Morgunblaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 32
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Beini
ÉG HATA
MÁNUDAGA
GRETTIR, ÞAÐ ER
MÁNUDAGUR!!
OG FÓLK SEM
ELSKAR ÞAÐ AÐ ÉG
HATA MÁNUDAGA
ÉG ER LOKSINS BÚINN AÐ
KOMAST AÐ ÞVÍ HVAÐ
FUGLINN HEITIR...
ÞÚ TRÚIR ÞVÍ
ALDREI... WOODSTOCK!
HVAÐA LÆTI VORU ÞETTA?
ÞÚ ÁTT AÐ VERA FARINN AÐ
SOFA
ÞAÐ VAR HOBBES!
HANN VAR AÐ HOPPA
Á RÚMINU!
HÆTTU ÞESSU RUGLI, HANN
VAR EKKERT AÐ HOPPA Á
RÚMINU. FARÐU NÚ AÐ SOFA
ÞÚ VARST VÍST AÐ HOPPA A
RÚMINU
ÞAÐ VARST ÞÚ
SEM VARST AÐ
SPILA Á DISKANA
© LE LOMBARD
HVAÐA UPPFINNING
ER ÞETTA?!
ÉG FANN ÞETTA UPP.
ÞETTA ER UMFERÐALJÓS
ÞEGAR LJÓSIÐ ER
RAUTT ÞÁ ER
BANNAÐ AÐ FARA
AÐ SOFA
ÞETTA ER EINUM OF
MIKIÐ. AÐ SEGJA ÞETTA
FYRIR FRAMAN PÚÐANN
AUM-
INGJA
HANN
PÚÐINN ÞINN ER VEIKUR, HANN ÞOLIR
EKKI LENGUR ALLAN ÞENNAN ÞUNGA.
BLÓÐÞRÝSTINGURINN FER Í HÁMARK
ÞEGAR ÞÚ LIGGUR Á HONUM
HANN ER
BÚINN AÐ FÁ
NÓG AF ÞESSARI
YFIRVINNU
ÞAÐ VITA ALLIR HVAÐ ÉG
ER STÓRMERKILEG PERSÓNA.
HANN SKAL SKO FÁ AÐ
FINNA FYRIR ÞVÍ!
ÉG BÍÐ ÞANGAÐ TIL LJÓSIÐ
VERÐUR GRÆNT
HEYRÐU, SIGMUNDUR, ER LJÓSIÐ
BILAÐ EÐA EITTHVAÐ?
?
NEI, NEI. ÞAÐ MERKILEGA VIÐ ÞETTA
LJJÓS ER ÞAÐ AÐ ÞAÐ BREYTIR
ALDREI UM LIT
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 28. september, 272. dagur ársins 2004
Fyrir réttri viku varVíkverji að velta
því fyrir sér af hverju
ekki væri hægt að líta
á ýmsa þá viðburði
sem eiga sér stað í
menningarstofnunum,
sem reknar eru fyrir
opinbert fé, sem hluta
af menntastefnu hins
opinbera. Hvatti hann
til þess að nemendur –
ekki síst þeir sem eldri
eru og þurfa að sjá fyr-
ir sér sjálfir – fengju
ókeypis inn á söfn og
tónleika (svo sem hjá
Sinfóníuhljómsveit-
inni), eftir því sem hús-
rúm leyfði.
Síðan þá hafa Víkverja borist afar
jákvæð viðbrögð við þessu „relli“, svo
jákvæð að honum finnst full ástæða
til að vekja á þeim athygli. Þannig
hefur Listasafn Íslands t.d. vakið at-
hygli á því að þótt ekki sé þar ókeypis
inn alla daga, þá er alltaf ókeypis inn í
safnið á miðvikudögum. Hið sama
mun eiga við um Listasafn Reykja-
víkur á mánudögum, því þá er hægt
að skoða sýningar þar án þess að
greiða aðgangseyri. Þetta er til mik-
illar fyrirmyndar að mati Víkverja,
enda ekkert að því að fara á söfn á
mánudögum eða miðvikudögum –
hvort sem maður er
auralítill eður ei.
Talsmaður Íslensku
óperunnar hafði einnig
samband og sagði frá
því að þótt nemendur
fengju ekki ókeypis í
Óperuna stæði þeim til
boða að fá tvo miða fyr-
ir einn á sunnudags-
sýningar. Talsmaður
óperunnar segir að
þetta tilboð verði kynnt
háskólanemum fyrir
veturinn og að í fyrra
hafi nemendum gefist
kostur á að bjóða
mömmu sinni, pabba,
ömmu eða afa með sér.
Víkverja sýnist sem
þetta tilboð standi einnig framhalds-
skólanemum til boða, því í tölvupósti
til Víkverja er honum bent á að „ef
[hann eigi] börn á framhalds-
skólastigi, þá [sé] aldrei að vita nema
honum verði boðið í Óperuna í vetur“!
Sinfóníuhljómsveitin er með
áþekkt tilboð til nemenda; býður
þeim sem sagt helmingsafslátt af
miða á tónleikadegi. Þótt ekki sé um
ókeypis aðgöngumiða að menning-
arlegri menntun og upplifun að ræða
í þessum tilfellum eru þetta ágæt boð
sem nemendur geta vissulega nýtt
sér ef þeim tekst að spara svolítið.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Salurinn | Tékkneskir tónar verða í algleymi þegar Pi-Kap-kvartettinn frá
Tékklandi leikur í salnum í kvöld. Á efnisskrá kvartettsins verða verk eftir
tékknesku tónskáldin Jan Zach, Antonín Dvorák og Bedrich Smetana, en
þeir eru allir meðal þekktustu tónskálda Tékklands.
Þau Martin Kaplan og Lenka Šimandlova fiðluleikarar, Miljo Milev víólu-
leikari og Petr Pitra sellóleikari voru gómuð af ljósmyndara Morgunblaðsins
þegar þau voru við æfingar í Salnum í gær, en þau kipptu sér ekkert upp við
heimsóknina og héldu áfram að láta tékknesk ævintýri streyma út um við og
strengi.
Morgunblaðið/Golli
Ómþýðir gestir í Salnum
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir
nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yð-
ur misgjörðir yðar. (Mk. 11, 25.)