo þjóðvegurinn sem liggur áfram í gegn- um Reyðarfjörð.“ Einar segir torgið virka sem hraða- hindrun og deila umferðinni með öruggum hætti. „Verkið eins og verið er að vinna þetta núna, torgið og tengingarnar inn á nema í heildina á bilinu 20 til 25 milljónum króna“ segir Einar og á ekki von á að fleiri hringtorg verði byggð eystra í bráð. Fyrsta hringtorgið á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.