Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 10
10 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
G
eir H. Haarde fjármála-
ráðherra segir að auk-
ið aðhald í útgjöldum
ríkissjóðs og vaxandi
tekjuafgangur muni
skapa svigrúm til skattalækkana á
árunum 2005–2007. Áfram muni
ríkja stöðugleiki í efnahagslífinu
þrátt fyrir aukin umsvif vegna stór-
iðjuframkvæmda og boðaðar skatta-
lækkanir.
„Við gerum ráð fyrir að draga
saman framkvæmdir á næsta ári og
þarnæsta í tengslum við virkjana-
framkvæmdir og auka þær síðan
aftur 2007 og 2008,“ sagði fjármála-
ráðherra. Samdrátturinn nemur
tveimur milljörðum á næsta ári og
sömu upphæð 2006 sem er nokkuð
breytt frá áætlun fyrra árs þar sem
ráðgert var að draga saman í fram-
kvæmdum um þrjá milljarða á
næsta ári og auka aftur um þrjá
2007. Geir sagði ástæðuna vera þá
að þensla vegna stóriðjufram-
kvæmda fyrir austan væri minni en
spáð hefði verið en horfur á að hún
yrði meiri 2007, m.a. vegna stækk-
unar Norðuráls. Þá væru fleiri stór-
framkvæmdir í farvatninu fyrir
austan og annars staðar.
Tekjuskattur einstaklinga
lækkar um 1% um áramót
Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi
upp á rúma 11 milljarða á næsta ári
eða 1,2% af áætlaðri landsfram-
leiðsu, og batnar afkoma ríkissjóðs
því um 3,4 milljarða, en lánsfjár-
afgangur er hins vegar minni, eða 4
milljarðar á næsta ári. Benti ráð-
herra á að hluta fjármunanna hefði
verið varið til að greiða lífeyris-
skuldbindingar í Lífeyrissjóð ríkis-
starfsmanna auk þess sem stórir
flokkar spariskírteina yrðu á gjald-
daga á næsta ári. Geir ítrekaði sér-
staklega að í tölunum væri ekki gert
ráð fyrir tekjum af sölu ríkisfyrir-
tækja eins og Landssímanum þótt
líklegt mætti telja að hann yrði seld-
ur á næsta ári. Útgjöld ríkissjóðs
haldast óbreytt að raungildi á næsta
ári ef tekið er tillit til verðhækkana
en lækka um 1,4% í hlutfalli við
landsframleiðslu.
Tekjuskattshlutfall einstaklinga
lækkar um eitt prósent um næstu
áramót, úr 25,75 í 24,75% sem sam-
svarar 4–5 milljarða tekjumissi fyrir
ríkissjóð, og er áformað að hlutfallið
verði komið niður í 21,75% árið
2007.
„Við höfum ekki nákvæmlega
tímasett þetta ennþá, það mun koma
frumvarp til laga í þinginu um
breytingar á tekjuskattslögunum á
næstu vikum,“ sagði ráðherra.
Þá er stefnt að því að eignar-
skattshlutfall einstaklinga, sem nú
er 0,6%, verði afmáð 2007, auk þess
sem sérstakur tekjuskattur (há-
tekjuskattur) lækkar úr 4 í 2% á
næsta ári og áformað að hann verði
úr sögunni 2006. Þess má geta að
sérstakur tekjuskattur skilaði rík-
issjóði í fyrra 1.500 milljónum og
áætlað að hann skili 1.200 milljónum
í ár.
„Við teljum að aukið útgjalda-
aðhald sem við erum með og tekju-
afgangur skapi svigrúm til þess að
lækka skatta á árunum 2006 og 2007
í samræmi við það sem áður hefur
verið gefið fyrirheit um. Við teljum
eðlilegt að heimilin njóti góðs af
því,“ sagði Geir og sagði að hér væri
um að ræða rökrétt framhald af
þeim skattalækkunum sem fyrir-
tæki hefðu notið góðs af að und-
anförnu.
Gert er ráð fyrir að samneysla
aukist ekki umfram 2% á ári sam-
kvæmt langtímaáætlun frumvarps-
ins
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á
næsta ári verði 5% sem er sam-
kvæmt spá fyrr í vor, hækkun verð-
lags nemi 3,5%, kaupmáttaraukning
eftir skatta 3,25%, atvinnuleysi
verði 2,75% og lækki frá því sem er í
ár en aukist aftur 2006 og 2007.
Þá mun viðskiptahalli aukast og
er spáð að hann verði 11% af þjóð-
arframleiðslu á næsta ári og haldi
áfram að aukst en dragi verulega úr
honum 2007 og 2008.
„Þarna kemur spurningin um
góðkynja eða illkynja viðskiptahalla.
Okkar kenning er sú að það sé góð-
kynja viðskiptahalli sem er runninn
undan rifjum fjárfestinga sem síðan
eiga eftir að fjármagna sig sjálfar,“
sagði Geir. Þá vék hann að nokkrum
efnisatriðum frumvarpsins.
Framlög til heilbrigðis- og
menntamála aukin
Gert væri ráð fyrir mikilli út-
gjaldaaukningu til fræðslu- og
menntamála og heilbrigðismála og
nemur aukningin til menntamála
t.a.m. um 8,8%. Framlög til lög-
gæslu- og öryggismála myndu
aukast um 5,4%, m.a. vegna eflingar
sérsveitar lögreglu og áfram yrði
fjölgað rýmum á sambýlum fatlaðra
og á hjúkrunarheimilum til að út-
rýma biðlistum. Á móti yrði dregið
úr framlögum til menningar- og
kirkjumála og munar þar mestu um
að endurbyggingu Þjóðminjasafns-
ins er lokið og til landbúnaðar- og
sjávarútvegsmála í tengslum við
Þróunarsjóð sjávarútvegsins sem
dettur upp fyrir í stað veiðigjalds
sem komið er á. Þá yrði dregið úr
framlögum til samgöngumála um 2
milljarða miðað við samgönguáætl-
un, en samdrátturinn er nær millj-
arði miðað við umfang framkvæmda
síðustu ár. Ríkið væri með þessu að
koma til móts við þau sjónarmið að
ríki bæri að draga úr framkvæmd-
um þegar aðrar framkvæmdir
stæðu yfir, sbr. stóriðjufram-
kvæmdirnar fyrir austan.
Ráðherra sagði stefnt að því að
lækka rekstrargjöld ríkisstofnana
um 800 m.kr. miðað við 1% hagræð-
ingu í rekstri, líkt og gert hefði verið
áður. Sjúkrastofnanir og hjúkrunar-
heimili væru þó undanskilin.
Þá hefði ríkisstjórnin ákveðið að
setja á laggirnar sérstaka ráðherra-
nefnd, sem í eiga sæti forsætis-,
fjármála-, mennta- og heilbrigðis-
ráðherrar, til að gera heildstæða at-
hugun á stofnanakerfi ríkisins með
það fyrir augum að auka skilvirkni
og hagkvæmni og bæta þjónustu.
Sérstakt átak yrði gert í að bjóða út
verkefni ríkisins.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra kynnti í gær frumvarp til fjárlaga og nýja þjóðhagsspá
Áfram gert ráð fyrir
aðhaldi í útgjöldum
Morgunblaðið/RAX
Tekjuskattshlutfall einstaklinga lækkar um eitt prósent strax um næstu áramót. Geir H. Haarde fjármálaráðherra
kynnti í gær frumvarp til fjárlaga en fyrsta umræða um það verður á Alþingi á þriðjudag.
Dregið verður úr fram-
lögum til samgöngu-
mála um tvo milljarða á
næsta ári miðað við
samgönguáætlun skv.
fjárlagafrumvarpi.
Fjármálaráðherra segir
að ríkið sé með þessu að
koma til móts við þau
sjónarmið að ríki eigi að
draga úr framkvæmd-
um þegar aðrar fram-
kvæmdir standa yfir.
REKSTRARGJÖLD heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytisins að frádregn-
um sértekjum eru áætluð tæplega
61,2 milljarðar á næsta ári og hækka
um 4,2 milljarða frá fjárlögum þessa
árs. Auk áhrifa af launa- og verðlags-
breytingum munar þar mest um 500
milljóna kr. viðbótarframlag til
Landspítala – háskólasjúkrahúss á
næsta ári, rúmlega 400 millj. kr.
auknum framlögum til öldrunar- og
endurhæfingarstofnana og rúmlega
330 millj. kr. til heilbrigðisstofnana.
1.543 millj. aukning lífeyr-
istrygginga
Heildarfjárveiting til trygginga-
mála hækkar á næsta ári um 2.920
milljónir kr. frá gildandi fjárlögum
þegar frá eru taldar almennar launa-
og verðlagsbreytingar. Bein framlög
til tryggingamála, að frádregnum
rekstrarframlögum til Trygginga-
stofnunar, hækka um 2.946 milljónir
eða um tæp 6%. Helstu breytingarn-
ar eru þær að gert er ráð fyrir 1.543
millj. kr. hækkun lífeyristrygginga á
næsta ári, einkum vegna fjölgunar
öryrkja, 882 millj. kr. hækkunar
vegna sjúkratrygginga og 520 millj.
kr. til félagslegrar aðstoðar.
Barnalífeyrisgreiðslur
hækka um 279 milljónir
Bætur lífeyristrygginga eru áætl-
aðar 31.397 millj. kr. á næsta ári og
hækka um 1.543 millj. frá fjárlögum í
ár, sem er 5,3% raunhækkun milli
ára. Er meðal annars gert ráð fyrir
að barnalífeyrir hækki um 279 millj-
ónir kr.
Heildarútgjöld sjúkratrygginga
eru áætluð 15.584 milljónir kr. og
hækka þau á milli ára um 882 millj-
ónir. Raunhækkunin nemur 6,1%
milli ára.
Á árinu 2005 er m.a. gert ráð fyrir
að árleg aukning lyfjakostnaðar
verði um 430 milljónir og gert er ráð
fyrir að á næsta ári verði útgjöld
vegna hjálpartækja 1.600 milljónir,
sem er hækkun um 186 milljónir kr.
umfram verðlagsbreytingar.
500 milljónir til að
styðja rekstur LSH
Heildarútgjöld Landspítala – há-
skólasjúkrahúss á næsta ári eru
áætluð 26.120 milljónir kr. að frá-
dregnum 1.553 millj. kr. sértekjum.
Útgjöldin hækka um 448 millj. kr.
Hækkun rekstrarútgjalda skýrist
m.a. af 500 millj. kr. framlagi sem
ætlað er að styðja rekstrargrunn
sjúkrahússins miðað við óbreytta
starfsemi.
Rekstrargjöld heilbrigðisráðuneytis hækka um
4,2 milljarða frá fjárlögum þessa árs
Framlög til tryggingamála
aukast um 2,9 milljarða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SPÁÐ er 5% hagvexti á næsta ári og að verðbólgan verði 3,5% í þjóð-
hagsspá fjármálaráðuneytisins, sem er grundvöllur tekju- og út-
gjaldaáætlunar fjárlagafrumvarpsins.
Einkaneysla er talin munu aukast um 5% og kaupmáttur ráðstöf-
unartekna á mann um 3¼%.
„Í forsendum þjóðhagsspár er gert ráð fyrir að meðalgengi krón-
unnar verði sem næst óbreytt frá því sem nú er og að gengisvísitalan
verði að meðaltali um 122 stig árið 2004 en hækki síðan í 125 stig árið
2005 sem þýðir um 2½% lækkun íslensku krónunnar. Samkvæmt þessu
er gert ráð fyrir að íslenska krónan muni veikjast stig af stigi og er
þá tekið mið af minnkandi gjaldeyrisinnflæði á næstu árum,“ segir í
þjóðhagsspánni, sem fylgir fjárlagafrumvarpinu.
Í spánni er gengið út frá því að stýrivextir Seðlabankans verði
hækkaðir stig af stigi í 7½% fram til ársins 2006 en fari síðan lækk-
andi.
Reiknað er með að atvinnuleysi verði að jafnaði um 3% af mannafla
á þessu ári en fari síðan hægt lækkandi á næstu tveimur árum.
Viðskiptahalli er talinn verða 7¼% af landsframleiðslu á þessu ári
og vaxa síðan hratt og ná hámarki 2006 í 13½% af landsframleiðslu.
Aukninguna má að verulegu leyti rekja til beinna og óbeinna áhrifa
vegna stóriðjuframkvæmdanna, að mati fjármálaráðuneytis.
Spáð er 3,5% verðbólgu 2005
ÚTLÁN Lánasjóðs íslenskra námsmanna halda áfram að aukast og eru áætl-
uð liðlega 7 milljarðar króna á næsta ári. Útlánin voru 6,4 milljarðar í fyrra
skv. fjárlögum og 5,3 milljarðar 2003. jafngildir þetta 10,5% hækkun frá yf-
irstandandi ári og 33% hækkun frá 2003.
„Hækkun milli ára skýrist með fjölgun lánþega og áætlaðri þróun neyslu-
verðsvísitölu og gengi gjaldmiðla,“ segir í greinargerð fjárlagafrumvarps
ársins 2005. Framlag ríkisins hækkar á næsta ári um 338 milljónir kr. frá
fjárlögum yfirstandandi árs eða um 9,9%.
Fram kemur í frumvarpinu að nauðsynlegt er að styrkja eiginfjárstöðu
sjóðsins svo hann geti örugglega staðið undir skuldbindingum sínum í fram-
tíðinni.
Útlán LÍN hækka um 33%