Morgunblaðið - 14.09.2004, Síða 33
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 33
Um miðjan september hefst samstarfKvennaathvarfsins við Rauða kross-inn og Háskóla Íslands um sjálf-boðaliðastarf til að sinna þeim börnum
sem koma með mæðrum sínum í Kvenna-
athvarfið. Sjálfboðaliðar munu koma á laugar-
dögum í vetur og starfa með börnum sem dvelja í
athvarfinu eða hafa dvalið þar og eiga með þeim
skemmtilegar stundir. Markmiðið er að létta
börnum dvölina í athvarfinu með markvissu fé-
lagsstarfi og sömuleiðis létta undir með mæðr-
unum. Verkefnið er unnið í samvinnu við fé-
lagsráðgjöf við HÍ undir handleiðslu Steinunnar
Hrafnsdóttur og er sjálfboðastarfið hluti af námi
fólks við deildina.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Kvenna-
athvarfsins, segir starf sjálfboðaliða afar þýð-
ingarmikið. „Þegar konur og börn koma í
Kvennaathvarfið er mikilvægt að huga að börn-
unum þar sem þau hafa oft búið við erfiðar að-
stæður. Við erum í raun að endurvekja verkefni
sem var fyrir nokkrum árum en datt upp fyrir þar
sem aðsókn í Kvennaathvarfið dalaði um tíma. Nú
höfum við orðið varar við aukningu og finnst þess
vegna tilefni til að endurvekja verkefnið. Framlag
sjálfboðaliða Reykjavíkurdeildar Rauða krossins
teljum við að muni skipta sköpum í vellíðan barna
sem dvelja í Kvennaathvarfinu eða hafa dvalið
þar. Bara að skipta um umhverfi, hitta ut-
anaðkomandi fólk og dreifa huganum tekjum við
að muni hafa góð áhrif.“
Hvaða þýðingu hefur starfið fyrir nemendur í
félagsráðgjöf?
„Við vonum að starfið skili nemendum í fé-
lagsráðgjöf betri þekkingu á ofbeldi gegn konum
og börnum sem mun nýtast þeim í störfum þeirra
í framtíðinni. Það er líka mikilvægt að batterí eins
og Kvennaathvarfið sé í tengslum við fræðin og
kennsluna sem á sér stað í menntun fagfólks.“
Hversu brýn er þessi þörf?
„Það sem af er þessu ári hafa fjörutíu börn
dvalið með mæðrum sínum í Kvennaathvarfinu.
Það er að sjálfsögðu misjafnt hversu lengi börnin
dvelja og á hvaða aldri þau eru. Þetta verkefni er
hins vegar ekki hugsað einungis fyrir börnin sem
eru í athvarfinu á hverjum tíma heldur líka þau
sem hafa dvalið hjá okkur og geta þá haldið áfram
að koma á laugardögum í félagsstarfið. Ef það
kemur upp að engin börn eru einhvern laug-
ardaginn eru næg verkefni önnur fyrir sjálf-
boðaliða eins og dreifing bæklinga og vinna við
þarfagreiningu svo eitthvað sé nefnt. Við vonumst
hins vegar til að þetta verkefni gefist það vel að
það verði fastur punktur í starfi Kvennaathvarfs-
ins framvegis.“
Sjálfboðastarf | Kvennaathvarfið, Rauði krossinn og HÍ í samstarf
Börnum skjólstæðinga sinnt
Drífa Snædal er fædd
árið 1973 í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi
úr FB árið 1993, prófi í
tækniteiknun úr Iðn-
skólanum í Reykjavík
1998 og BS-prófi í við-
skiptafræði úr Háskóla
Íslands 2003.
Drífa starfaði sem
tækniteiknari og bókari
hjá Verkfræðistofunni
Afli og orku frá 1997. Þá hefur hún starfað
sem fræðslustýra hjá Kvennaathvarfinu frá
september 2003 og framkvæmdastýra að
auki frá júní 2004. Hún á eina dóttur.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8.
0–0–0 Bd7 9. f3 b5 10. Rxc6 Bxc6 11.
Kb1 h6 12. Be3 Be7 13. h4 Hc8 14. Re2
Rd7 15. Rd4 Bb7 16. g4 Dc7 17. Bd3
Re5 18. g5 h5 19. g6 Rxg6 20. Hdg1
Re5 21. Hxg7 Bf6 22. Hg2 d5 23. Bg5
Dd8 24. Df4 Bxg5 25. Hxg5 Rg6
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Barcelona.
Hannes Hlífar Stefánsson (2.549)
hafði hvítt gegn Robert Aloma Vidal
(2.252). 26. Hxg6! Þessi skiptamunar-
fórn rífur upp svörtu kóngstöðuna og
kemur mönnum hvíts í sterkar stöður.
26. … fxg6 27. Rxe6 De7 28. exd5
Bxd5 29. De5! Hvítur vinnur nú
skiptamuninn til baka og heldur áfram
sókn sinni. 29. … Dxe6 30. Dxh8+
Kd7 31. Dd4 Dd6 32. Dg7+ Kc6 33.
Hg1 Hc7 34. Dxg6 Bxf3 35. Be4+
Bxe4 36. Dxe4+ Kd7 37. Hg7+ Kd8
38. Hg8+ Kd7 39. De8#. Hannesi gekk
prýðilega í mótinu en hann fékk átta
vinninga af tíu mögulegum og lenti í
4.–7. sæti.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Kennsla í byrj-
enda- og fram-
haldsflokkum
hefst dagana
20. til 25. sept.
nk. 10 vikna
námskeið.
Alþjóðlegir
titilhafar annast
alla kennslu.
Kennt verður frá kl. 17.00-19.00 virka daga og
frá kl. 11.00-12.30, á laugardögum
Kennslugögn innfalin í öllum flokkum.
Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá
kl. 10.00-13.00 í síma 568 9141.
Athugið systkinaafsláttur
2004
September
15.-18. Systradagar. Fullbókað
Október
8.-10. Kyrrðardagar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Leiðsögn: dr. Sigurbjörn Einarsson
og sr. Bernharður Guðmundsson.
22.-24. Kyrrðardagar kvenna.
Leiðsögn: Sigríður Hrönn Sigurðardóttir.
29.-31. Bænalíf - Biðlisti.
Leiðsögn: dr. Sigurbjörn Einarsson.
Nóvember
12.-14. Kyrrðardagar Oddfellowstúkunnar Ara fróða.
Leiðsögn: Þorvaldur Halldórsson o.fl.
19.-21. Glíman við sorg og þjáningu.
Leiðsögn: sr. Sigfinnur Þorleifsson og dr. Kristinn Ólason.
25.-28. Við upphaf aðventunnar - Biðlisti.
Leiðsögn: sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir
og dr. Einar Sigurbjörnsson.
Desember
3.-5. Í nánd jóla.
Leiðsögn: dr. Hjalti Hugason og Ragnheiður Sverrisdóttir.
2005
Janúar
21.-23. Kyrrðardagar að vetri. Leiðsögn: sr. Sigurður Sigurðarson.
Febrúar
16.-20. Systradagar.
Mars
11.-13. Að njóta augnabliksins.
Leiðsögn: sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson,
Auður Bjarnadóttir og Hannes Guðrúnarson.
23.-26. Í Dymbilbviku - Biðlisti.
Leiðsögn: sr. Kristján Valur Ingólfsson.
Apríl
1.-3. Bænafræðsla. Leiðsögn: dr. Sigurbjörn Einarsson.
12.-14. Kyrrð með Qi Gong. Leiðsögn: Gunnar H. Eyjólfsson.
21.-24. Göngudagar.
Leiðsögn: sr. Halldór Reynisson
og dr. Sigurður Árni Þórðarson.
Maí
5.-8. Hjónadagar
Leiðsögn: dr. Sigríður Halldórsdóttir
og sr. Gunnlaugur Garðarsson.
KYRRÐARDAGAR
Í SKÁLHOLTI
Nánari upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla,
sími 486 8870, skoli@skalholt.is
Svövusjóður við Skálholtsskóla styrkir til þátttöku í kyrrðardögum ef þörf er
Gjafabréf fyrir þátttöku í kyrrðardögum eru til sölu í Skálholtsskóla
Opnunartími
mán.-fös. kl. 11-18
lau. kl. 11-14
Hverafold 1-3
Torgið Grafarvogi
Sími 577 4949
Skipagötu 5 • Akureyri
Sími 466 3939
Peysur
Bolir
Buxur
Pils
HEIMILI og skóli, landssamtök for-
eldra, og svæðasamtök foreldra
hvetja Kennarasamband Íslands og
Launanefnd Sambands íslenskra
sveitarfélaga til að leita allra leiða til
að ná samningum svo ekki komi til
verkfalls grunnskólakennara 20.
september nk. eins og boðað hefur
verið til.
„Skólasókn er lögbundin og því
með öllu óviðunandi að 45 þúsund
börn á grunnskólaaldri verði svipt
rétti sínum til náms. Röskun á námi í
upphafi skólaárs getur haft alvarleg-
ar afleiðingar á námsframvindu og
líðan nemenda. Sú óvissa sem nú rík-
ir nær einnig langt út fyrir veggi
heimila og skóla og kennaraverkfall
mun hafa víðtæk áhrif á allt sam-
félagið ef til þess kemur.“
Hvetja til samninga við kennara
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Hámarksgæði
ÉG vil endilega koma skoðun minni
á framfæri. Ég varð var við ekta
kjötbúð í vor, Kjöthöllina í Skipholti
og á Háaleitisbraut. Síðan þá hefur
mér ekki dottið í hug að kaupa ann-
ars staðar kjöt. Alltaf hefur kjötið
verið nýtt og ferskt og þjónustan
persónuleg og góð. Kjötfarsið er hið
ljúffengasta, girnileg buff eru í borð-
inu og nautahakkið næstum algjör-
lega fitusnautt.
Ég vil þakka fyrir mig og benda
fólki á að þarna ætti það að versla
vilji það vera visst um að fá góða af-
urð.
Steinþór Benediktsson.
Gleraugu í óskilum
GLERAUGU fundust á Aragötunni.
Upplýsingar í síma 861 6453.
Kvenjakki tekinn
í misgripum
FÖSTUDAGINN 10. september var
svartur kvenflauelsjakki frá VILA
tekinn í misgripum. Skilvís finnandi
vinsamlega hafi samband í síma
856 6646.
Geisladiskar í óskilum
ALMA Rós. Ég fann geisladiskana
þína. Hafðu samband í síma
696 0802.
Nike-taska týndist í strætó
NIKE-taska með íþróttaskóm, bux-
um og bol týndist líklega í strætó,
leið 12, frá Mjóddinni vestur í bæ sl.
fimmtudag milli kl. 14 og 15. Skilvís
finnandi hafi samband í síma
553 5901 eða 552 3669.
Rautt stelphjól týndist
RAUTT stelpuhjól, Mongoose, hvarf
frá Sólheimum sl. fimmtudag 9.
september. Hnakkurinn er rifinn.
Finnandi vinsamlegast hringið í
síma 588 8046.
Bíllykill í óskilum
BÍLLYKILL ásamt fjarstýringu,
fannst á göngustíg við Bygggarða á
Seltjarnarnesi sl. laugardag. Upp-
lýsingar í síma 564 2483 eða
695 0932.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is