Morgunblaðið - 14.09.2004, Qupperneq 24
MINNINGAR
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Dóra GuðrúnMagdalena Ásta
Guðbjartsdóttir
fæddist að Lauga-
vegi 30b í Reykja-
vík 4. ágúst 1915.
Hún lést föstudag-
inn 3. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðbjartur
Ólafsson frá Kefla-
vík í Rauðasands-
hreppi, f. 21. mars
1889, d. 15. maí
1961 og Ástbjörg
Jónsdóttir af Akra-
nesi, f. 25. ágúst 1888, d. 1. nóv.
1963. Börn þeirra hjóna eru: a)
Jón, f. 23. okt. 1913, d. 16. apríl
1979, sem kvæntur var Unni
3. júní 1926. Þau eiga fjögur
börn. Hann er nú einn á lífi af
börnum Guðbjarts og Ástu.
Dóra giftist 21. júní 1941 Ólafi
Jóhannessyni lögfræðingi, síðar
prófessor, alþingismanni og ráð-
herra. Börn þeirra eru: a) Krist-
rún, f. 6. mars 1942, fyrrum
kennari við Vesturbæjarskólann
í Reykjavík, gift Einari G. Pét-
urssyni, handritafræðingi við
Árnastofnun. Synir þeirra eru
Ólafur Jóhannes, lögfræðingur
hjá Eftirlitsstofnun EFTA í
Brussel, sambýliskona hans er
Laurence Van Wymeersch og
Guðbjartur Jón húsasmiður og
nú nemi við Tækniháskóla Ís-
lands. bc) 15. mars 1944 tvær
telpur, sem dóu skömmu eftir
fæðingu. d) Guðbjartur, f. 6. nóv.
1947, d. 2. febr. 1967. e) Dóra, f.
22. mars 1951, ritari hjá lög-
reglustjóranum í Reykjavík.
Útför Dóru fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Þórðardóttur, f. 14.
júlí 1924. Þau áttu
tvö börn. b) Dóra. c)
Ólafur Hafsteinn, f.
23. mars 1917, d. 5.
maí 1996. Ólafur var
kvæntur Sólrúnu
Önnu Jónsdóttur f.
22. ágúst 1915, d. 11.
okt. 1992. Þau eign-
uðust átta börn. d)
Jóhanna Júlíana, f.
26. sept. 1918, d. 11.
febr. 1982. Jóhanna
var gift Jean Emil
Claessen, f. 11. nóv.
1911, d. 6. ágúst
1970. Þau eignuðust fjögur börn.
e) Benedikt Ársæll, f. 1. jan.
1924, stýrimaður. Benedikt er
kvæntur Maríu Pétursdóttur, f.
Látin er í Reykjavík í hárri elli
tengdamóðir mín Dóra Guðbjarts-
dóttir, sem verður minnst hér með fá-
einum orðum. Hún var dóttir
hjónanna Guðbjarts Ólafssonar og
konu hans Ástbjargar Jónsdóttur.
Guðbjartur lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1911 og
var lengi skipstjóri á skútum og tog-
urum. Frá 1940 var hann 19 ár forseti
Slysavarnafélags Íslands. Guðbjart-
ur var einstakur gæfumaður og er
sagt um hann að hann hafi verið sá
maður sem flestum mönnum hefur
bjargað úr sjó hér við land. Mesta og
minnisstæða afrekið var þegar Guð-
bjartur var skipstjóri á kútter „Esth-
er“ frá Reykjavík og tókst 24. mars
1916 að bjarga 4 skipshöfnum, sam-
tals 38 mönnum, af Grindavíkurbát-
um úr bráðum lífsháska í norðan
áhlaupsveðri þennan dag. Þegar
þetta gerðist var móðir mín ung
stúlka í Grindavík og gat þess oft hve
veðrið hefði komið snögglega.
Dóra ólst upp í Reykjavík og var
ekki heilsuhraust sem barn, fékk
barnaveiki og var svo langt leidd að
læknir sem sá hana að kvöldi spurði
morguninn eftir: „Hvenær dó hún?“
Dóra hjarnaði við og eins og oft vill
verða með fólk sem á unga aldri réttir
við eftir alvarleg veikindi að það verð-
ur mjög hraust og nær oft mjög háum
aldri. Til að reyna að bæta heilsufar
telpunnar var hún send í sveit til föð-
urfrænda sinna vestur í Kollsvík þar
sem hún undi vel.
Dóra lauk prófi úr Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga 1932 og varð stúdent úr
Menntaskólanum í Reykjavík 1935.
Það ár voru stúdentar úr Mennta-
skólanum í Reykjavík 40 talsins, en
úr þeim hópi voru 6 stúlkur og tvær
þeirra úr stærðfræðideild sem var
mjög óvenjulegt. Þá var ekki annar
stúdentaskóli á Íslandi en Mennta-
skólinn á Akureyri og úr honum út-
skrifuðust sama ár 22 stúdentar og
þar ein stúlka, ekki mikið um stúlkur
færu í menntaskóla. Eftir stúdents-
próf var Dóra einn vetur heimilis-
kennari á Skúmsstöðum í Landeyjum
og fannst henni þar margt vera frum-
stæðara en fyrir vestan sem okkur
finnst öfugt nú. Ástæðan fyrir því var
að Vestfirðir voru í þjóðbraut meðan
samgöngur voru á sjó en erfitt að
komast um Suðurlandsundirlendið.
Veturinn eftir stundaði hún nám í for-
spjallsvísindum og sótti tíma í efna-
fræði við læknadeildina, m.a. í von um
vinnu á Rannsóknarstofu atvinnu-
deildar Háskólans, þar sem hún
starfaði til 1941 og minntist starfsins
með ánægju, þar hefði unnið
skemmtilegt fólk og mikil gamansemi
ríkt.
Guðbjarti föður hennar þótti algjör
óþarfi að hún færi að nema læknis-
fræði eins og hún hafði hug á. Fáar
konur höfðu á þessum árum lokið há-
skólanámi, nokkrar læknisfræði en
aðeins ein lokið lögfræði, svo að lang-
skólanám, og einkum kvenna, var
ekki vanaleg leið. Oft er nú talað um
að konur fyllist beiskju og harmi yfir
því að hafa aldrei lokið neinu námi en
aldrei var neitt hægt að greina hjá
Dóru og ef til vill hefur það ekki orðið
algengt fyrr en síðar. Sannfærður er
ég um að hún hefði orðið góður lækn-
ir. Hún vann ekki utan heimilis eftir
að hún giftist og undi því hlutskipti
vel, en þá var lenskan, að eiginmað-
urinn átti að skaffa heimilinu og kon-
an að styrkja hann í starfi sem gert
var svikalaust.
Dóra giftist 21. júní 1941 Ólafi Jó-
hannessyni sem þá starfaði sem lög-
fræðingur hjá Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga og rak einnig lög-
fræðistofu. Að loknu stríði fóru þau til
Svíþjóðar, þar sem Dóra fór á hús-
mæðraskóla, en Ólafur stundaði
framhaldsnám í lögfræði. Síðar varð
hann prófessor, alþingismaður og
forsætisráðherra, en annars er ferill
hans svo alkunnur að óþarfi er að fjöl-
yrða um hann.
Dóra og Ólafur eignuðust þrjú
börn er upp komust: Kristrúnu, sem
gift er undirrituðum, Guðbjart, sem
lést rúmlega 19 ára, og Dóru, sem síð-
ustu ár hefur verið móður sinni stoð
og stytta. Ekki þarf að fara um það
mörgum orðum hvílíkur harmur það
var þegar sonurinn dó úr hvítblæði og
ekkert hægt að gera. Greinilegt er að
eftir það eltist Ólafur fremur hratt og
bar það ör meðan hann lifði, en Dóru
tókst að vinna betur úr sorginni.
Ég kynntist Dóru og manni hennar
eftir að kynni okkur Kristrúnar hóf-
ust og tók ég þá strax eftir þeim góða
og trausta anda, sem ríkti á heim-
ilinu. Er glöggt að hann hefur reynst
börnum hennar gott veganesti og
sonum okkar, einu barnabörnunum.
Þeir hafa alltaf átt athvarf á heimili
afa og ömmu og hefur það orðið þeim
til mikils og góðs þroska.
Dóra var ákveðin í skoðunum og
stíf á sinni meiningu til hinstu stund-
ar. Hreinskiptin var hún í orðum og
gerði sér engan mannamun. Ég man
að þegar við fórum saman til Eng-
lands sumarið 1988, sá hún í Keflavík
Þorstein Pálsson, sem þá var í forsæti
ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks.
Varð henni þá að orði við hann: „Það
er enginn dans á rósum að vera for-
sætisráðherra í þriggja flokka
stjórn.“ Eins og kunnugt er sprakk
ríkisstjórnin fáum vikum síðar.
Fyrir 20 árum missti Dóra Ólaf
mann sinn mjög snögglega og þurfti
hún þá að sinna ýmsu, sem hún hafði
ekki sinnt áður og stóð sig þar með
prýði. Sumarið 1993 fékk hún smá-
vegis blæðingu á heilann og hrakaði
þá nokkuð, og héldum við um jólin
1993, að hún myndi brátt þurfa að
fara á dvalarheimili og ekki eiga fleiri
jól með fjölskyldunni. Svo reyndist þó
ekki, því seigt reyndist í gömlu kon-
unni. Hún fór að fara í dagvist í Múla-
bæ, naut þar góðrar umönnunar og
hafði gaman af dvölinni, fór seinast
daginn áður en hún dó.
Blessuð sé minning hennar.
Einar G. Pétursson.
Föðursystir mín Dóra Guðbjarts-
dóttir er látin, áttatíu og níu ára að
aldri. Dóra var næstelst fimm barna
hjónanna Guðbjartar Ólafssonar,
hafnsögumanns og forseta Slysa-
varnarfélags Íslands, og konu hans
Ástbjargar Jónsdóttur, en faðir minn
var elstur. Guðbjartur var ættaður
frá Kollsvík í Rauðasandshreppi en
Ástbjörg frá Akranesi. Frá því að ég
man eftir mér hefur ætíð verið mikil
vinátta milli fjölskyldna okkar. Dóra
og Jón voru sérstaklega náin systkini
og um langt árabil ræddu þau saman
daglega. Í þeim samtölum bar vafa-
laust margt á góma en sérstaklega
hafði faðir minn gaman af að ræða við
systur sína um pólitík og hygg ég að
það hafi verið gagnkvæmt þó að oft
hafi þau ekki verið á einu máli. Þau
voru bæði jafn hreinskiptin og mátu
hvort annað mikils.
Þau höfðu bæði dvalið á barnsaldri
vestur í víkunum við Látrabjarg og
kynnst þeim sérstöku lífsháttum sem
þar voru á þeim tíma. Í þessum af-
skekktu víkum lifði fólkið ágætu lífi
við búskap, útræði og fuglatekju í ná-
munda við bjargið og hin óblíðu nátt-
úruöfl. Minningarnar sem tengdust
þessum stað voru sérlega sterkar og
hugur þeirra til átthaganna mikill.
Þekktu og frændgarðinn mjög vel og
gerðu sér far um að rækta þau tengsl.
Þar mátti vart á milli sjá en ég hafði
þó alltaf á tilfinningunni að Dóra
hefði ættfræðina meira á hraðbergi.
Á þessum árum hittist fjölskyldan
oft öll á stórhátíðum og afmælum en
af yngri systkinunum bjuggu þau Jó-
hanna og Benedikt í Reykjavík en
Ólafur lengst af í Kollsvík og síðar á
Patreksfirði. Það var gott að koma í
heimsókn á Aragötu 13 til Dóru og
Ólafs Jóhannessonar. Ólafur var þá
einn helsti forystumaður í íslenskum
stjórnmálum og Dóra hans trausti
bakhjarl hvað sem á dundi. Heimilis-
bragurinn var glaðlegur og látlaus í
anda Dóru.
Sjálfur kynntist ég Dóru best þeg-
ar ég var kominn á fullorðinsár. Hún
hafði ein systkinanna farið í Mennta-
skólann í Reykjavík og varð stúdent
1935. Við áttum því sameiginlegar til-
finningar til skólans og sams konar
minningar um þessi einstöku
menntaskólaár. Hún hafði byrjað í
læknisfræði og leist vel á það fag fyrir
mína hönd. Dóra var ákaflega greind
og heilsteypt kona, skýr í hugsun,
stálminnug og fljót að átta sig á
mönnum og málefnum. Hún hafði
mjög sígild viðhorf til þeirra verð-
mæta sem mestu máli skipta í lífinu
um trygglyndi, dugnað og heiðarleika
en fyrirleit tilgerð og sýndar-
mennsku. Hún hvatti okkur yngra
fólkið til dáða og lagði ríka áherslu á
gildi menntunar fyrir einstaklinginn
og þjóðfélagið. Mér er sérlega minn-
isstætt þegar ég hitti hana skömmu
áður en ég fluttist til útlanda í fram-
haldsnám og hún lagði á það áherslu
við mig að Ísland þyrfti á vel mennt-
uðu fólki að halda. Þessi orð gleymd-
ust ekki og eru jafnsönn í dag.
Á seinni árum eftir að faðir minn
og Ólafur féllu frá hélst ómetanleg
vinátta milli móður minnar og Dóru
og hennar fjölskyldu. Þótt ellin lædd-
ist að henni var hún alltaf skýr og
skemmtileg, tilbúin að slá á létta
strengi, gefa okkur yngri kynslóðinni
góð ráð og minna okkur á kjarna
málsins með tilvitnun eða málshætti.
Við kveðjum hana með þakklæti,
söknuði og virðingu.
Steinn Jónsson.
Fallin er frá í hárri elli föðursystir
mín, frú Dóra Guðbjartsdóttir. Dóra
er fædd og uppalin í Reykjavík, næst-
elst fimm barna hjónanna Ástbjargar
Jónsdóttur húsmóður og Guðbjartar
Ólafssonar hafnsögumanns.
DÓRA
GUÐBJARTSDÓTTIR
V
elferðarkerfið er
ekki forsenda þess
að kapítalisminn fá-
ist þrifist. Kapítal-
ismi er forsenda
þess að við höfum efni á velferð-
arkerfinu. Þess vegna var ég
ekki sammála Jóni Sigurðssyni,
bankastjóra Norræna fjárfest-
ingarbankans, þegar hann sagði
á málþingi um atvinnubyltingu
Íslendinga í Háskóla Íslands í
síðustu viku að velferðarþjóð-
félagið hefði búið markaðs-
hagkerfinu forsendur til að
dafna.
Stærsti hluti velferðarkerf-
isins hefur verið fjármagnaður
með skattpeningum ríkissjóðs
en ekki iðgjöldum. Þegar vel-
ferðarlöggjöfin var sett á á Ís-
landi af Nýsköpunarstjórninni
strax eftir stríð var landsfram-
leiðsla Íslendinga 38% meiri en
fyrir síðari
heimsstyrj-
öldina. Það
þýðir að Ís-
lendingar
framleiddu
38% meira af
allri vöru og þjónustu á einu ári
eftir stríð en fyrir. Árlegur
meðalhagvöxtur frá árinu 1939
til 1945 var 5,6%. Til sam-
anburðar var hagvöxtur á Ís-
landi árið 2003 4,3%.
Með öðrum orðum höfðu Ís-
lendingar efni á að setja hér lög
m.a. um almannatryggingar og
opinbera heilbrigðisþjónustu.
Auðvitað væri of mikil einföldun
að gera lítið úr þróun í þessa átt
í nágrannalöndum okkar m.a.
fyrir tilstuðlan verkalýðshreyf-
ingarinnar og sósíalista, en ef
fjárhagslegar forsendur hefðu
ekki verið til staðar hefði þróun-
in orðið öðruvísi. Það má líka
segja að uppbygging velferð-
arkerfisins hafi síðan verið háð
afkomu þjóðarbúsins. Við getum
borið saman ríkisrekin velferð-
arkerfi í austri undir stjórn
kommúnista og í vestri þar sem
markaðsskipulagið var grund-
völlur efnahagslífsins eftir
seinna stríð. Enginn efast um
„góðan“ ásetning sósíalista en
hugmyndafræðin beið skipbrot
svo skein í örbirgð milljóna
manna. Það er engin velferð fal-
in í því að gera alla jafnfátæka!
Frjálst atvinnulíf Vesturlanda
virkjaði drifkraft einstakling-
anna til að sjá sér farborða og
um leið vinna að hagsmunum
heildarinnar, eins og alkunna
er. Margir segja með vanþókn-
un að velferð verði ekki mæld í
hagtölum. Staðreyndin er samt
sú að ríkið á enga peninga til að
halda uppi velferð. Stjórnvöld
verða að skattleggja atvinnufyr-
irtækin og borgarana til að fjár-
magna slíka starfsemi, sé hún
bundin í lög. Kapítalisminn hef-
ur skapað hagkvæma umgjörð
um efnahagslíf þjóða og gert
löggjafanum kleift að byggja
upp umfangsmikið velferð-
arkerfi. Hvar værum við án
kapítalistanna og öflugra fyr-
irtækja? Eyjólfur Konráð Jóns-
son, fyrrverandi ritstjóri Morg-
unblaðsins og þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í bók
sinni Alþýða og athafnalíf árið
1968 að auðjöfnun væri meiri á
Íslandi en annars staðar og þess
vegna gætu ekki fáir menn
komið á fót öflugustu atvinnu-
fyrirtækjunum, en hins vegar
væri fjármagn til í höndum
fjöldans. Fannst honum að
einkaframtakið hefði farið hall-
oka um langt skeið og var hann
talsmaður þess að hér yrðu
stofnuð almenningshlutafélög til
að efla og styrkja atvinnulífið.
Þetta var einnig leið, að mati
Eykons, til að koma í veg fyrir
að örfáir auðmenn myndu ráða
yfir öllum atvinnurekstri þjóð-
arinnar, eins og hann orðaði
það.
Stór fyrirtæki eru ekki endi-
lega ávísun á það að örfáir
menn ráði yfir öllum atvinnu-
rekstri þjóðarinnar. Árið 1968
var umgjörð atvinnulífsins með
allt öðrum hætti en nú þekkist
og stjórnaðist að miklu leyti af
handaflsaðgerðum ríkisstjórnar.
Stór fyrirtæki störfuðu oftast í
skjóli laga og reglugerða sem
stjórnmálamenn settu og fólk
hafði litla von um að komast
áleiðis nema með pólitískri
íhlutun.
Fjársterkir einstaklingar og
öflug fyrirtæki eru nú fleiri á
Íslandi en nokkru sinni áður.
Meira frelsi í milliríkja-
viðskiptum tryggir að hér getur
hver sem er stofnað fyrirtæki
eygi hann arðbært tækifæri.
Fólk er ekki eins íhaldssamt að
versla við sama fyrirtækið held-
ur skiptir um banka, símafyr-
irtæki eða bílaumboð bjóðist því
betri kjör annars staðar. Hugs-
unin er önnur; fólkið er ekki til
fyrir bankana heldur bankarnir
fyrir fólkið. En nú vilja þeir
sem telja sig helstu talsmenn
samkeppninnar hverfa nokkur
skref aftur í tímann og auka
íhlutun hins opinbera í atvinnu-
lífinu. Nálgunin er önnur en nið-
urstaðan hin sama. Ný skýrsla
hringamyndunarnefndar við-
skiptaráðherra er dæmi um það,
en forsætisráðherra sagði í
Morgunblaðinu sl. sunnudag að
tillögur nefndarinnar gengju
skemur en æskilegt væri! Eft-
irlitsstofnanir hins opinbera
eiga samkvæmt tillögum nefnd-
arinnar að geta ráðist inn á
heimili starfsfólks fyrirtækja, í
bíla þeirra og aðrar eignir. Þær
eiga að hafa víðtækara umboð
til að fyrirskipa fyrirtækjum
hvernig þau eigi að stunda við-
skipti. Ef þau fara ekki eftir
þeim skipunum er hægt að fara
fram á að þeim verði skipt upp í
tvö eða fleiri fyrirtæki.
Það væri athyglisvert að fá að
heyra æskilegar tillögur for-
sætisráðherra í þessum efnum.
Er það krafan um að ríkisvaldið
eigi að fyrirskipa hverjir mega
eiga í hverju? Hvar hinir og
þessir mega fjárfesta, sitja í
stjórnum eða koma að rekstri
fyrirtækja með öðrum hætti?
Vill hann auka enn frekar íhlut-
un hins opinbera af atvinnulíf-
inu? Vill forsætisráðherra tak-
marka eignarréttinn, sem er
samofinn frelsi einstaklingsins,
með þeim hætti? Það væri gam-
an fá svör við þeim spurningum.
„Besti vinur samkeppninnar
er frjáls verslun, og á það ekki
síst við í smáum ríkjum,“ sagði
dr. William Bishop á alþjóðlegri
ráðstefnu Lögfræðistofu
Reykjavíkur og Euphoria í
Brussel nýlega. Þetta er enginn
nýr sannleikur en virðist vera
torskilið í hugum margra.
Stór-
fyrirtæki
„En nú vilja þeir sem telja sig helstu
talsmenn samkeppninnar auka íhlutun
hins opinbera í atvinnulífinu.“
VIÐHORF
Eftir Björgvin
Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is