Morgunblaðið - 02.10.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 02.10.2004, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ENN hækkar Úrvalsvísitala Kaup- hallar Íslands og var við lokun mark- aða í gær 3.819,5 stig en lokagildi hennar hefur aldrei verið svo hátt. Hækkunin nam 0,45% innan dags- ins. Mest viðskipti voru með hluta- bréf í Actavis 232 milljónir króna og hækkaði verð bréfanna um 2%. Mest hækkun varð á hlutabréfum í Atorku 18,2% í 30 milljóna króna við- skiptum. Þá hækkuðu bréf í Og Voda- fone um 9,1% en Baugur tilkynnti um kaup á hlut í félaginu skömmu fyrir lokun. Lokaverð bréfanna var 3,95 krónur en kaupverð Baugs var 4,2 krónur á hlut. Sé miðað við lokaverð á fimmtudag nemur yfirverð bréfa Baugs 16%. Hækkun í Kauphöll ● ÍSLANSBANKI ræður nú yfir 97,7% hlutafjár og atkvæðamagns í norska bankanum KredittBanken, en samþykki eigenda þessa hluta- fjár liggur nú fyrir að meðtöldum bréfum sem nú þegar eru í eigu Ís- landsbanka. Tilboðstímabili Íslandsbanka í bréfin í KredittBanken lauk í gær en ákveðið hefur verið að framlengja tilboðstímabilið til 15. október, til þess að gefa þeim hluthöfum sem ekki hafa samþykkt tilboðið kost á því að gera það áður en til innköll- unar á bréfunum kemur. Fjármálaeftirlitið á Íslandi hefur þegar gefið Íslandsbanka samþykki sitt fyrir yfirtöku á norska bank- anum, að því er kemur fram í til- kynningu. Yfirtökutilboðið er einnig háð samþykki stjórnvalda í Noregi og hefur bankinn lagt inn umsókn til norska verðbréfaeftirlitsins vegna kaupanna. Þegar samþykki yfirvalda á kaupunum liggur fyrir mun Ís- landsbanki óska eftir innköllun á þeim bréfum sem eftir eru, í sam- ræmi við hlutafélagalög í Noregi. Heildarkaupverð KredittBanken er um 3,5 milljarðar íslenskra króna. Íslandsbanki með um 98% hlutafjár KredittBanken FYRSTA sérhæfða Apple-verslunin í Danmörku var opnuð í Kaup- mannahöfn í gær en hún er í eigu Öflunar ehf./ Apple IMC á Íslandi. Mikill áhugi var fyrir opnuninni og biðu yfir 100 manns fyrir utan þeg- ar verslunin var opnuð og höfðust margir þeirra við í svefnpokum fyrir utan nóttina áður, að því er segir í tilkynningu. Íslensk Apple-verslun opnuð í Kaupmannahöfn BAUGUR Group hefur keypt 10,56% hlutafjár í Og Vodafone en félagið átti ekki fyrir beinan hlut í félag- inu. Keyptir voru rúmlega 368 milljónir hluta á 4,2 krónur hver og nemur kaupverð hlutarins því 1.547 milljónum króna. Seljendur hlutafjárins eru m.a. Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason og félög sem tengjast þeim bræðrum. Norðurljós, sem Baugur á u.þ.b. 40% eignarhlut í, keyptu í síðustu viku um 35% hlut í Og Vodafone og er stærsti hluthafinn. Baugur er nú annar stærsti hluthaf- inn en bein og óbein eign Baugs í gegnum Norðusljós nemur 24% hlutafjár í Og Vodafone. Samtals eiga Norðurljós og Baugur hins vegar 45,5% hlutafjárins. Ekki yfirtökuskylda Í hálffimm fréttum KB banka í gær segir að líklegast hafi myndast yfirtökuskylda í Og Vodafone enda megi jafn tengdir aðilar og Baugur og Norðurljós ekki eiga meira en 40% samtals í skráðu félagi. Greiningardeild Landsbanka Íslands segir hins veg- ar í Vegvísi sínum að þar sem Baugur eigi aðeins 30% beinan hlut í Norðurljósum myndist ekki yfirtöku- skylda þrátt fyrir að um fjárhagslega tengda aðila sé að ræða. Skarphéðinn Berg Steinarsson er framkvæmdastjóri hjá Baugi Group auk þess að vera stjórnarformaður Og Vodafone og Norðurljósa. Hann segir það hafa verið fullkannað hvort yfirtökuskylda skapaðist við kaupin og svo sé ekki. Um ástæður kaupanna segir Skarphéð- inn að hluturinn hafi staðið Baugi til boða og ákveðið hafi verið að ganga að því tilboði enda sé Og Vodafone áhugaverður fjárfestingarkostur. „Við vonumst til þess að Norðurljós og Og Vodafone geti átt í samstarfi varð- andi uppbyggingu á stafrænu sjónvarpi,“ segir hann. Hvað varðar rekstur Og Vodafone segir Skarphéðinn að næstu vikur og mánuði muni hinir nýju eigendur nota til að átta sig betur á rekstrinum og með fyrstu verkum verði að ráða nýjan forstjóra félagsins. Björgólfar með 17,5% Þriðji stærsti hluthafinn í Og Vodafone er Lands- banki Íslands sem á 7,77% hlut í félaginu. Frum- kvöðull, sem er fjárfestingafélag Burðaráss, er fjórði stærstur með 5,5% hlut en beinn hlutur Burðaráss er 4,2% og ræður Burðarás því yfir nær 10% hlutafjárins. Samanlagður hlutur Landsbanka og Burðaráss er 17,5%. Auk kaupa Baugs í gær þá keypti Og Vodafone 0,63% eignarhlut Óskars Magnússonar, sem látið hefur af störfum sem forstjóri félagsins. Kaupverð hlutarins var rúmar 92 milljónir króna en fyrir átti félagið óveru- legan hlut eigin bréfa. Baugur með fjórðung hlutafjár í Og Vodafone ● GYLFI Árnason hefur verið ráðinn forstjóri Opinna kerfa Group hf. Gylfi var fram- kvæmdastjóri Op- inna kerfa frá 1999 til ársloka 2002 en þá var daglegur rekstur þess á sviði sölu og þjónustu á tölvu- og upplýsinga- tæknibúnaði á Íslandi settur í sér- stakt félag, Opin kerfi ehf. Gylfi varð framkvæmdastjóri þess félags og mun gegna þeirri stöðu áfram þar til eftirmaður hans þar hefur verið ráð- inn, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu. Frosti Bergsson, starfandi stjórn- arformaður Opinna kerfa Group, hef- ur sinnt störfum forstjóra síðan í lok mars á þessu ári, en þá lét Chris Jansen, þáverandi forstjóri félagins, af störfum eftir eins árs starf hjá fé- laginu. Opin Kerfi Group hf. fjárfestir í og rekur fyrirtæki á sviði upplýs- ingatækni og skyldra greina á Norð- urlöndum. Helstu félög samstæð- unnar eru Kerfi AB með starfsemi í Svíþjóð og Noregi, Kerfi A/S í Dan- mörku og Opin kerfi ehf., Skýrr hf. og Teymi ehf. á Íslandi. Áætlað er að alls muni velta á árinu 2004 verða um 15 milljarðar króna. Gylfi ráðinn forstjóri Opinna kerfa Group Gylfi Árnason ÓSKAR Magnússon hefur látið af störfum sem forstjóri Og Vodafone. Í tilkynningu frá stjórn félagsins í gær segir að samkomulag hafi orðið um þetta á milli Ósk- ars og stjórn- arinnar. En jafn- framt segir í tilkynningunni að Óskar muni verða nýrri stjórn fé- lagsins til ráðu- neytis eftir þörf- um til áramóta. Viðar Þorkels- son, fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Og Voda- fone, mun gegna starfi forstjóra tímabundið. Norðurljós, móðurfélag Íslenska útvarpsfélagsins, keyptu um 35% hlut í Og Vodafone fyrir um þremur vik- um. Seljandi var CVC á Íslandi, sem er í eigu Kenneths D. Petersons. Fyr- ir réttri viku var skipt um fjóra af fimm stjórnarmönnum Og Vodafone, og tók Skarphéðinn Berg Stein- arsson, stjórnarformaður Norður- ljósa, þá við stjórnarformennskunni af Bjarna K. Þorvarðarsyni hjá CVC á Íslandi. Eðlilegra að aðrir taki við Óskar segir að hann hafi á sínum tíma farið fyrir hópi hluthafa sem áttu stærsta hlutann af Íslandssíma. Þessi hópur hafi staðið fyrir því að sameina Íslandssíma og Halló-Frjáls fjarskipti og síðan að kaupa Tal. Á þessum tíma hafi engum blandast hugur um að hann myndi leiða þessi verkefni og hið sameinaða félag. Nú sé svo komið að þeir sem hann var fulltrúi fyrir hafi flestir selt hluti sína í Og Vodafone, eða séu í þann mund að gera það, að því er hann telji. Þá sé búið að skipta um stjórn í félaginu að stærstum hluta. „Við þessar aðstæður er jafn sjálf- sagt og átti við um mig á sínum tíma, að einhver annar taki við félaginu núna,“ segir Óskar. „Þessu gerði ég stjórn félagsins grein fyrir og um það varð enginn ágreiningur. Ég taldi þetta eðlilegt því líklegt er að annars konar stefna sé framundan hjá félag- inu, sem ég er ekki inni í og hef ekki tekið þátt í að móta. Það er miklu eðlilegra að þeir sem hana hafa mót- að taki við og framfylgi henni.“ Óskar tók við starfi forstjóra Ís- landssíma í árslok 2001. Í ágúst árið eftir sameinuðustu Íslandssími og Halló-Frjáls fjarskipti, sem Kenneth D. Peterson átti stóran hlut í. Um þremur mánuðum síðar keypti Ís- landssími öll hlutabréf í Tali og voru fyrirtækin í kjölfarið sameinuð. Nafni Íslandssíma var breytt í Og Vodafone í apríl á síðasta ári. Óskar Magnússon hættir hjá Og Vodafone Óskar Magnússon VIÐRÆÐUR eru hafnar um náið samstarf fyrirtækisins OMX og kauphallarinnar í Kaupmannahöfn. Danska blaðið Jyllands-Posten hefur eftir aðilum að engar upplýsingar verði gefnar um gang viðræðna fyrr en niðurstöður þeirra gefi tilefni til. Sænska blaðið Dagens Industri segir að viðræður um samruna séu langt á veg komnar. Með samrun- anum myndi langþráður draumur eigenda OMX um eina sameiginlega norræna kauphöll komast nær því að verða að veruleika. OMX á og rekur kauphallirnar í Stokkhólmi, Hels- inki, Tallin, Riga og Vilnius. Umsvif OMX ná yfir um 80% af viðskiptum í kauphöllunum á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands segir að áhugi OMX á sameiginlegri norrænni kauphöll hafi legið fyrir í nokkurn tíma. Viðræður OMX og kauphallar- innar í Kaupmannahöfn um hugsan- legan samruni komi jafnframt ekki á óvart. Áhugi á sameiningu eða auk- inni samvinnu hafi verið nokkur í Danmörku. Hjá Kauphöll Íslands og kauphöllinni í Osló sé hins vegar meiri áhugi á því að viðhalda sjálf- stæði kauphallanna. Vel komi þó til greina að auka samstarf enn frekar í gegnum Norex-samstarfið. Rætt um samruna norrænna kauphalla               #   %&"! '#'"# 5; "/ < 3 7""/( < 3 7 "# % #0  "0 5 " 7 <" + =" +"  >7 "  *" +"  =" + $" $+;" %"" ? 0 "3  ?3 0 '".  ' "   % #0  " 9  ( ) &* + # 50 0 #0  "0&" %""  =" + %  "3 "  "   7, "" "0!   @ ."0 " A""  >"+"  >( * 0 4    BC.  '=% ' +"/ "  '# 0&" '  " + '43" '(  ( ."0! . 6"  6! " ( 2   ( @ "'4 ,)- #.  /0 5  " %+ D! "0 "" *" +  =" + 6404 2# ! "0&" =" + ' " " //                                    7!   0# 0!" //                                 E 8F E 8F  E  8F E 8F  E 8F E 8F  E  8F E 8F  E 8F E 8F E 8F   E 8F  E  8F  E  8F  E 8F   E 8F      E  8F        +"/3  +"  6  +"G >" 3 '""                                                                                                           23  :,  56 H 5 .  "  % (+ /3 "                              B"+"I 'JK      8 8 %6'D )5L     8 8 M5M  ?$L       8 8 >%L B    8 8 1MDL )N A       8 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.