Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 13
CHARLES Robert Jenkins fékk sér
í gær klippingu að hætti banda-
rískra hermanna en fyrr um daginn
hafði hann mætt til skyldustarfa í
fyrsta skipti í tæpa fjóra áratugi.
Jenkins gaf sig fram við bandarísk
hermálayfirvöld í Zama-búðunum í
Japan á laugardag. Með honum í
för voru japönsk eiginkona hans,
Hitomi Soga, og tvær dætur þeirra
hjóna sem báðar eru um tvítugt.
Jenkins er 64 ára gamall. Hann
hvarf er hann var við skyldustörf í
Suður-Kóreu í janúarmánuði árið
1965. Var hann sakaður um að hafa
gerst liðhlaupi en vitað er að hann
dvaldist í Norður-Kóreu þar til í
júlímánuði í ár þegar hann hélt til
Indónesíu til fundar við fjölskyldu
sína sem fengið hafði leyfi til að
fara frá Norður-Kóreu árið 2002.
Eiginkona Jenkins er 45 ára gömul.
Hún var í hópi Japana sem stjórn-
völd í Norður-Kóreu létu ræna árið
1978 og var fólkið notað til að að-
stoða við þjálfun njósnara þar.
Talsmaður herstjórnar Banda-
ríkjamanna í Japan sagði að mál
Jenkins fengi nú hefðbundna með-
ferð. Þar til myndi hann dveljast í
Zama-herstöðinni og sinna þar ótil-
greindum störfum. Honum og fjöl-
skyldunni yrði fengið húsnæði. Vit-
að er að stjórnvöld í Japan hafa
þrýst á Bandaríkjamenn um að
taka vægt á máli Jenkins og er það
ekki síst vegna eiginkonu hans,
sem nýtur mikillar samúðar í Jap-
an. Er talið hugsanlegt að Jenkins
verði ekki leiddur fyrir herrétt
heldur verði látið nægja að vísa
honum úr hernum. Jenkins kom á
sínum tíma fram í norður-kóresk-
um áróðursmyndum en hann er
formlega sakaður um liðhlaup.
Hann kann að eiga ævilangt fang-
elsi yfir höfði sér verði hámarks-
refsingu beitt.
Liðhlaupi snýr aftur
Reuters
AÐ MINNSTA kosti 20 manns biðu
bana og 29 særðust í loftárásum
Bandaríkjamanna á meintar bæki-
stöðvar al-Qaeda-hryðjuverka-
manna í borginni Fallujah í Írak í
gær. Mikið mannfall var einnig í
Írak í fyrradag, þá er talið að 78
hafi dáið í árásum vígamanna á
íraskar stjórnarbyggingar og bæki-
stöðvar Bandaríkjahers.
Talsmenn Bandaríkjahers skýrðu
aðgerðir sínar í gær með því að
segja að þeir hefðu haft heimildir
um að Abu Mussab al-Zarqawi,
Jórdaníumaður sem grunaður er
um að stjórna einum virkasta upp-
reisnarhópnum í Írak, væri staddur
á tilteknum stað í Fallujah. Hópur
Zarqawis, sem er sagður hafa
tengsl við al-Qaeda, hafði lýst
ódæðisverkunum á sunnudag á
hendur sér.
Íbúar í hverfinu, sem varð fyrir
sprengingum Bandaríkjahers,
brugðust hins vegar ókvæða við og
sögðu ekkert til í þeim staðhæf-
ingum, að þeir sem létust hefðu allir
verið fylgismenn al-Zarqawis. „Eins
og stendur erum við búnir að fá til
okkar fimmtán lík. Meðal látinna er
sjúkraflutningabílstjóri og tvær
hjúkrunarkonur,“ sagði Falal Abd-
ullah, útfararstjóri í Fallujah.
Tyrkir hóta að
hætta samstarfi
Tyrknesk stjórnvöld hótuðu í gær
að hætta allri samvinnu við Banda-
ríkjaher í Írak ef hann hætti ekki
árásum á bæinn Tall Afar, sem er
einkum byggður Túrkmenum, að
sögn fréttastofunnar Anatolia.
Árásirnar á bæinn hafa kostað yfir
50 manns lífið síðustu daga.
Írösk hreyfing kvaðst í gær hafa
rænt tveimur Áströlum og tveimur
Austur-Asíubúum og hótaði að
myrða þá ef stjórn Ástralíu kallaði
ekki herlið sitt frá Írak innan sólar-
hrings. Ástralska stjórnin kvaðst
vera að kanna hvort Áströlum hefði
verið rænt.
Ófremdarástand í Írak síðustu
vikur hefur gefið mönnum tilefni til
að efast um að hægt verði að halda
kosningar í landinu í janúar eins og
að hefur verið stefnt. Ayad Allawi,
forsætisráðherra írösku bráða-
birgðastjórnarinnar, staðhæfði þó í
gær að kosningarnar yrðu haldnar
en hann viðurkenndi að hugsanlega
myndu ekki allir Írakar geta tekið
þátt í þeim. „Ef 300.000 manns geta
einhverra hluta vegna ekki tekið
þátt í kosningum, geta ekki greitt
atkvæði vegna þess að hryðjuverka-
menn hafa tekið ákvörðun í þá veru,
þá segi ég einfaldlega að 300.000
manns […] munu ekki koma í veg
fyrir að 25 milljónir manna gangi að
kjörborðinu,“ sagði Allawi.
Tók hann sem dæmi að ef íbúar
Fallujah gætu ekki tekið þátt í
kosningunum myndu þeir einfald-
lega fá að kjósa síðar.
Tuttugu féllu í loft-
árásum á Fallujah
Fallujah, Bagdad. AFP, AP.