Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 44
MENNING 44 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Haustin eru orðin ein lönghátíð fyrir íslenska kvik-myndaunnendur. Í bók- staflegri merkingu því haustið er tími kvikmyndahátíðanna þegar sett er upp hver kvikmyndahátíðin á eftir annarri, hver annarri áhuga- verðari og fjölbreyttari. Og fjöl- breytni er einmitt það sem svo nauðsynlega vantar í ís- lenska bíó- menningu alla- jafnan. Nú hafa ný- hafið göngu sína í fyrsta skiptið Bandarískir indídagar í Há- skólabíói. Einkar safarík kvik- myndahátíð þar sem gefur að líta brot af áhugaverðustu myndunum sem orðið hafa til í óháðri banda- rískri kvikmyndagerð – þ.e. myndir sem ekki eru framleiddar af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood – en færa má góð rök fyrir því að sú kvikmyndagerð sé einmitt í miklum blóma um þessar mundir. Það er ekki síst vegna upprisu heimild- armyndanna en meðal mynda á indídögunum eru tvær einkar at- hyglisverðar heimildarmyndir Capturing The Friedmans og Spellbound. Þá er á hátíðinni nýj- asta mynd Jims Jarmusch, Coffee & Cigarettes, en segja má að Jar- musch sé einmitt holdgervingur óháðrar bandarískrar kvikmynda- gerðar og annar stór í óháða geir- anum bandaríska, Richard Link- later, á þar líka mynd sem margir eru á að sé hans allra besta til þessa; Before Sunset en hún er framhald hinnar rómantísku ferða- spunamyndar, Before Sunrise.    Og indíhátíðin er aðeins byrjuniná þessu hátíðarhausti. Næst verður Nordisk Panorama, nor- ræna stutt- og heimildarmyndahá- tíðin, sex daga hátíð og keppni, al- gjörlega pökkuð af áhugaverðum myndum, ekki bara norrænum heldur verður einnig gefin þar inn- sýn í það besta sem hefur verið að gerast í stutt- og heimildarmynda- gerð í heiminum og verða þ. á m. sýndar heimildarmyndirnar The Fog of War sem fékk Ósk- arsverðlaunin í ár, The Corpora- tion og The Yes Men! en þær um- deildu myndir taka hver á sinn gagnrýna hátt á viðskiptaheimi samtímans. Íslensku myndirnar sem eru með í ár eru stuttmynd- irnar Peningar eftir Sævar Sig- urðsson, Síðustu orð Hreggviðs eft- ir Grím Hákonarson, Vín hússins eftir Örn Marínó Arnarson og Þor- kel S. Harðarson, Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson og Who’s Barði? eftir Ragnar Bragason en hann er einnig með heimild- armyndina Love is in the air í flokki heimildarmynda í keppninni. Þá verða sýndar utan keppni íslenskar heimildarmyndir sem vekja ættu athygli, þ. á m. hin margrómaða Hagamúsarmynd Þorfinns Guðna- sonar og Reykjavíkurmynd eftir Sólveigu Anspach sem hún gerði árið 2000 en hefur aldrei verið sýnd.    Eftir það eru í vændum a.m.k.tvær hátíðir, ef ekki þrjár. Regnboginn mun standa fyrir há- tíðinni 101 Kvikmyndahátíð í októ- ber þar sem meðal mynda verður að öllum líkindum nýjasta mynd Zhang Yimou (Hetja, Rauði lamp- inn, Að lifa), mögnuð mynd sem heitir Hús hinna fljúgandi rýtinga (Shi mian mai fu). Norrænir dagar eru yfirvofandi hjá Háskólabíói og Sambíóunum þar sem m.a. stendur til að sýna Cops. Þá er von á að enn ein kvikmyndahátíð verði haldin í Reykjavík í nóvember, hátíð sem án efa yrði einkar kærkomin. Haustin eru hátíð ’… haustið er tími kvik-myndahátíðanna þegar sett er upp hver kvik- myndahátíðin á eftir annarri, hver annarri áhugaverðari og fjöl- breyttari. ‘AF LISTUMeftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is ÞORBJÖRN Björnsson hefur hljómfagra og kraftmikla rödd og sýndi að hann býr þegar yfir tölu- verðu listrænu innsæi þó hann sé enn í námi. Hins vegar á hann eftir að gæða rödd sína fleiri litbrigðum, veikir tónar voru dálítið mjóir og málmkenndir. Auk þess var söngur hans ekki alltaf hreinn og má e.t.v. kenna flensu þar um; Þorbjörn til- kynnti á miðjum tónleikum að heilsa hans væri ekki upp á marga fiska. Burtséð frá raddbeitingunni þá var ýmislegt í túlkuninni ekki mjög sannfærandi; sérstaklega voru Schubertlögin í það heila tilgerð- arleg. Hvar var t.d. barnsleg ein- lægnin í Heidenröslein? Íslensku þjóðlögin voru fallega flutt og margt í Ferðasöngvunum kom vel út. Þor- björn er efnilegur og á eftir að ná langt ef hann heldur rétt á spöð- unum. Ástríður Alda stóð sig prýði- lega við píanóið, en einnig þar hefði ég viljað heyra fleiri blæbrigði, sér- staklega í Ferðasöngvunum. Byrj- unarlagið var óþarflega varfærn- islegt og The Roadside Fire skorti gleði. Í það heila fannst mér hún ekki styðja söngvarann nægilega vel í túlkun þó tæknilega væri leikur hennar fyrsta flokks. Þetta voru því misjafnir tónleikar þrátt fyrir að hæfileikafólk væri á ferð. TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Þorbjörn Björnsson baríton og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari fluttu lög eftir Vaughan Williams og Schubert auk 9íslenskra þjóðlaga. Þriðjudagur 24. ágúst. Jónas Sen ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.