Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 23 Hjónin Friðrik V. Karlssonog Arnrún Magn-úsdóttir hafa rekið veit-ingastaðinn Friðrik V á Akureyri sl. þrjú ár og hefur stað- urinn verið í sókn frá þeim tíma. Friðrik V var opnaður 25. júlí 2001 á 31. afmælisdegi Friðriks, sem er matreiðslumeistari staðarins, „en konan er forstjóri“, bætir hann við. Friðrik lauk námi í Reykjavík fyrir 10 árum en hefur frá þeim tíma starfað á helstu á veitingahúsum á Akureyri og að auki flakkað víða er- lendis. Hann sagði að rekstur Frið- riks V hefði gengið ljómandi vel og um 40% viðskiptavina eru heima- menn. Þegar hann lauk námi fyrir 10 árum voru kjötréttir allsráðandi á matseðlinum en í dag er hlutfallið á milli fisk- og kjötrétta það sama hjá honum. Friðrik sagði þrjú atriði skipta höfuðmáli fyrir matreiðslumann. Hann þarf að vita sem mest um það hráefni sem hann er að vinna með, hvenær það er best og hvað hentar með því. Í öðru lagi fagleg vinnu- brögð, þekkja hefðirnar á bak við hráefnið, hvernig það er eldað. „Ef þessi tvö atriði eru í lagi, kemur að hjartanu. Þú þarft að hafa ástríðu og getað eldað með hjartanu.“ Súkkulaðibúð- ingurinn vinsæll Spurður um vinsæl- asta rétt staðarins sagði Friðik að aðeins einn réttur hefði verið á matseðlinum frá upphafi og að hann yrði aldrei tekinn af matseðilnum. „Þetta er eftirréttur, heit- ur súkkulaðibúðingur og það er krafa kvenkyns- viðskiptavina að hann sé á mat- seðlinum. Karlmönnum finnst hann þó líka góður. Einnig er svokallaður sælkeraseðill vinsæll. Það er fimm rétta matseðill sem fólk treystir mér til að ákveða. Ég kem með matinn á borðið og kynni fyrir fólki hvað það er að fara að borða.“ Friðrik hefur farið utan í janúar undanfarin ár, til þess að kynnast matarmenningu annarra þjóða, á Englandi, Ítalíu og Spáni, og er Friðrik V lokaður í um tvær vikur á meðan. Einnig hefur hann fengið til sín bæði innlenda og erlenda gesta- kokka. „Það hefur fallið í góðan jarðveg og þá skiptir engu máli á hvaða árstíma þeir koma, það er alltaf fullt.“ Erlendis hefur hann unnið sem gestakokkur, heimsótt matvælafyr- irtæki og sótt námskeið í kokka- skólum. „Það er alveg nauðsynlegt fyrir mig að fara í þessar ferðir og þetta heldur manni á tánum.“ Frið- rik hefur einnig verið duglegur að miðla af reynslu sinni. „Ég hef hald- ið 5–10 matreiðslunámskeið á ári, fyrir ýmsa hópa og staðið fyrir nám- skeiðum í konfektgerð. Þá er starfræktur mjög virtur klúbbur hér innanhúss, Mat- reiðsluklúbbur karlmanna. Til að komast í klúbbinn þarf viðkomandi karlmaður að vera orðinn tvítugur, hafa skrifleg meðmæli frá konu um að hann geti eitthvað í eldhúsinu og þá má alls ekki koma á bíl á fundi. Félagsmenn eru þegar um 50 talsins og komast færri að en vilja.“ Hráefnið úr nágrenninu Friðrik leggur mikla áherslu á að nota það hráefni sem fæst á Ak- ureyri og í næsta nágrenni í sína matargerð, bláskel úr Eyjafirði, fisk, lambakjöt og fleira. „Þá held ég áfram að leita út í náttúruna eftir hundasúrum, villtum sveppum, berj- um, rabarbara, kryddjurtum og ís- lenskum kartöflum. Nú er kartöflu- vertíð í gangi og smælki er það besta sem maður fær.“ Friðrik sagð- ist vera rétt staðsettur, í mekka matvælaframleiðslu í landinu. „Það eru í raun forréttindi að fá að gera það sem maður vill gera, í sínum heimabæ og ég tala nú ekki um þeg- ar maður hefur fólkið með sér.“ Friðrik gefur lesendum uppskrift að carpaccio sem hann bjó til eftir Ítalíuferð en carpaccio var fyrst bú- ið til 1961 á veitingastaðnum Harrys bar í Feneyjum af matreiðslumann- inum Giuseppe Cipriani. Réttinn nefndi hann eftir frægum ítölskum listmálara sem hét Vittore Carpac- cio og var þekktur fyrir að nota rauða málningu. Þunnt skornu rauðu ungnautasneiðarnar, sem Giuseppe raðaði á disk, minntu hann á málverk eftir Vittore. Frið- rik notar hins vegar kindakjöt í þessar þynnur, sem að hans mati hentar mjög vel.  VEITINGAHÚS|Friðrik V á Akureyri Eldað af ástríðu Freistandi: Carpaccio réttur Frið- riks V. Karlssonar. krkr@mbl.is Hjónin: Arnrún Magnúsdóttir og Friðrik V. Karlsson Morgunblaðið/Kristján Kindaþynnur með lime- legnu salati og parmesanosti (fyrir fjóra) 1 kinda innanlærisvöðvi ½ dl góð ólífuolía 3 til 4 kvistir ferskt blóðberg (timjan) 2 til 3 kvistir fersk bergminta (origano) örlítið sjávarsalt, mulið nýmulinn svartur pipar 4 bollar blandað salat 1 lime 60 gr parmesanostur Nuddið kryddjurtunum, piparn- um og olíunni á vöðvann setjið í djúpan bakka, saltið örlítið og geymið í kæli yfir nótt áður en vöðv- inn er eldaður örsnöggt þannig að hvergi sjáist hrátt en eldunarröndin á samt ekki að vera stærri en 2 mm þegar kjötið er sneitt. Setjið vöðv- ann í frysti í 2 til 3 tíma þannig að auðveldara sé að skera hann þunnt, hann á samt ekki að frjósa í gegn, skerið vöðvann þunnt þvert á og raðið þynnunum á disk, hellið mjórri rönd af ólífuolíunni yfir, skolið sal- atið vel í köldu vatni og þerrið. Kreistið lime safa yfir, örlítið af ólífuolíu salti og sykri, setjið salatið ofan á þynnurnar og að lokum er parmesanosturinn rifinn yfir og rétturinn borinn fram. Höfum kaupanda að einbýlishúsi í Lundunum. Eignin má kosta frá 24 - 26 millj. Kaupandi á glæsilegt raðhús í Móunum. Uppl veitir Sigurður Karl í síma 866 9958. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Höfum traustan kaupanda að nýlegu einbýlishúsi eða húsi í bygg- ingu. Eignin má kosta frá 35-45 millj. Eignin þarf að vera yfir 220 fm að stærð. Nánari uppl veitir Sigurður Karl í síma 866 9958. GARÐABÆR - ÁSLAND GARÐABÆR - LUNDIR SKIPTI Á RAÐHÚSUM Í MÓUNUM www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Grétar, sími 696 1126. SELTJARNARNES - VESTURBÆR Mér hefur verið falið að leita eftir ein- býlishúsi á Seltjarnarnesi eða í vesturbæ Reykjavíkur fyrir ákveðinn kaupanda, sem búinn er að selja og getur boðið sterkar greiðslur. Verð allt að 33,0 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafi sam- band og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. ÍBÚÐ ÓSKAST Í TJARNARMÝRI - GRÆNAMÝRI SELTJ.NESI Mér hefur verið falið að leita eftir 3ja herb. íbúð við þessar götur. Um er að ræða fjársterka aðila sem eru tilbúnir að veita ríflegan afhendingartíma sé þess óskað. Verðhugmynd 17-18 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Höfum verið beðin að útvega traustum kaupanda 200-300 fm einbýlishús eða raðhús í Fossvogi, Kópavogi, Garðabæ eða Seltjarnarnesi. Sterkar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir, fasteignasali. SÉRBÝLI ÓSKAST Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.