Morgunblaðið - 14.09.2004, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAR sem meginstraumur kvik-
myndanna rennur getur kvik-
myndatónlist verið alveg óþolandi
einhæf og þreytandi. Þröngur hópur
tónskálda er áskrifandi að öllum
helstu stórmyndunum í Hollywood
og það telst til undantekninga ef ný-
ir og óþekktir fá
að spreyta sig á
þessu annars erf-
iða og vandmeð-
farna listformi.
Vegna þessarar
spennitreyju
gerist það því
miður ekki oft að menn reyni að feta
nýjar slóðir, prófi sig áfram með
nýjar áherslur, nýja hljóma og nýj-
ar víddir. Það er Jóhann Jóhanns-
son hins vegar að gera.
Með hverri kvikmyndinni sem
þetta fjölhæfa tónskáld, sem komið
hefur við sögu eins ólíkra sveita og
Daisy Hill Puppy Farm, Lhooq og
Apparat Organ Quartet svo fáeinar
séu nefndar, kemur nálægt verður
hann betra og betra kvikmyndatón-
skáld. Fiðludrifin tónlistin í Ís-
lenska draumnum sýndi manni að
þar væri mikið efni á ferð, sem hann
staðfesti svo með Manni eins og
mér. Nú, eftir að hafa samið ein-
hverja mögnuðustu leikhústónlist
liðinna ára fyrir verkið Englabörn
sýnir hann með tónlistinni sem hann
hefur búið til fyrir kvikmyndina Dís
að hann er orðinn Íslendinga
fremstur á því sviðinu.
Lykillinn felst í skilningnum. Jó-
hann virðist eiga einstaklega auð-
velt með að skilja þá stemningu sem
ríkir í myndunum sem hann vinnur
tónlist fyrir. Og ef það er einhver
eiginleiki sem gott kvikmyndatón-
skáld þarf að hafa þá er það slíkur
skilningur. Og Jóhann býr yfir öðr-
um þýðingarmiklum kosti kvik-
myndatónskáldsins, sem er fjöl-
hæfni. Að geta samið tónlist sem
hæfir hverjum þeim lit í litrófi lífs-
ins sem bregður fyrir í kvikmynd-
inni. Að geta lýst og magnað upp
hvaða aðstæður sem upp koma með
þeirri tegund tónlistar sem best
hentar. Þá verður gott kvikmynda-
tónskáld að gera sitt til að miðla til-
finningum söguhetjanna og það ger-
ir Jóhann hér svo sannarlega því
tónlistin í kvikmyndinni og á plöt-
unni er svo innilega Dísar-leg eitt-
hvað. Svo léttlynd og skemmtileg,
uppfull af heilbrigðri þörf fyrir að
prófa eitthvað nýtt, eitthvað annað
en bara það sem telst venjulegt eða
meðal.
Stefin eru vissulega fá, eins og
gerist og gengur þegar kvikmynda-
tónlist er annars vegar. Við höfum
hið gegnumgangandi Dísar-stef í
ýmsum myndum sem leiðir svo að
lokum til hins dásamlega riss sem
er lagið „Dís“ í einstökum flutningi
Ragnheiðar Gröndal – raddar Dísar.
Og svo eru nokkur frávik frá því
stefi, eitt ögn tregafyllra og gull-
fallegt sem slíkt og annað hressi-
legra úti-á-lífinu-stef í anda þeirrar
tónlistar sem Jóhann hefur verið að
gera með Apparat Organ Quartet.
Þegar safnast saman rennur þetta
svo í eina alveg ótrúlega sannfær-
andi og rökrétta heild, nokkuð sem
sjaldnast tekst þegar tónlist úr
kvikmynd er færð yfir á plötu og er
gert að standa ein og sér.
Jóhann Jóhannsson sýnir með
tónlistinni í Dís að hann er orðinn
okkar áhugaverðasta kvikmynda-
tónskáld og mun vafalítið láta miklu
meira að sér kveða á því sviðinu í
framtíðinni.
Dís minna drauma
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Tónlist úr kvikmyndinni Dís eftir Silju
Hauksdóttur. Tónlist eftir Jóhann Jó-
hannsson. Texti í laginu „Dís“ eftir Braga
Valdimar Skúlason og Ragnar Kjart-
ansson. Sungið af Ragnheiði Gröndal.
Hljóðfæraleikur: Jóhann Jóhannsson, Við-
ar Hákon Gíslason, Þorvaldur Gröndal,
Þorgeir Guðmundsson, Orri Jónsson,
Hilmar Jónsson. Upptökustjórn Viðar Há-
kon Gíslason og Jóhann Jóhannsson. Út-
gefandi 12 tónar.
Jóhann Jóhannsson – Dís
Skarphéðinn Guðmundsson
Því var haldiðenn eina
ferðina fram í
breskum götu-
blöðum um
helgina að sam-
band þeirra Dav-
ids og Victoriu
Beckham héngi á
bláþræði. Eiga
þau nú að vera við það að skilja að
borði og sæng. Hjónin frægu eiga
von á sínu þriðja barni snemma á
næsta ári en að sögn virðist það ekki
geta breytt því að þeim kemur sífellt
verr saman. Því ætli þau nú að prófa
hvort tímabundinn aðskilnaður færi
þau nær hvort öðru og bjargi hjóna-
bandinu. Samkvæmt News Of The
World er rót vandans enn meint
framhjáhöld Davids Beckhams. Vin-
ir Victoriu eru þar sagðir hafa mikl-
ar áhyggjur af því hvaða áhrif þess-
ar stöðugu erjur hafi á börnin þeirra
tvö en ekki hvað síst á hina vanfæru
Victoriu.
Velska leikkonan Catherine Zeta-Jones komst í hann krappan á
föstudag er vopnaðir menn reyndu
að króa hana af
og ræna henni.
Hún var á leið af
tökustað á mynd-
inni The Legend
of Zorro í Mexíkó
þegar glæpa-
gengi reyndu að
þröngva bíl henn-
ar út af veginum.
Bílstjóranum
tókst að halda
bílnum á veginum
og hrista af sér
gengið með hjálp
lífvarða leikkon-
unnar sem skár-
ust í leikinn. Lög-
regluyfirvöld í
Mexíkó eltu svo
gengið uppi og
handsömuðu það.
Fólk folk@mbl.is
HASARMYNDIN Resident Evil:
Apocalypse, fór beint í efsta sæti á
lista yfir þær myndir sem fengu
mesta aðsókn um helgina. Um er að
ræða framhald myndarinnar Resid-
ent Evil og er Milla Jovovich í aðal-
hlutverki. Einungis ein önnur mynd
fór beint inn á topp 10 en það var
spennumyndin Cellular með Kim
Basinger sem fór í 2. sætið.
Resident Evil: Apocalypse bygg-
ist eins og fyrri myndin á vinsælum
tölvuleik. Alice, sem Jovovich leikur,
verður að berjast við uppvakninga
og illa kaupsýslumenn í borginni
Raccoon City. Fyrri myndin tók
nokkuð minna í sinni fyrstu viku, eða
17,1 milljón dala og endaði í 40 millj-
ónum dala. Nokkuð meira var þó
lagt undir að þessu sinni, fram-
leiðslukostnaður meiri og auglýs-
ingaherferð öflugri.
Sambíóin hefja sýningar á mynd-
inni hérlendis 1. október.
Í næstu viku eykst samkeppnin en
þá verða frumsýndar þrjár stór-
myndir; vísindaskáldsagan Sky
Captain and the World of Tomorrow
með Jude Law og Gwyneth Paltrow,
gamanmyndin Mr. 3000 með Bernie
Mac og rómantíska gamanmyndin
Wimbledon með Kirsten Dunst og
Paul Bettany.
! "
# $
%
& '
( " ))
!*+,
-.+/
0+/
0+0
!+1
!+1
!+2
!+,
!+,
!+/
!*+,
-.+/
03+/
0-+,
21+*
!,+,
--+!
1!+/
*.+0
--+2
Bíóaðsókn | Framhaldsmynd vinsælust vestra
Illskan
tekur
völdin
Mila Jovovich leikur kvenhetjuna í
nýju Resident Evil-myndinni.
Miðasala opnar kl. 15.30
Mjáumst
í bíó!
Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta,
latasta og feitasta kött í heimi!
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
Yfir 28.000 gestir!
Sýnd kl. 10.15.
Myrkraöflin eru
með okkur!
Mögnuð
ævintýra-
spennumynd!
Ein besta ástarsaga allra tíma.
EFTIR METSÖLUBÓK
Sýnd kl. 8.
HJ MBL
HJ MBL
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
kl. 4,6,8 og 10
"Fjörugt bíó"
Þ.Þ. FBL
Nicole Kidmani l i
Ný íslensk mynd gerð eftir
samnefndri metsölubók, í
leikstjórn Silju Hauksdóttur,
með Álfrúnu Helgu
Örnólfsdóttur í
titilhlutverkinu.
Stórskemmtileg nútímasaga
úr Reykjavík
sem tekur
á stöðu ungs fólks í
íslenskum
samtíma
með húmorinn
að vopni.
óvenjulega venjuleg stelpa
NOTEBOOK NOTEBOOK
Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák
sem fórnar öllu fyrir draumadísina
Ein besta ástarsaga
allra tíma.
Ný íslensk mynd gerð eftir
samnefndri metsölubók, í
leikstjórn Silju
Hauksdóttur,
með Álfrúnu Helgu
Örnólfsdóttur í
titilhlutverkinu.
Stórskemmtileg nútímasaga
úr Reykjavík sem tekur á
stöðu ungs fólks í
íslenskum samtíma með
húmorinn að vopni.
óvenjulega venjuleg stelpa
Sýnd kl. 6,8 og 10.
Mjáumst
í bíó!
Uppáhalds köttur
allrar fjölskyldunnar
er kominn í bíó!
Sýnd kl. 6. ísl tal.
Sýnd kl. 8.
Sýnd kl. 10.15.
i
í
NOTEBOOK
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
1/2
„Hún er hreint frábær“
JHH kvikmyndir.com
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 10.15. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 4 og 6. Enskt tal.
MAN ON FIRE
FRUMSÝND Á FÖSTUDAG
DENZEL WASHINGTON