Morgunblaðið - 14.09.2004, Page 34
DAGBÓK
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert meira en tilbúin/n til að leggja hart
að þér í dag. Ákefð, ákveðni og áhugi til
að afreka eitthvað drífa þig áfram.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
En daðurgjarn og skemmtilegur dagur!
Óskammfeilni, kjarkur og fjör einkenna
þig og þetta er góður dagur fyrir gáska-
fullar athafnir með börnum, til að dunda
sér í listsköpun eða fara í bíó.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Glímdu við verkefni á heimilinu sem þú
hefur forðast að undanförnu. Brettu upp
ermarnar og stingdu þér út í. Gerðu við,
skreyttu eða taktu til. Hvað sem þér
verður að verki í dag mun veita þér mikla
ánægju.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú gætir selt eskimóa ís í dag. Þú ert ein-
staklega sannfærandi og kemur vel fyrir
þig orði. Hver getur neitað þér? Enginn!
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur djarfar og ákveðnar hugmyndir
um að græða pening í dag, og ert mjög
kraftmikil/l í vinnu. Ef þú ert að kaupa í
matinn ertu líka við stjórnvölinn á þeim
vettvangi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert að springa í dag. Vanalega ertu
kraftmikil/l og öflug/ur. Reyndu að fá út-
rás líkamlega fyrir allan þennan kraft. Í
dag ert það þú sem ræður!
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú gætir verið að dufla við leyndarmál í
dag. Þú vilt ekki segja öllum hvað þú ert
að aðhafast. Þetta kallast ekki laumuspil,
heldur að sinna einkamálum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert góður foringi í dag og aðrir eru til-
búnir að hlusta. Þú hefur kraftinn og út-
geislun til að láta aðra fylgja þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur miknn metnað í dag. Þú stefnir
á toppinn og ekkert getur talið þig af því.
Passaðu þig á því að yfirmaður þinn gæti
farið að óttast þig.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þig langar að gera eitthvað alveg spes í
dag sem þú gerir aldrei! Þú vilt ævintýri
og spennu. En þú vilt líka örvunina af því
að læra eitthvað nýtt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur ástríðu og áhuga á hreinlega
öllu í dag! Þig langar til að bæta þig á ein-
hvern hátt til að verða betri manneskja,
jafnvel taka þig saman í andlitinu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Vinir og félagar eru öruggir, ágengir og
oflætisfullir í dag. Til að forðast meiri
spennu skaltu forðast frekjudollur eða
þykjast vera sammála þeim.
Stjörnuspá
Frances Drake
Meyja
Afmælisbörn dagsins:
Finna sér alltaf eitthvert svið sem þau
síðan kanna ofan í kjölinn, en vilja jafn-
framt þéna peninga um leið. Þau eru þol-
inmóð við að tileinka sér hina og þessa
tæknina, sem síðan kemur þeim að góð-
um notum. Þetta árið þurfa þau að taka
mikilvæga ákvörðun.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Tónlist
Kvennakór Kópavogs | Vetrarstarfið er
byrjað og verða æfingar í Digranesskóla á
mánudögum frá kl. 20–22. Stjórnandi kórs-
ins er sem fyrr Natalía Chow Hewlett. Efnis-
skrá vetrarins er létt og skemmtileg, m.a.
þjóðlög, gospel og lög úr söngleikjum og
kvikmyndum. Hægt er að bæta við konum í
allar raddir.
Salurinn | 14. sept. kl. 20 María Jónsdóttir
sópran, Elín Guðmundsdóttir píanó, Gestir:
Hulda Dögg Proppé &
nokkrir Fóstbræður. Efn-
isskrá: Íslensk sönglög e.
Jón Ásgeirsson, Sig-
valda Kaldalóns o.fl.,
ljóðasöngvar e. Beethov-
en, Tschaikowski, Schu-
mann, Schubert, Sibelius
& Mendelssohn, aríur e.
Mozart,Verdi & Dvorák.
Félagsstarf
Árskógar 4, | Bað kl. 8–12, handavinna kl.
9–12, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45, smíði kl.
13–16.30, línudans kl. 20.30.
Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Opnað kl.
9 blöðin, rabb, kaffi á könnuni og frjáls
prjónastund, gangan kl. 10, leikfimi kl. 11.30,
saumar og bridge kl. 13. Pútt á Hrafnistuvelli
kl. 14 til 16.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13,
miðvikudagur: Göngu–Hrólfar ganga frá Ás-
garði, Glæsibæ, kl. 10.
Furugerði 1 | Í dag er „Heilsudagur í Háa-
leiti.“ Dagskrá í Hvassaleiti 56–58 í dag kl.
13.30. Nánari uppl. á félagsmiðstöðvunum í
Háaleitishverfi.
Hraunbær 105, | Kl. 9 kaffi, spjall, dag-
blöðin, kl. 9–16. 30 postulínsmálun og hár-
greiðsla, kl. 9–12 glerskurður. kl. 10–11 boccia,
kl. 11–12 leikfimi, kl. 12–13 hádegismatur. kl.
12.15 verslunarferð (Bónus) kl. 13–16–30
leikfimi kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58, | Dagurinn er tileink-
aður heilsueflingu í Háaleitishverfi. Létt
morgunganga kl. 10. Formleg dagskrá hefst
kl. 13.30 með kynningu frá heilsugæslustöð-
inni Efstaleiti. Sr. Pálmi Matthíasson og fleiri
góðir gestir koma í heimsókn. Hollmeti
verður á boðstólum.
Hæðargarður 31, | Opin vinnustofa, út-
skurður kl. 9, hárgreiðslustofa kl. 9–12, leik-
fimi kl. 10–11, bókabíllinn 14.15–15, versl-
unarferð í Bónus 12.40. Hádegismatur.
Síðdegiskaffi. Allir velkomnir. Sími:
568 3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, miðviku-
dag 15. sept. Gaman saman Miðgarði kl. 14.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist og smíði,
kl. 9 16.30 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia,
kl. 11.30–12.45 matur, kl. 13–16.30 postulíns-
málning, kl. 14 leikfimi, kl. 15–16 kaffi.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborg-
arsvæðinu | Bingó í kvöld kl. 19.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9dagblöð og kaffi, kl. 9–16
fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–15.30
handavinna og postulín, kl. 10.15–11.45
enskukennsla, kl. 11.45–12.45 hádegisverður,
kl. 13–16 bútasaumur og frjáls spil. Kl.14.30–
15.45 kaffiveitingar. Eftirtalin námskeið
byrja sem hér segir: Enska 14. sept. kl. 10.15.
Kórinn 16. sept. kl. 13. Skrautskrift 20. sept.
kl. 9.30. Tréskurður 22. sept kl. 13. Spænska
22. sept. kl. 10.15. Skráning í síma 535-
2740.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.45,
pennasaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30,
leikfimi kl. 10, handmennt alm. kl. 13, fé-
lagsvist kl. 14.
Þórðarsveigur 3 | Bókabíllinn kl. 16.45-
17.30.
Fundir
Krabbameinsfélagið | Styrkur verður með
opið hús í Skógarhlíð 8 í kvöld, þriðjudag, kl.
20. Fundarefni: rætt um vetrarstarfið, tveir
félagar segja frá reynslu sinni.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta alla
þriðjudaga kl. 18.30. Prestarnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Í kvöld kl. 19
er kynningarkvöld á Alfa 1 og 2. Nánari upp-
lýsingar er að finna á heimasíðu okkar
www.gospel.is eða á safnaðarskrifstofunni.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Kópavogskirkja | Vetrarstarf safnaðarins er
að hefjast. Einn þáttur þess er samverur í
safnaðarheimilinu Borgum á þriðjudögum
kl. 14.30–16.00. Þar er sungið af list undir
forystu Sigrúnar Þorgeirsdóttur, mál dags-
ins flutt og kaffi reitt fram. Glaðar og nær-
andi samverur, ritningarlestur og bæn.
Laugarneskirkja | Fræðslukvöld Laugarnes-
kirkju kl. 19.45. Samtal um kristinn lífsstíl.
Umsjón hafa sr. Bjarni Karlsson og Laufey
Waage. Kl. 20.30 Þriðjudagur með Þorvaldi.
Lofgjörðar- og bænastund í kirkjuskipi kl. 21.
Fyrirbænaþjónusta og kaffispjall.
Neskirkja | Barnakór Neskirkju æfing kl. 15.
Stúlknakór Neskirkju, æfing kl. 16. Upplýs-
ingar gefur Steingrímur kórstjóri í síma
896 8192, steini@neskirkja.is. Litli kórinn,
kór eldri borgar kl. 16.30. Stjórnandi er Inga
J. Backman. Nánari upplýsingar eru í síma
552 2032. Nedó, unglingaklúbbur fyrir 8.
bekk kl. 17.00, en fyrir 9. bekk og eldri kl.
19.30. Alfa kl. 19.00, séra Örn Bárður Jóns-
son og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Upplýs-
ingar og skráning á staðnum eða í síma
511 1560 eða með tölvupósti á neskirkja-
@neskirkja.is.
Fyrirlestrar
Kennaraháskóli Íslands | Miðvikudaginn 15.
september kl. 16.15 halda Anna Jeppesen
og Gunnsteinn Gíslason fyrirlestur í Kenn-
araháskóla Íslands. Í fyrirlestrinum fjallar
Anna um hugtakið leiklist í tengslum við
kennslu. Gunnsteinn ræðir síðan um vinnu-
aðferðir og viðhorf myndlistarmanns til list-
sköpunar og myndlistarkennslu.
Lögberg | Alp Mehmet, sendiherra Breta á
Íslandi flytur fyrsta fyrirlestur vetrarins í
fyrirestraröð Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur í erlendum tungumálum. Fyr-
irlesturinn nefnist „Are Diplomats an Ex-
pensive Luxury We Could Do Without,“ og
hefst hann kl. 12.15.
Reykjavíkurakademían | Valdimar Tr. Haf-
stein þjóðfræðingur heldur fyrsta fyrirlestur
vetrarins í fyrirlestraröð Mannfræðifélags
Íslands í Reykjavíkurakademíunni þriðju-
dagskvöldið 14. september kl. 20. Í fyr-
irlestrinum mun Valdimar fjalla um „menn-
ingararfsvæðingu“ undanfarinna ára í
íslensku og alþjóðlegu samhengi.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur | Alp
Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, opnar
fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur í erlendum tungumálum, í dag,
þriðjudaginn 14. sept. kl. 12.15 í stofu 102 í
Lögbergi. Hann gefur lýsingu á starfi dipló-
mata, tengir það við daglegt líf og sýna fram
á miklvægi þess. Fyrirlesturinn er á ensku.
Mannfagnaðir
Kaffi Reykjavík | Skáldaspírukvöld í kvöld kl.
21.00. Upplesarar verða: Sigurður Pálsson,
Rúna K. Tetzscner, Þorgerður Mattía (Hug-
skot), Kristján Hreinssonog Björk Vilhjálms-
dóttir. Friðríkur leikur undir á gítar hjá Rúnu
og milli atriða.
Grand rokk | Ljóðakvöld Nýhils. Kristín
Svava Tómasdóttir, Óttar M. Norðfjörð,
Ófeigur Sigurðsson, Hildur L. Viggósdóttir
og Kristín Eiríksdóttir lesa ljóð. Valur Brynj-
ar Antonsson kynnir rétt óútkomna ljóða-
bók sína, Ofurhetjuþrá á punktöld. Eiríkur
Örn les úr væntanlegri skáldsögu. Viðar
Þorsteinsson kynnir nýja Af-bók Nýhils, sem
hann ritstýrir og fjallar um hnattvæðingu og
stöðu Íslands.
Böddi Brútal, Útburðir, Skúli Þórðarson og
9/11́s verða með tónlistaratriði.
Málstofur
Háskóli Íslands | Miðvikudaginn 15.
september heldur Þóra Helgadóttir erindi
um efnahagsleg áhrif sportveiði í málstofu á
vegum Hagfræðistofnunar og Við-
skiptafræðistofnunar í Odda stofu 101 kl.
12.15.
Kvikmyndir
Bæjarbíó | Í kvöld klukkan 20.00 verða
sýndar hjá Kvikmyndasafni Íslands tvær
breskar áróðurskvikmyndir gerðar í seinni
heimsstyrjöldinni. Myndirnar eru Listen to
Britain frá árinu 1942, leikstjóri Humphrey
Jennings og The Battle of Britain frá 1943,
leikstjóri Frank Capra.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um
viðburði dagsins er að finna á Staður og stund
undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
GUÐBERGUR Bergsson rithöfundur flyt-
ur í dag opinberan fyrirlestur í Norræna
húsinu um menningarástandið á Íslandi.
Fyrirlesturinn, sem hefst klukkan 17.00,
er haldinn í tilefni fæðingardags dr. Sig-
urðar Nordal. Fyrirlesturinn nefnist: „Æ
þessi menning!“ og eru allir velkomnir.
„Æ þessi menning“
María Jónsdóttir
90 ÁRA afmæli. Ídag, 14. sept-
ember, verður níræð
Sigríður Steinsdóttir,
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi.
Sigríður tekur á móti
ættingjum og vinum í
Félagsheimilinu Mið-
garði laugardaginn 18. september kl.
15.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 akfeita, 8 nær í,
9 krús, 10 fugls, 11 mæta,
13 rödd, 15 fáks, 18 krossa
yfir, 21 snák, 22 matar-
skeið, 23 kjáni, 24 spar-
semi.
Lóðrétt | 2 laumuspil, 3
manna, 4 bál, 5 munnum, 6
mynnum, 7 at, 12 smábýli,
14 æsti, 15 ræma, 16
óhreint vatn, 17 afkom-
andi, 18 svívirða, 19 láns,
20 peninga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 rölta, 4 holds, 7 tetur, 8 ólmur, 9 sef, 11 nánd, 13
orri, 14 ýlfur, 15 fals, 17 Frón, 20 ari, 22 taðan, 23 lítur, 24
kerla, 25 tíran.
Lóðrétt | 1 rætin, 2 látún, 3 aurs, 4 hróf, 5 lemur, 6 sorti, 10
elfur, 12 dýs, 13 orf, 15 fátæk, 16 lúður, 18 rætur, 19 nýrun,
20 anga, 21 illt.
50 ÁRA afmæli. Ídag, 14. sept-
ember, er fimmtugur
Guðjón Sigurðsson,
sérfræðingur útlána-
eftirlits Landsbanka
Íslands, Bragavöllum
13, Keflavík. Eig-
inkona hans er Stein-
unn Njálsdóttir kennari. Guðjón er
staddur í París í dag.
HM í einmenningi.
Norður
♠65
♥843 N/Enginn
♦Á1063
♣ÁK86
Vestur Austur
♠KG3 ♠ÁD1084
♥D1095 ♥7
♦G874 ♦KD5
♣D9 ♣G752
Suður
♠972
♥ÁKG62
♦92
♣1043
Hin óopinbera heimsmeistarakeppni í
einmenningi – Generali masters – fór
fram í Verona á Ítalíu í síðustu viku.
Spilað var í tveimur flokkum, opnum
flokki og kvennaflokki. Ítalinn Norberto
Bocchi marði sigur í opna flokknum,
rétt á undan Bretanum Andy Robson,
en Tobi Sokolow frá Bandaríkjunum
vann kvennaflokkinn. Jón Baldursson
vann þetta mót árið 1994 og hefur verið
fastur gestur síðan. Honum gekk vel
framan af í Verona, en fékk mótbyr á
síðasta degi og endaði í 26. sæti af 52
keppendum.
Í spilinu að ofan fór Zia Mahmood
flatt á því að dobla Frakkann Herve
Mouiel í hjartabút:
Vestur Norður Austur Suður
Zia Bocchi Ferraro Mouiel
– 1 lauf 1 spaði Dobl
2 spaðar Pass Pass 3 hjörtu
Dobl Allir pass
Fljótt á litið virðast þrjú hjörtu dæmd
til að fara 1–2 niður. En Mouiel vissi
hvernig landið lá og spilaði glæsilega til
vinnings. Zia tók fyrstu tvo slagina á
KG í spaða, en skipti svo yfir í tígul.
Mouiel dúkkaði það til austurs og Ferr-
aro spilaði þriðja spaðanum, sem var
trompaður í borði. Mouiel tók nú tígulás
og stakk tígul. Síðan lagði hann niður
hjartaás og ÁK í laufi. Lokahnykkurinn
var að trompa síðasta tígululinn með
hundi heima og spila sér út á laufi. Zia
átti aðeins hjarta eftir og varð að
trompa slaginn af makker sínum og
spila hjarta upp í KG. Níu slagir, 530, en
þó ekki nema 20 stig af 24 mögulegum.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Brúðkaup |
Gefin voru
saman 17.
júlí sl. í
Lágafells-
kirkju af sr.
Jóni Þor-
steinssyni
þau Hildur
Helga Sæv-
arsdóttir og
Friðrik Ás-
mundsson.
Heimili
þeirra er í Mosfellsbæ.
Röng mynd
ÞAU leiðu mistök
urðu í blaðinu í gær
að röng mynd birtist
af Margréti K. Sig-
urðardóttur við-
skiptafræðingi með
grein sem hún ritaði.
Hér birtist rétt
mynd af Margréti og eru hlutaðeig-
andur beðnir velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
80 ÁRA afmæli. Ídag, 14. sept-
ember, er áttræð Vil-
borg Andrésdóttir
frá Snotrunesi Borg-
arfirði eystri, Folda-
hrauni 40, Vest-
mannaeyjum. Hún
hélt upp á afmælið sitt
hinn 11. september í Alþýðuhúsinu í
Vestmannaeyjum.