Morgunblaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 41
Atriði úr kvikmyndinni Ástaraldin.
KVIKMYNDIN Ástaraldin hefur
verið í sýningu hér á landi að und-
anförnu í tengslum við hollenska
bíódaga en hún er byggð á sam-
nefndri skáldsögu hollenska rithöf-
undarins Karel Glastra van Loon.
Kvikmyndin er ágætlega gerð, en
fyrst og fremst byggist hún á
áhugaverðri sögu sem hrífur mann
með sér í flókið sálfræðilegt ferða-
lag manns sem uppgötvar að hann
er í raun ekki faðir sonar síns. Að-
alsöguhetjan er Armin Minderhout
og kemst hann að því að hann hef-
ur alltaf verið ófrjór þegar sonur
hans er kominn á unglingsaldur,
og móðirin látin fyrir mörgum ár-
um. Hann tekur þá að rifja upp
skrautlega fortíð sína og eiginkon-
unnar Moniku í örvæntingarfullri
tilraun sinni til þess að komast að
því hver raunverulegur faðir son-
arins sé, og hvaða leyndarmálum
Monika hafi búið yfir. Skáldsagan
sem myndin styðst við kom nýlega
út í íslenskri þýðingu og ætti
áhuginn á henni að glæðast með
þessari eftirminnilegu og vel
leiknu kvikmynd.
Í föðurleit
KVIKMYNDIR
Regnboginn –
hollenskir bíódagar
Leikstjórn: Maarten Treurnet. Aðal-
hlutverk: Peter Paul Muller, Carice van
Houten, Halina Reijn og Jan Decleir. Hol-
land, 2003.
Ástaraldin (De Passievrucht)
Heiða Jóhannsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 41
ÞEIR sem á ann-
að borð hafa dá-
læti á rokksöng-
leikjum meta
mikils tónlistina
úr rokksöng-
leiknum Hárinu.
Hún hefur lifað lengi, þótt rígbundin
sé í ákveðinn tíma, ákveðna tísku og
strauma sem ríkjandi voru á tímum
svokallaðrar hippakynslóðar. Reglu-
lega hefur söngleikurinn verið settur
upp hér á landi og mætti segja að
hver og einn gæti bent á „sína“ upp-
færslu, gjarnan þá fyrstu sem við-
komandi sér. Fyrsta uppfærslan
sem ég sá var á vegum nemenda
Verslunarskólans árið 1988 og
hreifst ég af, þótt þá hafi einungis
lögin verið tekin. Sex árum síðar sá
ég vel heppnaða uppfærslu í Ís-
lensku óperunni. Nýjasta upp-
færslan, sú sem var frumsýnd í
Austurbæ 9. júlí sl., hefur fengið
misjafnar viðtökur. Gagnrýnendur
áttu erfitt með að greina verkið og
meint innihaldsleysi þess frá upp-
færslunni sjálfri og hvernig þar
tókst til. Býsnuðust svo heil ósköp
yfir því hversu stutt er síðan Hárið
var sett upp þótt það sé síður en svo
einsdæmi að áratugur líði á milli
uppfærslna á vinsælum verkum –
verk Egners eru t.d. sett reglulega
upp í Þjóðleikhúsinu, enginn kvartar
sama hversu oft Hamlet og Rómeó
og Júlía eru sett upp og nú ætlar
Þjóðleikhúsið sjálft meira að segja
að setja upp Jesus Christ Superstar.
En þótt gagnrýnendur hafi verið
pirraðir út í enn eina uppfærlsu á
Hárinu virðist almenningur hafa
tekið henni fagnandi og líkað vel því
aðsóknin ku hafa verið jöfn og góð
og nú hefur verið ákveðið að sýna
verkið áfram í vetur.
Um tónlistina í Hárinu þarf vart
að fjölyrða, sagan hefur dæmt hana.
Flest lögin sterk og bjóða upp á mik-
il tilþrif sem að mestu eru nýtt til
hins ýtrasta af flytjendum nýjustu
uppfærslunnar. Það var vel við hæfi
hjá Rúnari Frey Gíslasyni leikstjóra
að velja blöndu af reyndum leikurum
og söngvurum og minna reyndum.
Það er alltaf ánægjulegt þegar nýtt
hæfileikafólk er uppgötvað í sýn-
ingum sem þessari. Það gerðist fyrir
tíu árum er Emilíana Torrini söng
sig inn í hjörtu landsmanna í litlu
hlutverki og segir manni svo hugur
að það kunni að endurtaka sig nú
upp að vissu marki því Helgi Rafn úr
Idol-keppninni fetar í hennar fót-
spor, syngur „Frank Mills“ og svo að
segja stelur senunni, í það minnsta á
plötunni. Mjög fróðlegt verður að
fylgjast með honum í framtíðinni því
hrein og silkimjúk röddin kemur af-
ar vel út á plötu.
Það er einmitt málið þegar hlust-
að er á plötu með tónlist úr söngleik.
Útkoman er hreint ekki sú sama, því
málið er bara að þótt einhver svín-
virki á sviði, sé fullur af orku, út-
geislun og sannfæringarkrafti þá er
ekki þar með sagt að það skili sér
alla leið í hljóðverið, á plötu. Það er
tilfellið hér. Þeir sem best koma út á
plötunni eru þeir sem reynslu hafa af
plötugerð, eru vanir stúdíóvinnu.
Regína Ósk, Sverrir Bergmann og
einkum Selma Björnsdóttir eiga
þannig skínandi spretti. Hilmir
Snær kemur svo glettilega sterkur
inn sem söngvari, en þótt hann sé
óumdeildur sem leikari hefur hann
ekki farið mikinn hingað til á söng-
vellinum. Í hlutverki hins svart-hvíta
Hud nýtir hann kraftmikla og djúpa
röddina til hins ýtrasta og minnir
jafnvel á Egil Ólafs, – ekki leiðum að
líkjast þar.
Hvað útsetningar varðar er ég
ekki alveg viss um að það sé rétt leið
sem Þorvaldur Bjarni hefur valið að
rokka þetta svona mikið upp. Kulda-
legur Rammsteinskotinn rafmagns-
gítarhljómurinn er bara ekki alveg
að gera sig með þessum blómum
stráða hippisma sem einkennir tón-
smíðar og texta.
Platan með tónlistinni úr Hárinu
er þegar allt kemur til alls eigulegur
gripur fyrir þá mörgu sem skemmtu
sér vel á uppfærslunni nýju í Aust-
urbæ.
Vel snyrt Hár
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Tónlist úr rokksöngleiknum Hárinu. Höf-
undar Galt MacDermont, James Rodo,
Gerome Ragni. Þýðing Davíð Þór Jóns-
son. Tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni Þor-
valdsson. Söngvarar Sverrir Bergmann,
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Hilmir
Snær Guðnason, Regína Ósk, Benedikt
Einarsson, Björn Thors, Jóhannes Haukur
Jóhannesson, Selma Björnsdóttir, Helgi
Rafn Ingvarsson, Guðjón Davíð Karlsson,
Alma Rut og kór. Hljóðfæraleikur: Ólafur
Hólm, Friðrik Sturluson, Vignir Snær Vig-
fússon, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson,
Pálmi Sigurhjartarson, Roland Hartwell,
Guðmundur Kristmundsson, Olga B.
Ólafsdóttir og Sigurður Bjarki Gunn-
arsson. Útsetningar Þorvaldur Bjarni og
Vignir Snær. Stjórn upptöku Þorvaldur
Bjarni. Útgefandi Skífan/Culture 2112.
Rokksöngleikurinn Hárið
Skarphéðinn Guðmundsson
MÍNUS eru rokkband með rentu, vill
vera það og lifir sig inn í það hlutverk
af öllu hjarta. Jafnframt því er bandið
mjög áhugavert og í sífelldri
framþróun. Leikstjórinn hefur elt
bandið á röndum og myndað það á
ólíklegustu stundum. Myndefnið er
mjög fjölbreytt, lifandi og persónu-
legt. Strákarnir greinilega vanir því
að leikstjórinn sé með þeim veifandi
myndavélinni og láta allt flakka. Ef
taka má mark á titlinum, er hann enn
að vinna að myndinni, og ef svo er
ætti hann að reyna að hafa byggingu í
henni. Myndin virðist meira samtín-
ingur á efninu hans raðað saman á til-
viljunarkenndan hátt. „Kill your
darlings“ er orðatiltæki notað þegar
þarf að fórna myndefni sem er manni
kært en þjónar ekki beint tilgangi
myndarinnar. Með meira vali og betri
klippingu yrði myndin miklu þéttari,
kröftugri og hreinlega miklu meira
rokk og ról. (Hluta myndefnisins
mætti nota til að búa til sérmynd um
Þröst bassaleikara – hann einn er efni
í heila mynd.)
Ég hefði viljað sjá meira af tón-
leikum, einhverja tónlist verða til og
tónlistarpælingar. Viðtölin við þá
Thoroddsen-bræður, upptökustjór-
ann Birgi Örn og tónlistargagnrýn-
andann Arnar Eggert, eru mjög upp-
lýsandi, því strákarnir eru sjálfir ekki
mikið að rýna í músíkina sína, nema
kannski Frosti og Bjössi smávegis,
og þá í hálfkæringi. Krummi fílósóf-
erar aðallega um tilveru bandsins og
það að vera rokkari. En það er nú líka
sagt um snillinga að þeir ræði ekki
verkin sín, þau bara verði til og ekki
alltaf vitað af hverju.
Myndin er áhugaverð, lifandi og
skemmtileg. Mætti þó vera meiri tón-
list, minna fyllirísrugl og styttri.
Rokk og ról.
Alvörurokk og rugl
HEIMILDARMYNDIR
Regnboginn – Nordisk Panorma
Leikstjórn: Frosti Runólfsson.
110 mín. Ísland 2004.
Mínus – verkefni í vinnslu
(Mínus – Work in Progress)
Hildur Loftsdóttir
Krummi sýnir hollustu sína og
trúnað við rokkið og bandið sitt.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45. Ísl tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 Ísl tal.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.15.
G.E.
Ísland í bítið/Stöð 2
Kvikmyndir.com
S.K., Skonrokk
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.
Lífið er bið
Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir
meistaraleikstjórann, Steven Spielberg.
Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom
Hanks og Catherine Zeta Jones.
r r ftir i il i ftir
i t r l i tj r , t i l r .
s rs r l f
t ri t J .
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. Rás 2
Tom HanksT s Catherine Zeta Jonesi
GEGGJUÐ GRÍNMYND
Kvikmyndir.comvi y ir.c
Rómantísk spennumynd
af bestu gerð
Ástríða sem deyr aldrei
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6 og 8.
Frá leikstóra The Princess Diaries og Pretty Woman
JULIE ANDREWS ANNE HATHAWAYJ I
Hún þarf að
setja upp
hringinn til
að taka við
rf ún a að
tj se a u
ri i tilh ng nn
t iað aka v ð
Frá leikstóra The Princess Diaries og Pretty Woman
JULIE ANDREWS ANNE HATHAWAYJ I
Hún þarf að
setja upp
hringinn til
að taka við
rf ún a að
tj se a u
ri i tilh ng nn
t iað aka v ð
Ein
steiktasta
grínmynd
ársins
ÁLFABAKKI
kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 10 ára.
KRINGLAN
kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.