Morgunblaðið - 14.09.2004, Page 17
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 17
Kynntu þér tilboð okkar
á bílaleigubílum
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað
Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Við erum í 170 löndum
5000 stöðum
T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn,
Frankfurt, Milano, Alicante ...
AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is
Minnum á Visa afsláttinn
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Á annað þúsund manns komu til Þjóðahátíðar
Austfirðinga, sem haldin var sl. sunnudag. Fólk frá fjórtán
þjóðlöndum kynnti þar menningu sína og gafst gestum kost-
ur á að kynnast matargerð, handverki, tónlist og fleiru frá
löndunum. Mælt er að hátíðin hafi heppnast vel og fólk
blandað geði svo opnaði fyrir aukin samskipti.
Starfsmenn frá Kárahnjúkum fjölmenntu á hátíðina á
vikulegum frídegi sínum og munu hafa verið á milli 20 og 30% gesta. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við þaðan voru
ánægðir með þennan vettvang fyrir spjall og skoðanaskipti og sögðust gjarnan vilja meira af svo góðu, hvernig
svo sem það væri framkvæmt.
Sr. Toshiki Toma, sem var viðstaddur á þjóðahátíð og flutti þar ávarp, orti ljóðið „Fegurð í litskrúði“ í tilefni há-
tíðarinnar og er það birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Austfirðingar
allra landa
Fegurð náttúru
er jarðarbörnum móðurfaðmur
og henni fæðist
ekta hrjúf hlýja þjóðar
–
Tungur berast
frá allri heimsbyggðinni
og heilsast á bæjargötum
á hikandi íslensku
–
Allra ósk
að festa rætur í nýheimi
Dýrmæti í hverju brjósti
blómgist í litskrúði
Fegurð Íslands
smýgur og ljómar í sálum okkar
Á sporum forfeðra
reisum við framtíð
–
(Toshiki Toma)
Í tilefni af þjóðahátíð Austfirðinga 2004
Fegurð í litskrúði
Laxamýri | Grænfóður óx seint framan af sumri í Suður-Þingeyjarsýslu
vegna mikilli þurrka, en nú hefur ræst úr þar sem nokkrum sinnum hefur
rignt það sem af er þessum mánuði. Bændur hafa fagnað úrkomunni og
grænfóðurtíminn stendur sem hæst á þeim bæjum þar sem kýr eru hafðar í
káli.
Á myndinni má sjá Jón Helga Jóhannsson, bónda í Víðiholti, sem nýtir
vel þessa haustbeit. Hann færir rafstrenginn þrisvar á dag þannig að kýrn-
ar hafa alltaf fersk kálblöð innan seilingar enda kunna þær gott að meta og
mjólka mikið.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Kýr í káli
Sunnan Skarðsheiðar | Viðræður um
sameiningu sveitahreppanna fjögurra í
Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðs-
heiðar eru á lokastigi. Oddviti Leirár-
og Melahrepps telur að umræður um
framtíð Heiðarskóla að undanförnu
hafi þjappað íbúunum saman
Búist er við að drög að tillögu um
sameiningu sveitarfélaganna og fram-
tíðarsýn nýs sveitarfélags verði kynnt
sveitarstjórnarmönnum í lok þessa
mánaðar og í kjölfarið verði endanleg
tillaga lögð fyrir íbúana í atkvæða-
greiðslu. Það verður gert 20. nóvem-
ber ef áætlanir ganga eftir.
Sveitarfélögin fjögur eru Leirár- og
Melahreppur, Hvalfjarðarstrandar-
hreppur, Skilmannahreppur og Innri-
Akraneshreppur. Þeir umlykja Akra-
neskaupstað til landsins og eru verk-
smiðjurnar á Grundartanga í Skil-
mannahreppi og Hvalfjarðarstrandar-
hreppi. Liðlega eitt hundrað íbúar eru í
hverjum hreppi. Hingað til hefur ekki
verið áhugi til sameiningar innbyrðis
eða við Akranes.
Sveitarfélögin reka saman grunn-
skólann Heiðarskóla og hafa samstarf
á ýmsum öðrum sviðum. Nýlega ósk-
aði hreppsnefnd Skilmannahrepps eft-
ir viðræðum við bæjarstjórn Akraness
um rekstur grunnskóla. Það olli nokkr-
um óróa í kringum Heiðarskóla. Þann-
ig beittu tveir kennarar við skólann sér
fyrir fundi velunnara skólans og var
þar ákveðið að stofna félag til stuðn-
ings Heiðarskóla. 42 komu á fundinn
en það voru foreldrar, starfsmenn og
aðrir velunnarar, að sögn Brynjólfs
Þorvarðarsonar leiðbeinanda. Fundur-
inn samþykkti að gera þá kröfu til
sveitarstjórnanna að tryggja framtíð
skólans og móta skýra framtíðarstefnu
um áframhaldandi rekstur hans.
Brynjólfur segir að sumir fundar-
manna hafi talið að sameining hrepp-
anna fjögurra væri forsenda þess að
hægt væri að tryggja rekstur skólans.
Hann segir að óvissan sem nú sé uppi
hafi skapað spennu í skólanum og vald-
ið nemendum og starfsfólki áhyggjum.
Kvaðst hann hræddur við að þetta
ástand leiddi til þess að börnin bæru
minni virðingu fyrir skólanum.
Í síðustu viku var einnig haldinn
borgarafundur í Skilmannahreppi um
þetta mál, sem boðað var til að kröfu
íbúa. Þar var samþykkt að skora á
hreppsnefndina að fara ekki í um-
ræddar viðræður við Akurnesinga.
Sigurður Sverrir Jónsson í Stóra-
Lambhaga, oddviti Skilmannahrepps,
segir að ágætissamstarf hafi verið við
hina þrjá hreppana um rekstur Heið-
arskóla í fjörutíu ár. Sú hugmynd hefði
komið upp í hreppsnefnd Skilmanna-
hrepps að ræða við bæjarstjórn Akra-
ness um rekstur grunnskóla til þess að
athuga hvort upp kæmi einhver flötur
á samstarfi til að draga úr kostnaði,
báðum til hagsbóta. Það ætti eftir að
koma í ljós enda viðræðurnar ekki
hafnar. Hann tekur fram, vegna um-
ræðna um framtíð Heiðarskóla, að
aldrei hafi verið ætlunin að flytja skól-
ann úteftir. Þá yrði ekkert gert án
samráðs við hinar sveitarstjórnirnar
sem ættu aðild að byggðasamlagi um
Heiðarskóla.
Vilja ekki missa skólann
Marteinn Njálsson í Vestri-Leirár-
görðum, oddviti Leirár- og Mela-
hrepps, lýsir þeirri skoðun sinni að
sameining sveitarfélaganna fjögurra
sé forsenda fyrir rekstri Heiðarskóla
til framtíðar. Eins og staðan sé nú geti
hvert einstakt sveitarfélag sagt sig úr
byggðasamlaginu og þá brysti rekstr-
argrundvöllurinn. „Þegar búið verður
að sameina sé ég ekki annað en að við
getum rekið grunnskóla með sóma
enda verður þetta með tekjuhærri
sveitarfélögum landsins,“ segir Mar-
teinn og er trúaður á að íbúarnir muni
samþykkja sameininguna. „Umræðan
að undanförnu hefur þjappað fólki hér
saman. Íbúarnir vilja ekki missa skól-
ann,“ segir hann.
Viðræður um sameiningu fjögurra hreppa sunnan Skarðsheiðar
Umræður um skólann
þjappa fólki saman
LANDIÐ