Morgunblaðið - 02.10.2004, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 11
FRÉTTIR
F
járlagafrumvarp ársins
2005 var lagt fram á Al-
þingi í gær og er gert
ráð fyrir 11,2 milljarða
króna tekjuafgangi í
frumvarpinu. Þetta er 3,4 milljörð-
um kr. meiri afgangur en síðustu
áætlanir fyrir árið 2004 benda til og
17,4 milljörðum kr. meira en árið
2003.
Fylgt verði
aðhaldssamri stefnu
Í langtímaáætlun ríkisstjórnar-
innar í ríkisfjármálum er gert ráð
fyrir að fylgt verði aðhaldssamri
stefnu og að árlegur vöxtur sam-
neyslunnar verði ekki umfram 2%
að raungildi. Verði m.a. miðað við að
launakostnaður ríkisins hækki ekki
umfram laun í samkeppnisgreinum
og árleg hækkun svonefndra til-
færsluútgjalda aukist ekki umfram
2½% að raungildi.
Dregið úr framkvæmdum fyrir
tvo milljarða á næsta ári
Heildargjöld ríkissjóðs á næsta
ári eru áætluð 294,6 milljarðar.
Dregið verður úr framkvæmdum
ríkisins um tvo milljarða á næsta ári
og aftur um tvo milljarða 2006.
Framkvæmdir verði svo aftur aukn-
ar um tvo milljarða árið 2007 og um
tvo milljarða 2008. Er að því stefnt á
næsta ári að framkvæmdum vegna
1.900 milljóna kr. verði frestað frá
vegaáætlun og 100 milljónir vegna
frestunar framkvæmda við endur-
bætur menningarbygginga.
Loks er stefnt að því að á árunum
2005–2007 verði verulegum fjár-
munum varið til skattalækkana og
fyrsta skrefið tekið með 1% lækkun
á tekjuskatti einstaklinga um næstu
áramót og alls um 4% til ársins 2007
og á því tímabili verði eignarskattur
einstaklinga og lögaðila afnuminn.
Ekki er gert ráð fyrir tekjum af
söluhagnaði eignarhluta í fyrirtækj-
um á næsta fjárlagaári.
Gert er ráð fyrir 3 milljarða lækk-
un útgjalda á árinu 2005 frá því sem
annars hefði orðið.
Á komandi ári mun lánsfjáraf-
gangur ríkissjóðs þó ekki styrkjast
eins mikið og tekjuafkoman, þar
sem handbært fé frá rekstri verður
minna á næsta ári vegna þess að
stórir flokkar spariskírteina verða á
gjalddaga það ár. Reiknað er með
fjögurra milljarða kr. lánsfjáraf-
gangi á næsta ári í fjárlagafrum-
varpinu.
Rekstrargjöld hækka um 0,5%
Áætlað er að heildargjöld á næsta
ári verði 294,6 milljarðar og standi í
stað að raungildi miðað við áætluð
útgjöld á þessu ári. Rekstrargjöld
hækka um 0,5% að raungildi, sem
stafar aðallega af auknum framlög-
um til menntamála, styttingu bið-
lista eftir sambýlum fatlaðra og
auknu framboði hjúkrunarrýma. Þá
verða framlög til þróunarmála aukin
um 500 milljónir á næsta ári. Á móti
kemur hins vegar að gerð er krafa
um 1% hagræðingu til flestra stofn-
ana ríkisins á næsta ári.
Tekjutilfærslur hækka að raun-
gildi, einkum vegna fjölgunar ör-
yrkja og aukinna framlaga og auk-
inna framlaga til Lánasjóðs
íslenskra námsmanna vegna fjölg-
unar nemenda. Þá lækkar stofn-
kostnaður og viðhald á næsta ári um
9% að raungildi vegna áforma um
tveggja milljarða frestun fram-
kvæmda á árinu.
Skv. efnahagsforsendum þeim
sem frumvarpið byggist á m.a. um
5% hagvöxt á næsta ári og 3¼%
aukningu kaupmáttar ráðstöfunar-
tekna, er gert ráð fyrir að skatt-
tekjur ríkissjóðs muni hækka um
rúmlega 6% á næsta ári og fara í
rúmlega 280 milljarða kr. Eru heild-
artekjur ríkissjóðs taldar verða tæp-
lega 306 milljarðar kr. og hækka um
15,7 milljarða.
Tekjur af eignasköttum lækka
um 240 milljónir króna
Gert er ráð fyrir að tekjuskattur
einstaklinga skili 66,7 milljörðum á
næsta ári. Í áætlunum er gert ráð
fyrir að almennur tekjuskattur
lækki um 1% eða úr 25,75% í
24,75%. Einnig verður skatthlutfall
sérstaks tekjuskatts, hátekjuskatts,
lækkað úr 5% í 4% skv. ákvörðun
sem Alþingi hefur tekið. Fjár-
magnstekjuskattur einstaklinga er
áætlaður 7,8 milljarðar á næsta ári
en það er 1,3% hækkun frá yfir-
standandi ári.
Gert er ráð fyrir að tekjuskattur
lögaðila geti orðið 13,5 milljarðar á
árinu 2005.
Áætlaðar tekjur af eignasköttum
nema tæplega 9 milljörðum kr. og er
það lækkun um 240 milljónir frá yf-
irstandandi ári. Er ástæða þessarar
lækkunar sú að umsýslugjald til
fasteignamats ríkisins hefur verið
lagt niður. Einnig er gert ráð fyrir
að leggja niður þróunarsjóðsgjald á
skip og á aflamark þar sem veiði-
gjald á aflaheimildir kemur í stað
þessara gjalda. Ný lög um erfða-
fjárskatt voru lögfest á síðasta þingi
og lækkar áætlun um tekjur af
skattinum því um 300 milljónir frá
síðasta ári.
Þá er gert ráð fyrir að skattar af
vöru og þjónustu skili um 148,3
milljörðum á næsta ári eða rúmlega
11 milljörðum kr. meira en á yf-
irstandandi ári.
Heildarlántökur 158 milljarðar
Í fjárlagafrumvarpi ársins 2005 er
ráðgert að heildarlántökur A-hluta
ríkissjóðs, fyrirtækja í B-hluta,
sjóða í C-hluta og Landsvirkjunar
muni nema samtals um 158 millj-
örðum kr. á næsta ári. Heildaraf-
borganir af teknum lánum eru áætl-
aðar 91 milljarður og hrein
lánsfjárþörf þessara aðila mun því
nema 67 milljörðum.
Reiknað er með að ríkissjóður
greiði niður skuldir um 3,7 milljarða
á næsta ári. Áætlað er að lánsfjár-
afgangur ríkissjóðs á næsta ári
verði rúmlega 4 milljarðar og að
honum verði varið til að styrkja
stöðu ríkissjóðs með 4 milljarða kr.
framlagi til Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins auk niðurgreiðslu
skulda.
Stefnt að þriggja milljarða lækkun útgjalda og spáð 6% auknum skatttekjum á árinu 2005
Tekjuafgangur ríkis-
sjóðs 11,2 milljarðar
króna á næsta ári
Framlög til þróunarmála verða
aukin um 500 milljónir króna
Tekjuskattur mun lækka um 1%
Dregið verður úr framkvæmdum
ríkisins fyrir 2 milljarða
! "#"
$ "#"# !
% ##"# !
%&"#"# !
'"( # !
)
#"# !
*" +, ""# !
- " # !
-./0# !
1 ""# !
' #/", /# !
23 "# !
%4 # !
'5$65*'
% #(
% /"3
0"
7!
0#
8
8
8
8
! "##$# '" "
""
5" " ! "
/0"#
%4 #
9
, (+
8
'"( #
8
5
3
: "
8
*" +, ""
#/", /#
8
*(4"
(!#
8
$ "
#
8
8
8
Gerð verður krafa um 1%
sparnað í flestum stofnunum rík-
isins á næsta ári. Áætlað er að
þessi aðgerð leiði til 800 milljóna
kr. lækkunar útgjalda.
Kostnaður ríkisins vegna vaxta-
bóta mun lækka um 200 milljónir
kr. á næsta ári ef áætlanir fjár-
lagafrumvarpsins ganga eftir
vegna áforma um að greiddar
bætur nemi 95% af reiknuðum
vaxtabótum.
Framlag til Tækniþróunarsjóðs
hækkar um 140 milljónir kr. á
næsta ári og verður 340 milljónir.
Fjárheimild fjármálaráðuneyt-
isins verður hækkuð um 1.480
milljónir á næsta ári til að mæta
ófyrirséðum launa- og verðlags-
breytingum í rekstri allra ráðu-
neyta, m.a. í ljósi þess að kjara-
samningar við ríkisstarfsmenn eru
lausir undir lok þessa árs.
Komugjöld á heilsugæslustöðvar
hækka á næsta ári og er ráðgert
að hækkunin skili 46,8 millj. kr.
tekjum skv. fjárlagafrumvarpinu.
Gert er ráð fyrir 1.035 milljóna
kr. fjárveitingu til Úrvinnslusjóðs
á næsta ári og er það 320 milljóna
kr. hækkun frá fjárlögum yf-
irstandandi árs. Er hækkunin til
komin vegna aukins kostnaðar við
úrvinnslu úrgangs og er öll fjár-
veitingin fjármögnuð með tekjum
af úrvinnslugjaldi.
Lagt er til í fjárlagafrumvarp-
inu að veitt verði 60 milljóna kr.
tímabundið framlag í eitt ár svo
unnt verði að halda áfram vinnu
við viðhald og endurbætur á Al-
þingishúsinu. Ólokið er viðgerð á
útveggjum norður- og vesturhliðar
hússins sem og viðgerðum á 3.
hæð og þaki.
Þrátt fyrir frestun ýmissa fram-
kvæmda á næsta ári í fjárlaga-
frumvarpinu er lagt til að fram-
kvæmdir við framhaldsskóla
aukist um 280 milljónir kr., fram-
kvæmdir Ofanflóðasjóðs aukist um
170 milljónir og framkvæmdir Al-
þjóðaflugþjónustunnar eru áætl-
aðar 150 milljónir á næsta ári en
þessi liður færist nú úr B-hluta
ríkissjóðs í A-hlutann.
Framlög ríkisins til Þróun-
arsjóðs EFTA aukast á næsta ári
um 246 milljónir kr. í samræmi við
samkomulag við Evrópusambandið
um aukin framlög til sjóðsins.
Framlag til sjóðsins verður 500
milljónir kr. næstu fjögur árin.
Samkeppnissvið Samkeppn-
isstofnunar verður eflt á næsta ári
og er lagt til í fjárlagafrumvarp-
inu að framlag til Samkeppn-
isstofnunar hækki um 20,4 millj-
ónir kr. „Fyrirséð er að verkefni
tengd t.a.m. fjarskiptalögum munu
verða umfangsmikil á næstu árum.
Jafnframt er talið brýnt að end-
urtaka rannsókn á samkeppnis- og
viðskiptaháttum á matvörumark-
aðinum,“ segir í fjárlagafrumvarpi
næsta árs.
ÚTGJÖLD ríkisins til stofn-
ana fatlaðra vaxa á næsta ári
en þá lýkur sérstöku átaki í
að stytta biðlista eftir þjón-
ustu.
Skv. fjárlagafrumvarpinu
aukast framlög til málefna
fatlaðra um rúmar 200 millj-
ónir til að efla stuðningsþjón-
ustu og ný úrræði í búsetu
fatlaðra.
Skv. fjárlagatillögum félags-
málaráðuneytisins er gert ráð
fyrir rúmlega 130 milljóna kr.
hækkun framlaga til sambýla
og nýrra búsetuúrræða fyrir
fatlaða í samræmi við áætlun
frá árinu 2000. Enn fremur er
gerð tillaga um tæplega 50
millj. kr. hækkun framlaga til
félaga og sjálfseignarstofnana
sem annast þjónustu við fatl-
aða með samningi við félags-
málaráðuneyti og svæð-
isskrifstofur.
200 millj. kr.
aukin fram-
lög vegna
fatlaðra
Morgunblaðið/Arnaldur