Morgunblaðið - 14.09.2004, Qupperneq 20
UMRÆÐAN
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HVERGI er hægt að túlka nið-
urstöður skýrslu nefndar forsæt-
isráðuneytisins um
stöðu lagalegra rétt-
inda samkynhneigðra
öðruvísi en svo að þar
gæti viðhorfa sem
byggjast á fordómum í
garð þess lífsstíls sem
lesbíur og hommar
vænta að hafa frelsi til?
Frelsi sem byggist ein-
vörðungu á almennum
mannréttindum.
En hluti nefnd-
armanna telur sig ekki
geta fallist á að sam-
kynhneigð hjón skuli
öðlast það frelsi að hafa val um
möguleika til þess að stofna til fjöl-
skyldu með þeim rétti sem ættleið-
ing barna af erlendum uppruna veit-
ir gagnkynhneigðum hjónum. En
rökin eru m.a. þau að vegna þess hve
lítið vitað er um líðan þeirra ætt-
leiddu barna sem hér eru fyrir og þá
óvissu um almenna líðan þeirra
barna sem hugsanlega eignuðust
samkynhneigða foreldra, vegna
hugsanlegs aðkasts sem þau börn
yrðu fyrir í ofanálag, sé engin leið að
ganga alla leið í að jafna rétt sam-
kynhneigðra og gagnkynhneigðra.
Enginn annar hópur þarf að sitja
undir slíkum ákvörðunum fagfólks
sem hefur slíka ábyrgð og þau völd
sem raun ber vitni sem leyfir sér að
vega og meta rétt og frelsi þeirra
með þeim hætti sem niðurstöður
fyrrgreindrar skýrslu segja til um.
Sú lagalega réttarbót sem allir sam-
kynhneigðir hafa vænst að yrði stað-
fest í nýútkominni
skýrslu á sér ekki stað
og er það afar athygl-
isverð niðurstaða. Það
eru mikil vonbrigði fyr-
ir þjóðina alla að enn
skuli vitibornu fólki
leyfast að finnast rétt-
indi samkynhneigðra
vera í ætt við forrétt-
indi þegar réttindi
samkynhneigðra snú-
ast fyrst og fremst um
að öðlast sama rétt og
aðrir einstaklingar sem
kjósa að skilgreina sig
gagnkynhneigða. Það ætlar ekki að
verða þrautalaus ganga fyrir lesbíur
og homma að öðlast þá mannvirð-
ingu sem þykir sjálfsögð hverri
manneskju og jafnræðisreglan kveð-
ur skýrt á um.
Í mínum huga er þó ekki öll von
úti – við eigum eina von og það er
sjálft Alþingi sem hefur síðasta orð-
ið. Alþingismenn og konur hafa það í
valdi sínu að greiða götur lesbía og
homma fyrir fullt og allt. Alþingi Ís-
lendinga hefur nú sem aldrei fyrr
ótrúlegt tækifæri til þess að lögfesta
frelsi samkynhneigðra upp að sama
marki og frelsi gagnkynhneigðra
einstaklinga um persónulegt val
hvers og eins til að lifa því lífi sem
hver kann að kjósa sér. Hvort held-
ur sem er í formi staðfestrar sam-
vistar, skráðrar sambúðar, mögu-
leika lesbískra kvenna til
tæknifrjóvgunar eða þann mögu-
leika samkynhneigðra para til að
stofna til fjölskyldu í gegnum ætt-
leiðingu, hvort heldur sem er inn-
lendrar eða erlendrar ættleiðingar.
Ég skora á alþingismenn, sem ég
trúi og treysti til þess að færa mér
og öðrum lesbíum og hommum í eitt
skipti fyrir öll það sjálfsagða frelsi
sem býðst samferðafólki mínu flestu,
þ.e. öllu því fólki sem býr yfir þeirri
tilfinningu að hrífast af hinu kyninu
– já, í því liggur allur munurinn.
Ég trúi því og treysti að árið 2004
hafi Íslendingum tekist að fá til
starfa á Alþingi fólk sem telur
mannvirðinguna vera þann grund-
vallarþátt sem hverri og einni mann-
eskju er lífsins nauðsynleg.
Ég hef öðlast sjálfs-
virðingu en óska hér með
eftir fullri mannvirðingu
Sara Dögg Jónsdóttir fjallar
um samkynhneigð ’Ég trúi því og treystiað árið 2004 hafi Íslend-
ingum tekist að fá til
starfa á Alþingi fólk sem
telur mannvirðinguna
vera þann grundvall-
arþátt sem hverri og
einni manneskju er lífs-
ins nauðsynleg.‘
Sara Dögg Jónsdóttir
Höfundur er grunnskólakennari.
HVERNIG verð-
leggjum við góða
heilsu? Góð heilsa er
sannarlega þess virði
að hún sé metin að
verðleikum. Það þekkir
Þórarinn Guðlaugsson
matreiðslumeistari,
sem stóð fyrir sælkera-
kvöldi á Broadway 3.
september til stuðn-
ings starfi Íþrótta-
sambands fatlaðra. Að
baki honum stóðu
Tryggvi Freyr Elín-
arson, Guðmundur
Guðlaugsson, landslið
matreiðslumeistara og
fleiri aðilar sem gerðu
hugmynd hans að veru-
leika.
Þórarinn, sem var
langt leiddur af Park-
inson-sjúkdómnum,
ákvað að fara í aðgerð í
Svíþjóð á síðasta ári
sem gat, ef vel tækist
til, gert einkenni sjúk-
dómsins vægari en ella.
Hann hét því að ef
aðgerðin tækist vel
skyldi hann láta gott af
sér leiða og framtak
hans nú staðfestir að
hann ætlar að standa
við sitt heit.
Í sumar kom hann á
fund hjá Íþrótta-
sambandi fatlaðra og þar var mótuð
hugmynd að sælkerakvöldi á Broad-
way til stuðnings starfsemi ÍF. Þessi
heimsókn var sérlega ánægjuleg og
ekki síst var athyglisvert að fá slíkan
stuðning frá einstaklingi sem sjálfur
berst við erfiðan sjúkdóm.
Sælkerakvöldið á Broadway var
sérlega vel heppnað og fjölmenni var
á staðnum.
Þetta framtak Þórarins er ein-
stakt. Hann hefur snúið vörn í sókn,
ætlar að stíga fram og hjálpa öðrum
og standa þannig við gefið loforð í
Svíþjóð. Það er hollt fyrir okkur öll að
taka eftir þessu framtaki og því
hvernig markmið hans varð að veru-
leika.
Þegar öllu er á botn-
inn hvolft er það aðeins
manneskjan sjálf sem
skapar eigin verðleika,
þar ráða engir fjár-
munir, valdastaða, titlar
eða orður. Framtak
Þórarins hefur vakið að-
dáun þeirra sem fylgst
hafa með en það er ekki
aðalatriðið. Hann setti
sér markmið og stefndi
á að fylgja því eftir.
Framtak hans er hvatn-
ing til annarra sem
stríða við sjúkdóma eða
fötlun um að gefast ekki
upp.
Á hverjum degi er
veikt og fatlað fólk að
framkvæma lítil krafta-
verk. Þetta fólk er ekki
áberandi í fjölmiðlum en
það er eimmitt fólk eins
og Þórarinn sem minnir
okkur á þennan þögla
hóp. Þetta fólk er af-
reksfólk. Landslið mat-
reiðslumanna og lands-
lið ÍF mættust á
Broadway. Þórarinn
yrði án efa valinn í
landslið hins þögla hóps
afreksfólks, ef slíkt
landslið væri til.
Íþróttasamband fatl-
aðra óskar Þórarni og
stuðningsmönnum hans
til hamingju með frábært framtak og
þakkar innilega fyrir ómetanlegan
velvilja í garð fatlaðs íþróttafólks. All-
ir þeir sem á einn eða annan hátt
lögðu lóð á vogarskálarnar til að þetta
verkefni tækist sem best fá einnig
innilegar þakkir frá ÍF.
Landslið ÍF sem keppir á Ólympíu-
móti fatlaðra í Aþenu á næstu vikum
ætlar sér að reyna að feta í fótsport
Þórarins og ná sínum markmiðum.
Vonandi tekst þeim það!
Frábært framtak
í þágu Íþróttasam-
bands fatlaðra
Anna K. Vilhjálmsdóttir skrifar
um íþróttir fatlaðra
Anna K. Vilhjálmsdóttir
’Íþróttasam-band fatlaðra
óskar Þórarni
og stuðnings-
mönnum hans
til hamingju
með frábært
framtak og
þakkar innilega
fyrir ómetan-
legan velvilja í
garð fatlaðs
íþróttafólks.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍF.
RANNSÓKNASTOFNUN bygg-
ingariðnaðarins starfar
samkvæmt lögum frá
1965. Þar er meðal ann-
ars kveðið á að stofn-
unin skuli sinna rann-
sóknum á sviði
byggingariðnaðar,
rannsaka nýjungar sem
stuðla að betri og hag-
kvæmari byggingum og
sinna upplýsingaskyldu
til að koma þekking-
unni á skilvirkan hátt til
neytenda. Þetta hefur
stofnunin gert með
ýmsu móti og skal það
rakið hér á eftir í
stórum dráttum. Fyrst
er til að taka að flestum
rannsóknum lýkur með
skýrslu sem er opin og
öllum aðgengileg. Má
þar nefna sem dæmi
rannsóknir á íslenska
sementinu.
Niðurstöður þeirra rannsókna hafa
leitt til þess að í dag er íslenska sem-
entið hágæða vara þar sem kísilryk
er nýtt til að bæta framleiðsluna, en
kísilryk var áður úrgangsefni. Þetta
þýðir meðal annars að alkalískemmd-
ir heyra sögunni til sem hefur auðvit-
að gífurleg jákvæð áhrif, bæði fyrir
þjóðina í heild og svo húseigendur og
byggingaraðila. Það má í þessu tilviki
vitna til orða Winstons Churchills:
„sjaldan hafa jafnmargir átt jafnfáum
jafnmikið að þakka.“ Til að koma
þekkingunni til neytendanna eru
ýmsar leiðir. Rannsóknarskýrslur
voru nefndar hér að framan. En Rb
gefur líka út svokölluð Rb-tækniblöð
þar sem er að finna aðgengilegar
upplýsingar á flestum sviðum bygg-
ingariðnaðarins í í samanþjöppuðu og
hnitmiðuðu formi. Verkefnin eru nú
orðin á 3ja hundraðið í 5 laus-
blaðamöppum. Loks
gefur stofnunin út núm-
eruð sérrit sem fjalla
um ýmis sértæk efni,
eins og lagnamál, hús-
byggingatækni, skipu-
lag, raka í húsum, veg-
tækni og jarðtækni svo
eitthvað sé nefnt. Þá
hefur Rb opnað upplýs-
ingavef www.habygg.is
sem er stytting úr
Handbók byggingariðn-
aðarins“ og má þar
finna ýmsan fróðleik og
vegur þar einna þyngst
aðgangur að verklýs-
ingarbanka um múr og
steypu, tréverk og
málningu þar sem við-
hald húsa er viðfangs-
efnið.
Það er því ljóst að
Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins
býr yfir mikilli þekkingu sem hefur
sannað gildi sitt. Það er líka mikið í
húfi. Árleg fjármunamyndun í bygg-
ingariðnaði skiptir tugum milljarða
króna.
Í lokin má geta þess að sérfræð-
ingar stofnunarinnar svara endur-
gjaldslaust í síma fyrirspurnum
klukkan 15–16.30, nema föstudaga kl.
14–15. Þetta mun einsdæmi hvað
varðar þjónustu á sértæku tæknisviði
enda hefur það mælst vel fyrir og
mikið notað af viðskiptavinum stofn-
unarinnar. Síminn okkar er 570 7300
og öllum er velkomið að hringja.
Einnig má senda fyrirspurnir.
Rannsóknir og
ráðgjöf í þágu
þjóðarinnar
Óli Hilmar Jónsson fjallar um
rannsóknir og ráðgjöf Rb
’Til að komaþekkingunni
til neytendanna
eru ýmsar
leiðir.‘
Óli Hilmar Jónsson
Höfundur er deildarstjóri.
Á DÖGUNUM rakst ég á bók-
arkver í búð, Lífsspeki eftir Jón
Hjaltason sagnfræðing. Það er 72
blaðsíðna fleygorðasafn, sem
Hólar á Akureyri gáfu út á síðasta
ári, 2003. Þegar ég fletti því laus-
lega, fann ég ýmislegt skemmti-
legt, svo að ég keypti það. En því
miður hef ég síðan rekist þar á svo
ótrúlegar villur, að ég hlýt að vara
hugsanlega kaupendur við. Jón
hefur til dæmis eftir „Ecclesiastic-
us“, að samviskan segi okkur
meira en sjö varðmenn á hæstu
tindum borgarinnar. Jón virðist
trúa því, að „Ecclesiasticus“ sé
spekingur, svipað og Jón Trausti
hélt forðum, að „Derselbe“ væri
þýskur listmálari, og hafði Jón
Trausti þó sér til málsbóta, að
hann gat ekki gengið menntaveg-
inn sökum fátæktar. En þetta er
auðvitað úr Síraksbók, einni hinna
apókrýfu bóka Gamla testament-
isins (sem stundum er nefnd „Eccl-
esiasticus“ á ensku), og hljóma
orðin svo í íslenskri þýðingu frá
1931 (37, 14): „Hjarta manns veit
hentugra dagráð en sjö stjörnu-
vitringar í varðturni.“ Það er í senn
óviðkunnanlegt og einkennilegt, að
Jón Hjaltason setur í kverinu eigið
nafn undir sum alkunn spakmæli,
til dæmis um að siðmenningin
haldi mannskepnunni í skefjum.
Hann hefur einnig ræðustúf eftir
„heilögum Chrysostomosi“. Hann
á áreiðanlega við Jóhannes frá
Antíokkíu, sem uppi var á fjórðu
öld og var biskup í Miklagarði (sem
Jón kannast sennilega við sem Ist-
anbul). Sá var nefndur á grísku
Krýsostómos eða gullmunnur
vegna fossandi mælsku. Margar
aðrar villur eru í þessu stutta
kveri, flestar smávægilegar, eins
og að Guðmundur Björnson land-
læknir skrifaði eftirnafn sitt og
ættarnafn ekki með tveimur s-um,
heldur einu, og að spænski rithöf-
undurinn Salvador de Madariaga
hét ekki Madariage og sænski rit-
höfundurinn Hjalmar Söderberg
ekki Södeberg. Einhvern tíma
missti ég út úr mér, að Jón Hjalta-
son væri dugnaðarforkur. En nú sé
ég, að hann hefur aðeins bætt það
upp með dugnaði, sem vantaði á
þekkinguna.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Einkennileg
útgáfustarfsemi
Höfundur er áhugamaður um
mál og menningu.
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Jón Steinsson: „Það er engin
tilviljun að hlutabréfamarkað-
urinn í Bandaríkjunum er öfl-
ugri en hlutabréfamarkaðir
annarra landa.“
Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt
af markmiðum með stofnun
þjónustumiðstöðva er bætt að-
gengi í þjónustu borgaranna.“
Jónas Gunnar Einarsson:
„Áhrifalaus og mikill meirihluti
jarðarbúa, svokallaður almenn-
ingur þjóðanna, unir jafnan
misjafnlega þolinmóður við
sitt.“
Jakob Björnsson: „Mörg rök
hníga að því að raforka úr
vatnsorku til álframleiðslu
verði í framtíðinni fyrst og
fremst unnin í tiltölulega fá-
mennum, en vatnsorkuauðug-
um, löndum …“
Tryggvi Felixson: „Mikil
ábyrgð hvílir því á þeim sem
taka ákvörðun um að spilla
þessum mikilvægu verðmætum
fyrir meinta hagsæld vegna
frekari álbræðslu.“
Stefán Örn Stefánsson: „Ég
hvet alla Seltirninga til að
kynna sér ítarlega fyrirliggj-
andi skipulagstillögu bæjaryf-
irvalda …“
Gunnar Finnsson: „Hins veg-
ar er ljóst að núverandi kerfi
hefur runnið sitt skeið og
grundvallarbreytinga er
þörf …“
Eyjólfur Sæmundsson og
Hanna Kristín Stefánsdóttir:
„Öryggismál í landbúnaði falla
undir vinnuverndarlög og þar
með verksvið Vinnueftirlits-
ins.“
Jakob Björnsson: „Með þvílík-
um vinnubrögðum er auðvitað
lítil von um sættir.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Því eru gráður LHÍ að inntaki
engu fremur háskólagráður en
þær sem TR útskrifaði nem-
endur með, nema síður sé.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar