Morgunblaðið - 14.09.2004, Síða 27
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 27
✝ Haraldur Kr.Jóhannsson
fæddist í Reykjavík
16. janúar 1921.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík 6.
september síðastlið-
inn. Foreldrar Har-
aldar voru Inga
Guðmundsdóttir
húsfreyja, f. 30.3.
1896, d. 22.10. 1970
og Jóhann J. Krist-
jánsson læknir, f.
7.6. 1898, d. 3.10.
1974. Haraldur var
elstur sjö systkina en hin eru: 1)
Guðmundur Kristján viðskipta-
fræðingur, býr á Akureyri, f.
29.6. 1922. 2) Hannes f. 21.4.
1926, d. 4.4. 1931. 3) Birgir Jó-
hann tannlæknir, býr í Reykja-
vík, f. 27.3. 1929. 4) Heimir
Brynjúlfur prentari, býr í Kópa-
vogi, f. 1.5. 1930. 5) Hannes mál-
arameistari, býr í Reykjavík, f.
21.9. 1932 og 6) Sigríður Hafdís
kennari, býr í Reykjavík, f. 16.6.
1936.
Haraldur kvæntist 4.12. 1943
Ingibjörgu G. Gunnlaugsdóttur
inósdóttur kennara, f. 26.3. 1961.
Börn þeirra eru: Arna, f. 19.5.
1983, Elfur, f. 8.2. 1985, Rafn
Andri, f. 10.4. 1989 og Hlynur, f.
4.9. 1992.
Haraldur fluttist árið 1924 frá
Reykjavík til Grenivíkur, en fað-
ir hans var þá ráðinn læknir þar
nyrðra. Aftur færir fjölskyldan
sig um set til Ólafsfjarðar árið
1937 þegar heimilisfaðirinn er
skipaður héraðslæknir þar. Jó-
hann læknir, faðir Haraldar, var
einnig með nokkurn búskap og
vann Haraldur að mestu við bú-
störf á uppvaxtarárunum. Har-
aldur lauk gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri. Um
skeið starfaði Haraldur við hlust-
unarstöð breska hersins á Ólafs-
firði. Árið 1941, tvítugur að
aldri, fer Haraldur suður til
Reykjavíkur til starfa hjá Nóa,
Hreini og Síríusi, síðar Nóa-Sír-
íusi, fyrst um sinn sem almennur
sölumaður en síðar sölustjóri. Sú
vist varð löng og góð eða 50 ár,
hann hætti þar sjötugur árið
1991. Haraldur var ásamt eig-
inkonu sinni lengi í framvarða-
sveit Eyfirðingafélagsins í
Reykjavík. Þá var hann félagi í
Oddfellowstúku nr. 1, Ingólfi.
Útför Haraldar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan kl. 13.30. Jarð-
sett verður í Fossvogskirkju-
garði.
frá Ólafsfirði, f. 6.9.
1923. Foreldrar Ingi-
bjargar voru Gunn-
hildur Gunnlaugs-
dóttir húsfreyja, f.
10.5. 1902, d. 16.7.
1972 og Gunnlaugur
Friðfinnsson vél-
stjóri, f. 20.9. 1894, d.
19.2. 1927. Haraldur
og Ingibjörg bjuggu
allan sinn búskap í
Reykjavík, fyrst á
Laugavegi 101 en
síðar í Hólmgarði 66
frá árinu 1953. Frá
janúar 2002 dvaldi
Haraldur á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni í Reykjavík.
Haraldur og Ingibjörg eignuð-
ust þrjá syni: 1) Jóhann Ævar, f.
24.12. 1941, d. 25.8. 1958. 2) Þor-
vald Rafn tannsmið, f. 4.8. 1947,
d. 27.5. 1981, var kvæntur Kol-
brúnu Jarlsdóttur kvikmynda-
gerðarmanni, f. 30.1. 1955. Sonur
þeirra er Ævar Jarl, f. 4.12.
1980. Þorvaldur Rafn eignaðist
áður Sunnu Björgu, f. 11.11.
1968. 3) Harald Kristófer bygg-
ingatæknifræðing, f. 16.9. 1957,
er kvæntur Guðnýju Soffíu Mar-
Elsku afi. Það er mjög sárt að þú
skulir vera farinn frá okkur, því þú
ert okkur öllum svo kær. Þú varst
búinn að vera mikið veikur en nú er
allt svo friðsælt í kringum þig. Þú
ert kominn á betri stað og líður von-
andi vel.
Við erum ánægð að eiga allar
góðu minningarnar um þig og það
sem við gerðum saman. Við vorum
öll fjögur mikið hjá þér og ömmu
þegar við vorum yngri. Við spiluð-
um mikið og dunduðum okkur við
ýmislegt. Nammisalan var í miklu
uppáhaldi hjá okkur stelpunum. Þá
seldum við hvort öðru nammi, þó
bara í þykjustunni. Þú áttir nefni-
lega svo skemmtilega pöntunarseðla
síðan þú varst að vinna hjá Nóa-
Síríusi og vörurnar sem voru á þeim
seðlum voru svo sannarlega í miklu
uppáhaldi hjá litlum nammigrísum
eins og okkur, gott ef margar þeirra
voru ekki líka til í nammiskápnum
hjá þér.
Þú varst mjög hrifinn af útilegum
og ferðalögum almennt. Þú og
amma gaukuðuð að okkur ýmiskon-
ar fróðleik og getum við nefnt all-
flest kennileiti sem á vegi verða á
leið upp í Rjóður, litla sumarhúsið
ykkar. Þangað fórum við margoft,
bæði öll saman eða þú og amma
með okkur krakkana. Á leiðinni
fannst okkur alltaf jafnfyndið þegar
þú sagðist ætla að „spýta í pödd-
una“ og áttir þá við að aka dálítið
hraðar. Þetta voru skemmtilegar
ferðir og við eigum alltaf eftir að
hugsa til þín þegar við förum upp í
Rjóður.
Elsku afi, við viljum kveðja þig í
síðasta sinn með sálminum „Lýs,
milda ljós“, sem okkur þykir afar
fallegur og ef til vill lýsandi fyrir
ferðalagið þitt á nýja staðinn.
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú
er burt mitt hrós
Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.
(Matthías Jochumsson.)
Þín afabörn
Arna, Elfur, Rafn Andri
og Hlynur.
Örfá orð í minningu elsta bróður
okkar, sem lést 6. sept. sl. Hann
fæddist í Reykjavík, fluttist ungur
með foreldrum sínum til Grenivíkur
og síðar til Ólafsfjarðar. Þar kynnt-
ist hann eiginkonu sinni Ingibjörgu.
Síðar hófu þau búskap sinn í húsi
ömmu okkar og afa á Laugavegi 101
í Reykjavík, sem síðar varð athvarf
okkar systkinanna þegar við hin
fluttumst suður. Þar var okkur
ávallt vel tekið af hlýju og gestrisni.
Haraldur var traustur maður og
prúðmenni. Hann vann hjá sama
vinnuveitanda (Nói Hreinn Síríus)
allan sinn starfsaldur sem sölustjóri
utan eitt ár, er hann vann hjá
breska hernum. Þau hjónin fóru
ekki varhluta af sorginni. Þau
misstu elsta son sinn, Jóhann Ævar,
ungan eftir heilauppskurð i Kaup-
mannahöfn og síðar annan son sinn,
Þorvald Rafn, í flugslysi. Síðustu ár-
in voru bróður okkar erfið vegna
veikinda, en Inga mágkona okkar
stóð traust við hlið hans ásamt syni
þeirra og fjölskyldu hans. Minning-
in um bróður okkar lifir með okkur.
Hve sárt er slitnar hönd frá hönd
og hafið veglaust skilur lönd,
það suðar dimmt við sendna strönd:
Við sjáumst aldrei framar.
(St. Thorst.)
Hinsta kveðja.
Systkini hins látna.
Föðurbróðir okkar Haraldur Kr.
Jóhannsson er látinn. Hann var
elstur sjö systkina og hjá okkur var
hann aldrei kallaður annað en Offi
frændi. Það er margs að minnast
þegar við lítum til baka og minn-
umst æskuáranna. Eins og gengur
og gerist í stórri fjölskyldu hittumst
við í kringum jól og við ýmis önnur
tækifæri á þessum árum. Við
frændsystkinin vorum á svipuðum
aldri og því oft mikið fjör og
kannski stundum talsverður galsi í
hópnum. Þegar við í dag lítum til
baka til jólaboðanna í Hólmgarð-
inum á heimili Offa og Ingu minn-
umst við sérstaklega nammiskál-
anna sem við teljum að hafi verið
fleiri og fyllri en í öðrum jólaboðum.
Við krakkarnir vorum nefnilega svo
heppin að Offi frændi var sölustjóri
í sælgætisgerð. Við getum líka
þakkað Offa það að á meðan sumir
vina okkar fengu aðeins eitt páska-
egg á páskum fengum við aukaegg.
Nú að leiðarlokum er kominn tími
til að þakka fyrir öll aukaeggin þeg-
ar við vorum börn og að sjálfsögu
fyrir allar samverustundir sem við
höfum átt í gegnum tíðina.
Blessuð sé minning frænda okk-
ar.
Guðrún, Jónas Birgir,
Inga Jóhanna, Sigrún og
Haukur Birgisbörn.
HARALDUR KR.
JÓHANNSSON
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
S. 555 4477 • 555 4424
Erfisdrykkjur
Verð frá kr. 1.150
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓHANNES INGIBJÖRN ÓLAFSSON
fyrrv. forstjóri Dósagerðarinnar,
Einimel 3,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni
laugardagsins 11. september.
Ingveldur Valdimarsdóttir,
Sigurlína Jóhannesdóttir, Donald Ingólfsson,
Ingveldur Jóhanna Donaldsdóttir, Hallgrímur I. Valberg,
Kristín Donaldsdóttir, Guðmundur Hansson,
Jóhannes Ingibjörn Donaldsson, Elísabet Eggertsdóttir,
Elín María Donaldsdóttir
og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN AÐALSTEINN STEFÁNSSON,
Miðtúni 4,
Seyðisfirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstudaginn 10. september.
Sigurbjörg Jónsdóttir,
Ómar Trausti Jónsson,
Hafþór Svanur Jónsson, Sigrún Steinarsdóttir,
Lára Ósk Jónsdóttir, Ingvi Þór Rafnsson,
Þóra Gylfadóttir, Einar Sigurðsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
KNÚTUR HÁKONARSON,
Hraunbæ 170,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut mánudaginn 13. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigrún Björk Einarsdóttir,
Einar Björgvin Knútsson, Hjördís I. Jóhannesdóttir,
Elsa Björk Knútsdóttir, Bjarni Hrafn Ívarsson,
Bryndís Guðrún Knútsdóttir, Júlíus Örn Ásbjörnsson,
Elínborg Erla Knútsdóttir, Eymar Kruger
og afabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, eiginmaður,
sonur og afi,
HAUKUR SMÁRI GUÐMUNDSSON
vélvirki,
Móasíðu 7E,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 16. september kl. 13.30.
Birgir Hauksson, Hlín Garðarsdóttir,
Lilja Björg Jones Hauksdóttir, Mark Alan Jones,
Hjálmar Hauksson, Gyða Björk Aradóttir,
Hólmfríður María Hauksdóttir, Arnar Eyfjörð Helgason,
Pálmey Hjálmarsdóttir,
María Magnúsdóttir
og barnabörn
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
ástkærs bróður og mágs,
ÁGÚSTAR HALLMANNS
MATTHÍASSONAR,
Heiðarhvammi 6,
Keflavík.
Einnig hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem
studdu hann og styrktu í hans löngu og erfiðu
veikindum í gegnum árin.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Matthíasdóttir, Kjartan Ólason,
Guðmundur Matthíasson, Inga Björk Hólmsteinsdóttir,
Hjörleifur Matthíasson.Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is
SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98