Morgunblaðið - 14.09.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.09.2004, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Sænska ríkisstjórnin hefurákveðið að grípa til sam-ræmdra aðgerða til aðkoma í veg fyrir að börn úr hópi umsækjenda um hæli þar í landi veikist af nokkurs konar upp- gjafarsjúkdómi sem nefndur er apati eða verkstol. Um 130 börn úr þessum hópi í Svíþjóð hafa verið greind verkstola og lýsa veikindin sér þannig að börnin loka sig af, hætta að tala, borða og hreyfa sig, leggjast að lokum í rúmið og þurfa sum að fá næringu í gegnum slöngu og vökva í æð. Þau virðast gefast upp og missa alla lífslöngun. Ástandið er alvarlegt og getur verið lífshættulegt. Fjallað var ítarlega um þetta mál í Svenska Dagbladet eftir að sál- fræðingar við barna- og unglinga- geðsjúkrahúsið í Stokkhólmi (BUP) höfðu vakið athygli á því. Einn af þeim, Marie Hessle, hefur nú verið ráðinn stjórnandi samræmdra að- gerða og mun hún hafa það hlut- verk að safna gögnum um börnin, leggja til aðgerðir til úrbóta, kort- leggja umfang vandans, greina hann og safna og miðla þekkingu. Í samtali við SvD í liðinni viku segir Hessle að mikilvægt sé að hraða hælisumsóknarferlinu í Svíþjóð því það sé einn af þáttunum sem geti haft áhrif á sjúkdóminn. Fyrir- byggjandi aðgerðir eru mikilvæg- astar að hennar mati og hún segist hafa á tilfinningunni að fleiri en 150 börn þjáist af þessum sjúkdómi. A.m.k. er ljóst að þrjátíu börn til viðbótar við þau 130 sem greind hafa verið, sýna einkenni sem lýsa sér eins og byrjun á veikindunum. Hafa orðið fyrir miklum áföllum í heimalandinu Börnin 130 koma víðs vegar að, frá fyrrum Júgóslavíu, fyrrum Sov- étríkjum, Tyrklandi, Íran, Írak, Bosníu, Bangladesh og víðar og eru yfirleitt á aldrinum 8–15 ára. Þau hafa öll orðið fyrir miklum áföllum, t.d. búið við stríðsátök og eiga það einnig sameiginlegt að foreldrar þeirra eru illa í stakk búnir að veita þeim öryggi og von vegna þess að foreldrarnir hafa sjálfir orðið fyrir miklum áföllum og berjast e.t.v. við þunglyndi. Öll bíða þau ef Svíþjóð ásamt fjölskyldu og sum hafa fengið jákvæ önnur neikvætt. Hingað vandinn aðeins verið grein þjóð en talið er að einnig s börn í Danmörku sem þjás dómnum. Barbro Holmberg, ráðh flytjendamála í Svíþjóð, grein í DN í liðinni viku ilvægt sé að koma þessum til hjálpar og fyrirbyggja lendi í sömu sporum. Þe þurfi að koma til samræm gerðir, sameiginleg sýn vinna t.d. stjórnmálaman brigðisstarfsfólks og þei vinna með flóttamönnum. Holmberg segir að auk þ börn sem sýna einkenni f hjálp sem þau þarfnist, grípa til kröftugra aðger hjálpa þeim fjölskyldum s áhættuhópi hvað þetta var fjölskyldur fái flýtimeðfer sókn um hæli. „Það er ekki hælisumsó ið í Svíþjóð sem skapar þes mál. Málið er mun flóknar En að mínu mati getur fe áhrif til hins verra á barnanna. Í sumum tilviku langur biðtími haft úrslitaá er óviðunandi,“ segir Ho grein sinni. Alls eru tíu þúsund börn hælisleitenda í Svíþjóð, an einstæð eða hluti af fjölsk eins börn úr hópi þeirr nefndu hafa greinst með arsjúkdóminn í Svíþjóð Lífshættuleg u Greindur hefur verið í Svíþjóð uppgjafar- sjúkdómur sem nefndur er verkstol og virðist leggjast sérlega þungt á börn um- sækjenda um hæli þar í landi. Steingerður Ólafsdóttir segir frá sjúkdómnum og þeim viðbrögðum sem skipulögð hafa verið. Ólafur Jónsson forvörðursegir að nýjar rann-sóknir á Möðruvalla-bríkinni, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu, staðfesti kenningar um að norskir listamenn sem máluðu bríkina og fleiri mál- verk sem varðveist hafa frá sama tíma, hafi búið yfir sömu tækni og flæmsku frumherjarnir sem eru meðal frægustu málara í listasögu Hollands. Viðamikil viðgerð stend- ur nú yfir á Mörðuvallabríkinni og vonast Ólafur til að hún leiði í ljós nýjar upplýsingar um sögu hennar. Möðruvallabríkin er elsta varð- veitta málverkið á tré á Íslandi. Talið er að hún hafi verið máluð einhvern tímann á tímabilinu 1250–1350, líklega þó fyrir 1320. Myndin var máluð í Noregi en varðveist hafa um 30 sambærileg verk frá þessum tíma. Myndin var á Möðruvöllum í Eyjafirði þangað til hún fór til varðveislu í Þjóð- minjasafninu. Talið er að hún hafi verið framan á altari, en myndin er svokölluð Marteinsbrík. Ólafur Jónsson hefur unnið að viðgerð á bríkinni, en hluti af henni er að rannsaka hana ítarlega. Ólaf- ur segir að nú sé hægt að rannsaka örsmá sýni til að komast að því hvort bindiefnið í málningunni sé hrátt eða hvort því hafi verið um- breytt með hita. Einnig sé nú hægt að gera nákvæma rannsókn á lit- arefninu og ennfremur hvaða að- ferð hafi verið notuð við málunina. Ólafur segir ljóst að sá sem mál- aði bríkina hafi búið yfir mikilli þekkingu á málaralist og t.d. haft vitneskju um hvernig hægt væri að breyta málningunni. Þekking hans hafi verið mjög fullkomin. Þetta staðfesti rannsóknir sem gerðar hafa verið á norskum málverkum frá sama tíma, en þær hafi leitt í ljós að listamennirnir hafi búið yfir sömu tækni og flæmsku frumherj- arnir sem séu meðal þekktustu listamanna í heiminum. Ólafur segir að Möðruvallabríkin sé í góðu standi. Í henni s gömul skemmd og reynt h að gera við hana. Hann næsta verkefni sitt sé að að því hvenær viðgerðin sér stað og helst hver h hana. Hægt eigi að vera a nærri þessu með ítarlegu sóknum. Hægt verður að fræ rannsóknina á Möðruvall með því að skoða eina af rannsóknarsýningum sem hafa verið upp í Þjóðminj Sýningunum er ætlað að nokkra mánuði. Hinar sýningarnar eru leifarannsóknina í Reykh staðið hefur í mörg sumu „fjallkonuna“ svokölluðu e átt við konuna sem fanns dalsheiði fyrr í sumar, en um mjög óvenjulegan ræða. Konan, sem var ska er talin hafa farist á heið hvern tímann á fyrstu ö landsbyggðar. Ítarleg rannsókn og viðgerð á Möðruvallabríkinn Listamaðurinn réð yfir mikilli tækni Morgunblað Möðruvallabríkin er elsta varðveitta málverkið á tré á Íslandi. MJÖG GÓÐ aðsókn hefur verið að Þjóðminjasafni Íslands frá því það var opnað almenningi 2. sept- ember. „Það hefur verið mjög góð aðsókn og gær [sunnudag] komu um eitt þúsund manns í safnið. Það hefur verið einna mest aðsókn á sunnudögum en annars hefur þetta verið jöfn og þétt aðsókn alla daga. Þetta hefur verið vonum framar, mörg hundruð manns á hverjum degi og iðulega ein- hverjir mættir fyrir utan þegar við opnum klukkan ellefu,“ segir Brynhildur Ingvarsdóttir, sviðs- stjóri miðlunarsviðs. Aðsókn að Þjóð- minjasafninu vonum framar AÐGERÐIR GEGN AKSTRI UTAN VEGA Á hverju sumri berast fréttir afakstri utan vega og landspjöllumsem af honum hljótast. Sumir segja að slík spjöll séu að verða algeng- ari, aðrir telja að vitund manna um slík skemmdarverk sé sem betur fer að aukast og því beri meira á umræðu um þessi mál. Hvort heldur sem er er hvert eitt slíkt mál sem upp kemur grafalvar- legt og mikið í húfi að brugðist sé við með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru til að koma í veg fyrir skaða á náttúru landsins sem seint eða aldrei verður bættur. Full ástæða er til að leggja þá skyldu á herðar opinberra aðila að gera öllum landslýð, sem og þeim er sækja landið heim, grein fyrir þeim lögum sem gilda um akstur utan vega – þ.e.a.s. að: „bann- að er að aka vélknúnum ökutækjum ut- an vega“ – eins og segir í 17. gr. nátt- úruverndarlaga. Slíkt væri hægt að gera með fræðsluátaki innanlands og markvissum aðgerðum sem beint er að þeim útlendingum er sækja landið heim, líkt og gert hefur verið í sambandi við þær hættur er fylgja akstri á malarveg- um. Jafnframt er ljóst að reglugerð um akstur í óbyggðum hefur orkað tvímælis og eins og haft var eftir Sigurði Erni Guðleifssyni, lögmanni Umhverfisstofn- unar, í Morgunblaðinu 10. september sl. er full ástæða til að „endurskoða reglu- gerðina enda gangi hún of langt og hafi auk þess þvælst fyrir ríkissaksóknara þegar kært er fyrir utanvegaakstur“ og eyða þar með öllum efa í því sambandi. Þess verður einnig að gæta að allir þeir sem vinna við ferðaþjónustu á Ís- landi og kynningu á henni gefi við- skiptavinum sínum rétta mynd af við- kvæmri náttúru landsins og þeim lögum sem gilda um umgengni við hana. Það varðar ekki síst hagsmuni þeirra sjálfra því hver getur selt ferðamönnum að- gang að náttúru sem búið er að spilla með varanlegum hætti með óvarlegri umgengni? Það er því ekki nægilegt að talsmenn Smyril-Line, sem eins og fram hefur komið í fréttum hafa í kynningum sínum á Íslandi lýst landinu sem „gósen- landi“ fyrir þá sem vilja aka utan vegar, upplýsi farþega sín um „undir hvað kringumstæðum“ leyfilegt er að aka ut- an vegar, eins og haft var eftir Kára Duurhuus, talsmanni fyrirtækisins, í Morgunblaðinu 21. ágúst sl. Þvert á móti ætti fyrirtæki sem flytur jafnmikið af vélknúnum ökutækjum til landsins og raun ber vitni að sjá sóma sinn í að upp- lýsa viðskiptavini sína um það bann sem er í gildi. Hagsmunir Smyril-Line og Ís- lendinga hljóta að fara saman í því að vernda landið fyrir spjöllum svo það standi fyrir sínu sem sú ósnortna nátt- úruperla er ferðamenn sækjast eftir að skoða um alla framtíð. Því má heldur ekki gleyma í þessu sambandi að ábyrgð allra þeirra félaga- sambanda sem snúast um akstur – og akstursíþróttir er mikil enda markviss- ast að beina áróðri gegn akstri utan vega að þeim sem á annað borð stunda akstur sér til gamans – hvert svo sem ökutækið er. Hagsmunir þeirra eru miklir því hver sá sem ekki fer að lögum setur um leið svartan blett á hópinn sem heild. Víst er að auknir möguleikar á löglegum æfingarsvæðum gætu mætt þeirri þörf sem ótvírætt er fyrir hendi á þessu sviði en baráttu fyrir slíkum svæðum á ekki að blanda saman við bar- áttu gegn þeirri óhæfu sem akstur utan vega er. Viðkvæma íslenska náttúru og þau lög sem um hana gilda ber að virða skilyrðislaust. ÁFANGI AÐ STOFNUN VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐS Um helgina var undirrituð viljayfir-lýsing um að fyrsti áfangi að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs yrði stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Við stækkunina verður þjóðgarðurinn í Skaftafelli tæpir fimm þúsund fer- kílómetrar og nær yfir tæp 60% af yf- irborði Vatnajökuls auk Lakagíga. Viljayfirlýsinguna undirrituðu Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Albert Eymundsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, og Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftár- hrepps. Siv lætur af embætti á morgun og var þetta því eitt af hennar síðustu embættisverkum. Hún hefur lagt mik- ið kapp á að stíga þetta skref áður en hún léti af embætti, en upphaf þess má rekja til ársins 1999 þegar Hjörleifur Guttormsson lagði fram tillögu á Al- þingi um að umhverfisráðherra kann- aði stofnun slíks þjóðgarðs. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær sam- þykkti ríkisstjórnin rúmu ári síðar að tillögu Sivjar að stefnt skyldi að því að stofna Vatnajökulsþjóðgarð, sem tæki til allrar jökulhettunnar árið 2002. Þjóðlendumál hafa valdið töfum á stofnun garðsins og sagði umhverfis- ráðherra í Morgunblaðinu í gær að ástæðan fyrir því að ákveðið hefði ver- ið að skipta verkefninu í áfanga væri sú að enn hefði eignarhald á norðan- verðum Vatnajökli ekki verið útkljáð. Hún sér þetta hins vegar fyrir sér sem fyrsta skrefið að stofnun mun stærri þjóðgarðs. „Með þessu er stærsti þjóðgarður í Evrópu að fæðast,“ sagði Siv og bætti við: „Mín framtíðarsýn er hins vegar sú að eftir nokkur ár verði stór þjóð- garður á Íslandi – með Vatnajökul í miðjunni – sem nái stranda á milli frá norðri til suðurs.“ Miklar deilur hafa verið um hálendi Íslands og óbyggðir undanfarin ár. Í þær er komin niðurstaða og hafnar eru framkvæmdir, sem munu valda verulegri röskun á svæðinu norðan Vatnajökuls. Nær óbyggðum landsins verður ekki gengið og nú þarf að leggja aukna áherslu á að verja við- kvæma náttúru hálendisins. Þar skipt- ir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs máli og það skref, sem stigið var með vilja- yfirlýsingunni, er mikilvægt, ekki síst ef það má verða til þess að sætta helstu andstæðinga Kárahnjúkavirkj- unar. Stofnun þjóðgarðs mun tryggja eftirlit með þessu svæði og einnig má vænta þess að kröfur um umgengni verði hertar, en í tillögum um þjóð- garðinn var meðal annars kveðið á um að umferð vélknúinna ökutækja um Hvannadalshnjúk yrði bönnuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.