Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 268. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Árni Þór er eftirsóttur Leikstýrir myndbandi með söngva- skáldinu Damien Rice Menning 56 Börn |Íslenskir galdrastafir Keðjusagan Anna steytir hnefann Lesbók | Börn í stríðshrjáðum löndum Lítið en heillandi skrímsli Íþróttir | Hart barist í leik HK og KA WBA fram í rauðan dauðann Börn, Lesbók og Íþróttir í dag TEKJUAFGANGUR ríkissjóðs á næsta ári nemur 11,2 milljörðum króna, samkvæmt frumvarpi til fjár- laga fyrir árið 2005 sem Geir H. Haarde fjármála- ráðherra kynnti og lagði fram á Al- þingi í gær. Þetta er 3,4 milljörðum meiri afgangur en síðustu áætlanir fyrir árið 2004 benda til og 17,4 milljörðum kr. meira en árið 2003. Heildartekjur rík- issjóðs á næsta ári eru áætlaðar tæpir 306 milljarðar króna og hækka um 15,7 milljarða milli ára. Á móti er gert ráð fyrir að heildarútgjöldin nemi 294,6 milljörðum króna. Við kynningu frumvarpsins sagði Geir að aukið aðhald í útgjöldum rík- issjóðs og vaxandi tekjuafgangur myndi skapa svigrúm til skattalækk- ana á árunum 2005 til 2007. Áfram myndi ríkja stöðugleiki í efnahagslíf- inu, þrátt fyrir aukin umsvif vegna stóriðjuframkvæmda og boðaðar skattalækkanir. Tekjuskattshlutfall einstaklinga mun lækka um eitt pró- sentustig um næstu áramót, fara úr 25,75 í 24,75%, sem samsvarar 4–5 milljarða tekjumissi fyrir ríkið. Áformað er að hlutfallið verði komið niður í 21,75% árið 2007. Dregið verður úr framkvæmdum ríkisins um tvo milljarða á næsta ári og aftur um tvo milljarða árið 2006. Framkvæmdir verða svo auknar um sömu fjárhæðir næstu tvö ár á eftir. Auka á framlag til þróunarmála um 500 milljónir króna. Afgang- ur fer vaxandi Fjárlagafrumvarpið lagt fram á Alþingi  Fjárlagafrumvarpið/10–11 Geir H. Haarde MEIRIHLUTI þingmanna stjórn- arandstöðunnar gekk úr þingsal í gær undir ávarpi Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, við þingsetninguna. Í ræðu sinni sagði Halldór að synj- unarákvæði stjórnarskrárinnar væru leifar af þeirri trú að konung- urinn – einvaldurinn – færi með guðs vald. Þingið hafi staðið gegn vilja konungs og hafi leiðrétt vald eins manns með því að taka það til sín. „Alþingi er kjörið af þjóðinni. Þar á fólk með ólíkar skoðanir og stefnur sína fulltrúa. Þar ráða menn ráðum sínum og leiða til lykta. Þótt forseti lýðveldisins sé kjörinn á sama hátt getur hann ekki mælt sig við Alþingi.“ Hann sagði að eftir atburði sum- arsins stæði löggjafarþing Alþingis ekki jafntraustum fótum og áður. „Staða Alþingis verður að vera hafin yfir vafa og löggjafarstarfið í traust- um skorðum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, stóð fyrstur upp og gekk út. Hann sagði að sér hefði verið nóg boðið þegar forseti Alþingis „rakti ákvarðanir forseta Íslands um lýðræðislegar kosningar til einvalds- konunga sem þáðu vald sitt frá Guði“. Í sama streng tóku Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem voru og í hópi þeirra stjórnarandstæðinga sem gengu út. Halldór Blöndal, forseti þingsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér hefði fyrst og fremst gengið það til að standa á rétti Alþingis og verja það. Staða Alþingis og löggjafans yrði að vera sterk. Hann taldi orð sín um einvaldskonunga hafa verið mis- skilin og með engum hætti væri hægt að heimfæra þau upp á forseta Ís- lands. Staða Alþingis verður að vera hafin yfir vafa Ríkissjónvarpið Össur Skarphéðinsson gengur úr þingsal undir ræðu Halldórs Blöndal, forseta Alþingis.  Stjórnarandstæðingar/6 Meirihluti stjórnarandstæðinga gekk af þingfundi undir ræðunni Halldór Blöndal fjallaði um synjun forseta í þingsetningarræðu RÚSSNESKI herinn er að hrynja vegna þess að ungir menn reyna að komast hjá herskyldu og aðeins um tíundi hlutinn af þeim sem kallaðir eru út mætir til skráningar, að sögn Sergeis Ívanovs varnarmálaráð- herra. Fyrir áratug var mætingin um 30% en nú þykir vistin í hernum verri en nokkurn tíma fyrr vegna lélegs aðbúnaðar, harkalegrar meðferðar af hálfu yfirmanna og loks óttast marg- ir að verða sendir til Tétsníu. „Við erum heimsmeistarar í að komast hjá herskyldu,“ sagði ráð- herrann. Rússneskir karlmenn verða að gegna herþjónustu í að minnsta kosti tvö ár einhvern tíma á aldrinum 18 til 27, aldurinn fer eftir því hvort þeir stunda háskólanám. Sumir múta læknum til að undirrita vottorð um að viðkomandi sé óhæfur til herþjón- ustu, aðrir falsa einfaldlega slík skjöl. Lítt þjálfaðir unglingar sendir til að berjast í Tétsníu Þúsundir hermanna hafa fallið í Tétsníu eftir að átökin þar hófust fyr- ir áratug og grimmdin er mikil í hernaðinum gegn uppreisnarhópun- um í Kákasushéraðinu. Talið er að allt að 80.000 rússneskir hermenn séu nú í héraðinu en þeim hefur ekki tekist að brjóta á bak aftur uppreisn- arhópana. Nær daglega er skýrt frá mannfalli. Mannréttindasamtök í Rússlandi sem helga sig rétti hermanna hafa kvartað yfir því að herinn sendi oft óharðnaða unglinga til Tétsníu þótt þeir hafi aðeins fengið nokkurra mánaða þjálfun. Herinn að hruni kominn? Moskvu. AFP, AP. Rússland Ungir Rússar koma sér undan herskyldu JACQUES Chirac Frakklandsfor- seti vill að Frakkar ákveði í þjóðarat- kvæði hvort þeir styðji að Tyrkir fái aðild að Evrópusambandinu (ESB), að sögn AFP-fréttastofunnar. For- setinn er hlynntur aðild Tyrkja en um 56% Frakka eru samkvæmt könnunum á móti. Gerhard Schröd- er, kanslari Þýskalands, vill einnig að Tyrkir fái aðild en könnun sem birt var í gær gefur til kynna að 57% Þjóðverja séu andvíg aðild Tyrkja. Fari svo að aðildarviðræður verði hafnar við Tyrki, eins og margt bendir til að verði ákveðið á leiðtoga- fundi ESB í desember, er talið að þeir gætu fengið aðild eftir áratug. Chirac sagði í gær að það yrði gott fyrir Evrópu að Tyrkir væru innan- borðs í ESB. „Þannig væri opnuð leið fyrir lýðræði og frið til að skjóta rótum um allt evrópska meginlandið – í víðum skilningi orðsins – svo að við getum forðast mistök og ofbeldi fortíðarinnar,“ sagði hann. Tyrk- neska lýðveldið er samkvæmt stjórnarskrá ekki íslamskt ríki held- ur hlutlaust í trúarefnum. Fréttaskýrandi BBC telur að Chirac óttist að þjóðaratkvæða- greiðsla sem verður um stjórnarskrá ESB á næsta ári verði öðrum þræði atkvæðagreiðsla um aðild Tyrkja og vilji reyna að hindra það. Deilurnar um aðild Tyrklands hafa verið ákafar víða í Evrópu og hefur afstaða fólks oft verið þvert á flokksbönd. Í væntanlegri skýrslu frá fram- kvæmdastjórn ESB um Tyrkland segir að stjórnvöld hafi síðustu árin vissulega staðið fyrir miklum umbót- um til að laga sig að reglum sam- bandsins, dauðarefsing hafi verið af- numin og réttindi kúrdíska minnihlutans aukin. En í skýrslunni, sem hefur verið lekið til fjölmiðla og verður birt á miðvikudag, segir einn- ig að „þótt pyntingum sé ekki lengur beitt skipulega er enn að finna mörg pyntingatilfelli og frekari aðgerða er þörf til að binda enda á slíkt“. Vill þjóðaratkvæði um aðild Tyrklands Chirac og Schröd- er styðja aðild Tyrkja að ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.