Morgunblaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15
NOTEBOOK
Miðasala opnar kl. 15.30
Hann gerði allt til að
verja hana
Nú gerir hann allt til
að bjarga henni
Mögnuð
spennumynd með
Denzel Washington í
fantaformi
Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára.
Sýnd kl.10. B.i. 16 ára.
Punginn á þér 1. okt.
Dodgeball
Kr. 450
Kr. 450
J.H.H KVIKMYNDIR.COM
H.L. MBL
COLLATERAL
TOM CRUISE JAMIE FOXX
Hörkuspennumynd
frá Michel Mann
leiksjóra Heat
Fór beint á
toppinn í USA!
FRÁ LEIKSTJÓRA
SCARY MOVIE
Tveir þeldökkir FBI menn ætla að
missa sig í næsta verkefni...og
dulbúa sig
sem hvítar dívur!!
Snargeggjuð gamanmynd
frá hinum steikta Scary
Movie hóp
Sýnd kl. 8 og 10.20.
J.H.H KVIKMYNDIR.COM
H.L. MBL
Sýnd kl.6. ísl tal. Sýnd kl. 6. ísl tal.
DENZEL WASHINGTON
kl. 5, 8, og 11. B.i. 16 ára
Yfir 30.000 gestir!
Sýnd kl. 4. ísl tal.
Sýnd kl. 10.40
Sýnd kl.5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl.4 og 6 ísl tal. Sýnd kl. 8
DENZEL WASHINGTON
Ný íslensk mynd
gerð eftirsamnefndri
metsölubók, í
leikstjórn Silju
Hauksdóttur,
með Álfrúnu Helgu
Örnólfsdóttur í
titilhlutverkinu.
Dodgeball
Punginn á þér 1. okt.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
óvenjulega venjuleg stelpa
www.borgarbio.is
Sýnd kl. 8.
BUBBI og félagar hans í endurreistri Egó eru sannarlega stórir strákar
norðan Staðarskála.
Egó hélt ballvæna tónleika í Sjallanum á laugardag og troðfyllti húsið.
Stemningin ku hafa verið engri lík eins og myndirnar gefa til kynna en Egó
hafði þurft að fresta tónleikum sem stóð til að halda um þarsíðustu helgi á
Sjallanum, vegna veikinda Bubba í raddböndum.
Nú geta íbúar sunnan Staðarskála farið að setja sig í stellingar því Egó
ætlar að spila tvisvar sinnum, á föstudag og laugardag, á Nasa við Aust-
urvöll.
Sjallagestir sungu hástöfum með Ególögunum sígildu.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Bubbi náði vel til norðanmanna sem endranær.
Stórir strákar
Á FIMMTUDAGINN kemur verða
haldnir minningartónleikar í Iðnó
um Fróða Finnsson tónlistarmann
og bera þeir yfirskriftina Vinir
Fróða. Fróði lést 30. september árið
1994, fyrir tíu árum síðan, eftir erf-
iða baráttu við krabbamein. Fróði
var einkar umsvifamikill í íslensku
tónlistarlífi á meðan hann lifði og
hafði mikil áhrif á samferðamenn
sína. Hann starfaði í mörgum hljóm-
sveitum, þeirra þekktust er dauða-
rokkssveitin Sororicide (Infusoria)
sem sigraði Músíktilraunir árið
1991.
Síðar átti hann t.d. eftir að starfa
með hinni goðsagnakenndu nýrokk-
sveit SSSpan sem kemur saman aft-
ur þetta kvöldið af tilefninu.
Vinir og kunningjar Fróða eru
margir hverjir starfandi tónlist-
armenn í dag og ætla að heiðra
minningu hans á tónleikunum.
Hljómsveitirnar/listamennirnir eru
Bacon, Ghostigital, Hot Damn!, Ívar
Páll, Drep, Singapore Sling, Skand-
inavia, SSSpan og Trabant. Á milli
atriða verður brugðið upp mynda-
sýningu með svipmyndum frá ævi
Fróða. Kynnir og sögumaður verður
Arnar Eggert Thoroddsen.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og að-
gangur er ókeypis fyrir 18 ára og
eldri, svo lengi sem húsrúm leyfir.
Vildi taka þátt með
einhverjum hætti
Ein af þeim sveitum sem munu
troða upp á tónleikunum er Skandin-
avia, ný hljómsveit Elízu Geirs-
dóttur Newman, sem eitt sinn var í
Kolrassa krókríðandi/Bellatrix.
Sveitin kemur hingað sérstaklega
vegna tónleikanna og greiddi Ice-
land Express m.a. götu sveitarinnar
hingað til lands. Með Skandinaviu
kemur blaðamaður frá Kerrang! en
þessi breska þungarokksbiblía ku
vera afar áhugasöm um sveitina.
Elíza þekkti Fróða vel, var unn-
usta hans um skeið og
góð vinkona. Kolrassa
krókríðandi varð til í
miðju dauðarokks-
fárinu og lék oft sam-
hliða þess háttar
sveitum og sigraði svo
í Músíktilraunum árið
1992, ári eftir að
Fróði og félagar í
Sororicide höfðu
hampað þeim titli.
„Ég hafði lýst því
yfir að mig langaði til
að taka þátt í þessum
minningartónleikum,
hvernig svo sem ég
færi að því,“ segir
Elíza við blaðamann.
„Ég hlakka til að taka
þátt í þessu og minnast góðs drengs.
Það verður líka gaman að hitta allt
gamla gengið um leið.“
Elíza hefur ekki leikið hérlendis í
þrjú ár og segist því spennt að geta
troðið upp í þessu já-
kvæða umhverfi sem
verði á minningartón-
leikunum.
Fyrsta plata Skandin-
aviu, samnefnd sveit-
inni, kom út í gær en áð-
ur hafa komið út tvær
smáskífur. Tónlistin er
kraftmikið og epískt
rokk og vísar m.a. í nor-
rænan þjóðlagaarf.
„Mig langaði til að
taka u-beygju frá því
sem ég var að gera með
Bellatrix,“ segir Elíza.
„Þetta er búið að ganga
nokkuð vel, við erum að
byggja upp aðdáenda-
hóp í London og höfum
fengið jákvæðar umfjallanir að und-
anförnu í blöðunum. Það eru anna-
samir mánuðir fram undan því að nú
er stóra platan komin út og þá fer
vonandi allt í gang.“
Tónleikar | Minningartónleikar um Fróða Finnsson
Skandinavia spilar
Elíza og félagar í Skandinaviu eru meðal þeirra sem ætla að heiðra minn-
ingu Fróða Finnssonar á fimmtudaginn.
Fróði Finnsson fæddist
12. júní 1975 og lést 30.
september 1994.