Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 33
✝ Rúnar Búi Jök-ulsson fæddist í
Reykjavík 6. mars
2004. Hann lést 12.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Rúnars
Búa eru Vala Ósk
Ólafsdóttir, f. 31.10.
1982 og Jökull Viðar
Harðarson, f. 10.10.
1978. Bróðir Rúnars
Búa er Viktor Ingi, f.
21.5. 2002.
Foreldrar Völu
Óskar eru Erna
Björg Baldursdóttir,
f. 19.12. 1958 og Ólaf-
ur Ingi Óskarsson, f. 25.6.1958.
Fósturforeldrar Jökuls Viðars eru
Magnea Ingólfsdóttir, f. 24.7. 1947
og Viktor Hjálmarsson, f. 27.5.
1946. Foreldrar Jökuls Viðars eru
Margrét Þorkelsdóttir, f. 25.7.
1952, maki Eiríkur Þorláksson, f.
30.11. 1953 og Hörð-
ur Magnússon, f.
15.8. 1957, maki El-
ísabet Þorsteinsdótt-
ir, f. 14.3. 1959.
Bræður Völu eru
Baldur, f. 20.5. 1977,
Ólafur Unnar, f.
19.1. 1989 og Óskar
Markús, f. 19.5.
1995.
Hálfsystur Jökuls
sammæðra eru Eva
Dögg, f. 30.7. 1974
og Alma, f. 17.11.
1991. Hálfsystkini
Jökuls samfeðra eru
Þorsteinn Búi, f. 2.1. 1982, Kristín
Ásta, f. 26.5. 1987, Hallgrímur
Þór, f. 27.4. 1989 og Gunnar Pét-
ur, f. 29.9. 1991.
Útför Rúnars Búa verður gerð
frá Áskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Elsku hjartans litli Rúnar Búi.
Við glöddumst við þitt bjarta bros.
Við þökkum fyrir þá birtu og gleði
sem þú færðir okkur á þinni stuttu
ævi.
Hvíl í friði.
Afi og amma.
Elsku litli frændi, Lífið er hverfult
og það sárt er að horfa á eftir litlum
manni eins og þér, sem áttir allt lífið
framundan. Við sem sitjum eftir og
lítið skiljum, vonum að þér líði vel á
nýjum stað og biðjum góðan guð að
passa vel uppá þig.
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín;
líði þeir kringum hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Elsku Jökull, Vala og Viktor Ingi.
Megi allt gott umvefja ykkur og
hjálpa á þessum erfiðu tímum.
Hadda frænka og Hreiðar Nói.
Mér fannst svaka vænt um frænda
minn sem brosti alltaf út að eyrum
þegar hann sá mig. Ég vildi að hann
hefði ekki farið frá okkur. Rúnar
Búi, ég skal alla tíð reyna að passa
Viktor Inga, pabba þinn og mömmu
þína.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þinn frændi,
Óskar Markús.
Okkur var mjög brugðið föstu-
dagsmorguninn 13. ágúst, þegar við
fengum hringingu og okkur var til-
kynnt að hann Rúnar Búi væri dá-
inn. Það var svo margt sem flaug um
hugann, en fátt sem hægt var að
segja. Hvernig mátti það vera að
hann Rúnar Búi litli væri dáinn?
Hvernig getur lífið verið svona
ósanngjarnt?
Við hittum Rúnar Búa ekki svo oft
á hans stuttu ævi. En þrátt fyrir það
fannst okkur við alltaf eiga svolítið í
litla gaurnum alveg eins og í Viktori
Inga, og það var alltaf gaman að sjá
bræðurna þegar við komum í heim-
sókn, hvort sem það var í Mos-
fellsbæinn, á Laugarvatn eða í nýju
íbúðina í Ljósheimum. Rúnar Búi
var stór og mannalegur strákur og
við töluðum stundum um að við
mættum eiga von á að hann færi að
hlaupa um gangana, þótt hann væri
aðeins nokkurra mánaða gamall.
Elsku Vala Ósk, Jökull og Viktor
Ingi. Við biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur og fjölskyldur ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Ykkar vinkonur
Bára Huld og Oddný.
Þess minnist ég, að mér og þessum heimi
kom misjafnlega saman fyrr á dögum.
Og beggja mál var blandið seyrnum keimi,
því báðir vissu margt af annars högum.
Svo henti lítið atvik einu sinni,
sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti:
að ljóshært barn, sem lék í návist minni,
var leitt á brott með voveiflegum hætti.
Það hafði veikum veitt mér blessun sína
og von, sem gerði fátækt mína ríka.
Og þetta barn, sem átti ástúð mína,
var einnig heimsins barn og von hans líka.
Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði
gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum,
sáum það loks í ljósi þess, sem skeði,
að lífið var á móti okkur báðum.
Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi
né byrgjum kala neinn í hjörtum inni,
því ólán mitt er brot af heimsins harmi,
og heimsins ólán býr í þjáning minni.
(Steinn Steinarr.)
Elsku Vala, Jökull, Viktor Ingi og
fjölskylda. Hlýjustu samúðarkveðj-
ur. Hugur okkar er með ykkur.
Ásdís, Jón Daði og fjölskylda.
Elsku litli Rúnar Búi.
Við þekktumst eiginlega ekki
neitt, en samt finnst mér ég hafa
þekkt þig þessa 5 mánuði sem þú átt-
ir í þessu lífi. Ég og Erna Björg
amma þín, vinnum saman í Lands-
bankanum og þegar þú fæddist,
hringdi amma þín til mín og sagði
mér að fæddur væri lítill drengur.
Síðan fengum við að sjá myndir af
þér. Svo kom skírnin þín og margar
myndir fengum við að sjá úr henni,
mikið varstu í fallegum skírnarkjól.
Þú komst í Landsbankann í nokkur
skipti að heimsækja ömmu þína.
Þegar þú komst síðast, þá vorum
við „kerlingarnar“ allar að kjá í þig.
Þér fannst við greinilega alveg
óskaplega „skemmtilegar“ því þú
brostir alveg út að eyrum.
Elsku litli Rúnar Búi, þegar stórt
er spurt, er lítið um svör. En af
hverju þú, sem rétt varst að byrja líf-
ið? – Guð hefur greinilega vantað fal-
legan engil í barnakórinn sinn, og þú
varðst fyrir valinu í þetta sinn. Ég
veit að vel hefur verið tekið á móti
þér, af Guðrúnu langömmu þinni og
Baldri langafa þínum og vefja þau
þig örmum sínum.
Kæra Vala Ósk, Jökull, Viktor
Ingi, Erna Björg mín, Óli og aðrir
aðstandendur, ég bið góðan Guð að
gefa ykkur styrk til þess að komast
yfir þennan mikla missi.
Vertu Guði falinn um alla eilífð,
litli engill.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Innilegar samúðarkveðjur frá
gjaldkerum í Landsbanka, Aðal-
banka.
Helga Nielsen.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Elsku Vala Ósk, Jökull og Viktor
Ingi.
Við sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum góð-
an guð um að veita ykkur styrk í
sorginni.
Erla Dögg og Fannar Geir.
Litli frændi minn hann Rúnar Búi
var voða sérstakt kríli. Stundum
grét hann en suma góða daga hló
hann allan daginn.
Ég átti mjög mikið í Rúnari Búa
því ég hélt honum undir skírn. Þegar
almættið tók hann og ég frétti af
þessum sorglega atburði, þá varð ég
alveg stífur og gat varla hreyft mig.
En við vitum öll að honum líður vel
núna.
Ég veit að Drottinn mun vernda
og passa hann og fjölskyldu hans að
eilífu.
Ólafur Unnar Ólafsson.
Þegar við mæðgurnar liggjum úti í
snjónum í vetur, búum til engla og
horfum upp í himininn, ætlum við að
senda þér fingurkoss þegar við
sjáum stjörnuhrap. Þá vitum við
nefnilega að þú ert að vinka okkur og
við lofum að vinka á móti, brosa og
senda þér þúsund kossa.
Perla Karen, litla kisuskottið okk-
ar, verður örugglega með okkur og
það verður bara gaman hjá okkur
öllum.
Við biðjum svo Guðs engla að gæta
þín á himnum og umvefja þig ást og
hlýju, elsku litla hjarta.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Ásta Karen og Hekla Karen.
RÚNAR BÚI
JÖKULSSON
✝ Kristján Ásgeirs-son fæddist á
Fagranesi á Langa-
nesi 5. febrúar 1926.
Hann lést á heimili
sínu að Fjarðarvegi 3
á Þórshöfn 20. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Svan-
hvít Halldórsdóttir, f.
á Syðri-Brekkum 9.
maí 1893, d. 15. apríl
1983 og Ásgeir
Torfason, f. á Geita-
felli í Reykjahverfi 2.
ágúst 1896, d. 28.
september 1969.
Kristján var elstur fjögurra systk-
ina, en eitt þeirra er látið.
Kristján kvæntist 29. desember
1959 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Ólínu Ingibjörgu Leósdóttur frá
Svalbarðsseli í Þistilfirði, f. 29.
desember 1940. Börn þeirra eru:
1) Svanhvít, f. 18. september 1957,
maki Jóhannes Jónasson, f. 23.
janúar 1955. Dætur þeirra eru: a)
Anna Guðrún, f. 16. nóvember
1979, maki Jóhann Ægir Halldórs-
son, f. 14. júlí 1974. Dætur þeirra
eru Svanhvít Helena, f. 7. febrúar
2001 og Elísabet Emma, f. 29.
október 2002. b) Ól-
ína Ingibjörg, f. 22.
desember 1980, sam-
býlismaður er Bene-
dikt Líndal Jóhanns-
son, f. 8. mars 1972.
c) Sveinbjörg Eva, f.
25. júlí 1985, sam-
býlismaður er Almar
Marínósson, f. 2. júní
1981. d) Aðalbjörg
Steinunn, f. 11. maí
1990. 2) Sveinbjörg,
f. 11. júlí 1959, d. 9.
desember 1967. 3)
Lena Steinunn, f. 4.
febrúar 1961, börn
hennar eru Kristján, f. 15. febrúar
1982 og Ingibjörg Þórunn, f. 23.
október 1996. 4) Eva, f. 28. októ-
ber 1962, maki Sigurður Ómar
Jakobsson, f. 11. nóvember 1955.
Dætur þeirra eru Kristín, f. 10.
ágúst 1990 og Auður, f. 25. októ-
ber 1993. 5) Ásgeir, f. 13. maí
1968, maki Halla Rún Halldórs-
dóttir, f. 6. ágúst 1979. Dætur
þeirra eru Ingibjörg Sara, f. 3. júní
2001 og Birta Rún, f. 11. júní 2003.
Útför Kristjáns verður gerð frá
Þórshafnarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku afi minn. Það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farinn frá
okkur, en þetta er víst lífsins gangur.
Þú hefur fengið hvíldina.
Það var alltaf gaman að koma til
Stjána afa og ömmu Línu á pósthús-
inu. Þegar maður var búinn að basla
upp brattann stigann smellti maður
einum kossi á afa sem sat oft við
borðstofuborðið. Svo beið maður
spenntur eftir því að afi myndi banka
spilastokknum í borðið, það þýddi að
við værum að fara að spila ólsen ól-
sen! Svo spilaði maður lengi við afa
sem hikaði ekki við að stríða manni
með því að svindla aðeins eða breyta
reglunum. En svo lærði maður kúnst-
ina að svindla af honum, en hann sá
alltaf í gengum mann, hann bara hló
að því! Ég man sérstaklega eftir einu
skipti sem ég spilaði við hann. Þá
vann hann mig nokkur skipti í röð en
ég gafst ekki upp, ég ætlaði sko að
vinna. Þetta þótti honum ekki leið-
inlegt, því ég var svo tapsár. Loksins
náði ég að vinna hann og vann nokkur
skipti í röð, þá stóð hann upp og sagði
að þetta væri orðið gott. Þá kom í ljós
hvaðan ég hafði þann eiginleika að
vera tapsár. Svo var rosalega gaman
að vera með honum í vörubílnum þeg-
ar hann var bílstjóri. Hann afi minn
var alveg yndislegur maður. Stríddi
manni stundum með því að bjóða
manni tóbak í nefið en maður gretti
sig bara og afþakkaði pent.
Elsku afi, ég mun alltaf sakna þín.
Það er erfitt að kveðja þig en ég veit
að þú munt alltaf vaka yfir mér. Guð
blessi þig.
Þín afastelpa,
Sveinbjörg Eva.
KRISTJÁN
ÁSGEIRSSON
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
frú FJÓLA VALDÍS BJARNADÓTTIR
húsmóðir,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánu-
daginn 30. ágúst kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Freyja Sverrisdóttir, Helgi Eiríksson,
Kristín Valdís Sigurðardóttir, Bjarni Þór Guðmundsson,
Bjarni Sigurðsson, Kristín Bessa Harðardóttir,
Ingibjörg Erna Sigurðardóttir, Sveinbjörn Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRA SVANA SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Klapparstíg 7,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 23. ágúst verður
jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju-
daginn 31. ágúst kl. 13.30.
Sigrún Sigurðardóttir, Hermann Ólason,
Gylfi Sigurðsson, Súsanna Jónsdóttir
og ömmubörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar HARALDAR KRISTJÁNSSONAR fyrrverandi
kaupmanns verður verslun okkar lokuð í dag frá kl. 13-16.
Kjötborg,
Ásvallagötu 19.