Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 9
FRÉTTIR
HEILDARVEIÐIN í Soginu var
aðeins 237 laxar sem er vel undir
meðalveiði að sögn Ólafs Kr.
Ólafssonar árnefndarformanns,
en það var einmitt árnefndin sem
veiddi 38 þessara laxa í Bíldsfells-
landi á sjálfan lokadaginn sl.
þriðjudag. „Þetta var svo ótrúleg-
ur dagur að það á varla að segja
frá honum. Ólíklegt að nokkur
trúi þessu,“ sagði Ólafur.
Ólafur og félagar veiddu laxana
á þrjár stangir og var mesti has-
arinn fyrir hádegi þegar þeir
fengu 22 laxa, svo að segja í beit,
á nákvæmlega sama blettinum á
Bíldsfellsbreiðu. Nokkrum sinnum
var lax á öllum þremur stöngum í
einu. 22 laxar fóru í klakkistu, 9
var sleppt og 7 drepnir. Þetta
voru mest 6 til 8 punda laxar, en
fimm voru 10 punda og upp í 14
pund. Allir nema fimm veiddir á
rauðar Frances-túpur.
Draumaskilyrði
Veiðin í Soginu skiptist þannig,
að Bíldsfell gaf 90 laxa og 324
bleikjur, Ásgarður 50 laxa og 114
bleikjur, Alviðra 41 lax, en sil-
ungabókin þar hvarf á miðju
sumri, Syðri-Brú 38 laxa og 12
bleikjur og Þrastarlundur 18 laxa
og 4 bleikjur. Loks var sil-
ungasvæðið í Ásgarði með 18
bleikjur, en vitað er að bæði þar
og í Þrastarlundi var mikið um að
afli var ekki skráður. Þá voru
milli 30 og 40 laxar á Tanna-
staðatanga, en sú tala er ekki í
heildartölu Ólafs þó að svæðið
megi vel telja til Sogsins.
Ólafur telur aflahrotuna í Bílds-
felli á þriðjudag stafa af því að
Landsvirkjun hafi haldið ánni í
hámarksvatnsflæði í heila viku á
undan, en síðan snarlækkaði í
ánni, þetta var því eins og að
koma í á sem er að sjatna eftir
stórrigningu, sem löngum hafa
verið talin draumaskilyrði.
Nokkrar tölur
Ragnar Johansen í Hörgslandi
1 segir að um 60 birtingar hafi
verið skráðir í Hörgsá á vertíð-
inni, þ.e.a.s. stórir fiskar, frá 4
pundum og uppúr. Enginn er þó
stærri en 10 pund. Hann segir
talsvert af fiski í ánni og að frið-
un á vorfiski þrjú síðustu árin sé
að skila sér.
Hofsá nr. tvö
Í framhaldi af vangaveltum í
veiðipistlinum á þriðjudag um
hverjar eru bestu árnar kom fram
ónákvæmni varðandi Hofsá. Edda
Helgason, leigutaki árinnar, kom
eftirfarandi upplýsingum á fram-
færi: „Það veiddust 1.865 laxar á
sjö stangir í 86,5 daga. Sunnu-
dalsá fylgir Hofsá til 25. ágúst og
veiddust 17 laxar í henni á þeim
tíma, en fjöldi stanga breyttist
ekki. Samkvæmt þessu er með-
alveiði í Hofsá í sumar 2,98 laxar
sem setur hana í annað sætið á
eftir Leirvogsá.“
Frábær endir á slöku sumri
Morgunblaðið/Golli
Veiðikona þenur fluguköstin á Þrastalundarsvæðinu í Soginu.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Bætur fyrir
land við
Almanna-
skarðsgöng
MATSNEFND eignarnámsbóta
hefur kveðið upp þann úrskurð að
Vegagerðinni beri að greiða um 1,6
milljónir króna í bætur fyrir land,
sem fer undir vegarkafla að nýjum
jarðgöngum undir Almannaskarð.
Þá var Vegagerðinni gert að greiða
600 þúsund krónur í málskostnað
landeiganda og 619 þúsund krónur í
ríkissjóð vegna kostnaðar við störf
matsnefndarinnar. Um 11,5 hektara
lands var að ræða.
Fasteignasali hafði metið tjón
landeiganda af eignarnámi Vega-
gerðarinnar um 13 milljónir króna,
auk þess sem landeigandi gerði
kröfu um ríflega 2 milljóna króna
bætur fyrir malarnám upp á 85 þús-
und rúmmetra upp úr göngunum.
Niðurstaða matsnefndar var að
greiða 154 þúsund króna bætur fyrir
11 þúsund rúmmetra af möl.
Fréttir á SMS
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Nýjar haustvörur
Árshátíðarkjólar, pils og jakkar
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Samkvæmisfatnaður
Nýtt göngulag
Út úr sektarkennd
- inn í fyrirgefningu og nýjan tilgang
Rætt verður um sektarkennd og ofbeldi orða og þagnar, fyrirgefningu,
lausnir og frelsi.
Námskeiðið byrjar mánudaginn 4. október og stendur í fjóra mánudaga
frá kl. 17.30 til 19, á Laugavegi 59, 4. hæð.
Verð 4.000 krónur.
Kvennakirkjan, Laugavegi 59, sími 551 3934.
HANDVERK OG ÞJÓÐBÚNINGAR
ÞJÓNUSTUDEILD
Verslun með efni í þjóðbúninga,
íslenskan útsaum og vefnað.
ATH. við seljum MERÍNÓULL í þæfingu.
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Námskeið á döfinni:
ÞÆFING - framhaldsnámskeið,
jólanámskeið, þurrþæfing
ÚTSAUMUR - harðangur,
heðebo, enskur/franskur o.fl.
VEFNAÐUR - TÓVINNA
- VATTARSAUMUR - PERLUPRJÓN
OPIÐ LAUGARDAG 12-16,
LAUFÁSVEGI 2, 101 REYKJAVÍK
hfi@islandia.is • www.islandia.is/~heimilisidnadur
símar 895 0780 og 551 7800.
Í samvinnu við Reykjavíkurborg og KB banka
bjóðum við vaxtalaus lán til
allt að 36 mánaða vegna listaverkakaupa.
Í tilefni af þessu verður
opið laugardag 11.00-17.00.
Komdu og kynntu þér málið
Listagóður
laugardagur
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16 • Sími 551 0400
Gallerí Fold • Kringlunni • Sími 568 0400