Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 16
MINNSTAÐUR
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Kringlumýrarbraut | Framkvæmdir eru nú
hafnar við ný gönguljós yfir Kringlumýr-
arbraut við Hamrahlíð í Reykjavík, gegnt
verslunarmiðstöðinni Suðurveri. Að sögn
Þórs Gunnarssonar hjá Gatnamálastofu er
stefnt að því að ljúka uppsetningu ljósanna
fyrir lok september.
Samhliða gönguljósunum verða settar upp
grindur svipaðar þeim sem settar hafa verið
upp á gangbrautum á mótum Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar, svo vegfarendur
þurfi ekki að komast yfir allar akreinarnar á
einum ljósum.
Gangbrautar-
ljós undirbúin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EINN, tveir og nú er yfirskrift
heilsuátaks sem heilsueflingarráð
Akureyrar efnir til ásamt Lands-
bankanum en það hófst formlega í
gær. Markmið þess er að hvetja
bæjarbúa til aukinnar hreyfingar og
samveru en einkanlega er því ætlað
að virkja börn á grunnskólaaldri og
foreldra þeirra til reglulegrar hreyf-
ingar.
Liður í átakinu er að svonefndu
„Fjölskyldukorti“ er dreift til allra
grunnskólanemenda í bænum, eins
konar almanaki fyrir hvern mánuð
þar sem korthafar færa skilmerki-
lega inn reglulega hreyfingu allra í
fjölskyldunni, gönguferðir, þátttöku
í íþróttum, leiki, sund, golf, hvort
gengið er í/úr vinnu eða blöð borin út
svo dæmi séu tekin.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri sagði við setningu átaksins að
það væri liður í fjölskyldustefnu
Akureyrarbæjar sem hrint var í
framkvæmd fyrir tveimur árum, en í
stefnunni lýsa bæjaryfirvöld yfir „að
þau vilji leggja sérstaka áherslu á að
gera allar kringumstæður sem hag-
stæðastar fyrir börn og uppalendur
þeirra.“
Friðrik Vagn Guðjónsson læknir
sagði við upphaf átaksins að marg-
sannað væri að ýmsar hættur steðj-
uðu að lifnaðarháttum nútímafólks,
m.a. streita og hreyfingarleysi. Búið
væri að rannsaka afleiðingar þess
nægilega, „og tími til að gera eitt-
hvað,“ sagði hann og bætti við að ef
átakið Einn, tveir og nú skilaði því
að meðalaldur einnar vísitölufjöl-
skyldu hækkaði um eitt ár í kjölfar
aukinnar hreyfingar hefði verið til
einhvers unnið.
Fjölskyldukortinu verður dreift
nú í vikunni og geta nemendur
grunnskólanna skilað því inn til rit-
ara skólans fyrir 10. hvers mánaðar.
Dregið verður úr öllum innsendum
kortum og fá 10 korthafar vegleg
verðlaun í hverjum mánuði.
Heilsueflingarátak sem stendur fram á vor hafið
Einn, tveir
og nú, Akur-
eyringar!
Morgunblaðið/Kristján
Holl hreyfing: Strákar í Lundarskóla takast á í körfubolta á lóð skólans.
AKUREYRI
Lögfræðitorg | Í erindi sínu á
Lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn
14. september, ætlar Francesco
Milazzo að fjalla um hvernig sam-
spil laga, gilda og efnahagslífs
stuðlaði að því að móta hugmynd-
ina um að gera eitthvað í góðri trú
þannig að hún mætti koma að sem
mestum notum hvort sem það hafði
réttarlega þýðingu eður ei. Fyrir-
lesturinn nefnist Law, values,
economics and good faith.
Francesco Milazzo er prófessor í
Rómarétti við lagadeild háskólans í
Catania, en skólinn var stofnaður
árið 1434. Hann gegnir einnig
kennarastöðu við háskólann í Cat-
anzora. Milazzo hefur lagt stund á
fræðilegar rannsóknir á Rómarétti
við háskólann í Freiburg, Þýska-
landi.
Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í
stofu 14 í húsakynnum háskólans
við Þingvallastræti.
AKUREYRARHLAUP Ungmenna-
félags Akureyrar verður næsta
sunnudag, 19. september. Keppni
í hálfmaraþoni, 21,1 km er að
þessu sinni Íslandsmeistaramót.
Megintilgangur Akureyrarhlaups
er að hvetja unga sem aldna til
hreyfingar og heilbrigðra lífs-
hátta og gefa fólki tækifæri til að
vera sjálft í aðalhlutverki í
skemmtilegum íþróttaviðburði
eins og segir í frétt um hlaupið.
Hálfmaraþonhlauparar verða
ræstir kl. 11, en skemmtiskokk-
arar og 10 km hlauparar kl. 12.
Ný hlaupaleið hefur verið lögð í
10 km hlaupi og er hún slétt og
því vel til þess fallin að bæta tíma
sinn í þeirri vegalengd. Hlaupa-
leiðin í hálfu maraþoni þykir með
þeim bestu á landinu og dregur
góða keppendur að segir enn
fremur í frétt frá UFA. Verðlaun
verða veitt fyrir fyrstu karla og
konur í hverjum flokki og eins
eiga allir þátttakendur jafna
möguleika á að hreppa útdráttar-
verðlaun.
Félag eldri borgara aðstoðar
félagið með því að sjá um að
hlauparar fái vatn og orkudrykki
á drykkjarstöðvum. Eftir hlaupið,
teygjur og verðlaunaafhendingu
hefst pitsuveisla. Hægt er að skrá
sig í hlaupið á www.hlaup.is og í
Sportveri á Glerártorgi, en nánari
upplýsingar um hlaupið er að
finna á slóðinni www. ufa.is.
Akureyrarhlaup
MANNRÉTTINDA- og þróunar-
málasetur hefur verið sett á stofn við
félagsvísinda- og lagadeild Háskól-
ans á Akureyri. Markmið með stofn-
un setursins er að vera vettvangur
mannréttinda- og þróunarmála sem
tengjast sérstaklega námi og rann-
sóknum nemenda Háskólans á Akur-
eyri og rannsóknum kennara og
fræðimanna skólans. Setrið mun
leggja sérstaka áherslu á samstarf
við mannréttinda- og þróunarstofn-
anir á Akureyri og víðar á lands-
byggðinni í þeim tilgangi að styrkja
starfsemi þeirra.
Markmiðunum ætlar setrið að ná
með því að koma á fót safni bóka og
tímarita um mannréttinda- og þróun-
armál sem koma munu almenningi á
landsbyggðinni sérstaklega að gagni
auk þess að þjóna nemendum, kenn-
urum og fræðimönnum háskólans. Þá
verður stuðlað að fræðslu á þessum
vettvangi, rannsóknum, staðið fyrir
útgáfu og dreifingu efnis um mann-
réttinda- og þróunarmál sem og einn-
ig fyrirlestrum og umræðum. Einnig
verður komið á fót samstarfi við sam-
bærilegar stofnanir annars staðar.
Félagsvísinda- og
lagadeild Háskólans
Mannréttinda-
og þróunar-
málasetur
TVEIR lionsklúbbar, Lionsklúbbur
Akureyrar og Lionsklúbburinn Vit-
aðsgjafi í Eyjafjarðarsveit hafa gef-
ið Heilsugæslustöðinni á Akureyri
tæki að andvirði tæplega 600 þús-
und krónur. Annars vegar er um að
ræða myndbandstökuvél, sjón-
varpstæki og myndspilara sem not-
uð verða við kennslu og þjálfun í
samtalstækni og sjúklingavinnu
unglækna sem eru í námi á heilsu-
gæslustöðinni og hins vegar skoð-
unartæki fyrir húðkvilla með fylgi-
hlutum. Þau eru notuð við skoðun
og greiningu á húðkvilla og eins við
upplýsingaöflun og varðveislu upp-
lýsinga um ástand. Myndir verður
hægt að geyma á rafrænu formi til
seinni tíma samanburðar og eins
verður hægt að senda þær rafrænt
landshorna á milli ef leita þarf sér-
fræðiálits.
Héðinn Jónasson lionsmaður af-
henti gjafirnar og sagði féð sem
notað var til tækjakaupanna vera
afrakstur hagyrðingakvölds í
fyrrahaust. „Við vonum að tækin
komi að góðum notum,“ sagði hann
við afhendinguna. Margrét Guð-
jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri, sagði ómetanlegt að eiga svo
sterka bakhjarla sem lionsklúbb-
arnir væru. Þeir hefðu gegnum ár-
in lagt sitt af mörkum til tækja-
kaupa á vegum stöðvarinnar og
gert þannig kleift að bjóða upp á
bestu þjónustu sem völ væri á.
Lionsklúbbar gefa
Heilsugæslustöðinni tæki
Morgunblaðið/Kristján
Sýnikennsla á stöðinni: Jón Torfi Halldórsson læknir sýndi notkun bún-
aðarins sem lionsklúbbarnir gáfu Heilsugæslustöðinni á Akureyri.
Reykjavík | Félag jarðvinnuverktaka og Félag
byggingarverktaka hafa samþykkt ályktun þar
sem fagnað er þeirri stefnu Reykjavíkurborg-
ar að fjölga þeim verkþáttum sem boðnir eru
út á hennar vegum. Félögin lýsa hins vegar yf-
ir miklum áhyggjum vegna „sýndarútboða
Reykjavíkurborgar og stofnana í hennar eigu.“
Nýverið bauð Sorpa, fyrirtæki sem er í
meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, út rekstur
þriggja söfnunarstöðva. Vélamiðstöðin ehf.
bauð í verkið en fyrirtækið er í 75% eigu
Reykjavíkurborgar og 25% í eigu Orkuveitu
Reykjavíkur.
„Nú stendur yfir útboð á snjómokstri og
hálkueyðingu fyrir Reykjavíkurborg. Í því út-
boði eru skilmálar útboðsins eins og sérsniðnir
fyrir Vélamiðstöðina og Malbikunarstöðina
Höfða, fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu
Reykjavíkurborgar. Fyrirtæki þessi hafa fram
á þennan dag sinnt sjómokstri fyrir borgina og
í útboðinu gildir fyrri reynsla 70% en verð ein-
ungis 30%. Reykjavíkurborg hyggst færa fyr-
irtækjunum þessi viðskipti á silfurfati til 8 ára í
nafni útboðs.
Félög jarðvinnu- og byggingarverktaka hafa
miklar áhyggjur af þessari stefnubreytingu
Reykjavíkurborgar og stofnana hennar. Fyr-
irtækin eru að nafninu til með aðskilinn og
sjálfstæðan rekstur en stjórnunarlega eru þau
í einni sæng. Kaupendur sitja í stjórnum bjóð-
enda og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og
telst tæpast nútímaleg og vönduð stjórnsýsla.“
Segja borgina
standa fyrir
sýndarútboðum
Höfuðborgarsvæðið | Strætó bs. undirritaði
nýverið samning við B&L um kaup á 30 stræt-
isvögnum frá Irisbus. Þetta er stærsti kaup-
samningur sinnar tegundar sem Strætó bs.
hefur undirritað og sá stærsti sem gerður hef-
ur verið frá árinu 1968 þegar Strætisvagnar
Reykjavíkur keyptu 30 vagna er hægri umferð
var tekin upp.
Nýju vagnarnir verða afhentir á næstu fjór-
um árum og fimm fyrstu vagnarnir verða af-
hentir í desember nk. Að sögn Ásgeirs Eiríks-
sonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., kostar
hver vagn á bilinu 18–19 milljónir króna. Að-
spurður segir Ásgeir töluvert hafa munað á
lægsta tilboðinu, sem Irisbus átti, og því næst-
lægsta, eða sem samsvarar andvirði eins
vagns.
Með þriðjungshlut á alþjóðamarkaði
Irisbus hefur starfað frá árinu 1999 þegar al-
menningsvagnaframleiðsla Renault og Ivago
var sameinuð. Fyrirtækið er einn stærsti fram-
leiðandi almenningsvagna í heimi, með tæp-
lega þriðjungshlut á alþjóðamarkaði.
Á myndinni eru þau Ásgeir Eiríksson fram-
kvæmdastjóri Strætó bs., Erna Gísladóttir for-
stjóri B&L, Guðjón Ólafur Jónsson stjórnar-
formaður Strætó bs. og Heiðar J. Sveinsson
forstöðumaður sölusviðs B&L að undirritun
lokinni. Morgunblaðið/Sverrir
Strætó kaupir 30 nýja strætisvagna