Morgunblaðið - 14.09.2004, Side 26
MINNINGAR
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Wilhelm MagnúsAlexandersson-
Olbrich fæddist í
Bonn í Þýskalandi
29. september 1982.
Hann lést af slysför-
um í Zoetermeer í
Hollandi 4. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar Wilhelms eru
Rebekka Magnús-
dóttir þýskukennari,
f. í Reykjavík 2.
febrúar 1950, og dr.
Alexander Maximil-
ian Wilhelm Olbrich
sendiherra, f. í
Neuburg an der Donau í Þýska-
landi 28. september 1950. Bróðir
Wilhelms er Gunnar Páll Alex-
andersson-Olbrich menntaskóla-
nemi, f. í Tókýó í Japan 9. desem-
ber 1985. Heimili þeirra er í Ten
Hovestraat 107, 2582 RK Den
Haag (Hollandi).
Foreldrar Rebekku voru
Magnús Ármann
Magnússon félags-
málaráðgjafi, f. í
Ketu á Skaga 19.
maí 1921, d. í
Reykjavík 5. nóvem-
ber 1993 og Hansína
Sigurðardóttir
blómaskreytingar-
dama, f. á Sauðár-
króki 29. maí 1919,
d. í Reykjavík 29.
febrúar 1992. For-
eldrar Alexanders
voru Wilhelm
Olbrich píanóhönn-
uður og kaupmaður,
f. í Glatz í Slesíu 31. janúar 1914,
d. í Neuburg 19. júní 1970, og
Ilse Kastner kaupmaður, f. í Bad
Salzbrunn í Slesíu 23. desember
1913, d. í Fürstenfeldbruck í
Þýskalandi 28. september 1987.
Útför Wilhelms fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hve skjótlega ber að skýjakast
og skyggjandi élið svarta!
Þú nýskeð glaður með glöðum sast,
ei greindist þá nema hið bjarta.
En fá liðu dægur í dauða brast
þitt drenglynda og prúða hjarta.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Þegar þú komst í heiminn kom sól-
argeisli inn um gluggann á sjúkra-
húsinu þar sem þú fæddist, þá viss-
um við að þú yrðir sólargeislinn og
gleðigjafinn í lífi okkar. Við grétum
af gleði þegar við sáum þig í fyrsta
sinn, þú varst svo fallegur og við
elskuðum þig heitt. Við vorum stolt
af frumburðinum okkar og allt gekk
vel. Þú varst vært barn og grést
helst ekki nema eitthvað væri að
angra þig.
Fyrstu mánuði lífs þíns bjóstu í
Bonn þar til faðir þinn var sendur til
starfa í þýska sendiráðið í Tókýó.
Fjölskyldunni leið vel í Japan og þú
eignaðist bróður þegar þú varst
þriggja ára. Þá varðst þú að deila at-
hygli okkar með Gunnsa bróður þín-
um. Með honum eignaðist þú leik-
félaga og þið höfðuð stuðning hvor af
öðrum þegar við vorum að flytjast á
milli landa. Í Tókýó byrjaðir þú í
þýskum leikskóla en fluttir svo með
okkur til Bonn þegar þú varðst fjög-
urra ára. Þar hófst skólaganga þín.
Þú fluttir svo með okkur til Aþenu
en þar dvaldir þú frá átta til tíu ára
aldurs og þar gekkst þú í þýskan
skóla. Tíu ára gamall fluttir þú með
okkur til Íslands þar sem faðir þinn
var varamaður sendiherra í þýska
sendiráðinu. Þú gekkst í Miðskólann,
Laugarnesskólann og Laugalækjar-
skólann. Í skólanum eignaðist þú
góða vini, þá Óskar og Geir, og fjöl-
skyldur þeirra sem reyndust þér vel.
Vegna starfa föður þíns þurftum við
að flytja aftur til Þýskalands. Það
var erfitt að þurfa að kveðja vinina
sem þér þótti svo vænt um.
Í Bonn International School eign-
aðist þú vini frá ýmsum þjóðlöndum.
Þú naust þín í þessu alþjóðlega um-
hverfi vegna þess að þú varst forvit-
inn að eðlisfari og hafðir gaman af
því að kynnast fólki frá fjarlægum
löndum og menningu þeirra. Þú ferð-
aðist víða með okkur, meðal annars
til Bandaríkjanna, Japan, Taílands
og eyjunnar Balí.
Í menntaskóla stundaðir þú körfu-
bolta og varst söngvari með skóla-
rokkhljómsveit sem hét Zero the
Hero enda hafðir þú unun af alls kon-
ar tónlist. Þú hafðir líka mikinn
áhuga á tölvuleikjum og kvikmynd-
um, sérstaklega kvikmyndum gerð-
um eftir vísindaskáldsögum og þú
trúðir því að til væru verur á öðrum
hnöttum.
Eftir stúdentsprófið fluttum við til
Hag í Hollandi, þar sem þú bjóst með
okkur til að byrja með. Þér fannst
ekki fýsilegt að byrja háskólanám í
landi þar sem þú kunnir ekki tungu-
málið og ákvaðst að flytja til Íslands,
þar sem þér hafði alltaf líkað svo vel
að vera. Það tók þig nokkurn tíma að
ákveða hvað þig langaði að leggja
fyrir þig. Eftir að hafa fengið náms-
ráðgjöf ákvaðst þú að stunda nám við
Kennaraháskóla Íslands á leikskóla-
braut. Það hefur löngum vantað
karlmenn í þetta starf og aðeins einn
annar karlmaður var í þínum bekk,
hann Kristján. Þið áttuð vel saman
ekki síst vegna þess að hann leikur í
hljómsveit og þú hafðir mikla
ánægju af því að fara á tónleika þar
sem hann var að spila. Þér var tekið
opnum örmum í Kennaraháskólan-
um, þar sem þú fékkst mikinn stuðn-
ing, sem þú kunnir vel að meta. Eitt
af þínum hjartans málum var að leið-
beina foreldrum um hvernig þeir
gætu haldið tölvunotkun barna sinna
innan skynsamlegra marka.
Þú varst vaxandi námsmaður og
ætlaðir að ljúka náminu næsta vor.
Þá hafðir þú hugsað þér að flytjast
með okkur fjölskyldu þinni til Berl-
ínar þar sem þú ætlaðir að vinna við
þitt fag. Í framtíðaráætlunum þínum
ætlaðir þú einhvern tímann að starfa
í Asíu. En á heimasíðu þinni í skól-
anum stóð einmitt að það skemmti-
legasta í veröldinni væri að ferðast
til Asíu.
Fram að þeim tíma sem hin
hörmulega og óvænta óhamingja
dundi yfir virtist framtíðin blasa við
þér með öllum sínum óendanlegu
möguleikum. Við höfðum verið sam-
an í fríi í Berlín í maímánuði. Síðan
vannst þú í leikskólanum Ásborg um
tíma og líkaðir vel. Þú komst aftur til
okkar í lok júlí og í ágúst fórum við
saman í eina viku til Istanbúl. Okkur
fannst öllum gaman að vera saman
og skoða þessa fallegu borg. Við viss-
um ekki þá að þetta ætti eftir að
verða okkar síðasta ferðalag saman.
Daginn áður en þú lést, en það var
síðasti dagurinn áður en þú ætlaðir
aftur til Íslands, höfðum við verið að
ganga á ströndinni í Scheveningen.
Dagurinn var einstaklega sólríkur
og yfir þér var ró og friður og þú virt-
ist svo glaður. Allt var bjart og fal-
legt. Svo gerðist það óskiljanlega og
líf okkar verður aldrei samt eftir það.
Nú er eins og hluti af okkur hafi ver-
ið fjarlægður og þó við vitum að þú
sért búinn að kveðja þessa jarðvist
þá búumst við ennþá við að þú birtist
í dyrunum. Við höfum spurt okkur,
verður dagur eftir þennan dag?
Nú er það Gunnsi bróðir þinn sem
heldur í höndina á okkur og saman
styðjum við hvert annað á þessari
erfiðu stundu. Eftir eigum við ynd-
islegar minningar um ljúfan og
elskulegan son og bróður, sem við
elskum svo heitt.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Við vonum að Magnús nafni þinn
og afi og aðrir ættingjar taki á móti
þér og við hittumst á ný þegar okkar
tími er kominn, elsku Wilhelm.
Þín
mamma, pabbi og Gunnsi.
Í dag kveðjum við Wilhelm Magn-
ús Alexandersson Olbrich sem
stundað hefur nám á leikskólabraut
Kennaraháskóla Íslands sl. tvö ár. Í
upphafi þriðja skólaárs bárust okkur
þau hörmulegu tíðindi að Wilhelm
væri látinn tæplega 22 ára að aldri.
Það er þungt að þurfa að sjá á bak
svo ungum og efnilegum nemanda og
vini. Wilhelm var einkar ljúfur og lét
engan sem kynntist honum ósnort-
inn. Hann var hlédrægur en hafði
ákveðnar skoðanir og lét þær í ljósi
þegar svo bar undir. Wilhelm bjó
lengst af erlendis með foreldrum sín-
um og gekk í skóla þar. Þegar hann
hóf nám við Kennaraháskólann var
það átak að ná valdi á íslensku og
tókst hann á við það verkefni af ein-
urð. Það var einkennandi fyrir Wil-
helm að hann lagði mikla vinnu og al-
úð í verk sín og velti viðfangsefnum
fyrir sér á gagnrýninn hátt. Hann
var fljótur að tengja íslenskar upp-
eldis- og kennsluhugmyndir við fjöl-
þætta reynslu sína og auðgaði þann-
ig umræðuna meðal samnemenda.
Öllum var ljóst að Wilhelm var vax-
andi námsmaður og efni í hæfan leik-
skólakennara. Með framkomu sinni,
nærgætni og einlægum áhuga fang-
aði hann athygli barna og gat gleymt
stund og stað. Það er dýrmætt fyrir
okkur öll að hafa kynnst þessum
góða dreng.
Að leiðarlokum viljum við votta
foreldrum hans, bróður og fjölskyldu
dýpstu samúð okkar.
F.h. kennara og starfsfólks á leik-
skólabraut Kennaraháskóla Íslands,
Hrönn Pálmadóttir.
WILHELM MAGNÚS
ALEXANDERSSON-
OLBRICH
Fleiri minningargreinar um Wil-
helm Magnús Alexandersson-
Olbrich bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga. Höf-
undar eru: Guðbjörg Birkis og
Dalla Rannveig, Anna Sigurbjörg
Sigurðardóttir, Helga Lára Páls-
dóttir, Karen Viðarsdóttir, Kristján
B. Heiðarsson, Sandra Jóhann-
esdóttir.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Minningarkort
570 4000
Pantanir á netinu: www.redcross.is
Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands
sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að
takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum.
Þegar á reynir
Rauði kross Íslands
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Englasteinar
Legsteinar
Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur
og frændi,
GUÐBJÖRN SIGFÚS KRISTLEIFSSON
sjómaður
Asparfelli 4,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi föstudaginn 10. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ósk Reykdal Árnadóttir,
Alex Guðbjörnsson, Davíð Árni Guðbjörnsson,
Tinna Guðbjörnsdóttir, Kristleifur Trausti Guðbjörnsson,
Kristleifur Guðbjörnsson, Margrét S. Ólafsdóttir,
Gunnar Ó. Kristleifsson, Þrúður Finnbogadóttir,
Unnur S. Kristleifsdóttir, Arnar Þ. Ingólfsson,
Hanna M. Kristleifsdóttir
og systkinabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐLAUG KRISTJANA GUÐLAUGSDÓTTIR
frá Búðum í Hlöðuvík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafn-
arfirði, að morgni sunnudagsins 12. september.
Albert Jónsson Kristjánsson,
Vignir Albertsson, Sigríður Jónsdóttir,
Guðný Albertsdóttir, Rafn Sigþórsson,
Árni Elías Albertsson, Elínrós Eiríksdóttir,
Hersir Freyr Albertsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir,
Þóra Jónsdóttir,
Albert Geir Sigurðsson, Kristín Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KLARA KONRÁÐSDÓTTIR
frá Hofsósi,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar fimmtudaginn
9. september.
Útförin fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn
18. september kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim,
sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Siglufjarðar.
Ragnar Hjaltason, Rósa Halldórsdóttir,
Skjöldur Gunnarsson,
Sveinn Sveinsson,
Rafn Sveinsson, Annora K. Roberts,
Jóhann Konráð Sveinsson, Kristbjörg Agnarsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir minn og afi,
INGVAR ÁSGEIRSSON,
Dalbraut 27,
Bíldudal,
lést á líknardeild Landakots föstudaginn
10. september.
Útför hans fer fram frá Bíldudalskirkju laugar-
daginn 18. september kl. 14.00.
Kristín Pétursdóttir,
Elín Guðrún Ingvarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GESTUR GUÐMUNDUR ÞORKELSSON,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 12. september.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristinn Gestsson,
Ásta Gestsdóttir,
Gunnlaugur Gestsson,
Helena Rut Gestsdóttir.