Morgunblaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn HÖRKUVEIÐI hefur verið á sjó- birtingsslóðum í Vestur-Skafta- fellssýslu að undanförnu og mál veiðimanna að meira sé af fiski heldur en síðustu haust og að hann hafi byrjað að ganga af nokkrum krafti talsvert fyrr en oft áður. Geirlandsá hefur verið sér- staklega lífleg að undanförnu, en síðasta holl þar var með 26 fiska, mest birtinga, en einnig fáeina laxa, hollið þar á undan var með 29 stykki. Athygli vekur rífleg með- alþyngd, en mest af fiskinum er 5 til 8 pund, í 26 fiska hollinu voru auk þess 16,5 og 12 punda fiskar, og í 29 fiska hollinu 12 og 13 punda fiskar. Stangaveiðifélag Keflavíkur er með ána á leigu. Á þeim bæ tala menn um að áin sé komin upp úr öldudal sem hún hefur verið í síðustu ver- tíðir. Fleiri staðir að gefa Samkvæmt samtölum við veiði- menn sem hafa verið eystra að veið- um, m.a. í Tungulæk, Vatnamótum, Hörgsá og Tungufljóti, er ástandið svipað, mikið af fiski og vænir í bland. Lítur út fyrir að frábærri laxveiðivertíð verði nú fylgt eftir með góðri sjóbirtingsvertíð. Góður endir í Sandá Lokahollið í Sandá veiddi 9 laxa og lokatala úr ánni er um 200 laxar sem telst bærilegt. Lax var víða í ánni og þó nokkrir þessara níu laxa voru bjartir og jafnvel lúsugir. Að sögn veiðimanna sem voru að koma að austan, er aflinn í sumar að lang- mestu leyti smálax og laxar yfir 10 pund munu teljandi á fingrum ann- arrar handar. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Moka upp sjóbirtingi Soffía Árnadóttir með maríulaxinn sinn, 5 punda fisk, sem hún dró úr hylnum Jóhannesi í Sandá í Þist- ilfirði. VIÐSKIPTARÁÐHERRA hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að kynna sér frumvarp sem byggist á skýrslu nefndar um íslenskt viðskiptaum- hverfi og telur jákvætt að ný sjón- armið komi fram. Í grein sem Sig- urður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, ritar í Morgunblaðið í gær kemur fram gagnrýni á þá tillögu nefndarinnar að formenn stjórna megi ekki vera starfandi, þ.e. gegna störfum fyrir framkvæmdastjórn fyrirtækisins. „Hann er bara að kynna sjónarmið sín og það er nú einmitt það sem við erum að kalla eftir á þessu stigi, m.a. með því að kynna frumvörp okkar á Netinu. Við erum að óska eftir að fólk kynni sér málið. Það var gagnrýnt á sínum tíma að atvinnulífið skyldi ekki eiga aðild að nefndinni en ég hef allt- af sagt að það tímabil sem nú er tekið við eftir að nefndin skilaði sinni skýrslu sé opið ferli og ég ítreka það að stórfyrirtæki, minni fyrirtæki og almennir borgarar láti sín sjónarmið heyrast,“ segir Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún kveðst ekki vilja tjá sig um einstök atriði í grein Sigurðar en seg- ir hana ýta undir umræðu um frum- varpið. Hins vegar bendir ráðherra á að Sigurður hafi áður kynnt þau sjón- armið að þrengdar heimildir félaga til þess að hafa starfandi stjórnarfor- mann varði ekki hann sjálfan, eigi ekki við um hann. Inntur eftir viðbrögðum við grein Sigurðar Einarssonar segist Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar og dósent við HÍ, fagna því að fram komi málefnaleg umræða um tillög- urnar. „Það var meðal annars til- gangur skýrslunnar að vekja um- ræðu og það er hið besta mál að sú umræða sé hafin.“ Tillögurnar skapa ekki óvissu og hlutverkarugling Gylfi kveðst þó ekki sammála þeirri ályktun Sigurðar að tillagan um að stjórnarformenn skuli ekki vera starfandi beint fyrir fyrirtækið geti skapað hlutverkarugling og óvissu. „Þessar tillögur ganga í þver- öfuga átt. Ég tel að með því að skilja betur á milli framkvæmdastjórnar og félagastjórnar sé verið að skerpa skilin þarna á milli frekar en verið sé að skapa einhverja óvissu,“ segir Gylfi. Í grein sinni í gær vitnar Sigurður í samantekt sem Lögmenn Mörkinni gerðu fyrir KB banka um starfandi stjórnarformenn í sjö löndum en þar er komist að þeirri niðurstöðu að þrengdar heimildir hlutafélaga til að hafa starfandi stjórnarformenn séu hvorki hluthöfum né markaði í hag. „Ég er ósammála þessu,“ segir Gylfi en bendir á að það sé álitamál í mörg- um löndum hversu langt menn vilja ganga í að skilja á milli stjórnar fyr- irtækis og framkvæmdastjórnar. Það sé því eðlilegt að fram komi ólík sjón- armið hér á landi einnig. Viðskiptaráðherra um drög að frumvarpi um hlutafélög Jákvætt að ný sjón- armið komi fram Morgunblaðið/Árni Torfason Valgerður Sverrisdóttir og Gylfi Magnússon kynntu tillögur nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. M.a. var lagt til að heimildir fyrirtækja til að hafa starfandi stjórnarformenn yrðu þrengdar. Þá tillögu gagnrýndi Sig- urður Einarsson í grein í Morgunblaðinu í gær. JÓN Ó. Ragnarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela hf., hefur af ríkislögreglustjóra verið ákærður fyrir umboðs- svik með því að veðsetja Hótel Valhöll vegna láns sem var ótengt starfsemi þess. Jón er sakaður um að hafa sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela tekið 37 milljóna króna skulda- bréfalán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. Talinn hafa misnotað aðstöðu sína Hann hafi síðan misnotað aðstöðu sína sem fram- kvæmdastjóri og stjórnarfor- maður Hótels Valhallar ehf. með því að veðsetja hótelið fyr- ir láninu og þar með bundið fé- lagið og eigur þess í ábyrgð fyrir láni sem var ótengt starf- semi þess. Lánið var notað til að greiða upp gjaldfallnar af- borganir, vexti og dráttarvexti vegna skulda Lykilhótela við Framkvæmdasjóð. Ákæran var þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákærður fyrir um- boðssvik HART VAR deilt um það á sínum í upphafi þessarar aldar í Noregi hvort konungur ætti að hafa vald til að neita að staðfesta lög eftir að konungssambandinu við Svíþjóð lauk árið 1905. Þetta segir Trond Nordby en hann flytur fyrirlestur á lögfræði- torgi á Akureyri í dag, þriðjudag- inn 28. september, kl. 12 í Þing- vallastræti 23, stofu 14. Í erindi sínu fjallar Trond um þá breyt- ingu sem varð á stjórnskipan Nor- egs þegar þingræðið var að festa sig í sessi. Hann mun einnig bera stjórnskipunarlega stöðu norska konungsins saman við stöðu for- seta Íslands. „Fullu þingræði var komið á í Noregi í þremur skrefum, 1905, 1911 með breytingum á stjórnar- skránni og loks endanlega 1927. Það sem gerðist hér á Íslandi á liðnu sumri átti margt sammerkt með þeim deilum sem voru í Nor- egi og lauk með slitunum á kon- ungssambandinu 1905. En þá stóðu deilurnar um það hvort kon- ungurinn ætti að hafa neitunar- vald. Menn töldu að það veitti honum of mikil völd og því var konungssambandinu við Svíþjóð slitið 17. júni 1905. “ Trond segir miklar deilur hafa staðið um þetta mál og hægri eða íhaldsflokkurinn í Noregi hafi lengi staðið gegn því að tekið yrði upp fullt þingræði en frjálslyndir og vinstri menn hafi haft sigur í málinu. Synjunarvald forseta Íslands Margt sam- merkt með deil- unum í Noregi TOGBÁTUR sem hugðist koma skipi sem strandað hafði á Pollinum á Skutulsfirði til bjargar í gær strandaði líka. Blíða var í firðinum og gekk greiðlega að losa skipin. Ekki er talið að þau hafi skemmst. Ísfisktogarinn Páll Pálsson strandaði fyrst í kjölfar smávægi- legrar vélarbilunar. Smábáturinn Patton kom skjótt til aðstoðar Páli sem og lóðsbáturinn Þytur. Tókst fljótlega að koma vélinni í gang að sögn skipstjórans. Togbáturinn Gunnbjörn hugðist einnig koma Páli til hjálpar. Ekki vildi betur til en svo að Gunnbjörn strandaði líka. Þytur kom þar enn og aftur til bjargar og dró hann á flot. Sandbotn er á þessu svæði og því skemmdust skipin ekki að sögn hafnarstarfsmanns við Ísafjarð- arhöfn. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Lóðsbáturinn Þytur aðstoðar Pál Pálsson á Pollinum í gær. Tvö skip í erfiðleikum á Pollinum á Skutulsfirði SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna, SUS, varar við því sem það nefnir íþyngjandi ákvæði í drögum að lagafrumvarpi viðskiptaráðherra um hlutafélög og einkahlutafélög. „Verði frumvarpið að lögum má gera ráð fyrir að það muni sérstak- lega valda smærri félögum kostnaði og óþarfa skriffinnsku, t.d. við boð- un hluthafafundar og framboð til stjórnar,“ segir m.a. í ályktun SUS. Einnig segir að fráleitt sé að fyr- irtækjum með fleiri en fjóra hlut- hafa skuli gert að halda starfskjara- stefnu sem hluthafafundur þurfi að samþykkja. Sé augljóst að það ákvæði eigi ekki við um smærri fé- lög. Þá segir að mikilvægt sé að stofnun, rekstur og slit félaga sé með sem einföldustum hætti til að kraftur einkaframtaksins nái fram að ganga. Gagnrýna frumvarps- drög um hlutafélög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.