Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hefur þú nokkuð verið að nota hann, Dísin mín, ég finn bara hvergi drullusokkinn minn.
Á samráðsfundi heil-brigðis- og félags-málaráðherra
Norðurlandanna á Egils-
stöðum á dögunum og
fundi forsætisráðherra
skömmu áður kom fram
eindreginn vilji til að sam-
ræma stefnu í áfengismál-
um landanna og var ákveð-
ið að taka upp þráðinn á
aukafundi í Kaupmanna-
höfn í október nk.
Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra sagði af
þessu tilefni: „Það eykst
stöðugt þrýstingur á Norð-
urlöndin frá umhverfinu að
slaka á þessu, lækka tolla
og lönd sem liggja að
Norðurlöndunum hafa lækkað sína
tolla.“ Vandamálið væri m.a. fólgið
í landamæraverslun með áfengi á
Norðurlöndunum og til nærliggj-
andi ríkja. Að sama skapi hefur
verið á það bent að offramleiðsla er
á léttu víni víða í Suður-Evrópu.
Með sameiginlegri áfengisstefnu
séu Norðurlandaþjóðirnar að
reyna að skapa mótvægi við stefnu
Evrópusambandsins um frekari
lækkun tolla.
Álögur á áfengi hér á landi eru
með því hæsta sem þekkist og
hærri en víðast hvar á Norðurlönd-
unum ef marka má tölur frá Sam-
tökum ferðaþjónustunnar. Sam-
tökin bentu nýverið á að
áfengisgjald af einum lítra af létt-
víni (12% styrkleiki) er hæst á Ís-
landi, rúmar 500 krónur, en að
sama skapi rétt um eða yfir 200
krónur í Svíþjóð og Finnlandi og
innan við 100 krónur í Danmörku.
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri SAF, segir að sam-
tökin vilji stórlækkun á áfengis-
gjaldi og að Íslendingar búi við
sama rekstrarumhverfi og ná-
grannaþjóðirnar.
Á fundi viðskipta- og hagfræði-
deildar HÍ og Félags íslenskra
stórkaupmanna í vor undir yfir-
skriftinni: „Eru skattar á áfengi of
háir á Íslandi?“ sagði Guðmundur
Ólafsson hagfræðingur að lækki
verð á áfengi um 10% megi gera
ráð fyrir að neyslan aukist um 15–
20%. Óbeinn kostnaður vegna
áfengisneyslu næmi að líkindum
um 8,5 milljörðum á ári en tekjur
ríkissjóðs af áfengisgjaldi væru
11,2 milljarðar.
Ráða engu um áfengisverð
Örn Stefánsson, innkaupastjóri
áfengis hjá ÁTVR, segir að í um-
fjöllun um áfengi sé yfirleitt ekki
tekið tillit til þess að stofnunin hafi
ekkert með verðlagningu að gera.
Álögur ÁTVR séu ákveðnar af
fjármálaráðuneytinu.
Áfengisgjaldi er skipt upp í þrjá
flokka: Í sterku víni er styrkleiki
vínsins og flöskustærð margfölduð
með 66,15 kr. (Dæmi: 66,15*40(%)
*0,75(cl)=1995 kr.) og fæst þá
áfengisgjald á tiltekna vöru.
Í bjór eru 2,25% dregin frá
styrkleika bjórsins (styrkleiki
pilsners) og margfaldað með 58,7
kr. og flöskustærð (t.d. 0,5 l) og í
léttvíni eru 2,25% dregin af styrk-
leika vínsins og margfaldað með
52,8 kr. og flöskustærð. Þá bætist
við álagning ÁTVR í smásölu sem
er 13% á léttvín og bjór og 6,85% á
sterk vín, miðað við 22% styrk-
leika, en í áfengisgjaldinu er miðað
við 15%. Við bætist 24,5% virðis-
aukaskattur. Örn segir að vaxandi
samkeppni sé meðal heildsala í
sölu á bjór og nú síðast á svo-
nefndu kassavíni (rauðvíni og hvít-
vín í kössum). Svigrúm til lækk-
unar á áfengi er því eins og sakir
standa í höndum birgjanna og þar
gætir samkeppni í ákveðnum teg-
undum bjórs og léttra vína sem
sum hver hafa lækkað í verði.
Í fjármálaráðuneytinu fengust
þau svör að engin áform væru uppi
um lækkun áfengisgjalds og að
áfengisgjald á léttvín og bjór hefði
í raun lækkað um 30% að raungildi
frá 1998.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn-
ir á SÁÁ, líkti áfengisgjaldi, á fyrr-
nefndum fundi viðskipta- og hag-
fræðideildar og FÍS í vor, við
spilliefnagjald, og minnti á að
hugsunin að baki gjaldinu væri sú
að þeir sem neyttu áfengis tækju
þátt í kostnaðinum sem af neyslu
áfengis hlytist.
Hvort heldur sem álögur á
áfengi lækka á komandi árum eða
ekki, eru flestir sammála um að æ
erfiðara verður fyrir Norðurlöndin
að réttlæta áfengisstefnu sína og
háa tolla.
Fréttaskýring | Verðlagning á áfengi
Neysluvara
eða spilliefni?
Ráðherrar Norðurlandanna vilja stilla
saman strengi í áfengismálum
Áfengisgjald á léttu víni hefur lækkað.
Álögur með því hæsta
sem þekkist
Álögur á áfengi á Íslandi eru
með því hæsta sem þekkist. Verð
á flösku af argentísku rauðvíni
(13% að styrkleika) sem kostar út
úr verslun ÁTVR kr. 1.290 skipt-
ist sem hér segir: Innkaupsverð
og heildsöluálagning birgja kr.
484,60, áfengisgjald kr. 425,70
og skilagjald kr. 9,73. Ofan á
þetta reiknast 13% álagning
ÁTVR í smásölu og að lokum
bætist við 24,5% virðisauka-
skattur.
kristjan@mbl.is
"
#
$ # %&
#$$%% %&%
" " '$%
& (
" $)$* ""$ ")%
+(
",
$)
-!$,
&
'
$ ")
.
&/0
""$ ")
'
$ ")
.
&/0
""$ ")
(
)
$ ")
.
""$ ")
&/0
(
$ ")
.
""$ ")
&/0
% %
% %
% %
% %
Verð: 39.900kr.
2 fyrir 1
*
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
56
49
08
/2
00
4
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, akstur til og frá
flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu
bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann.
Haustsólin
Örfá
sæt
i - bó
kaðu
stra
x!
Kynntu þér málið á www.urvalutsyn.is
eða í síma 585-4000.
Tilboðið gildir í brottfarir 31. ágúst - 16. sept.
Einungis valdir gististaðir á tilboði.
Fleiri en tveir? Verð á mann er óháð fjölda í gistingu.
til Portúgal, Mallorca eða Costa del Sol
á mann í stúdíói í 7 nætur.
Aukavika: 19.900 kr.
Verð: 46.900kr.* á mann í íbúð í 7 nætur.Aukavika: 24.900 kr.
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111