Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 9 FRÉTTIR HEILDARVEIÐIN í Soginu var aðeins 237 laxar sem er vel undir meðalveiði að sögn Ólafs Kr. Ólafssonar árnefndarformanns, en það var einmitt árnefndin sem veiddi 38 þessara laxa í Bíldsfells- landi á sjálfan lokadaginn sl. þriðjudag. „Þetta var svo ótrúleg- ur dagur að það á varla að segja frá honum. Ólíklegt að nokkur trúi þessu,“ sagði Ólafur. Ólafur og félagar veiddu laxana á þrjár stangir og var mesti has- arinn fyrir hádegi þegar þeir fengu 22 laxa, svo að segja í beit, á nákvæmlega sama blettinum á Bíldsfellsbreiðu. Nokkrum sinnum var lax á öllum þremur stöngum í einu. 22 laxar fóru í klakkistu, 9 var sleppt og 7 drepnir. Þetta voru mest 6 til 8 punda laxar, en fimm voru 10 punda og upp í 14 pund. Allir nema fimm veiddir á rauðar Frances-túpur. Draumaskilyrði Veiðin í Soginu skiptist þannig, að Bíldsfell gaf 90 laxa og 324 bleikjur, Ásgarður 50 laxa og 114 bleikjur, Alviðra 41 lax, en sil- ungabókin þar hvarf á miðju sumri, Syðri-Brú 38 laxa og 12 bleikjur og Þrastarlundur 18 laxa og 4 bleikjur. Loks var sil- ungasvæðið í Ásgarði með 18 bleikjur, en vitað er að bæði þar og í Þrastarlundi var mikið um að afli var ekki skráður. Þá voru milli 30 og 40 laxar á Tanna- staðatanga, en sú tala er ekki í heildartölu Ólafs þó að svæðið megi vel telja til Sogsins. Ólafur telur aflahrotuna í Bílds- felli á þriðjudag stafa af því að Landsvirkjun hafi haldið ánni í hámarksvatnsflæði í heila viku á undan, en síðan snarlækkaði í ánni, þetta var því eins og að koma í á sem er að sjatna eftir stórrigningu, sem löngum hafa verið talin draumaskilyrði. Nokkrar tölur Ragnar Johansen í Hörgslandi 1 segir að um 60 birtingar hafi verið skráðir í Hörgsá á vertíð- inni, þ.e.a.s. stórir fiskar, frá 4 pundum og uppúr. Enginn er þó stærri en 10 pund. Hann segir talsvert af fiski í ánni og að frið- un á vorfiski þrjú síðustu árin sé að skila sér. Hofsá nr. tvö Í framhaldi af vangaveltum í veiðipistlinum á þriðjudag um hverjar eru bestu árnar kom fram ónákvæmni varðandi Hofsá. Edda Helgason, leigutaki árinnar, kom eftirfarandi upplýsingum á fram- færi: „Það veiddust 1.865 laxar á sjö stangir í 86,5 daga. Sunnu- dalsá fylgir Hofsá til 25. ágúst og veiddust 17 laxar í henni á þeim tíma, en fjöldi stanga breyttist ekki. Samkvæmt þessu er með- alveiði í Hofsá í sumar 2,98 laxar sem setur hana í annað sætið á eftir Leirvogsá.“ Frábær endir á slöku sumri Morgunblaðið/Golli Veiðikona þenur fluguköstin á Þrastalundarsvæðinu í Soginu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Bætur fyrir land við Almanna- skarðsgöng MATSNEFND eignarnámsbóta hefur kveðið upp þann úrskurð að Vegagerðinni beri að greiða um 1,6 milljónir króna í bætur fyrir land, sem fer undir vegarkafla að nýjum jarðgöngum undir Almannaskarð. Þá var Vegagerðinni gert að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað landeiganda og 619 þúsund krónur í ríkissjóð vegna kostnaðar við störf matsnefndarinnar. Um 11,5 hektara lands var að ræða. Fasteignasali hafði metið tjón landeiganda af eignarnámi Vega- gerðarinnar um 13 milljónir króna, auk þess sem landeigandi gerði kröfu um ríflega 2 milljóna króna bætur fyrir malarnám upp á 85 þús- und rúmmetra upp úr göngunum. Niðurstaða matsnefndar var að greiða 154 þúsund króna bætur fyrir 11 þúsund rúmmetra af möl. Fréttir á SMS Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýjar haustvörur Árshátíðarkjólar, pils og jakkar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Samkvæmisfatnaður Nýtt göngulag Út úr sektarkennd - inn í fyrirgefningu og nýjan tilgang Rætt verður um sektarkennd og ofbeldi orða og þagnar, fyrirgefningu, lausnir og frelsi. Námskeiðið byrjar mánudaginn 4. október og stendur í fjóra mánudaga frá kl. 17.30 til 19, á Laugavegi 59, 4. hæð. Verð 4.000 krónur. Kvennakirkjan, Laugavegi 59, sími 551 3934. HANDVERK OG ÞJÓÐBÚNINGAR ÞJÓNUSTUDEILD Verslun með efni í þjóðbúninga, íslenskan útsaum og vefnað. ATH. við seljum MERÍNÓULL í þæfingu. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Námskeið á döfinni: ÞÆFING - framhaldsnámskeið, jólanámskeið, þurrþæfing ÚTSAUMUR - harðangur, heðebo, enskur/franskur o.fl. VEFNAÐUR - TÓVINNA - VATTARSAUMUR - PERLUPRJÓN OPIÐ LAUGARDAG 12-16, LAUFÁSVEGI 2, 101 REYKJAVÍK hfi@islandia.is • www.islandia.is/~heimilisidnadur símar 895 0780 og 551 7800. Í samvinnu við Reykjavíkurborg og KB banka bjóðum við vaxtalaus lán til allt að 36 mánaða vegna listaverkakaupa. Í tilefni af þessu verður opið laugardag 11.00-17.00. Komdu og kynntu þér málið Listagóður laugardagur Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16 • Sími 551 0400 Gallerí Fold • Kringlunni • Sími 568 0400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.