Morgunblaðið - 14.09.2004, Qupperneq 32
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Lalli lánlausi
© LE LOMOMBARD
Í FRAMTÍÐINN FÆ ÉG KANNSKI AÐ
HEIMSÆKJA AÐRA PLÁNETU
LÁTTU
ÞAÐ VERA
JÓN...
ÞÚ ÁTT EKKI EFTIR AÐ
KOMAST Á SEFNUMÓT
ÞAR HELDUR
HÚN ER
DÁLDIÐ
LÚMSK ÞESSI,
EN ÉG NÆ
HENNI FYRR
EÐA SÍÐAR
ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÉG
SKIPTI MINNA MÁLI EN FLUGA
OG HÚN SEM
SEGIR AÐ ÞÚ
HJÁLPIR EKKI TIL
Á HEIMILINU
VIÐ UNNUM!
ÉG SAGÐI ÞÉR
AÐ ÉG VÆRI
MEÐ GOTT LIÐ
LÁTTU KALLA
FÁ HANSKANN
SINN TOMMI
NEI NEI?
PÆLDU Í ÞVÍ! HANSKINN
ÞINN VAR Í VINNINGSLIÐINU...
LÁTTU KALLA FÁ HANSKANN
ÉG SKAL
SLÁST UP
Á HANN
GAT
VERIÐ!
ÞAÐ ERU FJÓRAR ÁRSTÍÐIR Á
HVERJU ÁRI. VORIÐ ER TÍMI
BLÓMANNA OG FUGLANNA.
BÖRNIN LEIKA SÉR Í
GARÐINUM OG ANDA AÐ SÉR
FERSKU VORLOFTINU
SUMARIÐ ER TÍMI
UPPSKERUNNAR OG ÁVAXTA.
BÖRNIN LEIKA SÉR Á
STRÖNDINNI OG BAÐA SIG Í
GEISLUM SÓLARINNAR
HAUSTIÐ ER TÍMI VINDANNA,
FALLANDI LAUFBLÖÐ OG ELDUR Í
ARNINUM. BÖRNIN LEIKA SÉR Í
DAUÐUM LAUFBLÖÐUM OG
DAUFU DAGSLJÓSINU
LOKS ER VETURINN TÍMI
FJÖLSKYLDUNNAR FYRIR FRAMAN
ARININN. BÖRNIN LEIKA SÉR Í
SNJÓNUM
MJÖG GOTT
LÁRA, ÞÚ
FÆRÐ 10 NÚNA SKULUM
VIÐ SJÁ HVORT
LALLI HEFUR LÆRT
EITTHVAÐ UM
ÁRSTÍÐIRNAR
ÞAÐ ERU BARA TVÆR ÁRSTÍÐIR Á HVERJU ÁRI.
RIGNINGARTÍMINN ER TÍMI RIGNINGAR OG KVEFS.
BÖRNIN LEIKA SÉR DÖPUR HEIMA Í
PLAYSTATION OG ANDA AÐ SÉR
MENGUÐU
LOFTI
SVO HÆTTIR AÐ RIGNA. ÞAÐ ER GLEÐILEGUR TÍMI ÞAR SEM
BÖRNIN LEIKA SÉR Í BLAUTU GRASINU
ÞVÍ MIÐUR STENDUR SÁ TÍMI STUTT YFIR OG ÞAU FARA
FLJÓTLEGA AFTUR INN, ÞAR SEM ÞAU VERÐA KOMANDI
MÁNUÐI. ÞAR STUNDA ÞAU LEIÐINLEGA LEIKI
?
EFTIR ALLT SAMAN HEF ÉG ÁKVEÐIÐ
AÐ GEFA LALLA 10 EN LÁRU 0
EN HERRA,
ÞÚ SAGÐIR
RÉTT ÁÐAN
AÐ...
KÆRI NÁGRANNI,
MÉR SÝNIST
KENNARINN VERA
JAFN ÓÚTREINAN-
LEGUR OG
VEÐRIÐ
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 14. september, 258. dagur ársins 2004
Víkverji átti dásam-lega síðustu helgi.
Hann lék tónlist sína
fyrir gesti kaffihúss í
miðbæ Reykjavíkur
og hafði afar gaman
af. Eftir að tónleik-
unum lauk fór Vík-
verji ásamt kollega
sínum og unnustu
hans í átt að bílastæð-
inu við Íslandsbanka
með það í huga að
skutla vinum sínum
heim. Þegar að bílnum
(Saab 9000i ’86) var
komið, blasti við nokk-
uð ófögur sjón, sem
helst minnti á Grimmsævintýrin.
Inni í bílnum, í bílstjórasætinu, lá
Gullbrá nokkur, ljóshærð stúlka í
kringum lögræðisaldurinn, sofandi
af áfengisneyslu. Þótti Víkverja og
vinum hans þetta í senn spaugilegt
og sorglegt og upplifði Víkverji sig
sem bangsapabba þegar hann opn-
aði varlega dyrnar á bílnum, ýtti
gætilega við Gullbrá og bað hana um
að vinsamlegast rýma bílinn. Kom
þá fát á Gullbrá og reyndi hún að
ræsa bílinn, en sem betur fer voru
lyklarnir í vasa Víkverja. Hljóp
stúlkan þá út úr bílnum og þusti að
næsta bíl og hóf leit að opinni hurð
til að fá ódýrt gistirými.
Það var meira út af
örvæntingu en fálæti,
sem Víkverji ákvað að
leyfa þessu örvænting-
arfulla dýri að hlaupa
út í nóttina en ekki að
koma henni í skjól.
Víkverji á erfitt með
að skilja af hverju
unglingar byrja til-
raunir sínar með
áfengi með því að
sturta ofan í sig heilu
pelunum af þessu og
hinu. Væri ekki vit-
urlegra, ef það er ekki
hægt að sleppa því að
drekka, að prófa tak-
mörk sín frá smáum skömmtum og
upp í stærri, til að koma í veg fyrir
svona viðbjóðslegar uppákomur?
Drykkja unglinga er að mati Vík-
verja nokkuð óumflýjanlegur hluti
menningarinnar. Þau vilja brjótast
út úr venjum samfélagsins og prófa
nýja hluti. Þau vilja brjóta boð og
bönn. En er ekki reynandi að gefa
þeim góð ráð, þó ekki sé verið að
dæla í þau áfengi?
Víkverji vonar að þessi stúlka hafi
komist klakklaust heim til sín, eins
og svo ótal margar aðrar stúlkur, en
hann vonar um leið að hún sjái villu
síns vegar og reyni að nálgast
drykkjuna frá hinum endanum næst.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Salurinn | Grunnskólabörn frá Kópavogi og Reykjavík fengu svo sannarlega
að kynnast framandi menningu, þegar þrír Yolngu-frumbyggjar frá Ástralíu
kynntu fyrir þeim tónlist, dansa og hugmyndafræði frumbyggja. Frömdu
frumbyggjarnir mikinn tónlistar- og dansseið og léku m.a. á Yidaki, sem er
heilagt hljóðfæri frumbyggja og virðist vera upprunnið frá Norðaustur-
Arnemlandi. Yidaki er einnig stundum kallað Didgeridoo.
Frumbyggjarnir þrír munu halda tónleika á föstudagskvöld kl. 20.30 í
salnum ásamt íslenskum tónlistarmönnum úr fremstu röð, þar á meðal Hilm-
ari Erni Hilmarssyni, Didda fiðlu og Eþos-strengjakvartettinum.
Morgunblaðið/Þorkell
Frumbyggjar í Salnum
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður
er leitar hælis hjá honum. (Sl. 34, 9.)