Morgunblaðið - 14.09.2004, Qupperneq 35
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 35
Þ
að eru varla nema tíu til fimmtán
ár síðan margir töldu daga
rímnakveðskapar senn talda.
Kvæðamannafélög voru þó starf-
andi á nokkrum stöðum á land-
inu; en ímynd þeirra var kannski sú að í
þeim störfuðu einkum gamlir sérvitringar
sem héldu dauðahaldi í deyjandi menningar-
arf. Auðvitað var sú ímynd ekki alls kostar
rétt, og í dag má segja í orðsins fyllstu
merkingu að kveði við nýjan tón, þegar
rímnakveðskapur er annars vegar. Í dag
nýtur hann bæði virðingar og talsverðra vin-
sælda – áhugi almennings hefur vaknað, og
kveðskapurinn hefur gengið í endurnýjun
lífdaga með ungu fólki sem sumt hvert reyn-
ir nýjar leiðir í túlkun hans; þótt enn sem
fyrr sé byggt á hefðinni.
Kvæðamannafélagið Iðunn fagnar 75 ára
afmæli á morgun. Formaður félagsins er
Steindór Andersen, sem hefur verið öðrum
ötulli við að endurvekja og glæða áhuga
fólks á rímunum. Í tilefni af afmælinu verð-
ur efnt til fagnaðar í Borgarleikhúsinu ann-
að kvöld kl. 20, en stærri í sniðum er þó
vegleg útgáfa Smekkleysu á rímnakveðskap
frá fyrri tíð, á fjórum geisladiskum, og bók
með kvæðalögunum – eða stemmunum –
eins og lögin kallast á íslensku máli og text-
um þeirra, ásamt greinum eftir fræðimenn á
þessu sviði. Viðlíka safn heimilda um rímna-
kveðskap hefur ekki komið út áður, og því
hlýtur þetta að teljast tímamótaútgáfa, sam-
bærileg við það þegar Þjóðlagasafn séra
Bjarna Þorsteinssonar kom út á sínum tíma
fyrir hartnær öld.
„Ég held að almennur áhugi á allri jaðar-
tónlist sé að aukast – það á ekki bara við um
Ísland – hefur verið að gerast í útlöndum,
en er kannski fyrst nú síðustu árin að taka á
sig mynd hér á landi,“ segir Steindór And-
ersen, spurður um vakninguna í rímnakveð-
skapnum á síðustu árum.
„Fólk hefur bara almennt ekkert vitað af
þessu. Kvæðamannafélagið hefur verið hálf-
gert leynifélag, og enn er ég að hitta fólk
sem þekkir ekki muninn á því að kveða og
yrkja. Það er
ekkert skrýtið
að svona hafi
farið, þegar
kveðskapnum
var ekkert
haldið að fólki.
Þetta er að
breytast, en
hvort það er
rétta aðferðin
að blanda
rímnakveð-
skapnum við
hvað sem er –
eins og ég hef
gert nokkrar
tilraunir með –
það er önnur
saga – en
kannski það
sem til þarf til
að vekja at-
hygli á kveð-
skapnum.“
Hér vísar
Steindór til
þess að á síð-
ustu árum hefur hann unnið með tónlistar-
mönnum að ýmsum verkum, sem byggjast á
kveðskap, en í nútíma hljóðheimi hljóðfæra
og hljómsveita. Kunnasta dæmið er sam-
starf hans við Sigur Rós, sem hefur þótt
heppnast með afbrigðum vel, og hefur vafa-
lítið aukið hróður rímnakveðskaparins til
muna, og sýnt svo ekki verður um villst, að
hann á erindi við samtímann.
Erfitt að skrá stemmurnar
Á geisladiskunum fjórum er að finna 200
fyrstu lagboða, eða stemmur, Iðunnar, sem
kvæðamannafélagið lét hljóðrita á árunum
1935–1936 á silfurplötur sem hafa verið í
vörslu Þjóðminjasafnsins um árabil. Í bók-
inni eru allar stemmurnar uppskrifaðar með
nútíma nótnaskrift, sem Steindór segir
meira til leiðbeiningar, en að nákvæmlega
sé hægt að fara eftir, því tónmál rímnanna
sé flóknara en svo að hefðbundin nótnaskrift
nái að fanga það.
„Þórður Magnússon tónskáld skrifaði allt
safnið upp, en það voru margir fleiri sem
lásu yfir og gerðu tillögur að lagfæringum.
Gunnsteinn Ólafsson var ritstjóri verksins,
en það þurfti að ákveða ákveðna ritstjórnar-
stefnu um það hvernig bæri að skrifa
stemmurnar upp. Það eru bæði kvarttónar
og rytmi sem rúmast ekki í hefðbundna
kerfinu, og kvæðamennirnir eru líka breyti-
legir milli vísna, þótt sama lagið sé. Hefði
átt að fara út í vísindalega uppskrift á
þessu, værum við með allt aðra og umfangs-
meiri vinnu í höndunum, og það var ekki
meiningin að fara út í slíkt, heldur gefa fólki
kost á aðgangi að stemmunum. Það er hægt
að skoða nóturnar og textana um leið og er
hlustað.“
Allt hljóðritað á silfurplötur
Það var að líkindum Atli Ólafsson sem sá
um upptökurnar á sínum tíma, en hann var
sonur Önnu Friðriksson í Hljóðfærahúsinu,
sem flutti silfurplöturnar inn.
„Þetta voru ýmist álþynnur eða hertur
pappi sem sellakkblanda – náttúruefni – var
borin á, og svo var skorið í það. Fólk gat
farið í Bankastræti 7, þar sem Hljóðfæra-
húsið var þá, og látið hljóðrita raddir sínar.
Í auglýsingum frá þeim tíma er bent á að
það sé heppilegt fyrir fólk að láta hljóðrita
raddir barna sinna, og eiga þær með ljós-
myndum til að hafa gaman af þegar þau
vaxi úr grasi. Þetta eru kannski fyrstu hug-
myndir að margmiðlun. Fólki var líka bent á
að þetta væri sniðugra en sendibréf – það
væri hægt að koma í Hljóðfærahúsið og lesa
langt sendibréf inn á plötu, og senda hana í
sveitina, frekar en bréfið.
Þetta var ódýr tækni, og Kvæðamanna-
félagið sá sér því leik á borði að láta hljóð-
rita kveðskapinn og vernda hann þannig. Þá
höfðu verið uppi hugmyndir um að skrifa
allt upp á nótur, en ég held að það hafi verið
Jón Leifs, sem sagði mönnum að það væri
ekkert vit í því, þetta yrði að fara á hljóðrit.
Nú var það hægt, því ein plata kostaði ekki
meira en miði í leikhús, eða í stúku í Gamla
bíói.“
Það var ekki beðið boðanna, og fimmtíu
silfurplötur af rímnakveðskap hljóðritaðar
hjá Atla sem þá rak Atlabúð, sem var í nánu
samstafi við Hljóðfærahúsið. Steindór segir
að plöturnar hafi eitthvað verið notaðar, og
plötur með vinsælustu og erfiðustu stemm-
unum hafi verið farnar að slitna. „Það eru
plöturnar sem þurfti að spila oftast til að
fólk lærði stemmurnar. Það voru gerð afrit
af plötunum, og eitt slíkt er til, en það átti
Björn Friðriksson frá Þorgrímsstöðum á
Vatnsnesi, en hann var einn af stofnendum
Iðunnar. Á tíu ára afmæli Iðunnar, 1939,
var upprunalega safnið afhent Þjóðminja-
safninu til varðveislu, en þar var það tekið
tvisvar til afritunar á segulband. Að öðru
leyti hefur það legið óhreyft, og það er mikil
blessun að því. Það var svo Hreinn Valdi-
marsson, tæknimaður í Útvarpinu, sem sá
um að yfirfæra silfurplöturnar í stafrænt
form og hreinsa upptökurnar.“
Steindór segir að í rauninni hafi aldrei
skapast almennileg skilyrði til að vinna þá
vinnu að koma stemmunum á aðgengilegt
form til almennings, fyrr en nú, og ástæðu-
laust sé að skammast yfir því að verkið hafi
ekki verið unnið fyrr en nú. Hann samsinnir
því að þetta sé gríðarlegur fjársjóður.
„Þarna er afskaplega góð heild af íslenskum
kvæðalögum, og grunnurinn að söfnunar-
starfi Iðunnar, og þess vegna fagnaðarefni
að fólk geti nú notið þessa heima í stofu.“
Sjö til átta hundruð stemmur til
Ómögulegt er að segja til um hve margar
stemmur eru til og hafa varðveist, að mati
Steindórs, en hann slær þó á fjöldann. „Í
safninu hjá okkur í Iðunni eru taldar um
500 stemmur, en ég held að það megi skera
þá tölu niður, því þar eru endurtekningar.
Þar hafa líka laumast inn frumsamdar
stemmur sem mér finnst ekki eiga að vera í
slíku safni, heldur öðru safni til hliðar við
það. Í Árnastofnun er líka til mikið safn, og
ég ímynda mér að þetta gætu verið 7–800
stemmur ef allt væri tekið saman. Það er
kannski varlega
áætlað, því ég
veit til þess að
Árnastofnun
geymir um
5.000 dæmi af
rímnakveð-
skap.“
Stemmurnar
200, sem koma
út núna, eru því
drjúgur hluti
þessa hluta
menningararfs-
ins. Og vonir
standa til að
framhald verði
á útgáfunni.
„Við stofnuðum
útgáfusjóð, sem
við höfum feng-
ið styrki í.
Meiningin er að
hann verði und-
irstaða útgáf-
unnar, og verði
tekjur af útgáf-
unni renni þær
beint í sjóðinn,
svo hægt verði
að halda áfram.
Það er hægt að
bæta við, og
það yrði mikið unnið með því að halda þessu
áfram, og reyna að koma öllu stemmusafni
þjóðarinnar út.“
Steindór er vongóður um að með útgáf-
unni nú, eigi áhugi á rímnakveðskap enn
eftir að aukast. „Það er aldrei að vita nema
það verði farið að kveða í hverri stofu. Ég
vil leyfa mér að líkja þessu við Íslendinga-
sögurnar. Þær verða að vera til á hverju
heimili, og eins er með rímurnar, þegar þær
eru orðnar svona aðgengilegar almenningi.“
Meðal kvæðamanna sem kveða á disk-
unum fjórum er fólk sem var vel þekkt um
sína daga. „Þarna eru Kjartan Ólafsson
múrarameistari, sem var þekktur í bæjar-
málapólitíkinni í þá daga, og Þuríður Frið-
riksdóttir, formaður Þvottakvennafélagsins
Freyju. Þau voru þekkt úr verkalýðsbarátt-
unni. Þarna kveður líka Jóhann Garðar
Jóhannsson frá Öxney, en hann þekktu
margir. Hann var merkilegur og skemmti-
legur kvæðamaður. Þetta eru þrettán
kvæðamenn, og einn þeirra er meir að segja
enn á lífi. Það er Jón Eiríksson, sonur
Eiríks Jónssonar frá Keldunúpi, járnsmiðs.
Hann kvað þetta þegar hann var níu ára
gamall. Hann kvað undir handleiðslu Björns
Friðrikssonar sem hélt mikið upp á strákinn
og vildi kenna honum að kveða.“
Á afmælisdagskránni í Borgarleikhúsinu
annað kvöld flytja Bára Grímsdóttir og
Chris Foster þjóðlög, hagyrðingar bera
saman bækur sínar; kórinn Sunnan heiða,
skipaður Svarfdælingum á höfuðborgar-
svæðinu, syngur útsetningar Gunnsteins
Ólafssonar á rímnalögum, en kvæðamaður
með kórnum er Pétur Björnsson og ein-
söngvari Ólafur Kjartan Sigurðarson. Þá
kveða Hilmar Örn Hilmarsson allsherjar-
goði og Kristín Heiða Kristinsdóttir Breið-
firðingavísur og kvæðamenn og kvæðakonur
kveða undir forystu Báru Grímsdóttur og
Njáls Sigurðssonar. Í lokin stíga Steindór
og Sigur Rós á stokk og flytja rímnaútsetn-
ingar Sigur Rósar. Dagskráin hefst sem
fyrr segir á Stóra sviðinu kl. 20 og kynnir
verður Eva María Jónsdóttir, en það var
Eva María sem fyrst leiddi saman Sigur
Rós og Steindór, í sjónvarpsþætti sínum
Stutt í spunann.
Tónlist | Upptökur af rímnalögum gefnar út á fjórum geisladiskum og bók á 75 ára afmæli Iðunnar
Gríðarlegur fjár-
sjóður nú aðgengi-
legur almenningi
begga@mbl.is
Steindór Andersen
Morgunblaðið/SverrirÁsmundur Jónsson
„ÉG HELD að fólk hafi haldið að rímnakveðskapurinn væri leiðinlegur – það er allavega
mín tilfinning,“ segir Ásmundur Jónsson í Smekkleysu um þá daga þegar lítið líf virtist í
rímnakveðskap í landinu. „Með útgáfunni á Röddum fyrir nokkrum árum – með hljóðrit-
unum úr Árnastofnun, kom annað í ljós. Þetta er menning okkar, ómótstæðileg og mjög
skemmtileg og mjög tengd bókmenntaarfi okkar. Neistinn kviknaði. Þá hefur Steindór
Andersen verið mjög virkur innan Kvæðamannafélagsins, og samstarf hans við Sigur Rós
sýnir að þarna er falleg tónlist, sem hægt er að gera ýmislegt með. Kannski hefur mönn-
um áður þótt þetta of heilagt til að mega snerta það, eða þeir of miklir púrítanar til að sjá
nýja möguleika.“
En hvað vakir fyrir Smekkleysu og Ásmundi Jónssyni með því að ráðast í slík stórræði
sem þessi útgáfa hlýtur að teljast?
„Þetta er hluti af því sem okkur hefur langað að gera – að skrásetja íslenska tónlist.
Þessi útgáfa hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að margir hafa komið að
henni og margir hafa styrkt hana. Kvæðamannafélagið hefur dregið vagninn hvað varð-
ar fjármögnun útgáfunnar, og upptökurnar eru eftir sem áður eign þess þótt við gefum
þetta út. Auðvitað rennir maður blint í sjóinn með viðtökurnar – þetta er stór pakki, og
kannski höfðar hann fyrst og fremst til fólks sem hefur áhuga á því að kynna sér kveð-
skap. En þetta er líka upplýsandi sem söguleg heimild og bókmenntalegt verk og þannig
sé ég fyrir mér að þetta eigi heima jafnt í bókabúðum sem hljómplötuverslunum. Radd-
irnar fóru talsvert í skóla og söfn, og ég vona að þessi útgáfa geri það líka. Ég hef sjálfur
mikinn áhuga á að byggja upp kennsluefni í tónlist, og sé fyrir mér að þessi útgáfa sé góð
heimild til kennslu. Ég held að það væri krökkum ekki slæmur lærdómur í íslenskri sögu,
að kunna skil á nokkrum stemmum og alþýðumenningu þjóðarinnar, jafnt og þeirri
lærðu.“
Krakkar kunni skil á
nokkrum stemmum