Morgunblaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gluggagægir lætur sér ekki lengur nægja að kíkja, nú vill hann festa kíkið á filmu til að
setja í fjölskyldualbúmið.
Yfir 90% ferðamannasem heimsækjaGullfoss og þjóð-
garðinn í Skaftafelli eru
tilbúin að borga aðgangs-
eyri að stöðunum. Hófleg-
ur aðgangseyrir myndi
ekki hafa mikil áhrif á að-
sókn. Litlu máli skiptir frá
hvaða landi þeir koma eða
hverjar tekjur þeirra eru.
Þetta er helsta niðurstaða
M.Sc. verkefnis Maríu
Reynisdóttur við Surrey-
háskóla í Bretlandi. María
kannaði vilja ferðamanna
til að greiða aðgangseyri
að ferðamannastöðum í
júní í sumar. Svöruðu yfir
120 manns spurningalist-
um á hvorum stað. María
beitti aðferð sem kölluð er
skilyrt verðmætamat við rann-
sóknina og fólst í því að áður en
ferðamennirnir svöruðu því hversu
mikið þeir væru tilbúnir að borga
voru þeim gefnar ákveðnar for-
sendur, þ.e. að aðgangseyririnn
yrði notaður til að vernda náttúr-
una og til uppbyggingar á svæð-
unum og að fjármagn til þess væri
ekki nægilegt í dag.
Misjafnt var hversu mikið fólk
var tilbúið að borga í aðgangseyri.
Mjög fáir, eða innan við 8%, sögð-
ust ekki tilbúnir að borga neitt.
Ferðamenn við Gullfoss voru að
meðaltali tilbúnir að borga 333 kr. í
aðgangseyri en ferðamenn í þjóð-
garðinum í Skaftafelli 508 kr.
„Þetta eru sláandi niðurstöður
miðað við það sem fengist hefur úr
öðrum rannsóknum hér á landi,“
segir María.
Fáar rannsóknir hafa verið
gerðar á þessu efni hérlendis.
María nefnir sem dæmi að á vef
Umhverfisstofnunar hafi verið
gerð könnun nýverið sem hafi leitt
í ljós að meirihluti þeirra sem
heimsóttu síðuna var mótfallinn
aðgangseyri að þjóðgörðum. Í
könnunum sem Ferðamálaráð hef-
ur gert hefur hlutfallið einnig verið
mun lægra en niðurstaða rann-
sóknar Maríu gefur til kynna. Til
að mynda var niðurstaða könnunar
ráðsins sem unnin var í samvinnu
við Háskólann á Akureyri og Há-
skóla Íslands og gerð í Skaftafelli
árið 2001, sú að aðeins 32% ferða-
manna sögðust tilbúin að borga sig
inn.
Í þeim könnunum var ekki beitt
skilyrtu verðmætamati sem virðist
því hafa afgerandi áhrif á niður-
stöðuna. Það er ítarlegri aðferða-
fræði en sú sem beitt hefur verið
hingað til og gefur því raunhæfari
mynd, að mati Maríu.
„Það er mikilvægt að aðgangs-
eyrir að ferðamannastöðum sé
notaður í þágu staðanna sjálfra, í
það minnsta hluti af honum, ef
ákveðið yrði að fara þessa leið,“
segir María. „Rannsóknir hafa líka
sýnt að þá er fólk viljugra til að
borga.“
Til að kanna hverjar tekjur yrðu
af aðgangseyri á svæðunum verð-
ur að taka tillit til ýmissa þátta, t.d.
að eftir því sem gjaldið er hærra,
myndu færri heimsækja svæðið.
„Ef gjaldið væri t.d. 500 krónur í
Skaftafelli myndi fjöldi heimsókna
verða 62% af því sem hann er í
dag,“ nefnir María sem dæmi.
„Það þarf að ríkja ákveðið jafn-
vægi ef ákveðið yrði að fara þá leið
að rukka aðgangseyri. Upphæðin
má ekki vera það há að fólk hætti
að koma á staðina.“
María segir að ákveðin þversögn
felist í markmiðum verndaðra
staða. „Markmiðin eru að vernda
náttúruna annars vegar og hins
vegar að veita fólki aðgang að
henni. Þessi tvö markmið stangast
oft á. Þegar fólki er veittur frjáls
aðgangur og ferðamannafjöldi er
að aukast getur það haft neikvæð
áhrif á náttúruna.“ Afla þurfi því
tekna til að bæta aðgengi og til við-
halds og aðgangseyrir gæti verið
viðbót við framlag ríkisins, segir
María.
Hún segir ýmsar leiðir koma til
greina til að fjármagna viðhald og
uppbyggingu á ferðamannastöð-
um og að aðgangseyrir sé ein
þeirra. „Niðurstaða rannsóknar
minnar sýnir að það er grundvöllur
fyrir aðgangseyri á ferðamanna-
stöðum og því tilefni til að halda
áfram að skoða þennan möguleika.
Það er ljóst að ef fjöldi ferðamanna
heldur áfram að aukast líkt og
undanfarin ár og fjárframlög rík-
isins verða áfram ónóg, þarf að
bregðast við auknu álagi á náttúru-
perlur okkar og þar með aukinni
fjárþörf, á einhvern hátt.“
María bendir á að þó að ekki
yrði af gjaldtöku á ferðamanna-
stöðum væri hægt að koma upp
kerfi fyrir frjáls framlög ferða-
manna til uppbyggingar og vernd-
unar.
Jón Karl Ólafsson, formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar, segir
að fara verði varlega í gjaldtöku á
ferðamannastöðum. Hann segir að
miklu skipti hvernig gjaldtakan
yrði framkvæmd en í sjálfu sér sé
ekkert athugavert við að taka
gjald af ferðamönnum sem nýta þá
þjónustu sem er á ferðamanna-
stöðum, líkt og gert er víða erlend-
is. „Það er frekar spurning um
hvernig þetta er gert en hvort eigi
að gera þetta.“
Hann segir að yrðu fjármunirnir
nýttir til uppbyggingar á svæðun-
um væri gjaldtaka mjög jákvæð.
Fréttaskýring | Ferðamenn við Gullfoss
og í Skaftafelli
90% tilbúin að
borga sig inn
Samtök ferðaþjónustunnar segja að
fara verði varlega í gjaldtöku
Hægt væri að afla töluverðra tekna með því
að innheimta aðgangseyri að ferða-
mannastöðum.
Tekjur gætu numið tugum
milljóna á ári fyrir svæðin
Ferðamenn sem heimsækja
Gullfoss og þjóðgarðinn í Skafta-
felli eru tilbúnir að borga hófleg-
an aðgangseyri. Að meðaltali eru
þeir tilbúnir að borga 333 kr. að
Gullfossi og 508 kr. í Skaftafelli.
Sé gengið út frá því að ferða-
menn sem heimsóttu þessi svæði
á síðasta ári hefðu greitt þetta
gjald kemur í ljós að tekjurnar
hefðu orðið 116,5 milljónir fyrir
Gullfoss og 76 milljónir fyrir
Skaftafell. Er þá ekki tekið tillit
til áhrifa sem gjald gæti haft á
fjölda heimsókna.
sunna@mbl.is
SÓLHEIMAR og Fangelsismála-
stofnun ríkisins hafa gert með sér
samkomulag um dvöl og atvinnu af-
plánunarfanga á Sólheimum. Er
það tilraunaverkefni sem ber heitið
„Vistun og samfélagsaðlögun“ en
þar er gert ráð fyrir að unnt sé að
vista fanga, sem afplánað hafa í
fangelsi, tímabundið á Sólheimum.
Gert er ráð fyrir að einn til tveir
fangar taki þátt í þessu verkefni
fyrsta árið.
Í frétt frá Sólheimum segir að í
samkomulaginu sé kveðið á um að
fanga sé heimilt, með samþykki
samningsaðila, að hafa fjölskyldu
sína á staðnum.
„Ströng skilyrði eru sett fyrir
dvöl í byggðarhverfinu á Sólheim-
um, s.s. að almannahagsmunir mæli
ekki gegn dvöl á Sólheimum, að
fangi teljist hæfur til dvalar þar að
mati Fangelsismálastofnunar og að
fangi hafi ekki neytt ávanabindandi
eða örvandi lyfja eða gerst sekur
um agabrot í refsivistinni síðustu
tólf mánuði,“ segir einnig í frétt-
inni. Þá segir að fangi skuli hafa
notfært sér meðferðarúrræði sem
staðið hafi til boða í refsivistinni og
sýnt af sér fyrirmyndarhegðun. Þá
verður hann að halda ýmis skilyrði
sem sett eru af hálfu beggja stofn-
ananna.
Bindur vonir við verkefnið
„Fangelsismálastofnun bindur
miklar vonir við þetta tilraunverk-
efni en til þessa hefur þótt skorta
úrræði til viðbótar við vistun fanga
hjá Vernd og á meðferðarstofnun-
um, til að aðlaga þá þjóðfélaginu áð-
ur en refsivistinni lýkur. Sólheimar
hafa upp á að bjóða fjölbreytt og
skapandi störf, sem falla vel að
þeirri hugmyndafræði sem býr að
baki þessa verkefnis.“
IKEA hefur lagt þessu verkefni
lið með húsgögnum og húsbúnaði í
íbúð. Mörg systrasamfélög Sól-
heima erlendis hafa um árabil sinnt
ámóta þjónustu.
Fangar vistaðir tíma-
bundið á Sólheimum
SKRIFSTOFA Ferðaþjónustu
bænda hf. og Ferðaþjónustan að
Hólum í Hjaltadal, sem er innan
vébanda ferðaþjónustu bænda,
hafa nýverið náð viðmiðum Green
Globe 21 í umhverfismálum.
Unnið hefur verið að þessu
markmiði í rúmt ár en næsta skref
er að vinna að því að fá vottun
Green Globe 21. Til að fá slíka
vottun þarf óháður þriðji aðili að
votta að ferðaþjónustufyrirtæki
hafi náð að uppfylla kröfur Green
Globe 21 með tilliti til umhverf-
ismála.
Fyrirtækin fá viðurkenningu
fyrir árangurinn sem gildir til eins
árs í senn, en á hverju ári þarf að
staðfesta hann og betrumbæta.
Þetta er mikilvægur áfangi fyrir
þessi fyrirtæki og góð hvatning
fyrir þá sem eru að stuðla að um-
hverfisvænni starfsháttum í sam-
starfi við Green Globe 21, segir í
fréttatilkynningu frá Green Globe
21 og Ferðaþjónustu bænda.
Ná viðmiðun
í umhverfis-
málum