Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Og við sem héldum að við ættum besta lambakjötið í heimi og fegurstu konurnar. Lágt verð á rækjuaf-urðum undanfarinár, ásamt hækk- andi olíuverði, hefur gert útgerðum rækjuskipa afar erfitt fyrir. Hefur rækju- skipum á Íslandsmiðum fækkað jafnt og þétt. Hef- ur útgerð skipanna verið breytt og þá gjarnan byrj- að að gera þau út á bolfisk eða þeim hefur einfaldlega verið lagt. Nú síðast til- kynnti sjávarútvegsfyrir- tækið Þormóður rammi- Sæberg hf. á Siglufirði að það hygðist hætta rækju- útgerð í bili að minnsta kosti. Siglfirðingar hafa fengið mjög að kenna á erf- iðleikum í rækjuiðnaðinum á und- anförnum árum, m.a. var rækju- verksmiðjunni Pólum lokað þar á síðasta ári og um 20 starfsmönnum verksmiðjunnar sagt upp störfum. Þormóður rammi-Sæberg gerir út þrjú ísrækjuskip um þessar mundir, Sólberg SI, Múlaberg SI og Stálvík SI. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að Stálvík SI verði lagt um sinn en Sólberg SI og Múlaberg SI verða send á karfa- veiðar. Að sögn Ólafs H. Marteins- sonar, framkvæmdastjóra félags- ins, munu skipin hætta rækjuveiðum á næstu dögum eða vikum og ekki stunda þær aftur fyrr en með vorinu. Sólberg SI og Múlaberg SI munu hefja karfa- veiðar innan tíðar og gerir Ólafur ráð fyrir að siglt verði með aflann á markaði erlendis. „Undanfarin nokkur ár hefur rækjuveiði verið sáralítil yfir há- veturinn og nánast ekki skipt nokkru máli í hráefnisöflum rækju- vinnslunnar. Það hefur aftur á móti verið feiknalegt tap á útgerð skip- anna, einkum eftir að olíuverð hækkaði upp úr öllu valdi og það sér ekki fyrir endann á hækkunum ennþá. Við ákváðum því að gera ekki út skip á rækju yfir erfiðustu mánuðina. Við höfum aftur á móti flutt meira inn af hráefni til vinnslu í rækjuverksmiðjunni. Það hefur gengið vel að verða vinnslunni úti um hráefni, við fáum það víða að, m.a. frá Grænlandi, Noregi, Kan- ada og Eystrasaltsríkjunum. Þetta er að vísu nokkuð dýr rækja og af- koman er því ekki til að hrópa húrra fyrir. Kaldhæðnin í þessu öllu saman er síðan að nú virðist af- urðaverð á rækju loksins vera að hækka. En það er vitanlega rök- rétt afleiðing þess að dregið hefur úr framboði á rækju eftir þá erf- iðleika sem dunið hafa yfir grein- ina.“ Þegar best lét gerði Þormóður rammi-Sæberg út fjóra ísrækju- togara en seldi Sigluvík SI fyrir tveimur árum. Auk þess gerði fyr- irtækið út rækjufrystiskipið Sunnu SI á Flæmingjagrunn til margra ára og fram á mitt síðasta ár. Ólaf- ur segir allt hafa lagst á eitt til að gera rækjuútgerðina erfiða. Launahlutfall á rækjuskipum sé hátt, olíuverð hafi hækkað, afurða- verð sé lágt og afli hafi dregist mik- ið saman, sennilega hafi aflinn minnkað um fjórðung á nýliðnu fiskveiðiári frá fiskveiðiárinu þar á undan. Óvissa Vinnslu var hætt í rækjuvinnsl- unni Pólum á Siglufirði á síðasta ári en þar störfuðu rúmlega 20 manns og var þeim öllum sagt upp störfum. Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir að vissulega hafi lokun Póla reynst stór biti að kyngja. „Það hefur reyndar oft verið fleira fólk á atvinnuleysisskrá hér á Siglufirði en eru þessa dag- ana. Sem betur fer hafa flestir þeir sem misstu atvinnu hjá Pólum fengið önnur störf en dæmi voru um að fólk flutti burt af staðnum. Það tengjast mörg þjónustufyrir- tæki starfsemi rækjuvinnslu og það er ljóst að margir misstu spón úr aski sínum þegar Pólar lögðu upp laupana.“ Og Signý segir enn blikur á lofti í atvinnumálum Siglfirðinga. „Þor- móður rammi-Sæberg hefur til- kynnt að fyrirtækið muni hætta út- gerð ísrækjuskipa sinna. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að vonandi muni eng- inn missa vinnu vegna þessara breytinga og vonandi gengur það eftir í þetta skiptið.“ Signý segir þannig vissulega nokkra óvissu í loftinu og fólk óró- legt. Hún hvetur hins vegar til sóknar í atvinnumálum. „Mín skoð- un er sú að það sé ekki einungis verkefni sveitarfélagsins að reka byggðarlag eins og Siglufjörð, heldur hafi fyrirtækin samfélags- legum skyldum að gegna í því sam- bandi. Þessir aðilar þurfa að ræða saman um hvar sóknarfærin liggja. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því í hvernig samfélagi við viljum búa og vinna svo markvisst að því að skapa þau skilyrði sem til þarf. Hér var hleypt af stokkunum atvinnuátaksverkefni fyrir fáum árum í samvinnu sveitarfélagsins og fyrirtækja í bænum. Því miður varð minna úr því starfi en vonir stóðu til, m.a vegna þess að stóru fyrirtækin voru ekki tilbúin að gangast undir þá samfélagslegu ábyrgð sem þau bera. Einnig fór mestur tími starfsmanns verkefn- isins í að aðstoða illa stödd fyrir- tæki,“ segir Signý. Fréttaskýring | Erfiðleikar í rækjuútgerð Blikur á lofti á Siglufirði Þormóður rammi-Sæberg gerir ekki út rækjuskip í vetur Unnið úr 15% meira hrá- efni í rækjuverksmiðjunni  Það sem af er árinu hefur ver- ið stöðugleiki í landvinnslum Þormóðs ramma-Sæbergs á Siglufirði og í Þorlákshöfn. Í rækjuverksmiðjunni á Siglufirði hefur verið unnið úr 15% meira af hráefni fyrstu 9 mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Í Þorláks- höfn hefur verið unnið úr 15% meira af flatfiski, en hum- arvinnsla hefur hins vegar dreg- ist töluvert saman. Reiknað er með að landvinnslan verði áfram með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. hema@mbl.is Rækjuskipum fer óðum fækkandi. MENTOR-verkefnið Vinátta, sem miðar að því að háskólanemar taki að sér grunnskólabarn í nokkrar stundir í viku í eitt skólaár, hefur göngu sína fjórða árið í röð í næstu viku. Að sögn Elínar Þorgeirsdóttur verkefnisstjóra er áætlað að um 100 „pör“ taki þátt í verkefninu að þessu sinni og vantar enn um 10–20 háskólanema til að markmiðið ná- ist. Áhugasamir geta skráð sig með tölvupósti á vinatta@vinatta.is, en verkefnið er opið háskólanemum í Kennaraháskóla Íslands og Há- skóla Íslands. Fá þátttöku metna til eininga Mentor-verkefnið Vinátta hóf göngu sína haustið 2001 og er sam- starfsverkefni Velferðarsjóðs barna á Íslandi, háskólanna beggja og nokkurra grunnskóla í Reykjavík. Að sögn Elínar er það opið grunnskólabörnum á aldrinum 7–12 ára og því ætlað að efla fé- lagstengsl og samskipti barna í samfélagi nútímans þar sem sam- vistir barna og fullorðinna er af skornum skammti. Að sögn Elínar er áformað að fara af stað með verkefnið í næstu viku og líta forsvarsmenn þess ekki svo á að hér sé um verkfallsbrot að ræða þar eð ekki eigi í hlut fag- aðilar. Barn og háskólanemi hittast einu sinni í viku í þrjá tíma í senn í heilt skólaár. Háskólanemar geta fengið verkefnið metið til þriggja eininga í háskólanám sitt og byggist matið á samveru við barnið og verkefna- skilum. Fjórða starfsár Mentor-vináttu að hefjast Vantar enn há- skólanema til að taka að sér grunnskólabörn Morgunblaðið/Ásdís Verkefnið byggist á samveru grunnskólabarna og háskólanema. Myndin var tekin í Laugarneskirkju þegar verkefninu var hrundið af stað. EYRÚN Magnúsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur verið ráðin umsjónarmaður í þættinum Kast- ljósi í Sjónvarp- inu í vetur, við hlið Kristjáns Kristjánssonar og Sigmars Guð- mundssonar. Bjarni Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, segir að það sé mikill fengur að því fyrir Sjónvarpið að hafa fengið Ey- rúnu til starfa. Ánægjulegt sé að sjá hana aftur innan veggja Rík- isútvarpsins en hún vann eitt sumar sem skrifta á fréttastofu Sjónvarps og við Textavarp RÚV. Eyrún segir nýja starfið leggjast vel í sig. Hún hafi ákveðið að slá til, taka boðinu og sjá hvernig gengi í vetur. „Þetta er spennandi tækifæri og áskorun sem verður gaman að takast á við,“ segir Eyrún, sem er 25 ára Reykvíkingur með BA-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2001, utan einn vetur er hún nam á Ítalíu. Nýr um- sjónar- maður í Kastljósi Eyrún Magnúsdóttir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Bandalagi háskóla- manna: „Á kjarakaffi Bandalags háskóla- manna nú í vikunni var samþykkt að lýsa yfir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu kennara. Tekið er undir þá almennu skoð- un að brýnt sé að bæta kjör grunn- skólakennara um leið og Félagi grunnskólakennara og heildarsam- tökum þeirra, Kennarasambandi Íslands, eru sendar baráttukveðj- ur.“ BHM styður kennara ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.